Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Kristján FUNDUR Halldórs Blöndals samgönguráðherra og þingmannanna Arnbjargar Sveinsdóttur og Egils Jónssonar var vel sóttur og voru umræður fjörugar. Halldór Blöndal samgönguráðherra á fundi á Vopnafirði Betri áranffur en áður í sögu lýðveldisins „ÞAÐ ER skemmtilegt að vera íslendingur um þess- ar mundir, þvi ekki er hægt annað en að viður- kenna að okkur hefur tek- ist að ná mjög merkilegum árangri í efnahags- og at- vinnumálum og í raun betri árangri en nokkru sinni áður í sögu lýðveldis- ins,“ sagði Halldór Blönd- al, samgönguráðherra í framsögu sinni á opnum fundi á Vopnafirði sl. fimmtudags- kvöld. Með ráðherra í för voru þing- menn Sjálfstæðisflokksins á Austur- landi, Egill Jónsson og Arnbjörg Sveinsdóttir. Fundurinn var vel sótt- ur og voru umræður líflegar. Halldór sagði að tekist hefði að ná efnahagslegum jöfnuði og á síð- ustu árum hefur verðbólga hér á landi verið minni en í nálægum lönd- um. „Okkur hefur tekist að styrkja innviði atvinnulífsins, bæði með því að breyta skattalögum, svo að jafn- vel Vinnuveitendasambandið viður- kennir að skattalegt umhverfi sé ekki verra hér í löndunum í kringum okkur og eins er gengisskráningin mjög hagstæð. Þetta þýðir að at- vinnureksturinn stendur betur en ella. Sjávarútvegurinn í heild sinni er rekinn með nokkrum hagnaði, þó einstakar greinar hans standi betur en aðrar. Hins vegar eru erfiðleikar í botnfiskvinnlsunni og ég man held- ur ekki eftir því að allar greinar sjáv- arútvegsins hafi á sama tíma verið reknar með hagnaði.“ Framkvæmdir í Hofsárdal kosta um 600 milljónir Þingmenn Norðurlands eystra og Austurlands hafa átt erfitt með að fóta sig á því hvemig eigi að tengja byggðarlögin saman að sögn Hall- dórs. Hann segir að verði fyrir valinu að fara í framkvæmdir eftir endilöng- um Hofsárdalnum, muni það kosta um 600 milljónir króna og svipaða upphæð kostar að byggja upp Tjör- nesveginn. „Ég tel óhjákvæmilegt annað en að leita eftir samstöðu um það með- al þingmanna úr öðrum kjördæmum að gerð verði áætlun um það hvernig þessi samgöngulega einangrun hér verði rofin.“ Halldór ræddi einnig möguleikana í ferðaþjónustu og hvernig hægt væri að nýta þetta einstaka og fjöl- breytta svæði í náttúru landsins. „Ég tel að sveitarfélögin fyrir norðan og austan eigi að taka höndum saman um gæslu alls landsins norðan Vatnajökuls. Hér er nóg af fólki sem hefur þekkingu á því hvernig eigi að standa að landgæslunni og fólk sem er reiðubúið að leggja mikið á sig til að þessi landssvæði megi nýt- ast til ferðaþjónustu og hjálpa til að fólk nái sómasamlegum lífskjörum með fjölbreytilegri hætti en áður.“ Sigríður Sveinsdóttir, formaður menningarmálanefndar Vopnafjarð- ar, sem einnig hefur komið að ferða- málum, sagði að þýskir ferðamenn sem voru á ferð um Norðausturland um áramótin, hafi verið áhugasam- astir um sögu þjóðarinnar og atvinnu- mál. Þeir hafí fengið að kynnast öllum helstu þáttum sjávarútvegs og land- búnaðar og verið svo ánægðir með heimsóknina að von er á þeim öllum aftur. „Þannig að við getum líka far- ið að gera út á mannlífíð og atvinnu- málin en ekki bara náttúruna - og það skildi þó ekki vera að hægt yrði að selja aðgang að loðnuverksmiðj- unni á Þórshöfn," sagði Sigríður. Vegur yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi Fundarmenn höfðu ýmsar skoðan- ir á samgöngumálum héraðsins. Hvaða framkvæmdir væru mest að- kallandi og hvernig ætti að tengja byggðarlagið við hringveginn. Egill Jónsson, alþingismaður, sagði að menn hafí haft uppi ýmis sjónarmið varðandi samgöngumálin og þingmenn kjördæmisins ekki alit- af verið sammála um hvað ætti að gera. „Nú hefur það hins vegar gerst að við afgreiðslu síðustu vegaáætlun- ar var samþykkt að leggja veg yfír Mývatns- og Möðrudalsöræfi og jafn- framt samþykkt að þessi vegur skildi fjármagnaður með þeim lið í vega- áætlun sem kallast stórverkefni. Það þýðir að 2/3 fjárhæðarinnar eru teknir af óskiptu vegafé og 1/3 af fjármagni kjördæmisins. Þegar búið að verður að fara í þessa fram- kvæmd, ætti að koma að sjálfu sér að frá Vopnafirði kæmi tengivegur inn á hringveginn. Þá verði jafnframt kannað vel hvort Hofsárdalurinn er þá ekki besti kosturinn," sagði Egill. Engin lausn að fella gengið Sjávarútvegsmálin voru einnig til umræðu og Friðik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tanga sagði að staða botnfiskvinnslunnar væri mjög slæm og röng gengisskráning hefði þar mikil áhrif. Hann nefndi sem dærm að samkvæmt útreikningum frá Islenskum sjávarafurðum hf. hefðu seljendur ÍS fengið 500 millj- 'ónum meira fyrir afurðir sínar á síð- asta ári, hefðu þær verið seldar á meðalgengi ársins 1993. En IS seldi sjávarafurðir fyrir um 15 milljarða króna á síðasta ári að sögn Friðriks. „Ég hef talað við nokkuð marga ráðamenn um þessi mál og það er eins og menn hafí bundist samtökum um að það gengi sem við höfum í dag, sé einmitt rétta gengið og allt annað sé rangt. Ég'trúi þessu ekki,“ sagði Friðrik. Halldór sagði að raungengi krónunnar hafi lækkað um 0,4% á síðasta ári og sam- kvæmt endurskoðari þjóðhagsspá sé gert ráð fyrir að gengi krónunnar hækki aftur um 0,4% á þessu ári. Hann taldi enga lausn nú að fella gengið og launþegarhreyfingin myndi aldrei sætta sig við géngisfell- ingu. „Eftir að þjóðin er búin að þola kjararýrnun ár eftir ár á þá að fella gengið um leið og fer að birta til? Nei, það er engin lausn og við verðum að fínna önnur úrræði til að jafna tekjuskiptinguna í sjávarútveg- inurn," sagði Halldór. Lægri atvinnuleysistölur en mörg undanfarin ár Atvinnuleysi hefur verið mikið undanfarin ár og Halldór sagði það rétt að menn hafi haft áhyggjur af því. „Samkvæmt ítarlegri könnun Hagstofunnar urn það hversu margir eru starfandi í landinu, kemur fram að í apríl ’91 voru þeir um 136.600 og fjölgaði aðejns um 600 fram í nóvember ’94. Ári seinna eða í nóv- ember á sl. ári voru 143.700 manns starfandi í landinu. Þetta er stórt og mikið stökk og sýnir að þeim hefur fjölgáð verulega hér á landi sem eru í launaðri vinnu. Til viðbótar hefur atvinnulausum fækkað og við erum nú að sjá lægri tölur en morg undan- farin ár.“ Yfirfærsla grunnskólans framfaraspor Yfírfærsla grunnskólans til sveit- arfélaga sem fyrirhuguð er þann 1. ágúst nk. var einnig rædd á fund- inum. Arnbjörg Sveinsdóttir, alþing- ismaður, sagðist ekki hafa t.rú á öðru en að sú tímasetning stæðist. „Það er í gangi mikil umræða um réttinda- mál kennara og er það mál sem menn hafa helst hnotið um. Skipting fjármagns hefur einnig verið til um- ræðu og þá hversu hátt hlutfall af staðgreiðslu skatta rennur til sveitar- félaga og eins hvernig staðið verður að greiðslu úr jöfnunarsjóði sveitar- félaga." Arnbjörg segir það sína skoðun að þessi breyting verði til þess að styrkja sveitarfélögin og um leið menntakerfið. Þetta gefí skólunum ýmsa möguleika, þeir verði sjálfstæð- ari og eigi þar af leiðandi betri mögu- leika á að byggja upp sína mennta- stefnu. „Ég hef þá trú að þetta sé mikið framfaraspor og verði að veru- leika þann 1. ágúst.“ O jS' '96 Allar rekstrarvörur á mögnuðu innkaupsverðl - fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Allt að 50% sparnaður á innkaupum í magni. Hewlett-Packard dufthylki (toner) Allar gerðir HP dufhylkja (toner) í geislaprentara með 20% afslætti og uppítaka á notuðum hylkjum á kr. fyrir verslanir Kassarúllur Kassarúllur 70 mm á kr. Faxpappír 30 metra faxpappír kr. 50 metrar á kr. 250,- IJósritunarpappír A4 hvítur Ijósritunar- jm pappír, 500 blöð, kr. Bf | 67 195 Mýs og Mottur Hin vandaða mús Mouse-Man frá Logitech (blá eða svört) á aðeins kr. 4.900 Músamottur (rauðar eða bláar) á aðeins kr. 95 URVAL GEISLA- BLEK- OG NALAPRENTARA Hewlett Packard glærur 50 blaða kassi af Hewlett-Packard glærum fyrir bleksprautu- prentara á einstöku tilboði aðeins kr. 5.690 fyrir skrifstofur Hewlett-Packard blekhylki • Svart HP blekhylki í alla HP DeskJet prentaralínuna á aðeins kr. • Litablekhylki í alla HP DeskJet prentaralínuna á aðeins kr. 2Æ90 3.150 Tökum notuð HP blekhylki uppí ný á fyrir tölvunotendur • II TOLVU- OG PRENTARABORÐ I URVALI Afritunarstöðvar og segulbönd 800 MB Colorado innb. afritunar- “‘"23300 DC 2190 SONY 90 metra segul- band, 2-4GB á aðeins kr. DC2120 SONY segulband, 120 MB, ^ ■flcm á aöeins kr. 1 ■ I 800 MB Colorado segulband, ' á aðeins kr. 2.990 Oryggislæsingar og keðjur Mikið úrval öryggisbúnaðar fyrir fis- og borðtölvur. Driflæsingar, keðjur, skjávernd og margt fieira. Verð frá kr. Disklingar BULK Quality 3.5” 1.44 MB disklingar, 10 stk í pakka, áaðeinskr. *%^%^\ oou fyrir iðnaðinn • Kfl Avery límmiðar Mikið úrval Avery límmiða fyrir geisla- og bleksprautu- prentara með 20% afslætti. 1.690 fyrir sjávarútveginn Innkaupadagar Tæknivals standa aðeins til janúarloka. Öll verð eru staðgreiðsluverð með VSK. Áskilinn er réttur til verðbreytinga. Opið alla laugardag frá 10,00 til 16,00 Hátækni til framfara Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.