Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 45

Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 45 BRÉF TIL BLAÐSIMS Athugasemd við eftirmæli Frá Hjalta Kristgeirssyni: VIÐ sem komin erum á efri ár hneigjumst til að lesa minningar- greinar og þykir vænt um þann sið að mælt skuli vel eftir hina látnu. Jafnan er dregið fram það sem helst mátti prýða þann sem genginn er og hitt látið liggja í þagnargildi sem fremur væri til ófrægingar. Kemur þar hvort tveggja til að flestum finnst nóg um þrasið í mannheimi þó að það sé takmarkað við lifendur og svo hitt að jafnan mælir vinur eftir vin eða skyldmenni eftir skyld- menni. Lesendur kynnast ekki að- eins þeim sem mælt er eftir heldur einnig þeim sem mæla eftir. Mér þótti sem hin sjálfsagða sið- prýðisregla minningargreina væri brotin á Halldóri Þorsteini Briem um daginn í eftirmælum Kristjáns Guð- bjartssonar (Mbl. 18. jan.) og get því ekki orða bundist. Rétt er að taka fram að Halldór heitinn var mér óskyldur og jeiðir okkar lágu ekki oft saman. í eftirmælum Kristjáns segir að Halldór hafi fyrr á árum tekið þátt í stjórnmálum innan Sjálf- stæðisflokksins og nefndir eru til ýmsir frammámenn flokksins sem Halldór hafi starfað með og verið í vinfengi við. Allt er það hæfilega trúverðugt í eftirmælastíl og ekki til- efni til athugasemda ef ekki hefði komið þetta: „Á árunum fyrir [hið rétta: eftir] 1960 bárust Halldóri í hendur leyniskýrslur um Sovétríkin og bar hann þær undir Bjarna heitinn [Benediktsson]. Bjarni sá svo um að láta Morgunblaðið birta úr þeim kafla og kafla öðru hvoru. Enginn vissi hvaðan Halldóri bárust leyniskýrsl- urnar eða að Bjarni hefði fengið þær hjá honum fyrir Morgunblaðið.“ Undarlegt var að sjá látinn mann mærðan með þessum hætti. Gerði greinarhöfundur sér ekki ljóst, hvaða sökum hann var í rauninni að bera hinn látna? Og um leið fleiri en hann einan. Mátti þetta ekki liggja í þagn- argildi? Leyniskýrslur þær sem hér er til vísað eru hinar svonefndu SÍA- skýrslur sem birtust í Mbl. fyrir bæj- arstjómarkosningar 1962 og Heimd- allur gaf út í bók fyrir alþingiskosn- ingar 1963. Að stofni til voru þetta raunar einkabréf okkar nokkurra námsmanna í Austur-Evrópu og í Kína og báru þau þess merki. Bréfm voru tekin ófrjálsri hendi og birt að okkur forspurðum. Við komumst að því að skjalaböggull með bréfunum í hvarf úr geymslu á einkaheimili í hendur manna er gerðu sér mat úr þeim í pólitísku dægurþrasi. Á þjófn- aðinum vöktum við athygli fyrir ára-. tugum, en við nefndum aldrei nein nöfn. Fyrir hvem var verið að rifja þetta upp nú, mannsaldri síðar? Ekki þurfti þess okkar vegna; við hugð- umst ekki reka málið frekar og ekki lásum við hér neinar nýjar fréttir. Við höfðum haldið að best færi á því að láta tímann breiða sína miskunn- arblæju yfir verk sem ekki þoldu dagsljósið á sínum tíma. Lífsreynslan kennir að misskipt er mannaláni; sumir virðast bornir til minni gæfu en aðrir. Þar ráða verðleikar ekki öllu eins og sannast á ýmsum okkar sem hafa setið sól- armegin í lífinu. Halldór Þorsteinn Briem varð afskiptur þegar lífsgæf- unni var úthlutað og það er ástæðu- laust að draga fjöður yfir það. En óþarft er að hnykkja á ógæfu hans með ummælum sem ekki var talið sæmandi að setja á prent meðan hann enn var lífs. HJALTI KRISTGEIRSSON, Víðivangi 10, Hafnarfírði. Getur almennur safn- aðarfundur orðið sóknar- nefnd til hneisu og kirkj- unni til skammar? Frá Ágústu Jónsdóttur og Halldóru Eyjólfsdóttur: MARGT hefur verið sagt og skrifað um deiluna í Langholtskirkju og virðist ekkert lát þar á. Ekki hefur heyrst mikið frá okkur sóknarbörn- um kirkjunnar en nú er svo komið að ekki er lengur hægt að sitja hjá án þess að leggja orð í belg. Dropinn sem fyllti mælinn var sú ótrúlega yfirlýsing séra Flóka Kristinssonar á Rás 2 þriðjudaginn 16. janúar, að engin ástæða væri til að boða til almenns safnaðarfundar þar sem söfnuðurinn hefði ekkert með þetta mál að gera!! Ef við í söfnuðinum höfum ekkert með þetta mál að gera hverjir hafa það þá? Hvað er kirkjan annað en fólkið sem í henni er, þ.e. við sóknarbörnin? Þetta er okkar kirkja og okkur stendur hreint ekki á sama hvernig er farið með hana og starfsfólkið sem í henni vinnur. Þá telur séra Flóki að verði boðað til almenns safnaðarfundar, verði það sóknarnefndinni til hneisu og kirkjunni til skammar og mundi kalla yfir þjóðina og þjóðkirkjuna mikla skelfingu og hneyksli!! Hvern- ig getur almennur safnaðarfundir orðið sóknarnefnd til hneisu og kirkj- unni til skammar? Er séra Flóki hræddur um að vankunnátta okkar sóknarbarna á litúrgíunni komist í hámæli eða er hann hræddur við að sjá hvaða hug sóknarbörnin bera til hans? Óttast hann að þar komi í ljós hvílíkra vinsælda Jón Stefánsson nýtur í sókninni? Með því að segja við okkur sóknarbörnin að við höfum ekkert með þetta mál að gera sýnir hann okkur þvílíka lítilsvirðingu að ekki er presti sæmandi og raunar ekki nokkrum manni. En séra Flóki sýnir ekki aðeins sóknarbörnum sín- um lítilsvirðingu. Hann hefur itrekað farið með ósannindi hvað varðar Jón Stefánsson og starfsemi hans í kirkj- unni. í viðtali við Gissur Sigurðsson á Rás 2 í desember sl. segir séra Flóki að Jón Stefánsson geti ekki kvartað yfir aðstöðuleysi í kirkjunni þar sem hann hafi þar bæði aðstöðu fyrir einkarekinn kórskóla og einka- stúdíó. Þarna fyr séra Flóki vísvit- andi með ósannindi. Jón Stefánsson hefur aldrei kvartað undan aðstöðu- leysi í kirkjunni enda engin ástæða til og að sjálfsögðu er kórskóli Langholtskirkju ekki einkafyrirtæki hans. Skólinn er rekinn af kirkjunni og er á ábyrgð hennar en stendur undir sér sjálfur. Langholtskirkja hefur einnig haft af því nokkrar tekjur að kórar og annað tónlistar- fólk notfæri sér margumtalað stúdíó og taki upp tónleika sína í kirkjunni. Er þetta með öllu óvið- komandi organistanum þó að Kór Langholtskirkju hafi einnig notað þessa aðstöðu. Ekkert af þeim fjár- munum, sem þarna hafa fengist, hefur runnið í vasa Jóns Stefáns- sonar. Það er afar ólíklegt að presturinn hafi ekki yitað betur þegar hann kaus að greina frá þessu í útvarpi allra landsmanna en þessar staðhæf- ingar hefur fólk gripið á lofti og leiðréttingar ekki komist til skila. Það verður að teljast með ólíkind- um að prestur sem hefur á þennan hátt komið fram við söfnuð sinn og samstarfsfólk, geti setið áfram í skjóli æviráðningar - Langholts- söfnuður á betra skilið. ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR, HALLDÓRA EYJÓLFSDÓTTIR, félagar í Kór Langholtskirkju og sóknarbörn í Langholtssókn. ur einroma ,lÁhid(una SuUFijhj (j'lir Puccini cr nwðal beslu siji IsleiViku óperunnar, mjög velgeró og (íhrijciinikil. Sigurður Steinþórsson, Tímanum Askell Másson, DV „Ólöf ■KolbrúnJ laróardóllir Ixelir þarna Iwldur belm iö sinn glœsilega feril sein óperusöngkonci... “ Jón Ásgeirsson, Morgunblaðinu Islenska óperan hvetur alla til aö sjá þessa einstaklega hrífandi sýningu. Ólafur Árni Bjarnason tenór heldur senn utan til annarra verkefna, þannig aö einungis eru fáar sýningar eftir. ISLENSKA OPERAN Miðapantanir í síma: 551 1475

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.