Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR •• Oryg'gistrúnaðarmenn FBM á námskeiði NÁMSKEIÐ fyrir öryggistrúnað- armenn, öryggisverði og stjórn- endur fyrirtækja í prentiðnaði var haldið hjá Vinnueftirliti ríkisins dagana 22. og 23. janúar sl., seg- ir í fréttatilkynningur frá Félagi bókagerðarmanna. Þátttakendur voru um 25 talsins. Öryggisnefnd prentiðnaðarins og Vinnueftirlit ríkisins stóðu að námskeiðinu en öryggisnefndin er ein af fáum starfandi sérgreina- nefndum sem byggir starfsemi sína á lögum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum. Félag bókagerðarmanna og Sam- tök iðnaðarins eiga sína tvo fulltrúa hvort í stjóm nefndarinnar. Mörg ný mál vom tekin fyrir svo sem augnvemd og vandamál sem koma upp í sambandi við tölvuvinnslu, en nýjar reglur gengu í gildi nýlega um það efni. Göran Söderlund frá Grafiska Fackförbundet í Svíþjóð kynnti vinnuvemd þar og skipulag hennar á vinnustöðum. Ragnar Jóhannsson efnafræðingur hjá Iðn- tæknistofnun kynnti nýja tækni í hreinsun prentvéla. Verkefni þetta heitir Subsprint og er rekið með fé frá Evrópusambandinu. Þá var íjallað um. mörg fleiri efni, t.d. vellíðan og heilsuvemd á vinnu- stöðum, hávaða, merkingu og með- Morgunblaðið/Sverrir ÞÓRÐUR Sverrisson augnlæknir, einn fyrirlesara á námskeiðinu, flytur erindi sitt. ferð varasamra efna, vinnuslys, Morgunblaðið og skoðaði vinnu- verndarmálum hafa verið teknar förgun spilliefna o.fl. stað félaga sinna þar en ýmsar þar í notkun, t.d. í meðferð leysi- Að lokum heimsótti hópurinn nýjungar í umhverfis- og vinnu- efna og í förgun spilliefna. W* ÆI.M* Al /m/ 1^2: A D Fiskvinnsla Starfsfólk óskast í snyrtingu og pökkun hjá fiskiðjunni Freyju, Suðureyri. Upplýsingar í síma 456 6105. Flugmenn Óskum eftir að ráða flugmenn til starfa sem fyrst. Umsækjendur þurfa að hafa: - Atvinnuflugmannsskírteini. - Blindflugsáritun fyrir tveggja hreyfla flugvélar. - A.m.k. 2.500 flugstundir. - Flugstjóraskírteini eða uppfylla til þess öll skilyrði. Skriflegar umsóknir berist félaginu eigi síðar en 5. febrúar nk. Flugfélag Norðurlands hf., pósthólf400, 602 Akureyri. Varnarliðið - laust starf Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða lærðan kjötiðnaðarmann til starfa hjá Matvöruverslun varnarliðsins. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Vinnutími: Þriðjudaga til laugardaga kl. 08.00-17.00. Starfið er ótímabundið. Umsóknir berist til ráðningardeildar Varnar- málaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 421-1973, eigi síðar en 9. febrúar 1996. Starfslýsing liggur þar frammi til aflestrar fyrir umsækjendur og er þeim bent á að lesa hana áður en sótt er um. Umsóknareyðublöð fást einnig á sama stað. Garðbæingar Munið viðtalstíma baejarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í dag, laugardag- inn 27. janúar, kl. 10.30-11.30 í Sjálfstæðishúsinu, Lyngási 12. Stjórn sjálfstæðisfélagsins. Uppboð á bifreiðum verður haldið í dag, láugardaginn 27. janúar 1996, á Eldshöfða 4, athafna- svæði Vöku hf., og hefst það kl. 13.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík. Leiðbeiningar við framtalsgerð Verkakvennafélagið Framsókn gefurfélögum sínum kost á leiðbeiningum við gerð skatt- framtala með sama hætti og undanfarin ár. Þeir, sem hug hafa á þjónustu þessari, eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Framsóknar og láta skrá sig til viðtals eigi síðar en 2. febrúar 1996. Ekki er unnt að taka við viðtalsbeiðnum eftir þann tíma. Verkakvennafélagið Framsókn, Skipholti 50A, símar 568 8930 og 568 8931. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum i Bolungarvík verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hreggnasi, norðurendi, e.h., þingl. eig. Guðbjartur Kristjánsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Sparisjóður Bolungar- víkur, miðvikudaginn 31. janúar 1996 kl. 13.30. Skólastígur 20, þingl. eig. Stefán Ingólfsson, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins og sýslumaðurinn í Bolungarvík, miðvikudaginn 31. janúar 1996 kl. 13.50. Sýslumaðurínn í Bolungarvík, 26. janúar 1996. Jónas Guðmundsson, sýslum. Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf félagsins fyrir árið 1996, og er hér með auglýst eftir tillögum um félags- menn í þessi störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 2. febrúar 1996. Hverjum lista þarf að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins í Skipholti 50A. Verkakvennafélagið Framsókn, Skipholti 50A, símar 568 8930 og 568 8931. Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn Markmið sjóðsins er að efla sænsk-íslenska samvinnu og menningarsamskipti og stuðla að upplýsingamiðlun um þjóðfélagsmál og menningarlíf í Svíþjóð og á íslandi. I því skyni veitirsjóðurinn einstaklingum, félagasamtök- um og stofnunum styrki til verkefna, einkum á sviði menningar-, vísinda- og menntamála. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum á árinu 1996 er til 28. febrúar 1996. Áritun á íslandi er: Menntamálaráðuneytið, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík. Sérstök umsóknar- eyðublöð fást þar og hjá Norræna félaginu, Norræna húsinu, 101 Reykjavík. Stjórn sænsk-íslenska samstarfssjóðsins. SHACI auglýsingor Klukku- og úraviðgerðir Hermann Jónsson, úrsmiðirsíðan 1891, Ingólfstorgi, sími551 3014. Aðventkirkjan í Reykjavík, Ingólfsstræti 19. Laugard. kl. 9.45 biblíuleshópar. Efni ársfjórðungsins: Að rannsaka ritningarnar. Kl. 11.00 almenn guðþjónusta. Ræðumaður: Einar V. Arason. Allir velkomnir. FERÐAfÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Ferðafélag íslands Esjuhlíðar Sunnudaginn 28. janúar verður gengið um Esjuhlíöar. Ekið að Mógilsá og gengin hringferð um göngustíga í Esjuhlíðum. Brott- för er kl. 11.00 frá Umferðarmið- stöðinni og Mörkinni 6 og til baka verður komið um kl. 15.00. Þægileg gönguleið fyrir fólk á öllum aldri. Verð kr. 800. Frítt fyrir börn. Ferðafélag íslands. Skyggnilýsingarfundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, og Inga Magnúsdóttir halda skyggnilýsingarfund og Tarot- lestur þriðjudaginn 30. janúar kl. 20.30 í Akoges-salnum, Sig- túni 3. Húsið opnað kl. 19.30. Allir velkomnir. Miðar seldir við innganginn. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 vegna sameiginlegrar bænaviku kristinna safnaða. Ræðumaður sr. Magnús Björns- son frá Kristilegu félagi heilbrigð- isstétta. Kaffiveitingar í lok sam- komunnar í neðri sal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Miðvlkudagur: Lofgjörð, bæn og biblíulestur kl. 20.00. Föstudagur: Krakkaklúbbur kl. 17.30. Skrefið ki. 19.00. Unglingasamkoma kl. 20.30. Skíðadeild Víkings Félagsfundur verður mánudag- inn 29. janúar kl. 20. Rætt verður um vetrarstarfið. Nýir félagar velkomnir. Dalvegi 24, Kópavogi Vitnisburðarsamkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.