Morgunblaðið - 24.01.1996, Side 56

Morgunblaðið - 24.01.1996, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 KEYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL/SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX HUNDALEIKFIMI Meðalhiti í Reykjavík vel yfir meðallagi Frostlaust fyrri hlutajanúar MEÐALHITI í Reykjavík fyrstu 15 dagana í janúar var 3,9 gráð- ur, en meðalhiti í janúar síðustu áratugi er 0,5 gráða frost. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði þetta óvenjulega mikinn hita, en þó væri líkast til enn óvenju- legra að þessa 15 daga hefði hiti í Reykjavík aldrei farið niður fyrir frostmark. „Þetta er vissulega mikill hiti miðað við árstíma. Horfur eru á að næstu daga verði hvorki mikil hlýindi né frosthörkur. Það er því ekki ljóst hvernig mánuðurinn kemur út í heild,“ sagði Einar. Einar sagði erfitt að spá fyrir um hvort þessi janúarmánuður myndi slá met hvað hitastig varð- ar. Hann sagði að það þyrfti ekki að fara lengra aftur en til ársins 1987 til að finna óvenjulega hlýjan janúarmánuð. Meðalhiti í Reykja- vík í janúar það ár hefði verið 3,1 gráða og raunar hefði mánuðurinn verið mjög hlýr um allt land. Þetta ár hefði aðeins mælst frost í Reykjavík í sex daga í janúar og frostið hefði aldrei farið niður fyr- ir 4 gráður. Miklar hitabreytingar í desember Einar sagði að veðurfar á íslandi jnHr vetrartímann einkenndist af miklum veðrabreytingum og þar með hitabreytingum. Hann sagði sl. desembermánuð ágætt dæmi um þetta. Fram til 17. desember hefði verið sérstaklega hlýtt um allt land og ýmis hitamet hefðu fallið, sér- staklega á Norðurlandi. 17. desem- ber hefði hins vegar skipt algerlega um og síðari hluti mánaðarins hefði einkennst af mjög miklum frost- hörkum. Einar sagði að niðurstaðan hefði orðið að hitastig í desember hefði verið í meðallagi. * * * Formaður S AA segir Islendinga hafa misst tök á fíkniefnavandanum Framboð ólöglegra fíkniefna aldrei meira SAMKVÆMT tölulegum upplýsingum úr sjúkra- skrám sjúkrahússins Vogs hafa framboð og eftir- spurn ólöglegra vímuefna hér á landi aldrei verið jafn mikil og á síðasta ári. Af þeim 1.617 einstaklingum sem komu á Vog árið 1995 höfðu 905 aldrei notað ólögleg vímu- efni, eða 56%. Meðalaldur þeirra var rúmt 41 ár. Þannig höfðu 712 einstaklingar því notað ólögleg vímuefni, eða 44%. Af þeim sem vóru yngri en 20 ára höfðu aðeins 22 þá sögu að segja að þeir hefðu ekki notað ólögleg vímuefni, eða 16%. Það sem helst einkennir árið 1995 er að amfeta- mínfíklum fjölgar verulega, sprautufíklum hefur fjölgað stöðugt í 5 ár, vart verður við E-töflur (ecstasy) í fyrsta sinn og þá í miklum mæli, hass-, LSD- og sveppaneysla eykst og 217 sprautufíklar hafa sýkst af lifrarbólgu. Versta árið hingað til Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ og yfir- læknir á Vogi, segir að síðasta ár sé líklega versta árið hvað varðar fíkniefnavandann og hann telji að tölulegar upplýsingar sýni að íslendingar hafi misst tök á vandanum á síðasta ári. í gögnum frá SÁÁ kemur fram að almenn misnotkun og fíkn í amfetamín hefur verið svo mikil og vaxandi á íslandi frá 1983 að tala megi um faraldur. Stórneytendum amfetamins fjölgaði verulega árið 1995 og sprautufíklar hafa aldrei verið eins margir og nú, en ljóst er að helmingur stórneytenda amfetamíns verða sprautufíklar sem sprauta sig reglulega. Með tilkomu E-töflu til íslands í fyrra, þegar efnið kom skyndilega á markað hér, versnaði ástandið í fíkniefnamálum verulega. Af þeim sem komu á Vog 1995 höfðu 103 einstaklingar reynt þetta efni og af þeim voru 35 taldir „reglulegir neytendur". ■ Höfum misst/6 ■ Unglingar og/26-27 Canada 3000 Hugmyndir um sparnað á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Stöðugildum gæti fækkað um áttatíu Líkamsárásin á Akranesi Þremur stúlkum sleppt ÞREMUR stúlknanna fjögurra, sem hafa verið í gæzluvarðhaldi eftir -að ráðizt var á sextán ára stúlku í miðbæ Akraness aðfaranótt sl. laugardags, var sleppt úr haldi í gær. Fjórða og elzta stúlkan er enn í haldi lögreglu. Hjá lögreglunni á Akranesi feng- ust þær upplýsingar að málið væri enn í rannsókn og tildrög árásarinn- ar væru því enn óljós. Líðan stúlkunnar, sem ráðizt var á, var batnandi, að sögn læknis á gjörgæzludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Stúlkan var með meiri með- vitund en fyrst eftir slysið. Enn er þó alveg óljóst að hve miklu leyti hún nær sér. Vaxandi árásarhneigð unglinga Vaxandi árásarhneigð unglinga er vandamál hér á landi, að mati Ólafs Ólafssonar landlæknis. í grein eftir Ólaf, sem vitnað er til í Morg- unblaðinu í dag, kemur fram að algengara er en áður að ráðizt sé að öðrum að tilefnislausu og ráðast þá oft margir á einn. Sparkað er í fólk liggjandi og högg og spörk látin dynja á viðkvæmum líkams- hlutum. Ólafur segir að árásarmynztrið hafi þannig breytzt og að hvergi ‘annars staðar en í kvikmyndum sjái fólk manneskjur barðar 10 til 20 högg í andlitið áður en sjái á við- komandi. Slysalæknar viti að eitt til tvö högg nægi til þess að valda viðkomandi skaða. Sjónvarpsaug- lýsingar og myndbönd séu hins veg- ar áhrifamesta kennslan í ofbeldi. ■ Ofbeldi í kvikmyndum/29 Canada 3000 8 ferðir áviku 1 sumar KANADÍSKA flugfélagið Canada 3000 hyggst fjölga ferðum sínum hingað til lands næsta sumar og mun félagið hafa viðkomu á Keflavíkurflug- velli 8 sinnum í viku. Fyrsta flug félagsins hingað til lands verður 29. apríl. Stein- þór Jónsson, umboðsmaður Canada 3000 hér á landi, segir að fyrir liggi vilyrði samgöngu- ráðuneytisins þess efnis að fé- lagið fái leyfí til að taka far- þega til Kanada um borð hér á landi. Ekki liggur enn fyrir hvort leyfi fáist til að selja héð- an ferðir til Evrópu. ■ Átta ferðir.../18 HUGMYNDIR framkvæmda- stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur um sparnað í rekstri, sem kynntar verða Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðisráðherra í vikunni, gætu haft í för með sér fækkun stöðu- gilda um 80, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Fram hefur komið að 380 milljónir króna vanti til að ná end- um saman í rekstri sjúkrahússins. Hugmyndir þær, sem kynntar verða heilbrigðisráðherra, eru samkvæmt upplýsingum blaðsins ekki endan- legar tillögur, en ýmsum möguleik- um er velt upp og áherzla lögð á að heilbrigðisyfírvöld meti afleið- ingarnar og „afleidd áhrif“. Meðal sparnaðarhugmynda er að loka útibúum geðdeildar sjúkra- hússins í Arnarholti á Kjalarnesi og við Eiríksgötu í Reykjavík. Þá er rætt um að loka dagdeild fyrir aldraða í Hafnarbúðum. Jafnframt setur framkvæmdastjórnin fram hugmyndir um að draga saman í starfsemi endurhæfingardeildar sjúkrahússins og færa hana frá Grensásdeild í Borgarspítalann og að hluti starfsemi geðdeildar færist í Grensásdeild til að mæta áður- nefndum lokunum. Skýrari verkaskipting í hugmyndum framkvæmda- stjórnarinnar er jafnframt fjallað um nauðsyn þess að skýrari verka- skiptingu stóru sjúkrahúsanna, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkis- spítala, verði komið á. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ganga þessar hugmyndir út á að metið verði á hvaða sviðum hvort sjúkra- hús stendur sterkar að vígi og að sem mest af viðkomandi starfsemi færist alfarið til þess sjúkrahúss, í stað þess að bæði séu með flókna sérfræðistarfsemi af sama tagi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.