Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Verðkönnun í átta löndum Kjötið lang dýrast í Reykja- vík en smjörið frekar ódýrt ÞAÐ er rúmlega þrisvar sinnum dýrara fyrir fólk að fara út í búð í Reykjavík og kaupa í matinn en að skella sér út i búð i Kaíró í sömu erindagjörðum. Innkaupakarfan er 64% dýrari í Reykjavík en Berlin og 43% dýrari í Reykjavík en Kaup- mannahöfn. Verðkönnunin sem gerð var nú í vikunni var framkvæmd þannig að nokkrir frétta- __ ritarar Morgunblaðsins | í útlöndum voru beðnir að fara og gera verðkönnun í stórmarkaði sem svipaði til Hag- kaupsverslun- ar. Fengu allir lista yfir þær vöru- tegundir sem athuga átti verð á. Þar á meðal var t.d. fitulít- ið 1. flokks nautahakk, nýmjólk, hrísgijón og svo framvegis. Ýmislegt kom á óvart þegar verð fór að berast að utan. Smjör og mjólk var ódýrara á íslandi en í Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi og Brasilíu, en kjötið var hinsvegar lang dýrast á Islandi og svo var einnig um 24 mynda litfílmu. Þegar farið var í Hagkaup var reynt að kaupa inn hagstætt, þ.e.a.s. ódýrasti hreini appelsínu- safínn keyptur, ódýrari hrísgqónin fóru í körfuna og svo framvegis. Salamí var keypt frá Ali og með ítölsku kryddi. Hægt var að fá bæði dýrari og aðeins ódýrari pepp- eróní en það munaði aðeins tugum króna til eða frá. Óvíst er að allir fréttaritaramir erlendis hafí tekið hagstæðasta verðið í öllum tilfellum þó t.d. hafi hrísgijónin í Al- bertsons í Flórída verið á kostakjör- um þann dag sem verð var athugað. Síðan kunna gæðin að vera misjöfn eins og gengur og gerist. En það er margt sem þarf að taka með í reikninginn þegar verð er skoðað eins og í þessu tilfelli. í sumum löndum er matvara ekki skattlögð og annars staðar þarf að borga um 25% skatt af matvælum. Laun eru mismunandi í þessum löndum og lífskjör almennt og því engan veginn hægt að taka þessa verðkönnun sem vísindalega úttekt á því hvað eftir er í buddunni þegar búið er að kaupa í matinn. Monoprix í París, Frakkalandi I sérhæfðar búðir ef auraráð leyfa París. Morj^unblaðið. MONOPRIX er hvorki dýr né ódýr stórmarkaður í Frakklandi. Þang- að fer venjulegt fólk að kaupa venjulegan mat, drykk, snyrtivöru, fatnað jafnvel og heimilisnauðsynj- ar eins og potta og koddaver. Til eru mun ódýrari stórmarkaðir þar sem upplagt er að kaupa pappírs- vörur og niðursoðnar vörur, vatn og safa. Salat og ávextir bíða þá markaðar hverfísins. Frakkar kaupa þurrvöru og nið- ursoðna í stórmörkuðum og fersk- meti líka ef tími er naumur. Flest- ir vilja heldur fara til kjöt- eða fisk- kaupmanns, í bakarí og ostabúð og svo á grænmetis-, og ávaxta- markað. Vínbúðir hafa betri drykki og verð, sælgætisverslanir skemmtilegra gotterí og sérversl- anir með góðmeti frá ýmsum lönd- um kunna sitt fag. Ef auraráð eru einhver á heim- ili fara Frakkar í sérhæfðar búðir eins og þessar, annars í ódýrustu stórmarkaði að kaupa mestu nauð- synjar þar sem lægsta verðið er. Þórunn Þórsdóttir Hvað kostar maturinn? . Danmörk Island Kaupmanna- Frakkland Reykjavík höfrt Paris HAGKAUP IRMA MONOPRIX » •'y 365,- O % h. . . . Bandarikin Brasilia Þyskaland Florída Rio de Beriin Ft LaUt)ereja|e Jenero BOLLE ALBERTSSONS SENDAS 270,- 108,- 95,- Kanraíeyjar Playa del Ingles ANSOCO 121,- Egyptaland Karió 64,- 1 kg fitulítið nautahakk 889,- 607,- 665,- 361,- 250,- 247,- 535,- 187,- 1 lappelsinusafi 82,- 79,- 91,- 45,- 70,- 82,- 81,- 44,- Ikgkartöflur 125,- 88,- 73,- 54,- 74,- 18,- 73,- 20,- 500 g smjör 168,- 232,- 230,- 225,- 110,- 213,- 162,- 126,- 1 kg agúrkur 259,-1 315,- 100,- 234,- 121,- 54,- 41,- 59,- 1 kg hrisgijón 142,-2 187,- 128,- 149,- 25,-3 69,- 97,- 31,- I kgniðursk.salami 1.685,- 747,- 871,- 934,- 1.199,- 962,- 697,-' 590,- 24 m. Kodak litfilma 521,- 350,- 475,- 270,- 354,- 378,- 257,- 180,- II mjólk 64,- 70,- 86,- 67,- 54,- 65,- 52,- 49,- Samtals 4.300 kr. 3.014 kr. 2.930 kr. 2.609 kr. 2.365 kr. 2.183 kr. *1 Til voru einnig íslenskar agúrkur, mun dýrari. *2 Seltí907gpakkningumá129kr. *3 Sérstakt tilboð í búðinni. Hrisgrjón eru venjulega mun dýrari. ÓD 2.116 kr. 1.350 kr. J§§7 6> Bolle í Berlín, Þýskalandi Takmarkað vöruval en stutt að fara Berlín. Morgunblaðið. KÖNNUNIN í Berlín var gerð hjá Bolle sem er verslunarkeðja þar í borg en er ekki annars staðar í Þýskalandi. Það eru sennulega 2-3 Bolle búðir í hveiju hinna 24 hverfa Berlín. I verslun eins og Bolle og öðrum sambærilegum kaupir þorri manna vörur til dag- legra nota. Bolle er dýrari en Spar og Penny Markt sem eru búðir eins og Bónus en aðeins ódýrari en aðrar hverfísverslanir, horna- búðir og suðrænir grænmetissalar. Urvalið er fremur takmarkað í venjulegum búðum eins og hjá Bolle og því þarf að leita annað eftir sérstöku grænmeti, físki, góðu pasta og framandi kryddi svo ekki sé nú minnst á poppmaís. Til að krækja í slíka munaðar- vöru fer maður í Hertie eða KaDeWe sem er stórt og glæsilegt „magasín“ með matvöruverslun- um þar sem hægt er að fá allt sem hugurinn girnist og meira en það. Þar verslar „fína fólkið“, þeir sem eru alltaf að leita eftir tilbreytingu í eldamennskunnj eða fólk sem var of seint í hverfísbúðina. Þær loka klukkan 18.00 en _ „magasínin" ekki fyrr en 18.30. A fimmtudög- um eru stórar búðir og þær sem eru miðsvæðis opnar til 20.30 og á laugardögum til 14 eða 16. Hér í Berlín er ekki dekrað við mann eins og í íslenskum búðum þar sem allt fæst á einum stað, opið er fram á kvöld og þjónustan er hvarvetna í hávegum höfð. Hér er úrvalið aftur á móti miklu meira en á íslandi þó maður þurfi að bera sig eftir því og leita að réttu búðunum. Rósa G. Erlingsdóttir Kairó, Egyptaland Litlar matvöruverslanir Kairó. Morgunblaðið. LANGFLESTAR matvörubúðir hér eru litlar verslanir og matvöru- verslanir eru sjaldnast í stóru verslunarhúsunum. Ég hafði lesið um að verulegur verðmunur væri eftir borgarhlutum og fór því um nágrenni mitt í Heliopolis, í mið- borgina út til Mohandisen og Amalek, en síðastnefndi staðurinn er sagður dýrastur, enda býr þar efnafólk. Ég sá ekki merkjanlegan verð- mun, agúrkur kostuðu 3 pund í Zamalek og Mohandisen en 2,5 pund í miðborginni og Heliopolis. Egg virtust alls staðar á sama verði, en fæstir kaupa þau í stykkjatali eða í kílóavís heldur í 30 stk. bökkum. Kaupmaður í Heliopolis vigtaði sérstaklega fyrir mig svo við gætum komist að raun um kílóið. Þetta er þó ekki hundr- að prósent nákvæm tala en skeik- ar þá ekki nema nokkrum pjöstr- um til eða frá. Lítri af appelsínudjúsi er í dýr- ari kanti, enda kaupa menn yfír- leitt gosdrykki eða pressa sjálfír sinn safa eða hræra duft út í vatni. Niðurskorið salami reyndist mjög dýrt og kaupmaðurinn sagði mér að hann mundi bæta við 8 pundum fyrir að sneiða það niður. Aftur á móti voru ýmsar aðrar girnilegar pylsutegundir sem voru Iangtum ódýrari, flestar á 5-8 pund. Hrís- grjón kaupa menn í 5 kílóa pakkn- ingum sem kostar 8 pund. Fólk kaupir meira núna á ramadan en alla jafna og veita sér mikið í mat. Þar sem misjafnt er hvaða geymslur menn hafa á sín- um heimilum fara konur oftast daglega að gera innkaup. í þessum verslunum er alltaf fast verð gefíð upp og ekki prúttað. Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.