Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 33 BERGSTEINN KRISTJÓNSSON + Bergsteinn Kristjónsson fæddist að Minna Mosfelli, Grímsnesi, 22. mars 1907. Hann andaðist á Ljós- heimum, Selfossi, 20. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru: Kristjón Ás- mundsson frá Neðra Apavatni og Sigríð- ur Bergsteinsdóttir frá Torfastöðum, Fljótshlíð. Þau bjuggu í Útey í Laugardal. Systkini Bergsteins: Guðmundur, f. 22. apríl 1906, d. 11 maí 1914. Kris- Ijón, f. 8. okt. 1908, d. 8. jan. 1984. Baldur, f. 29. des 1909, Guðmunda Sigrún, f. 18. feb. 1914. Axel, f. 26. feb. 1919. Bergsteinn var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Anna Jóns- dóttir, þau skildu,barnlaus. 1. júní 1940 giftist Bergsteinn seinni konu sinni Sigrúnu Guð- mundsdóttur, f.8. feb. 1915, dóttur Guðmundar Ara Gísla- sonar og Sigríðar Helgu Gísla- dóttur. Börn þeirra: 1. Sigríður Bergsteinsdóttir, f. 12. apríl 1941, röntgentæknir, eiginmað- ur Einar Elíasson, f. 20. júlí 1935, þau skildu, börn þeirra, Bergsteinn f. 16. sept. 1960, kvæntur Hafdísi J. Kristjáns- dóttur f. 17. apríl 1959, þau eiga 3 börn, Guðfinna Elín, f. 14. mars 1963, gift Einari Jónssyni f. 28. jan. 1958, þau eiga 3 börn, Örn, f. 16 feb. 1966, sambýlis- kona Steinunn Sigurðardóttir, Örn á einn son. Sigrún Helga, f. 25. maí 1970, sambýlismaður Sverrir Einarsson f. 3 mars 1967, þau eiga 1 barn. Sambýlis- maður Sigríðar er Björn Jakobs- son, f. 28. júlí 1946. 2. Hörður Bergsteinsson, f. 4 okt. 1942, læknir, eiginkona Elín Bac- hmann Haraldsd., f. 18. okt. 1942, börn þeirra, Arna Harðar- dóttir f. 1. júní 1966, gift Hafsteini Sigm- arssyni, f. 20. feb. 1967, þau eiga eitt barn. Bergsteinn Harðarson, f. 11. nóv. 1970. Kona hans erMargrét, f. 14. ágúst 1975. 3. Kristín Bergsteins- f.l. mars 1945, líffræðingur, eiginmaður Hilmar Eysteinsson, f. 26. des. 1942, þau skildu, sonur þeirra Eysteinn Hilmars- son, f.2 feb. 1967, sambýliskona Susann Dagestad, f. 24. maí 1966, þau eiga 2 börn 4. Áslaug Bergsteinsdóttir, f. 6. júlí 1948, tónlistarkennari, sonur hennar Sigursteinn R. Másson, f. 11. ágúst 1967. 5. Ari Bergsteins- son, f.6. sept 1950, sálfræðing- ur, eiginkona Sigrún Skúladótt- ir, f.20 maí 1949, þeirra börn, Agnar Öm, f. 29. mars 1967, sambýliskona Guðrún Óskars- dóttir, f. 16. júní 1972, Berg- steinn, f. 16. feb. 1975, Skúli, f. 4. ágúst 1977. Áður átti Berg- steinn son, Hauk, f. 5. maí 1936. Bergsteinn stundaði nám í Flens- borgarskóla og tók þaðan gagn- fræðapróf 1926, eitt ár, 1929-30 var hann í Ruskin College í Ox- ford, kennarapróf 1931. Hann var kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni frá 1931 til 1970, stundakennari við Menntaskól- ann að Laugarvatni í nokkur ár, farkennari í Laugardal 1926-27. Að auki var hann bókhaldari fyrir skólana báða um áratuga skeið. Oddviti Laugardalshrepps var hann í tuttugu og fjögur ár. Hann var hótelsljóri Sumarhót- els Héraðsskólans 1937-45 og 1962-74. Útför Bergsteins fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Jarðsett verður að Laugarvatni. TENGDAFAÐIR minn, vinur og yndislegur afi barnanna okkar, er horfinn yfír móðuna miklu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 20. janúar. Þar dvaldi hann í tæpt ár í góðri umönnun og í návist Sigrúnar konu sinnar sem er orðin heilsutæp. Ég kynntist Bergsteini fyrst fyrir rúmum þijátíu árum þegar ég kom með Hadda inná heimili hans Ey á Laugarvatni. Ég minnist Bergsteins sem trausts og hlýs heimilisföður. Hann var mikil barnagæla og sóttist eft- ir því að fá að sinna börnunum okkar sem ungabörnum, helst að fá að skipta á þeim og gefa þeim að borða. Þegar þau urðu eldri spilaði hann gjarnan fyrir þau á píanóið. Það var ekki svo sjaldan sem við fórum á Laugarvatn í fríum okkar, hvort sem það var um jól, áramót eða á sumrin. Stundum dvaldi ég með börnin langtímum saman og naut lífsins, gufunnar, skógarins og návistar tengdafor- eldra minna. Bergsteinn var mikill tónlistar- unnandi. Hann var með eindæmum vinnusamur, hvarf inná skrifstofuna sína snemma morguns og vann oft- ast fram á nótt. Hann var'af þeirri kynslóð sem barðist fyrir því að koma börnum sínum til mennta. Heimili þeirra hjóna hafði yfir sér sérstaklega friðsamlegan blæ. Þar var oft margt um manninn og mik- ið spjallað. Garðurinn var yndi bæði Sigrúnar og Bergsteins, enda und- urfagur og aspirnar stolt Berg- steins. Að leiðarlokum þakka ég dýr- mæta og ógleymanlega samveru síð- ustu þijátíu árin, elsku Bergsteinn, og þátt þinn í að móta líf mitt og minnar fjölskyldu. Ég mun sakna þín. Elín Bachmann Haraldsdóttir. Ef unnt er að segja um einhvern að hann hafi helgað Laugarvatni krafta síná, heila og óskipta, þá var Bergsteinn Kristjónsson slíkur mað- ur. Ætt hans og uppruni var héðan úr Laugardal og Grímsnesi; hann ólst upp í Útey, handan vatnsins, og átti hér afar sterkar rætur; það duldist engum sem heyrði hann rifja upp atburði og lýsa mannlífi á þess- um slóðum á fyrri hluta aldarinnar. Hann aflaði sér kennaramenntunar bæði í Flensborgarskóla og Kenn- araskólanum og var auk þess við nám í Oxford á Englandi veturinn 1929-30. Hálfþrítugur, árið 1932, settist hann svo að á Laugarvatni og starfaði hér upp frá því bæði vetur og sumar, við kennslu, bú- störf, bókhalds- og gjaldkerastörf, hótelstjóm, að ógleymdri sveitar- stjórn og oddvitastarfí áratugum saman, féll nánast aldrei verk úr hendi og gerði ekki víðreist. Síst verður þó sagt að hann hafi átt sér þröngan sjónhring; allt tal hans um menn og málefni bar vitni um fjöl- þætta menntun og víðsýni. Hann unni sígildri tónlist og lék sjálfur á hljóðfæri. Hann var mjög vel lesinn í sígildum bókmenntum og gat haft á hraðbergi tilvitnanir í ljóð og skáld- sögur. í kennarastarfi þótti mér hann umfram allt ljúflyndur, vand- virkur leiðbeinandi og ákjósanleg fyrirmynd, en ágengni og eftirrekst- ur fór ekki alls kostar saman við prúðmennsku hans og háttvísi. Einna eftirminnilegust er mér kennsla hans í bókfærslu sem lék fullkomlega í höndum hans án þess þó að hann þryti nokkurn tíma þol- inmæði við þrauthugsaðar skýringar og tilsögn. Eins og vikið var að starfaði Berg- steinn lengst af jafnframt kennslu við bókhald, m.a. fyrir skólana á Laugarvatni, einkum Héraðsskólann en einnig um tíma fyrir Menntaskól- ann. Allar fjárreiður mötuneyta þeirra skóla annaðist hann einnig og raunar lengi eftir að hann lét af kennslu fyrir aidurs sakir, Mennta- skólans til 1979,og Héraðsskólans nokkur ár eftir það. Nemendum kynntist hann öllum í þessu starfi, var frábærlega mannglöggur og mannþekkjari um leið. Um var að ræða miklu meira en venjulegt rekstrarbókhald því segja mátti að gjaldkerinn væri fjárhaldsmaður allra heimavistarnemenda og annað- ist greiðslu alls áfallandi kostnaðar fyrir þeirra hönd. Ógleymanleg er sú vandvirkni og snyrtimennska sem mætti uppburðarlitlum unglingum sem komu með aleigu sína, knöpp sumarlaun, og fengu gjaldkeranum til varðveislu. Allt bar vitni um röð og reglu og umfram allt virðingn fyrir verðmætum. Færslur Berg- steins myndu nú margir kalla skrautritun, svo vandaðar voru þær. Um langt skeið mun hann lítil sem engin laun hafa þegið fyrir að bæta svo miklu starfi við fulla kennslu, skólamir og nemendur þeirra fengu einfaldlega að njóta þeirrar hæfni hans og afkasta sem hann hafði umfram flesta aðra menn á þessu sviði. Öll afgreiðsla var við eða inni á heimili hans, fyrst í þröngum húsa- kynnum skólans og síðar í húsi hans sjálfs eftir að fjölskylda hans eignað- ist eigið húsnæði. Þar nutu skólarn- ir og nemendur velvildar og hlýs viðmóts Sigrúnar konu hans sem veitti honum mikilsverða aðstoð við gjaldkerastörfin hin síðari ár. Við stofnun Menntaskólans 1953 kom það af sjálfu sér að Bergsteinn tók að sér kennslu í bókfærslu og annaðist hana fram undir 1970 þeg- ar hún var - illu heilli - felld út úr kjarna menntaskólanáms. Mötu- neytisrekstur og fjárhald mennta- skólanema annaðist hann einnig til ársins 1979 eins og getið var. Fyrir þetta, auk allra annarra starfa fyr- ir skólana beint og óbeint, stendur skólinn okkar í meiri þakkarskuld við Bergstein en lýst verði í fáum minningarorðum. Sá sem hér skrif- ar á honum sérstaklega að þakka það drengskaparbragð að taka að sér bókhald Menntaskólans frá því að honum var falin ábyrgð þess árið 1970 og þar til Ríkisbókhaldið tók við því. Á sama ári var skilnað- ur ger milli mötuneyta Menntaskól- ans og Héraðsskólans og enn hljóp Bergsteinn þar undir bagga, tók nýstofnað mötuneyti Menntaskól- ans að sér og miðlaði þekkingu sinni og reynslu af sömu ljúfmennsku og endra nær. Þrátt fyrir eðlislæga hógværð hans og hlédrægni var vandvirkni hans, elja og heiðarleiki þekkt og rómuð meðal nemenda hans og samstarfsmanna. Verk hans mátu þeir þó mest sem þekktu þau best. Hér hef ég stiklað á stóru í stuttu yfirliti um mikið ævistarf, sem ég leyfi mér að þakka fyrir skólanna hönd. Á hugann leita minningar og persónuleg þakkarefni, - þakkir fyrir að hafa eignast að vini svo mikilhæfan mann af kynslóðinni sem óx upp á fyrstu áratugum ald- arinnar og man t.d. vel hin miklu umskipti í sögu landsins árið 1918. Það væri efni í langa grein ef rifja ætti upp allt það sem Bergsteinn miðlaði á góðum stundum af reynslu sinni, frásagnarlist og traustu minni. Dæmi Iangar mig að nefna: Hann mundi vel þegar móðir hans, yfirsetukona sveitarinnar, var sótt að Reyðarmúla, hinum umtalaða bæ í Laugarvatnshellum, 10-12 km leið, til að taka þar á móti barni. - Hann sagði við mig einn fagran vormorgun þegar við ókum saman um Þingvöll til Reykjavíkur: „Hér var ég meðal þeirra sem puntaðir voru í bláhvítt 1930“ - átti að sjálf- sögðu við löggæslulið á Alþingishá- tíð og vísaði um leið í þekkt Ijóð eftir Laxness. Hann hafði verið við- staddur þegar hópur í mótmæla- göngu stóð við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu 1931 og heyrði forsæt- isráðherrann, Tryggva Þórhallsson, segja - með vísun til vitrunar Konstantíns keisara - „Undir þessu merki muntu sigra“, og benda um leið á þjóðfánann sem borinn var fyrir göngunni. Hann sagði mér ýmislegt af persónulegum kynnum sínum af Halldóri Laxness sem dvaldist hér oft um lengri eða skemmri tíma á landsþekktu sumar- hóteli Héraðsskólans á Laugarvatni og vann að framlagi sínu til heims- bókmenntanna. Lifandi tengsl við liðna tíð, ómet- anlega hjálp, gott samstarf og ljúft í minningu þökkum við Rannveig kona mín Bergsteini Kristjónssyni. Sigrúnu ekkju hans, bömum þeirra og fjölskyldum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Kristinn Kristmundsson. Bergsteinn Kristjónsson frá Útey í Laugardal er látinn hartnær níræð- ur að aldri. Hann helgaði Laugar- vatni orku sína og hollustu óskipta á langri og gifturíkri starfsævi og átti stóran hlut í uppbyggingu Laug- arvatns sem skólaþorps auk þess að vera á þriðja áratug oddviti Laugar- dalshrepps. Kynni okkar hófust, þegar undir- ritaður var nemandi í Héraðsskól- anum á Laugarvatni í stríðslok. Lítt grunaði mig þá, að þessi glæsilegi og ávallt prúðbúni maður ætti eftir að vera hjálparhella mín og nánasti samstarfsmaður, er ég tæpum ára- tug síðar hóf starf sem samkennari hans við Héraðsskólann á Laugar- vatni. Bergsteinn var kennari við Hér- aðsskólann 'á Laugarvatni 1931- 1970 og síðan stundakennari 1970- 1977 eða 46 ár samtals. Stunda- kennari í bókfærslu var hann á þriðja áratug við Menntaskólann að Laug- arvatni. Auk þess vann hann mörg önnur störf, öll þýðingarmikil, í þágu hins ört vaxandi skólaseturs eða samfellt í 54 ár - lengur en nokkur annar fyrr eða síðar. Hann stjórnaði sumargistihúsi Héraðsskólans 1936-1945 og síðan aftur 1963- 1975, hann annaðist fjárreiður og rekstrarbókhald fyrir Héraðsskólann 1938-1974 og fyrir mötuneyti sama skóla frá 1939 og allar götur til 1985. Árum saman annaðist Bergsteinn heima hjá sér alla fjölritun fyrir Héraðsskólann. Miklu ónæði af þeim sökum tók hann með óbrigðulli ljúf- mennsku. - Ósjaldan var til hans leitað við að hjúkra sjúkum, ef ekki náðist í lækni eða hjúkrunarkonu. Hann þótti hafa „læknishendur“ og handlék sprautuna góðkunnu með öryggi atvinnumannsins. Bergsteinn var harðduglegur og útsjónarsamur verkmaður að hveiju sem hann gekk. Glæsileg voru til- þrif hans við garðyrkju. Þá leist mér hann vera tveggja manna maki. Bókhald var uppáhaldsiðja Berg- steins, í það lagði hann sál sína og metnað, nostraði við hvern stafkrók - um tímakaup var aldrei rætt. Bækurnar voru augnayndi, hand- skrifaðar - í raun skrautritaðar, ógleymanlegt öllum er sáu, og aldrei barst minnsta athugasemd frá end- urskoðendum. Bergsteinn var frábærlega skemmtilegur, hlýlegur og sam- vinnuþýður í öllu dagfari. Hann var gáfaður, músíkalskur og hafsjór af fróðleik um flest milli himins og jarð- ar, að okkur fannst. Sögur, kvæði og ekki síst stökur hafði hann á hraðbergi' við öll hugsanleg tæki- færi. Aldrei tókst neinum - mér vit- anlega - að punda á hann svo mergj- uðu sögukorni eða stöku, að hann gæti ekki gert ögn betur. í dagsins önn mátti um Bergstein með sanni segja, að hann „dreifði daga grárra deyfð og þunga um sinn“, eins og uppáhaldsskáld okkar beggja komst að orði. Ekki hafði ég þekkt Bergstein ýkja lengi, þegar ég komst að því, að hann kunni ótrúlega góð skil á ýmsum merkum heimspekikenning- um, sem uppi hafa verið með þjóðum um aldir, og tel ég engan vafa, að þekking Bergsteins í þeim fræðum hafi stuðlað að hleypidómaleysi hans, en mér þótti hann ávallt reiðu- búinn - fyrstur manna - að sjá og virða tvær eða fleiri hliðar á hveiju máli. í heimilislífi sínu var Bergsteinn hinn mesti gæfumaður. Sem heimil- isfaðir var hann ástríkur og um- hyggjusamur svo að af bar. Börn þeirra hjóna, gáfuð og vel menntuð, eru sæmdarfólk og dugandi hvert á sínu sviði. Bergsteinn sagði eitthvert sinn við mig fyrir mörgum árum, að hann væri 1.000 ára gamall. Þetta var hans gagnorði máti að höfða til þess, að sem bóndasonur í sveit ólst hann upp við svipuð kjör og starfshætti pg tíðkast höfðu allt frá árdöguiff* •íslandsbyggðar - verkfærin frum- stæð og orkan einvörðungu vöðvaafl mannsins með aðstoð þarfasta þjóns- ins. Bergsteinn hélt tryggð við sína sveit - færði sig aðeins yfir á vestur- bakka Laugarvatns og bjó þar æ síðan, meðan heilsa entist, enda vandfundið fegurra umhverfi. Eftirlifandi fjölskyldu Bergsteins votta ég einlæga samúð, fullur þakk- lætis fyrir að hafa svo lengi mátt njóta vináttu þess góða drengs sem nú er kvaddur. Benedikt Sigvaldason. í dag er kvaddur Bergsteinn Kristjónsson frá Laugarvatni. Við leiðarlok langar mig til að þakka fyrir allt það sem hann veitti mér af kærleika sínum og vináttu. Það varð gæfa mín að fá að dvelja á heimiii hans og Sigrúnar að Laug- arvatni tvo vetur á einhveijum við- kvæmustu mótunarárum í lífi mínu. Þegar ég hugsa til baka um dvöl mína að Laugarvatni þá sé ég betur og betur hversu mikil forréttindi það voru að fá að umgangast þau á þann hátt sem ég fékk. Þau reynd- ust mér sem ástríkir og skilningsrílafc. ir foreldrar og kenndu mér að tak- ast á við lífið á þann hátt sem eng- inn skóli getur kennt. Samband þeirra hjóna var svo fallega náið og sú gagnkvæma ást og virðing sem þau báru hvort fyrir öðru mun mér aldrei gleymast. Það virðast fleiri hafa tekið eftir hversu samhent þau voru því ávallt þegar heimili þeirra er nefnt þá eru þau alltaf nefnd bæði vegna þess að þau stóðu saman sem ein persóna bæði í gleði og sorg. Bergsteinn var kennari af guðs- náð með yfirburða þekkingu á því sem hann íjallaði um og á undra- verðan hátt gerði hann flókna hluti einfalda og auðskilda. Hann hafði einnig þann eiginleika sem kennari. að nemendum leið vel í tímum hjá honum og gátu tekist á við námið þvingunarlaust. Ég veit það eru þús- undir nemenda hans um allt land á þessari stundu sem hugsa til hans með mikilli hlýju og þakklæti. Hann var glæsimenni útlits en samt er það glæsileiki persónu hans og mannkostir sem munu lifa í minn- ingunni. Engum manni hef ég kynnst sem á svo einstæðan hátt og einlægan gaf bæði kærleik og visku. Að hafa átt Bergstein Krist-- jónsson að vini er hlutur sem ég fæ aldrei fullþakkað. Ég votta hans góðu konu Sig- rúnu, börnum þeirra og íjölskyldum mína dýpstu samúð en minningin um þennan góða mann mun aldrei gleymast. Gústaf H. Hermannsson. • Fleiri minningargreinar um Bergstein Kristjónsson biða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Erfidrykkjurv Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 Sérfræðingar í hltMiiaskroylingiiiu við »11 (u‘kiiaM‘i blómaverkstæði INNAfcl Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.