Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 21 Sendas í Ríó de Janeiró í Brasilíu Úrvalið er breyti- legt en ekki verðið Ríó de Jeneiró. Morgunbladið. STÓRMARKAÐINN Sendas er víða að finna í Ríó. Þetta er verslunar- keðja og sá markaður sem ég gerði verðkönnun í er i hverfinu Bota- logo. Þar býr miðstéttarfólk en rétt hjá er hinsvegar húsaþyrping í fjallshlíð þar sem lágstéttarfólk býr við kröpp kjör. Sendas er líka að finna í fínum hverfum þar sem hástéttarfólkið býr. Verðið breytist ekki mikið milli búðanna en úrvalið er mun meira þar sem hástéttin kaupir inn. Þessi búð sem ég fór í í Botalogo selur ferskt kjöt, fisk, hvítt brauð, vín, ávexti, grænmeti auk annars sem markaðir bjóða uppá. Þar að auki bjóða þeir upp á sérstakar „Sendas" vörur, þ.e.a.s. gijón, kaffi og fleira merkt þeim. Búðin er illa loftræst og því ónotalegt að kaupa inn þar á sumar- tíma eins og núna. Afgreiðslan er. að auki hæg og ekki alltaf sem afgreiðslufólkið sýnir þjónustulund. Kannski má tengja það við léleg laun eða það hveijum er verið að þjóna. Sigríður Hulda Geirlaugsdóttir Vel búnar matvörubúðir keppa við kassabúðirnar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. í ÞETTA skiptið var keypt inn í stórri Irma-búð við Austurport- brautarstöðina. Irma hefur löngum haft gott vöruval, en nú dugir ekki annað en að keppa líka við kassa- búðirnar, það er búðir, sem bjóða ódýrar vörur við ódýrar aðstæður i stórum búðum með fáum starfs- mönnum. Innan um aðrar vörur býður Irma því upp á sérstaklega merktar afsláttarvörur, vörur á lágu verði, sem eiga að keppa við kassabúðirnar. Það er gaman að kaupa inn í þessari stóru og fínu Irmu-búð. Nóg pláss, ekki síst fyrri hluta dags og alltaf eitthvað nýtt á boðstólum. ítalskur matur hefur slegið í gegn í Danmörku eins og víðar og nóg úrval af öllu til ítalskrar matargerð- ar, að ógleymdri austurlenskri mat- argerð. Irma mætir einnig vaxandi eftirspurn eftir vistvænum mat, svo þarna er úrval af lífrænt ræktuðu grænmeti, bæði dönsku og inn- fluttu, vistvænum pylsum og öðru kjötmeti, að ógleymdum lifrænum gosdrykkjum og bjór. Flestar teg- undir matvæla fást nú í lífrænum útgáfum. Sigrún Davíðsdóttir Ansoco á Kanaríeyjum I búðina daglega Playa del Ingles. Morgunblaðið. ^ ALLT virðist miklu ódýrara hér en heima á „Klakan- um“. Ég fór í Hagkaup þeirra heimamanna og kíkti á verðlagið. Stór- markaðurinn heitir Ansoco og er einna líkastur því sem við eigum að venjast heima. Hann er að finna í því sem íslendingar hafa kallað Spænska hverfið eða í San Fernando hverfínu þar sem heimamenn búa aðallega og minna er um ferðamenn. Heimamenn fara yfirleitt í búðina á hveijum degi eða eins oft og þeir komast og kaupa helst ferskar vörur enda nóg af þeim á boðstólum. Það er bæði ferskt kjöt-, og fiskmeti jafnt og grænmeti og ávextir. Hér eru jafnan daglega eldaðar stórar máltíðir sem mikið er í • lagt og því nauðsynlegt að kaupa inn á hveijum degi. En það er auðvitað margt sem þarf að taka með í myndina þegar verðlag er skoðað og borið saman. Hér á Gran Canaría vinna langflest- ir við ferðamannaiðnað eða aðra þjónustu. Þetta er ferðamannapara- dís og allt sem þarf í fríinu við hendina. Það gleymist hins vegar oftar að minnast á að þeir sem hér búa og starfa við þjónustu fá að sjálfsögðu greidd laun í samræmi við annað verðlag hér. Meðallaun eru um 100.000 pesetar á mánuði eða um 54.000 krónur sem er reyndar ekki ósvipað lágmarkslaun- um á íslandi. Jóhanna Símonardóttir Albertsons, Ft Lauderdale á Flórída Odýrari innkaup í stærri eininffum rl n M r, i*m inlil'i Aið Flórída. Morgunblaðið. FARIÐ var í Albert- sons sem er stór verslunarkeðja og hefur verið til í mörg ár. Verð þykir frekar hagstætt þar þótt finna megi lægra verð annars staðar, m.a. í heildsölu- klúbbunum en þar þarf þá oft að kaupa inn í stærri einingum. Hrísgijónin voru á tilboði að þessu sinni og eru því dýrari alla jafna. í annarri verslun var kílóið af þeim á bilinu 80-90 krónur. í Bandaríkjunum eru eggin seld í bökkum, 36 stykki í hveijum, mjólkin er oft seld í 3,6 lítra pakkningum, appels- ínusafínn í tveggja lítra fernum og svo framvegis. Mæliein- ingarnar eru aðrar en á Islandi. Verð- ið er því oft fundið með því að deila í stærri pakkningu. Þórir Gröndal MIÐALDRA? ENGAN VEGINN Álag. Stress. Ofþreyta. Meira og minna hluti af daglegu lífi. Þess vegna Gericomplex. Sérstaklega samansett til að halda þér í og andlegu toppformi fram eftir öllum aldri. Gericomplex inniheldur yfir 20 vítamín og steinefni og hið frábæra Ginseng þykkni Ginseng G115. Éh eilsuhúsið Skólavörðustig & Kringlunni GLÆDDU ÞITT Áhrifin? Aukin líkamleg og andleg vellíðan. Bætt úthald. Árangurinn? Þú lítur vel út. Þér líður vel. Þú glæðir líf þitt lifi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.