Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ] W 1 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 25 1 TVÖFÖLDUM FJÁRLÖGU-M / íSLENSKA RÍKISINS í I HEILSUGÆSLU GÆLUDÝRA BANDARÍ KJAMENN EYÐA Tennur með gulli ug demantum Inni á skurðstofu liggur sjö ára blendingur af kínversku kyni. Hann heitir Buster. Tvær viftur suða rólega við höfuðgafl skurðarborðsins, sem stillanlegt er eftir dýrategundum, og gæta þess að honum hitni ekki um of. Svo illa vildi til að nýrun hættu að starfa eðlilega. Var í fyrstu óttast að hundurinn hefði komist í frostlög og drukkið í ógáti en þegar af honum bráði ekki var afráðið að tengja hann í nýrna- vél. Hvutti liggur grafkyrr meðan blóðinu er dælt úr líkama hans, rennt gegnum skilju og pumpað til baka. Nemar á hvorri löpp fylgjast með starfsemi hjart- ans og senda frá sér hljóðmerki ef eitthvað fer úrskeiðis. Bustér liggur kylliflatur og lætur sér fátt um fínnast, eða hvað? Forsjármenn bandarískra húsdýra geta einnig fengið aðstoð dýralæknis við að fjar- lægja klær til að hlífa húsgögn- um, sniða til eyru á sýningar- gripum og skreyta tennur með gulli og demöntum ef þurfa þykir. Sigurður Orn Hansson dýralæknir segir það andstætt dýraverndarlögum að fjarlægja klær, svo dæmi séu tekin. Hann segir íslenska lækna gera einfaldar aðgerðir á eyrum og augum, einnig mjaðmar-, hnjá, og axlarliðum. Þeir fjarlægi húð eða júguræxli, geri einfaldar tannviðgerðir og sinni beinbrot- um en líffæraflutningar þekkist ekki. Segir Sigurður umhugsunar- efni í hverju tilfelli hvað eigi að leggja mikið á dýrið, læknirinn þurfi að bera hag þess fyrir brjósti fyrst og fremst, ekki eigandans. ÞAÐ er af sem eitt sinn var, að ferfætlingar voru gjarnan dregn- ir út undir hlöðuvegg, kenndu þeir sér einhvers meins, og sendir yfir landamærin með byssukúlu í farteskinu, segir í nýlegri grein The Daily Telegraph, um meðferð banda- rískra húsdýra. Ef heimiliskötturinn fær í nýr- un er tvennt til ráða, að tengja hann við gervinýra eða skrá á biðlista eftir nýrnaaðgerð. Sé seinni kosturinn valinn er meira að segja hægt að festa sér blóð- birgðir í réttum flokki hjá sér- stökum blóðbanka fyrir ketti, skyldi blóðgjafar þörf. Því er haldið fram að Bandarikjamenn eyði á fjórða hundrað milljarða, árlega, í heilsugæslu heimilisdýra, eða sem svarar tvöföldum fjárlögum íslenska ríkisins. A Gaithersburg-dýralækninga- stofunni skammt frá Washington DC er svipað um að litast og á Chicago-sjúkrahúsinu, úr sam- nefndum þætti, og tækin jafnvel fullkomnari ef eitthvað er. Þegar inn er komið blasir við skilti með stuttri lýsingu á verksviði lækningastofunnar og þangað má leita vegna húðsjúkdóma, æxla, og augn- meina. Taugaskurðlækningar eiga sinn sess, sem og röntgen- og hjartarannsóknir, sniðsjármyndatökur og nýrna- aðgerðir. Engu dýri leyfist að leita lækn- inga án tilvísunar. I biðstofunni situr lítil stúlka og strýkur kanínu sem hætt er að borða. Smávaxinn púðluhundur geltir hvellóma. Meinatæknar ganga um, safna blóð- og þvag- sýnum og hughreysta eigendur. Starfsfólkið er á einu máli um að eigendurnir séu oftar til vand- ræða en skjólstæðingarnir. Opib laugardag kl. 11-16 _ Komdu og fáöu aðstoð við gerð tilboða í ný spariskírteini í stað þeirra gömlu. ; Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa aðstoðar eigendur þeirra spariskírteina, sem nú i eru til innlausnar, við gerð tilboða í ný spariskírteini fyrir Vaxtakjördaginn, mánudaginn 29. “ janúar. 'O ° Notaðu laugardaginn vel og fáðu góða og trausta ráðgjöf varðandi innlausnina. Ekki bíða fram á síðustu stundu. ÞJONUSTUMIÐSTÓÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverflsgötu 6,2. Iiæö, sími 562 6040 fax 562 6068

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.