Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Ferdinand
Smáfólk
PARPON ME..D0
YOU KNOUJ UJHERE
THE COURTMOU5E15?
UOU) SHOULP 1 KNOía)?
I’M JU5T A LITTLE
KIP! I DON'T KNOU)
UJHERE ANYTHIN6I5!
UUHY A5K ME7WHAT
DO I KNOU)? IF IT
|5N'T ONE THIN6,
IT'5 ANOTHER!
Afsakaðu, veistu Hvernig ætti ég að Hvers vegna að Jæja, þakka þér samt fyrir-
hvar dómshúsið er? vita það? Ég er bara spyija mig? Hvað veit ... Ékkert mál
lítill krakki! Ég veit ég? Ef það er ekki
ekki hvar neitt er! eitt, þá er það annað!
Að fyrirgefa
- hvað er það?
Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
HVERSU oft á ég að fyrirgefa ná-
unga mínum? spurði maður einn
Jesú. Þarna var stórt spurt, og þegar
slíkt gerist, verður stundum fátt um
svör. En Jesú svaraði þessu þannig,
að maður ætti ekki aðeins að fyrir-
gefa öðrum sjö sinnum, eins og spyij-
andinn raunar stakk upp á, heldur
sjötíu sinnum sjö sinnum.
Þama er gerð stór krafa til manns,
og erfitt hlýtur að vera að standa
undir henni. Eða hvað skal segja,
þegar maður tekur fyrirgefningu, en
svíkur síðan og heldur áfram að sví-
virða þann sem gert hafði á hluta
hins fyrmefnda, en hlotið fyrirgefn-
ingu? Þama rýfur hann orð og eiða
og sýnir fádæma ódrengskap, sem
vafamál er að hægt sé að fyrirgefa.
Eða hvað skal segja, þegar tveir
menn verða eitthvað ósáttir, en sætt-
ast þó fullum sáttum, og báðir koma
sér saman um, að þetta skuli einung-
is vera þeirra á milli, en síðan lætur
annar deilumál þeirra síast út til vina
og vandamanna, hinum manninum
til ófrægingar? Þarna er trúnaður
brotinn — og vandséð er, að slíkt sé
hægt með góðu móti að fyrirgefa,
vegna tjóns, sem slíkt veldur. Og
þessu skylt er að iðrast þess að hafa
unnið illt verk, en halda síðan áfram
að drýgja það; iðrunin sem sagt ein-
ungis til að blekkja aðra. Þetta tekur
Hallgrímur Pétursson til meðferðar
í 12. Passíusálmi sínum, er fjallar
um iðrun Péturs:
Ónýt er iðrun tæp,
að því skalt hyggja,
ef þú í gjörðum glæp
gimist að liggja.
Þarna hittir skáldið naglann' á
höfuðið, ef svo má að orði komast.
Þetta erindi hefur séra Bjöm Sigur-
bjömsson (biskups Einarssonar) þýtt
á dönsku, eins og raunar alla Passíu-
sálmana, á þessa leið.:
Nyttelöst for en dag
angrer en synder,
hvis han paa samme sag
atter begynder.
AUÐUNN BRAGISVEINSSON,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík.
Langholtskirkja
Frá Maríu L. Einarsdóttur:
„MAMMA, förum við ekki í kirkjuna
þína á jólunum?" spurði 11 ára sonur
minn skömmu fyrir jól. Ég vissi strax
hvað hann átti við og samsinnti með-.
tilhlökkun. Það var held ég daginn
eftir þessa athugasemd sem ljóst
varð að Jón Stefánsson og kórinn
yrðu ekki í Langholtskirkju um jólin.
Ég var ekki farin að segja neitt þeg-
ar sonur minn sagðist ekki hafa
áhuga á að fara úr því svona yrði.
Langholtkirkja hefur verið kirkjan
„mín“ síðan ég gekk í kórinn 1977,
þótt ég hafi aldrei átt lögheimili í
sókninni og ég hafi hætt virku kór-
starfi vegna anna, þegar sonur minn
var mjög ungur.
Ég var löngu hætt, þegar sr. Flóki
Kristinsson kom til starfa í Lang-
holtskirkju. Það fór ekki framhjá
neinum að samstarf Jóns Stefánsson-
ar og sr. Sigurðar Hauks Guðjóns-
sonar var einstakt og þeir löðuðu í
sameiningu að kirkjunni fjölda fólks,
sem sjaldan eða aldrei hafði látið sjá
sig í kirkju áður. Ég á mjög erfitt
með að átta mig á því hvernig hægt
er að eiga í samstarfsörðugleikum
við Jón. Allt sem ég hef séð til hans
einkennist af eldmóði og listrænum
metnaði, sem er ótrúlega heillandi
og smitar frá sér. Auk þess hefur
Jón þá bráðnauðsynlegu eiginleika í
svona starfi að vera bæði léttur og
skemmtilegur. Mér hefur alltaf fund-
ist ég hálfvængbrotin eftir að ég
hætti starfi með kórnum og veit ég
að ég er ekki ein um það. Ég fæ
ekki séð hvemig Langholtskirkja
getur verið án Jóns Stefánssonar,
því að hann er hluti af henni.
, MARÍA L. EINARSDÓTTIR,
Fífuhvammi 13, Kópavogi.
Hjartaaðgerðir
hérlendis?
Frá Eggerti Haukssyni:
í KVÖLDFRÉTTUM Ríkisútvarps-
ins, hljóðvarpi eða^íyónvarpi var að
kvöldi 18. janúar sl. greint frá eftir-
farandi máli, sem þannig var sagt
frá í textavarpi: „Vilja skera hjart-
veik börn hér.“
Sérfræðingur í hjartasjúkdómum
barna á Landspítala segir að mögu-
leikar til þess að framkvæma stóran
hluta slíkra aðgerða hérlendis séu
góðir og þær aðgerðir sem nú þegar
hafa verið framkvæmdar hér, hafi
gengið vonum framar. Fyrir aðstand-
endur bamanna er mjög þýðingar-
mikið að aðgerðimar séu fram-
kvæmdar hér, þar sem mikil óþæg-
indi geta fýlgt því að þurfa að dvelja
lengi erlendis, að ekki sé talað um
gífurlegan kostnað."
Hér virðist um brýnt mál að ræða,
sem vekur forvitni, og maður veltir
fyrir sér á hveiju strandi. í hugann
koma upp eftirfarandi spurningar,
sem ég bið Velvakanda um að koma
á framfæri við þá sem þekkja til
mála:
a) Hvað skortir á, faglega, fjár-
hagslega eða í aðstöðu, til að unnt
sé að framkvæma hjartaaðgerðir á
börnum hérlendis?
b) Hvað þyrfti samtals að leggja
fram mikið fé til að bæta hér úr,
hver ætti að leggja það til og hvern-
ig og hvert myndi sú fjárfesting skila
sér til baka? M.ö.o. hver yrði hlutur
þess, sem greiddi götu þessa máls
með nauðsynlegu fjárframlagi, í þeim
stóra spamaði, sem hjartaaðgerðir
hérlendis myndu hafa í för með sér?
EGGERT HAUKSSON,
Fögrubrekku 45, Kópavogi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.