Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI * Aframhaldandi hækkanir á gengi hlutabréfa á Verðbréfaþingi í gær Hlutabréf seld ílslands- banka fyrir 185 milljónir HLUTABRÉF að nafnvirði 119 milljónir króna í íslandsbanka hf. voru seld á Verðbréfaþingi íslands í gær eða sem nemur tæplega 3% af heildarhlutafé bankans. Bréfin voru flest seld á genginu 1,55 og nam söluandvirði þeirra tæpum 185 milljónum króna. Nafn kaup- anda og seljanda hefur ekki verið upplýst en viðskiptin áttu sér stað fyrir milligöngu Fjárfestingarfé- lagsins Skandia hf. Alls námu heildarviðskipti dagsins tæpum 202 milljónum króna og er þetta annar stærsti viðskiptadagurinn í sögu Verðbréfaþings. Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn hf. hefur sem kunnugt er Iýst því yfir að það hyggist selja sinn tæplega 500 milljóna króna hlut í bankanum. Þá hefur komið fram að hlutabréf Valfells-ættar- innar séu föl en þau eru að nafn- Kaupir SAShlutí flugfélagi Eistlands? Tallinn. Reuter. EISTNESKA einkavæðingar- stofnunin er tilbúin til viðræðna um sölu á eistneska flugfélagsinu (EA), þar sem útboðsfrestur er útrunninn. Að sögn talsmanns EA bjóða ýmis erlend og innlend fyrirtæki í flugfélagið og einnig stjórn þess. Blöð í Eistlandi hafa velt því fyrir sér hvort SAS og Finnair hafi hug á að kaupa þau 66% í félaginu sem ríkið vill selja. Viðræðurnar eiga ekki að standa lengur en í fjóra mánuði, en reynt verður að Ijúka þeim sem fyrst. SAS á fyrir hlut í lettneska flug- félaginu Baltic International. virði a.m.k. 200 milljónir. Jóhannes Siggeirsson, stjórnarformaður Eignarhaldsfélagsins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að félag- ið hefði ekki verið á ferðinni á markaðnum í gær. Hins vegar vildi Sveinn Valfells ekkert tjá sig um þetta mál þegar hann var spurður hvort hann hefði selt sín bréf. Auk þessara stóru viðskipta urðu mörg smærri viðskipti í bank- anum og verð á ýmsum helstu hlutafélögum á Verðbréfaþingi. Stórhækkaði verð bréfa í mörgum tilvikum. Þannig áttu sér stað við- skipti með íslandsbankabréf á genginu 1,68 við lokun markaðar- ins. Þá hækkaði gengi bréfa í Eim- skip úr 6,25 í 6,50. Loks má nefna að hlutabréf í Olís voru seld á genginu 2,90 í gær og höfðu þá hækkað 5,5% frá áramótum. Allar þessar hækkanir í gær leiddu til þess að þingvísitala hlutabréfa hækkaði um 1,39% og hefur vísi- talan þá hækkað um 7,82% frá áramótum. Undanfarna þrjá daga hefur vísitalan hækkað um 5,1% og er það mesta hækkun á jafn skömmum tíma frá því vísitalan var fyrst reiknuð út. Að sögn Stef- áns Halldórssonar, framkvæmda- stjóra Verðbréfaþings, er þetta annar stærsti viðskiptadagur í sögu þingsins, en svo skemmtilega vill til að stærsti dagurinn var á sama degi fyrir réttu ári síðan, er síðari hluti hlutabréfaútboðs í Lyfjaverslunar íslands fór fram. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa öll verðbréfafyrir- tækin tekið þátt í viðskiptunum í þeirri hækkunarhrinu sem gengið hefur yfir markaðinn undanfarna daga. Skandia átti hins vegar frumkvæðið í hádeginu á fimmtu- dag og keypti þá mikið af bréfum á mjög skömmum tíma meðan matarhlé var hjá öðrum verðbréfa- fyrirtækjum. Sérstaklega áttu sér þá stað mikil kaup í sjávarútvegs- fyrirtækjum og Marel. Hin fyrir- tækin fylgdu í kjölfarið. Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, sagði ljóst að eftir- spurn eftir hlutabréfum væri mun meiri en framboð um þessar mund- ir. „Það kemur fram í mjög mörg- um félögum og því er eðlilegt að verðið hækki. Þetta hefur verið endurspeglast í viðskiptum bæði í gær og dag sem hefur þýtt það að verð hefur hækkað og vísitalan þar með. Það ýtir undir að upplýs- ingar hafa verið berast um afkomu að undanförnu svo og stöðu sjávar- útvegsins. Því er ákveðin bjartsýni ríkjandi um afkomu fyrirtækja." Apple og Sun semja ekki íbráð San Francisco. Reuter. VIÐRÆÐUM um samruna Apple tölvufyrirtækisins og Sun Micro- systems er haldið áfram, en sam- komulag er ekki í augsýn sam- kvæmt góðum heimildum. Ástandið er óljóst samkvæmt heimildunum og nokkrar leiðir eru til athugunar. Þrefað er um verð samkvæmt öðrum heimildum og neitar Sun að greiða toppverð. Snurða er hlaupin á þráðinnn vegna þess að forstjóri Sun Micro- systems, Scott McNealy, fæst ekki til að greiða uppsett verð, sem mun vera 33 dollarar á hlutabréf, eða 4 milljarðar dollara eftir síðasta árs- flórðungstap Apples upp á 69 millj- ónir dollara. Fyrir hálfum mánuði mun Mc- Nealy hafa boðið 28 dollara á hluta- bréf, en mun hann ekki vilja greiða meira en 25 dollara. Hlutabréf í Apple lækkuðu um 2 dollara í 30,25 við lokun á fimmtudag. IBM, sem bauð 40 dollara á hlutabréf fyrir tveimur árum, hefur ekki lengur áhuga. Oracle Corp., sem eitt sinn kom til greina, hefur ekki lengur áhuga á Apple. Apple hefur tilkynnt ráðningu nýs framkvæmdastjóra frá Silicon Valley, Heidi Roizen, sem mun annast samskipti við utanaðkom- andi hönnuði hugbúnaðar og vél- búnaðar. Hún var einn af stofnend- um og aðalframkvæmdastjóri T/Maker Co, sem lengi hefur hann- að hugbúnað í Apple Macintosh tölvur. ------♦ » ♦------ Gull á hæsta verði írúm 5 ár London. Reuter. GULL seldist á hæsta verði í rúm 5 ár í London í gær, er verð únsunn- ar skaust í 407,40 dollara. Hefur verðið ekki verið hærra frá því þann 28. september 1990.Á fimmtudag seldist únsan á 406.60 dollara. Verðið hefur hækkað um 5,5% frá áramótum og standa ijárfest- ingarsjóðir og spákaupmenn einna helst að kaupunum. Þá er þetta talsvert hærra verð en á síðasta ári, er únsan flökti á milli 370 og 390 dollara. Flugleiðir fá heilsu- verðlaun INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, veitti í gær Flugleiðum hf. heilsuverðlaun heilbrigðisráðherra 1996. Flug- leiðir hafa á undanförnum árum haft þá stefnu að skapa við- skiptavinum og starfsmönnum heilsusamlegt umhverfi. Þannig eru reykingar nú alfarið bannað- ar í öllu flugi félagsins og á starfsstöðvum þess. Sigurður Helgason, forstjóri félagsins veitti verðlaununum viðtöku og sagði af því tilefni að stærsta skref í forvörnum sem félagið hefði stigið í þessu efni væri að koma á reyklausu flugi og reyklausum vinnustöð- um. „Innanlandsflugið varð reyklaust árið 1984, flug innan Skandinavíu 1992, Evrópuflugið 1993 og árið 1995 varð allt flug Flugleiða reyklaust. Árið 1994 ákvað félagið að vinnustaðir fé- lagsins yrðu allir reyklausir og þá var mikilvægt skref stigið undir nefndar Ieiðsögn starfs- manna.“ Þá gat hann þess einnig að félagið styddi við heilsurækt starfsfólks með ýmsum hætti og væri á verði gagnvart heilsuspil- landi þáttum á vinnustöðum. Verslunin Rollingar Kringlunni 8-12, 103 Reykjavík. Fokker færríkis- aðstoð Haag. Reuter. FOKKER-flugvélaverksmiðj umar fengu mikilvæga ríkisaðstoð í gær svo að hægt verði að halda fyrir- tækinu á floti í sex vikur. Hluta- bréf í fyrirtækinu hækkuðu í verði í líflegum viðskiptum og virðast kaupendur veðja á að fyrirtækið haldi velli. Ríkisaðstoðin er í mynd láns frá hollenzka ríkinu upp á 255 milljón- ir gyllina, eða 153 milljóna dollara, jafnframt því sem flýtt verður fyrir- huguðum kaupum á tveimur Fokker F60 og tveimur F50 flugvélum fyr- ir 110 milljónir gyllina. Hans Wijers efnahagsráðherra sagði á blaðamannafundi að þótt aðstoðin nægði til að halda fyrir- tækinu á floti í fimm til sex vikur yrði að varast of háar vonir um að Fokker muni lifa af þrengingarnar, Helzta von Fokkers er að finna öflugan samstarfsaðila og-sagt-er að fyrirtækið hafi átt í viðræðum við skyld fyrirtæki um allan heim. Athyglin hefur einkum beinzt að Bombardier í Kanada, en Fokker hefur aðeins sagt að einskis verði látið ófreistað til að bjarga fyrir- tækinu. Fokker-verksmiðjurnar hafa fenfflð greiðslustöðvun Flugleiðir ættu ekki að verða fyrir skaða FLUGLEIÐIR ættu ekki að verða fyrir skaða þótt allt færi á versta veg í hollensku Fokker-verksmiðj- unum að því er Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir. Einar tekur fram að Flugleiðir séu aðeins með Fokker-flugvéiar á leigu og verði því ekki fyrir fjárhagslegu tjóni við hugsanlegt verðfall flugvélanna. Hann telur nær víst að sett yrði á stofn þjónustumiðstöð til að þjónusta Fokker-flugvélarnar ef verksmiðj- urnar yrðu gjaldþrota. Dómstólar hafa nú veitt Fokker-verksmiðjunum greiðslustöðvun. Einar sagði að vel væri fylgst með fréttum af Fokker-verksmiðjunum og auðvitað væri leiðinlegt að horfa upp á hvernig komið væri fyrir einum elsta flugvélaframleiðanda heims. „Daimler-Benz-samsteypan, stærsti hluthafi Fokker, tók ákvörðun um að hætta að taka þátt í að greiða niður tap fyrirtækisins og hefur gef- ið út yfirlýsingu um að hún ætli að draga sig út úr rekstrinum. Fokker er þar með í mjög alvarlegum greiðsluvanda vegna taprekstrar," sagði Einar og bætti við að því hefði verið velt upp hvort fyrirtækið kynni að fara í gjaldþrot. „Ekki er enn ljóst hvað verður enda hefur Fokker ein- hvern tíma til að leita að nýjum fjár- festum," sagði hann. Einar rakti erfiðleika verksmiðj- anna til almenns samdráttar í flugi frá árinu 1991. Pöntunum hefði snarfækkað og heistu flugvélafram- leiðendur heims hefðu skorið niður í rekstrinum. Nú væri hins vegar bjartara framundan, enda væri eft- irsókn eftir þotum að aukast. Fokker hefði líka fengið fleiri pantanir, en því miður of seint. Hagnaður var af Fokker-verksmiðjunum á árunum 1990 og 1991. Mikið tap varð hins vegar á árunum 1993 til 1995. Da- imler-Benz kom inn í reksturinn árið 1993 og reyndi án árangurs að snúa óheillaþróuninni við. Einar sagði að vitaskuld hefðu menn velt fyrir sér afleiðingunum af því að allt færi á versta veg hjá Fokker. „Okkar fjórar Fokker 50 vélar hafa reynst okkur afskaplega vel frá árinu 1992. Við hins vegar leigjum vélarnar og því myndi eig- inljárstaðan ekki breytast. Annað umhugsunarefni er hver áhrifin gætu orðið á varahlutaþjónustuna, en við teljum ekki að við lendum í vanda vegna þess. Svo margar vélar eru í gangi að nær öruggt er talið að sett verði á laggirnar þjónustufyrirtæki við þennan flota,“ sagði hann. „Ekki má heldur gleyma því að verulegur hluti af pörtum vélanna er framleitt af öðrum fyrirtækjum, sem eru viðloðandi flugvélasmíði en smíða fyrir miklu fleiri fyrirtæki en Fokker. Þessi fyrirtæki halda áfram sinni varahlutaþjónustu. Við eigum því ekki von á að erfitt verði að fá varahluti,“ sagði Einar. Leigusamningur vegna einnar Fokker-flugvélar Flugleiða er upp- segjanlegur árið 1997 en hinna þriggja árið 2002. Einar sagði að ekki væri farið að taka ákvörðun um hvort samningi fyrstu vélarinnar yrði sagt upp eða hann framlengdur á næsta ári. Aðspurður sagði hann að erfiðleikar Fokker myndu ekki hafa áhrif á þá ákvörðun. ! > \ l > \ ! I í !: f \ L í I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.