Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ■ Jóhanna Sigurðardóttir óskar eftir viðræðum við Alþýðuflokkinn Fljótur, fljótur, elsku Nonni minn . . . Kostnaður og tekjur við símtalspöntun óljós PÓSTUR og sími hefur hvorki upp- lýsingar um sundurgreindan kostn- að við að bjóða upp á símtalspönt- un né áætlun um hve miklar tekjur þessi þjónusta skapi stöfnuninni. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í vikunni kostar 3 teljaraskref, eða 9,96 krónur, að nota símtals- pöntun. Símtalspöntun felst í því að þegar hringt er í númer sem er á tali getur notandi ýtt á tölustaf- inn 5 á símtækinu og verður þá samband sett upp þegar síminn sem hringt var í losnar. 900 kr. á símreikning miðað við eina notkun á dag Ekki er hægt að nota símtals- pöntun í fyrirtækjasímstöðvum en noti einkaheimili þessa þjónustu einu sinni á dag nemur kbstnaður við hana á hveijum símreikningi, sem sendir eru út á þriggja mán- aða fresti, um það bil 900 krónum. Bergþór Halldórsson, yfirverk- fræðingur Pósts og síma, sagði að til að geta veitt sérþjónustu hefði stofnunin þurft að ráðast í tals- verðan kostnað í hugbúnaði, sem stöðugt væri verið að uppfæra. Símtalspöntun hefði verið möguleg í hverri símstöð alllengi en ekki milli stöðva fyrr en í fyrra með bættu tónvalssambandi milli stöðv- anna. Bergþór sagði að vegna óvissu um hve mikið símtalspöntun yrði notuð væri erfitt að áætla kostnað við þjónustuna og þær tekjur sem hún muni skapa Pósti og síma. Hins vegar hefði verið tekið mið af því hvað þessi þjónusta kostar annars staðar. í Kanada kostaði t.d. 4 dollara á mánuði að eiga kost á hverri tegund sérþjónustu og Bell símafyrirtækið í Bandaríkj- unum gjaldfærði 70 cent í hvert skipti sem símtalspöntun væri not- uð. í Danmörku væri ársíjórðungs- gjald fyrir hveija tegund sérþjón- ustu 25 danskar krónur. Álag ef notkun er almenn Bergþór sagði að það ylli kostn- aði og álagi að veita þessa þjónustu og bjóða upp á að símkerfið vakt- aði ákveðin númer. Það álag gæti skipt máli ef þjónustan væri notuð mikið og þá valdið því að þörf yrði á nýjum ijárfestingum til að stækka kerfið. Gjaldtökunni væri m.a. ætl- að að stuðla að því að allir notend- ur noti ekki alltaf alla möguleika sérþjónustu í hugsunarleysi. Flest sérþjónusta í talsímakerf- inu er gjaldfijáls hérlendis, að und- anskilinni símtalspöntun og vakn- ingu, sem kostar fimm skref, eða tæplega 17 krónur. Bergþór sagði að því fleiri símnotendur sem t.d. notuðu möguleikann símtal bíður, þar sem tónn gefur til kynna að verið sé að reyna að ná í viðkom- andi númer og hægt er að geyma samtal meðan öðru er svarað, því minni ætti þörfin fyrir símtalspönt- un að verða. Fjárhagsáætlun Garðabæjar Skólabyggingar hafa forgang BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 1996. Sameiginlegar tekjur eru áætlaðar 855,6 milljónir og er aðal- tekjustofn útsvör en þau eru áætluð 731,5 millj., eða 85,5% af sameigin- legum tekjum. Gert er ráð fyrir um 221,2 millj. í rekstrarafgang eða 25,9%. Helstu framkvæmdir verða við skólabyggingar og fara 26,5 milljónum til Flataskóla og 27,5 milljónum til Hofsstaðaskóla. í frétt frá bæjarstjórn kemur fram að til fræðslumála er áætlað að veija 131,8 millj. eða 20,8% af rekstrargjöldum í heild. Næst eru framlög til félagsþjónustu, 117,1 millj. eða 18,5% af rekstrargjöldum og loks æskulýðs- og íþróttamál, 78,6 millj. eða 12,4% af rekstrar- gjöldum. Skuldir bæjarsjóðs verða niðurgreiddar um 182,9 millj. en nýjar lántökur eru áætlaðar 156,9 millj. Hækkun skulda verður því 26 millj. Gatnagerð í Arnarneshálsi og Molduhrauni Til framkvæmda er áætlað að verja 220,5 millj. auk þess sem gert er ráð fyrir að veija 90,3 millj. til gatnagerðar í Amarneshálsi og Molduhrauni sem fjármagnaðar verða með gatnagerðargjöldum af úthlutun lóða sem auglýstar verða á árinu 1996. Byggt verður við Flataskóla og keyptar lausar kennslustofur og við Hofsstaðaskóla verða einnig keypt- ar stofur auk þess sem unnið verð- ur við hönnun að 2. áfanga skól- ans, sem framkvæmdir hefjast við árið 1997. Markmiðið er að einsetja alla skóla í Garðabæ í byijun skóla- árs 1998. Til byggingar Fjölbrauta- skóla Garðabæjar er ennfremur áætlað að veija 31,2 millj. Holræsaframkvæmdir í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að haldið verði áfram við hol- ræsaframkvæmdir og er heildar- fjárveiting vegna þeirra 30 millj. Aætlunin gerir ráð fyrir 8,4% óbreyttu útsvari en það er lág- marksálagning samkvæmt lögum. Eitt barn af þúsund einhverft Skipulag í um- hverfinu skiptir einhverfa miklu Dr. Jack Wall TALIÐ er að eitt af hvetjum þúsund börnum sem fæðast hérlendis séu einhverf. „Að jafnaði eru það fjórir einhverfir drengir sem fæð- ast á móti einni stúlku og er það svipað og með aðra fötlun. Sumir halda því fram að það sé vegna við- kvæmni á fósturstigi, en ekki er nákvæmlega vitað hvað orsakar þessa skipt- ingu,“ segir dr. Jack Wall sem er staddur hér á landi til að leiðbeina og veita þeim ráðgjöf sem vinna með ein- hverf börn. „Það má greina einhverfu mun fyrr en áður og er það ekki síst að þakka rann- sóknum á sviðum boðskipta og máltöku og fyrir bragðið eru mörg tilfellin mun vægari en áður. Algengt er að einhverfa greinist eftir 18 mánaða aldur og fyrir þriggja ára aldur.“ - Hvað er einhverfa? „í rauninni er ekki til nein skýring á því hversvegna fólk fæðist með einhverfu, en menn hafa þó i auknum mæli leitað skýringa í truflunum á heila- starfsemi svo úrvinnsla skynjun- ar verður ekki með eðlilegum hætti,“ segir Jack. Hann segir að þegar einhverfa hafi fyrst verið uppgötvuð árið 1943 hafi henni verið lýst sem barnageðveiki og talið að fyrst og fremst þyrfti viðkomandi að fá viðeigandi meðferð á við aðra sem þjáðust af geðsjúkdómum. Nú er einhverfa hins vegar skilgreind sem meðfædd þroska- truflun. - Hver eru helstu einkenni einhverfu? „Einkennin eru afskaplega mörg og spanna breitt svið. Ein- hverf börn þúrfa ekki að hafa nema hluta þessara einkenna þó það sé misjafnt eftir einstakling- um.“ Jack segir þó að viss atriði séu oft einkennandi fyrir ein- hverf börn og nefnir þar málörð- ugleika og klaufalega getu þeirra til að mynda félagsleg tengsl. „Málörðugleikarnir geta kom- ið fram í því að börnin eru sein til að tala og tal getur síðan horfið um tveggja til þriggja ára aldur eða örðið einkennilegt. Börnin eiga til að herma eftir eða endur- taka setningar sem þau hafa áður heyrt og við allt aðrar kringumstæður. Það er líka algengt að einhverfir vilji ekki horfa á andlit fólks, þeir forðast blíðuhót og stundum bregðast börnin undarlega við hljóðum. Einhverf börn eiga erfitt með að tjá hugsanir og tilfinningar og þau leika sér ekki eins og önnur börn. Sum endurtaka sí- fellt einhæfar athafnir og sum eru ofvirk. Það sem er einkennandi fyrir flest einhverf börn er að þau þola illa breytingar á umhverfi og daglegu lífi og hafa ríka þörf fyrir skipulag í umhverfinu.“ - En á hverju byggist sú aðferð sem dr. Jack Wali er að ► Dr. Jack Wall er yfirmað- ur Teacch-deildar í Charlotte í Norður-Karólínu en Teacch stendur fyrir ákveðið þjón- ustukerfi. Inni í því þjónustu- kerfi er lagt ofurkapp á skipulag og kennslu til að lijálpa einhverfum og hefur gefið góða raun. Sjónrænt efni skiptir mjög miklu máli við þá kennslu. Dr. Jack Wall er einnig prófessor við há- skólann í Chapel Hill í Banda- ríkjunum. Hann hefur að und- anförnu dvalið hér á landi til að leiðbeina og veita ráðgjöf starfsfólki skóla og stofnana þar sem einhverfir dvelja. tala um og nefnist Teacch? „Aðferðin er orðin tuttugu og fimm ára og byggist á því að skipulagning er notuð tl að kenna einhverfum það sem önn- ur börn læra með því að horfa á. Hér á íslandi hefur þessari kennsluaðferð verið beitt í nokk- ur ár, eða síðan þær Sigrún Hjartardóttir, Svanhildur Svav- arsdóttir og Sólveig Guðlaugs- dóttir komu til Norður-Karólínu til að kynna sér þá starfsemi sem við erum með þar. Það eru viss grundvallaratriði sem við förum eftir. Við leggjum til dæmis áherslu á að foreldrar taki þátt í þjálfuninni og hyggj- um að því að umhverfið sé skipu- lagt. Ef ekki er hægt að koma skilaboðum áleiðis í töluðu"máli notum við myndrænan hátt eða sjónrænar vísbending- ar eða aðrar leiðir. Stór hluti einhverfra nær ekki valdi á talmáli og því er mikilvæggt að nota aðrar leið- ir líka til boðskipta.“ - Er Teacch-aðferðin út- breidd í Bandaríkjunum? „Þar sem ég starfa í Norður- Karólínu eru bækistöðvar Te- acch-deildarinnar og þar eru nú starfræktar yfir 160 bekkjar- deildir fyrir einhverfa og starf- semin er þar öflug.“ — Læknast fólk einhvern tíma af einhverfu? „Nei, hún fylgir manni alla ævi. Það er hinsvegar hægt að létta einhverfum einstakli'ngum lífið og hjálpa þeim til að lifa tiltölulega sjálfstæðu lífí, stunda sína vinnu á fullorðinsárum og halda heimili." Sjónrænt efni skiptir mjög miklu máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.