Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 AÐSENDAR GREINAR MINNINGAR 14 ár, 14 ár, 14 ár og plataðir samt EFTIR 14 ára bar- áttu, japl, jaml og fuð- ur embættismanna og ráðamanna í ráðu- neytum, eru þeir hinir sömu ennþá að beija höfðinu í steininn og lítilsvirða öryggismál sjómanna. Sjálfvirki •'sleppibúnaðurinn sem Sigmund teiknari í Eyjum fann upp á sín- um tíma ásamt ýms- um öryggistækjum sem hafa skipt sköp- umjim líf og heilsu sjómanna, var rakk- aður niður af opinber- um embættismönnum innan Sigl- ingamálastofnunar og talsmönn- um Landssambands íslenskra út- vegsmanna og umræðan undan- farin ár hefur verið á einstaklega ógeðfelldu stigi. Eftir að embætt- ismenn hafa farið marga hringi í ^málinu á undanförnum árum tók "^Siglingamálastofnun loks af skar- ið „endanlega“ og tilkynnti lög- skyldu á Sigmundsbúnaðinum í íslensk fiskiskip vegna þess að eftir 14 ár, 14 ár, 14 ár, lá það fyrir að Sigmundsbúnaðurinn stóðst einn búnaða þær kröfur sem gerðar voru af Siglingamálastofn- un til þess að tryggja öryggi sjó- manna eins og kostur er. En viti menn, þá vaknaði gamli „draugurinn“ upp með óhljóðum, j»Jónas Haraldsson lögfræðingur Landssambands íslenskra útvegs- manna, og hóf enn einu einni, ennþá einu sinni, já, í eitt skiptið enn, að andskotast út í öryggis- mál sjómanna. Kristján Ragnars- son formaður LÍÚ hefur ekki haft orð á sér fyrir að vera geðlurða, en í öryggismálum sjómanna er hann ótrúlega geðlaus og blindur og lýsir það sér best í því að hann skuli láta Jónas Haraldsson reka trippin í þessum efnum. Á þeim árum sem við sem veijum hags- muni sjómanna og öryggismál þeirra, börðumst hatrammri bar- áttu fyrir lögskyldu sleppibúnað- arins, lenti það á þeim er þetta *bitar að fylgja fast eftir. Þá gagn- rýndi Jónas Haraldsson mig fyrir að fara of geyst í málinu, málið væri fyrir löngu komið í höfn ella. Þvílíkt. Málið væri fyrir löngu komið í höfn ef forustumenn Landssambands íslenskra útvegs- manna hefðu ekki stjórnað undir- róðrinum, virðingarleysinu fyrir lífi sjómanna og staðreyndin er einfaldlega sú að Jónas Haralds- son hefur í skjóli Kristjáns Ragn- Passamyndir • Portretmyndir PÉTUR PÉTURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624 arssonar logið sig áfram í þessu máli jafn rólega og maðk- urinn mjakast áfram í moldinni og reyndar átt hauk í homi innan Siglingamálastofnun- ar. Forustumenn sjó- mannasamtakanna, Sjómannasambands- ins og Farmanna- og fiskimannasambands- ins hvöttu til lögbind- ingar Sigmundsbún- aðar og fögnuðu nið- urstöðu Siglingamála- stofnunar þess efnis að sjálfvirki sleppibúnaðurinn skyldi lögbundinn frá síðustu ára- mótum. Við sem höfum fylgt þessu máli eftir frá upphafi vitum vel um gang mála í bakgarðinum og þess vegna vitum við að Ragnhild- ur Hjaltadóttir lögfræðingur sam- gönguráðuneytisins fylgdi því mjög fast eftir að ákvörðun Sigl- ingamálastofnunar stæði og jafn- vel harðasti niðurrifsmaður sleppi- búnaðarins innan Siglingamála- stofnunar var búinn að leggja nið- ur skottið og hættur að fara í saumadótsbúðir til þess að betrumbæta sleppibúnaðinn. En hvað þá, hvers vegna hefur gildistöku sleppibúnaðarins verið frestað um 6 mánuði? Ekki var haft samband við framleiðanda búnaðarins og kannað á hvaða tíma væri hægt að ljúka smíði á búnaðinum í þau skip sem skylt var. Nei, samgönguráðherrann lét LÍÚ plata sig, annars hefði hann ekki farið gegn sínu fólki sem var búið að afgreiða ótrúlega við- kvæmt mál með fullum rökum og á ótrúlega löngum friðartímum af hálfu okkar sem þegar upp er stað- ið höfum alltaf haft rétt fyrir okk- ur í þessu máli, 14 ára baráttu- máli. Hvers vegna teiknar Sigmund myndina sem hér birtist og var í Morgunblaðinu á „sínum stað“ 24. janúar sl.? Hann hlýtur að teikna myndina vegna þess að honum ofbýður að samgönguráðherra skyldi ekki hafa þrek til þess að Hvers vegna teiknar Sigmimd myndina sem hér birtist og var í Morgimblaðinu á „sín- um stað“ 24. janúar sl., spyr Arni Johnsen, sem hér fjallar um ör- yggimál sjómanna. veija öryggismál sjómanna af meiri festu, að það skyldi vera nóg að LÍÚ deplaði öðru auga svo að móðurinn rann af „fjallgöngu- manninum“, því að mörg fjöllin hefur Halldór Blöndal sigrað með ágætum í sinni ráðherratíð með óvæntri lagni að minnsta kosti út á við. Honum hefði verið nær að nota eitthvað af skærunum sínum til þess að klippa á virðingarleysið í forustumönnum Landssambands íslenskra útvegsmanna hvað varð- ar öryggismál sjómanna. Ég óska sjómönnum til ham- ingju með þann árangur sem hefur náðst í þessari löngu baráttu og ég vil einnig óska ráðherranum til hamingju ef ákvörðun hans stend- ur eftir 6 mánuði. Á mynd Sigmunds er Kristján Ragnarsson í skut, að sjálfsögðu, eins og Sigmund sér hann fyrir sér í öryggismálum sjómanna, við hlið hans er Páll Guðmundsson í Siglingamálastofnun, sem festist fyrir mörgum árum í gormaflækju þessa máls og sá þriðji í skut er Jónas Haraldsson lögfræðingur LIÚ sem haldinn er ógnvænlegri þráhyggju varðandi öryggismál sjómanna. Á afturþilfari eru síðan ráðherrann, sem lét plata sig, og Ragnhildur Hjaltadóttir lögfræð- ingur, sem hafði talið málið í höfn um síðustu áramót. Sjómenn, góða ferð á vetrarver- tíðinni. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins I Suðurlandskjör- dæmi. JfÍtrgmMnM!* - kjarni málsins! Árni Johnsen Ha, ha, ha, okkur tókst að plata ykkur einu sinni enn. LEO VIGGO JÓHANSEN Leó Viggó Jó- ‘ hansen fæddist í Reykjavík 7. des- ember 1920. Hann lést í Borgarspítal- anum 16. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar Leós voru Borghildur Olafsdóttir og Karl Viggó Jó- hansen. Eftirlif- andi eiginkona Leós er Guðrún Jóna Tyrfings- dóttir, f. 9.5. 1928. Þau eignuðust fimm börn, hið fyrsta and- vana fætt, þá Guðborgu Leu, f. 16.1. 1959, d. 6.6. 1961. Þrjú barnanna eru á lífi, þau LEÓ VIGGÓ Jóhansen, bóndi, Ljónsstöðum, lést á Borgarspítal- anum í Reykjavík 16. janúar sl. Leó var fæddur í Reykjavík. Mig langar að minnast kynna minna við hann og fjölskyldu hans á liðnum árum. Þau hjón; Guðbjörg Tyrfings- dóttir og Leó V. Jóhansen, námu land í Sandvíkurhreppi 1954. Þau gáfu landinu nafnið Ljónsstaðir, en áður voru önnur nöfn á þessari jörð sem hafði farið í eyði 1943. Varla verður sagt að búsældar- legt væri að hefjast handa á Ljóns- stöðum. Mest var þar um blauta mýri að ræða, en það var hóll upp úr mýrinni og þar höfðu gamlar rústir lokið sínu hlutverki, þetta var eyðistaður. Þau hjónin hófust samt handa við að koma upp húsaskjóli fyrir fólk og fénað. Búið var í tjaldi þetta fyrsta sumar. Um haustið stóð lítill bær og útihús á hólnum, sem notast var við fyrstu árin. Sumum fannst að ekki væri valin auðveldasta leiðin í landnámi. Það vita þeir sem reynt hafa að ekki er auðvelt að rækta blauta mýri með ódæmi af gijóti sem tína þarf burt. Svo geta kal og sunnlensk rigningasumur haft sin áhrif um það hvort nokkur uppskera fæst. Hér gat átt sér stað þrotlaus bar- átta við náttúruöfl og erfiðar að- stæður. Ég var í þeirri aðstöðu að ég kynntist þeim Ljónsstaðahjónum og þeirra umsvifum næstum frá byijun. Árin liðu og öll hús voru byggð frá grunni af stórhug og myndar- brag og ekkert til sparað. Og eins og sjá má í dag tala verkin sínu máli. Vinna við stórt bú bættist svo við þetta allt. Leó var maður þéttur á velli og þéttur í lund. Teldi hann á rétti sínum troðið gat honum orðið þungt i huga yfir slíku framferði og fundið orð sem ekki voru neitt tæpitungumál. En svo var líka hægt að snúa umræðunni upp í spaug. Vinna og aftur vinna var inntak daganna og stjórnsemi og hetju- lund húsmóðurinnar var til staðar í hveiju verki. Sameinað átak hef- ur löngum skilað góðum árangri. Á haustin var hátíð fyrir Leó, því þá fór hann á fjall í leit að sauðkindum. Alla leið inn að Arn- arfelli, sem var endastöðin. Hesta þurfti að hafa í þjálfun, því þeirra beið löng og erfið leið. Á tilsettum tíma var svo haldið úr hlaði með hesta, hund og ríkulegt nesti. „Knapinn á hestbaki er kóngur um stund.“ (E.B.) Öræfi landsins með sín víðerni blá og tignu fegurð, hafa margan heillað þegar er sól og mildi. En veður geta orðið válynd. Niðaþoka, rok og slagveður, jafnvel bylur. Þá reynir á ratvísi og orku svo náð verði í gangnakofa að kvöldi. Við þessar aðstæður mun Leó hafa fundið sinni athafnaþrá og eru 1) Ólafur Guð- röður, f. 22.12. 1961, unnusta hans er Unnur Skúla- dóttir, Unnur á einn son, 2) Tyrf- ingur Kristján, f. 20.4. 1963, maki Margrét Steinunn Guðjónsdóttir, og 3) Guðrún Björg, f. 3.12. 1965, henn- ar unnusti er Árni Eiríksson. Leó Viggó vann landbúnaðarstörf lengst af ævi sinnar. Útför Leós verður gerð frá Kálfholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sigurvilja verðugt verkefni. Þetta var margra daga úthald. Svo þegar safnið kom til byggða var það geymt yfir nóttina innan stórrar girðingar. Árla morguns hófst svo hin stóra stund, réttar- dagurinn. Nú var komið að því að draga fé, hver í sinn dilk. Leó hafði sitt fé á fjalli, sem kallað er. Við vaxandi stóriðju og stór- borgarbrag, sem við viljum hafa, fækkar þeim óðum, sem þennan atvinnuveg stunda. En hér var unnið hörðum hönd- um, þegar búið var að draga fé sundur voru hópar reknir af stað styttri leiðir. En bílar og stórir flutningavagnar voru einnig til staðar. Leó var mættur á nýjum traktor, sem vakti aðdáun. Vélin var í gangi. Stór flutningavagn var tengdur aftaní, hlaðinn kind- um. Leiðin heim var framundan. Heim til Ljónsstaða. Maður sér þetta allt í minning- unni. Ég vil geta þess hér að veturinn 1969 var ég nokkra mánuði á sjúkrahúsi. Fyrir jólin komu þau Ljónsstaðahjón seint að kvöldi út í Hreiðurborg á bíl sínum, færandi heimili mínu gjafir. Þau báðu að hafa ekki hátt um þetta. Því er það svo eins og Matthíast sagði: „Með oss fer svo margt í moldu.“ Það kom fyrir í mínurn búskap að Leó var mér hjálplegur, ef ég þurfti á aðstoð að halda. Þetta var gert með ljúfu geði og ekki talið umtalsvert. Það var eins og maður hefði ekki beðið um neitt. Síðustu ár átti Leó við sjúkdóm að stríða. Og við sem héldum að hann gæti ekki orðið veikur. Á liðnu hausti kom ég að Ljóns- stöðum. Þar var gestrisni og rausn eins og alltaf. Umræðan snerist um liðna tíð og málefni líðandi stundar. Hinn sérstaki húmor hús- bóndans var til staðar, en mér fannst þrótturinn minni en ég átti að venjast. Þegar ég fór, fylgdi Leó mér út að bílnum og kvaddi mig með föstu handtaki og segir um leið: „Ég bið þig að fyrirgefa, Brynj- ólfur.“ „Fyrirgefa hvað“? Fólki er stundum svo tamt að fela hvað innra býr. Ég veit að það sem hér er sett á blað mætti vera betur sagt, en þetta er fátæk- leg kveðja mín til þín. Við hjónin sendum þér, Guð- björg, og börnum þínum samúðar- kveðjur og þökkum góðvild ykkar og vinarhug. Á himni sínum hækkar sól, um heiðblá loft og tær. Hún lýsir enn þitt land i náð, og ljóma sínum slær, um hina mjúku, hljóðu grðf. Og hljóta loks þú skalt eitt kveðjuljóð, svo litla gjðf að launum fyrir allt. (G. Böðvarsson.) Brynjólfur Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.