Morgunblaðið - 24.01.1996, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Eigum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum
fyrirvara ýmiskonar stoð- og hjálpartæki sem létta
störfin, auka öryggi og afköst.
Leitið upplýsinga.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725
Það er alltaf mikið líf og fjör á kompuhelgum í Kolaportinu.
Fyrsta kompuhelgi
ársins um helgina
■ Kompubás í Kolaportinu á kr. 1800,-
Allir markaðsdagar eru kompudagar í Kolaportinu, en öðru
hverju efnir Kolaportsfólk til sérstakra komudaga og er þá gefinn
mikill afsláttur af básaleigu hjá þeim sem selja notaða muni. Sala
kompudóts hefur reynst fólki góð fjáröflunaraðferð og mörg dæmi
þess að fólk hafi haft tugþúsundir upp úr krafsinu. Verð á
sölubásum fyrir komudót verður aðeins 1800 krónur á dag um
helgina, en er venjulega 2§00 krónur. Þá geta börn og unglingar
allar helgar fengið borðmetra á 1100 krónur til að selja kompudót
í' - og er jafnan fjöldi þeirra að selja á hverri helgi.
Vantar alltaf kompudót
“Kompudótið er alltaf jafn
vinsælt og við fáum aldrei nóg af
slíkum seljendum til okkar” segir
Guðmundur G. Kristinsson hjá
Kolaportinu. “Með þessum
kompudögum um helgina erum
við að hvetja fólk til að hreinsa til
hjá sér og gera sér pening úr
gömlu dóti“.
Það finnst flestum gaman þegar
þeir láta verða af þessu, ekki síst
börnum og unglingum, og
ánægjulegt að sjá fólk jafnvel hafa
tugþúsundir króna á dag fyrir dót
sem annars hefði líklega lent á
öskuhaugunum.”
Þrjár gullnar reglur
Þegar fólk selur kompudót í
Kolaportinu er gott að hafa þrjár
reglur í huga, að henda engu og
koma með sem fjölbreyttastan
varning, að setja upp frekar hátt
verð í byrjun á meðan fólk er að
átta sig á verðmætinu, og síðast
en ekki síst að mæta í góða
skapinu og hafa gaman af.
Kompuklúbbur
Kolaportsins
Nú hefur verið stofnaður
Kompuklúbbur Kolaportsins og
eru hátt á annað þúsund seljendur
kompudóts frá síðasta ári að fá í
hendurnar fyrsta fréttabréf
Kompuklúbbsins. Þar er t.d. bent
á margvísleg ráð til að ná enn meiri
árangri í sölu á kompudóti. Öðrum
aðilum sem óska eftir að gerast
félagar í Kompuklúbbi Kola-
portsins er bent á að hafa samband
við skrifstofu Kolaportsins í síma
562 5030. Pantanir á sölubásum
um helgar er hægt að gera í sama
síma alla virka daga kl. 9-17.
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Engin afþreying
fyrir eldri
borgara á
Skagaströnd
ÉG SENDI þennan smá-
pistil frá Skagaströnd
vegna þess að hérna er
ekkert gert fyrir eldra fólk-
ið. Við höfum, jú, elliheim-
ilið Sæborg. Þar er föndur
fyrir það fólk sem þar dvel-
ur, en fyrir hina er ekki
neitt. Ég er nú komin á
áttræðisaldur og segi fyrir
mína parta að mér finnst
fólk dregið í dilka héma.
Það er ekki spilað og ekk-
ert félagsstarf fyrir eldra
fólkið, nema þá sem dvelj-
ast á Sæborg.
Það er óhætt að segja
að hér húki hver í sínu
homi. Það verður að gera
eitthvað í þessum málum.
Ein sárreið.
Hvað heitir
lagið?
VILHELM hringdi og hafði
eftirfarandi að segja:
„Fimmtudaginn 19. janúar
við dagskrárlok Sjónvarps
fengum við að sjá Snæfell-
sjökul á skjánum, en undir
var sungið lagið Sofðu
unga ástin mín. Lagið var
mjög vel sungið en ekki
var minnst á hver söngkon-
an væri. Gætu ekki þulurn-
ar tekið upp hinn ágæta
sið Sigríðar Amardóttur
að kynna alltaf síðasta lag-
ið í dagskrárlok?"
Spaugstofan
alltaf að batna
MIG LANGAR að þakka
þeim Spaugstofumönnum
fyrir frábæra þætti því þeir
em sannir gleðigjafar mitt
í öllu angrinu sem ríður yfir
þjóðina. Þeir em sannkallað-
ir listamenn af guðs náð.
Elín Dungal.
Tapað/fundiö
Myndavél tapaðist
HINN 13. janúar tapaðist
myndavél af gerðinni Yas-
hica, sennilega á leiðinni frá
Breiðholtskirkju upp að
Maríubakka. Finnandi vin-
samlega hringi í síma
557-5845.
Úr fannst í Keflavík
GYLLT kvenúr fannst á
Aðalgötu í Keflavík fyrir
nokkm. Upplýsingar í síma
421-1317.
Úlpa tapaðist
BLÁ goretex-úlpa tapaðist
á Gullöldinni í Hverafold
sl. föstudagskvöld. Sá sem
veit um úlpuna er beðinn
að skila henni á lögreglu-
stöðina í Hverafold.
Föndurdót tapaðist
FÖNDURDÓT sem sam-
anstóð af leir, vír og perl-
um, tapaðist á Laugaveg-
inum sl. mánudagseftir-
miðdag. Finnandi vinsam-
leg hringi í síma 551-0445.
Armband tapaðist
SNÁKLAGA gullarmband
tapaðist á Bergstaðastræti
fyrir rúmri viku. Finnandi
vinsamlega hringi í síma
551-5216 eftir kl. 18.
Gæludýr
Kettlingar
SJÖ vikna kettlingar,
frískir, faliegir og kassa-
vanir, fást gefíns. Upplýs-
ingar í síma 565-1650.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Hvítur leikur
og vinnur
STAÐAN kom upp á
minningarmóti um Paul
Keres í Tallinn í byrjun
janúar í viðureign
tveggja stórmeistara.
Vidmantas Malisauskas
(2.510), Litháen, var með
hvítt og átti leik, en
Aleksei Shirov (2.690).
Umhugsunartíminn var
aðeins 25 mínútur á
skákina og það skýrir lík-
lega síðasta leik Shirovs,
sem var 23. — Dd6- d5??
24. Rc6! og Lettinn gafst
upp. Úrslit á þessu
hraðmóti: 1. Ivantsjúk
6‘/2 v. 2-3. Smyslov og
Malisauskas 5 v. 4-5.
Riho Liiva, Eistlandi og
Shirov 4‘/2 v. 6-7.
Ehlvest og Rytsjagov,
Eistlandi 4 v. 8. Maidla,
Eistlandi 2‘A v.
Frábær
árangur öld-
ungsins
Smyslovs, en
hann er nú síst
lakari í stuttum
en löngum skák-
um. Innsæið nýt-
ur sín ekki síður
þótt tíminn sé
stuttur.
Staðan á Ho-
ogovensmótinu í
Wijk aan Zee eft-
ir umferðina á mánudag:
A flokkur: 1. ívantsjúk
5 Vz v. af 8, 2-3. Anand
og Tivjakov 5 v. 4-6.
Topalov, Drejev og Ivan
Sokolov 4 v. 7-8. Hiibner
og Leki 4 v. 9-11. Gelf-
and, Adams og Piket 3 ‘A
v. 12-13. Van Wely og
Shirov 3 v. 14. Timman
2'/2 v.
B flokkur: 1. Bologan
4'/2 v. af 6, 2. Onísjúk 4
v. 3- 4. Van der Wiel og
Stripunsky 3'A v. 5-7.
Antunes, Nijboer og Del-
emarre 3 v. 8-10. Helgi
Áss, Van de Mortel og
Gild. Garcia 2 ‘/2 v.
11-12. Kuijf og Miles 2 v.
HÖGNIHREKKVÍSI
Víkveiji skrifar...
FRÉTTAÞÁTTURINN 60 mín-
útur sem sýndur er á Stöð 2
á sunnudagskvöldum er eitthvert
albesta efnið sem sjónvarpsstöðvar
bjóða áhorfendum. Viðfangsefnin
eru margvísleg, reynsla frétta-
mannanna er dýrmæt og yfirsýnin
ótrúlega mikil í þessum þáttum. Þar
sem skrifari þekkir til er þáttanna
beðið með eftirvæntingu og virðist
þessi klukkutími ná augum og eyr-
um allra aldurshópa.
xxx
ÝLEGA var fjaliað um ofbeldi
og auglýsingamennsku í
íþróttum og bent á að íþróttirnar
væru orðnar afskræmdar vegna
auglýsinga og sjónvarps. Pening-
amir hefðu í mörgum tilvikum tek-
ið völdin af íþróttunum, ofbeldið
væri betri söluvara í sjónvarpi en
íþróttamannsleg framkoma og
dæmi voru sýnd þessu til staðfest-
ingar. Sýnt var hversu miklu auð-
veldara það er fyrir íþróttamann
að fá auglýsingasamning ef hann
er harður í horn að taka og oft á
sjónvarpsskj ánum.
Sem dæmi var sagt frá tennis-
leikara, sem vann það sér til frægð-
ar að hætta í miðjum leik á Wimble-
don vegna óánægju með dómgæslu
og eiginkona kappans bætti um
betur og löðrungaði dómarann. Síð-
an þá hefur þessi tennisleikari aldr-
ei verið settur á hliðarvelli, heldur
ævinlega á velli við áhorfendastúk-
urnar. Einkum var miðað við
Bandaríkin í þessum þætti og með-
al annars tekin dæmi úr körfuknatt-
leik, ruðningi, ísknattleik, hafna-
bolta og tennis.
Rætt var við þjálfara drengjaliðs
í ruðningi og sagði hann að dreng-
irnir, 6-8 ára gamlir, ættu sér
ákveðnar fyrirmyndir meðal fullorð-
inna og tækju allt upp eftir stjörn-
unum. Væri það að sjálfsögðu af
hinu góða ef þeir tækju ekki líka
upp ósiðina, sem gerðir eru mjög
áberandi og sjónvarpsstöðvarnar
keppast við að sýna - og endur-
sýna. Broslegt var að sjá einn
drengjanna skora mark og fagna
síðan nákvæmlega eins og ein aðal-
stjarnan í hópi atvinnumanna gerði.
xxx
ÓTT fyrmefndur þáttur hafi
verið bandarískur og fjallað
um bandaríska íþróttamenn er eigi
að síður full ástæða fyrir íþróttaiðk-
endur og forystumenn íþróttahreyf-
ingar hér að staldra við og íhuga
hvað er að gerast. Vissulega er
margt ólíkt hér og því sem er að
gerast meðal vestrænna stórþjóða,
en eigi að síður gætu dýrmætir
samningar og von um háar fjárupp-
hæðir haft áhrif á íþróttaviðburði
hér eins og annars staðar. Aukin
harka í íþróttum gæti bent til þessa
og þurfa forystumenn að vera á
varðbergi svo við lendum ekki í
sambærilegum vandamálum og
þeim sem lýst var í 60 mínútum
nýlega.