Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 19 ERLENT Sjóorr- ustaá S-Kína- hafi Manila. Reuter. TIL SKOTBARDAGA kom milli herskipa frá Filippseyjum og Kína undan eynni Luzon í Suður-Kína- hafi á mánudag, að því er yfir- stjórn hersins í Manila, höfuðborg Filippseyja, skýrði frá í gær. Að sögn herstjórnarinnar stóð bardaginn yfir í hálfa aðra klukku- stund og varð mannfall í liði Kín- veijanna. Atvikið átti sér stað um 20 km undan eynni Capones og um 120 km norðvestur af Manila. Filippeyskt varðskip kom þar að tveimur kínverskum og skaut að- vörunarskotum að þeim til að fá þau til að stöðva ferðina. Annað kínversku skipanna stefndi á haf út en hitt reyndi að sigla á það filippeyska og laust þá í bardaga. „Vegna þess hversu harðri skot- hríð var haldið uppi tókust ásigl- ingartilraunirnar ekki,“ sagði í yf- irlýsingu herstjómarinnar í Manila. Bardaganum varð sjálfhætt vegna eldsneytisskorts filippeyska varðskipsins auk þess sem fall- byssa þess festist. Engin skýring var gefin á því hversu margir dagar liðu þar til skýrt var frá atvikinu. Atvikið er hið alvarlegasta frá því sjóherir ríkjanna stóðu gráir fyrir járnum andspænis hvorir öðr- um við Spratly-eyjar í fyrra. -----♦ ♦ ♦----- Norður-Irland Bruton á móti kosningum JOHN Bruton forsætisráðherra ír- lands gagnrýndi á fimmtudag hug- myndir Breta um að efna til kosn- inga á Norður-írlandi. John Major, forsætisráðherra Bretlands, lagði á miðvikudag til að efnt yrði til kosninga í þeim tilgangi að kjósá hóp manna sem samningamenn í friðarviðræðun- um yrðu síðan valdir úr. Bruton líkti hugsanlegum kosn- ingum við krókaleið í tilraunum til að finna friðsamlega lausn á fram- tíð Norður-írlands. Sagðist hann óttast trúnaðarbrest í friðarumleit- unum ef þær yrðu knúnar fram. Bruton sagði að sér hefði verið kunnugt um að breska stjórnin íhugaði kosningar en aldrei hefði hún þó ráðfært sig um það atriði við írsk stjórnvöld. Til sölu dekkjaverkstæði m/öllu (nær eingöngu með sóluð dekk) fyrir fólksbifreiðar. Afkastageta 20 dekk á klukkutima. Nánari upplýsingar hjá og svör sendist til: Bildelsgrossisten AB, Svíþjóð, b/t Chris Cederberg. fax: 004636121085. ■V M m rft * _ r~~f ''t*' ’ U-t <•?'-* r'- . -í'Jt'' \ r • Útsala «i) 'Ví ,frr ‘-V* rf ftð Sr? i vf f, ÍL.'?, • '. v#i *••*../.• • \ ■ '■ i-'S * •••• ••• nf rrf rrf nríT Suðurlandsbraut v/Faxafen Persía sími: 568 6999 Sérverslun meö stök teppi og mottur E Sýnum um helgina Nissan Maxima QX Um helgina sýnum við einn glæsilegasta lúxusbil sem Nissan verksmiðjurnar hafa sent frá sér. Hinn glænýi Nissan Maxima QX hefur hlotið fádæma góðar viðtökur hvarvetna. Nýja Nissan Maxima QX vélin er ein sú tæknivæddasta og léttbyggðasta V6 vél sem framleidd er í dag. Komdu á bílasýninguna hjá okkur um helgina og kynntu þér þetta magnaöa og glæsilega flaggskip Nissan flotans. Nissan Maxima - Magnaðir eiginleikar. Léttar veitíngar; BKI J^AFFI Bílasýning: laugard. 14-17 sunnud. 14-17 IMISSAN Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 Sími 525 8000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.