Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Dagsbrún 90 ára I ALDAMOTALJOÐI sínu „Is- landsljóð“ nefnir Einar Benedikts- son ættland sitt: „örbirgðarhjar". Þeir, sem stundað hafa atvinnu- rekstur hér á landi hafa jafnan skírskotað til lélegrar afkomu at- vinnuvega, vitnað í taprekstur, lé- leg aflabrögð, slæmar markaðs- horfur eða önnur torleiði. Skáldið ; sem kvað ljóð það er til var vitnað i telur þó efalaust að einnig hér á : landi sé leikinn „herrann og þræll- inn“. . Þess er nú minnst með ýmsum hætti að liðin eru 90 ár frá stofnun verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Til skamms tíma stóð ljómi af nafni félagsins. Þjóðin þekkti félagið af skeleggri afstöðu, róttækri og djarfmannlegri forystu í réttinda- baráttu íslenskrar alþýðu. I bók Gunnars M. Magnúss „Ár og dagar“ má fræðast um sitthvað er varðar sögu verkalýðssamtaka. Þar er ljósmynd af vörugeymslu- húsi Jóns Magnússonar frá Skuld er léði forgöngumönnum um fé- lagsstofnun húsnæði til undirbún- ingsfundar. Sá fundur var haldinn ' 28. desember 1905. Jón fiskimats- maður átti sjálfur sæti í undirbún- ingsnefndinni. Aðalhvatamaður var talinn Árni Jónsson verkamaður, en til fyrsta formanns var valinn Sigurður Sigurðsson búfræðingur (afí Eggerts Haukdal, fyrrum alþ. manns). Stofnfundur Dagsbrúnar var svo haldinn í Bárubúð við Von- arstræti. (Þar sem nú er Ráðhús Reykjavíkur.) Fjölmenni var á stofnfundinum. 240 greiddu at- kvæði. Vinnutími var ákveðinn frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að kvöldi. Einn af stofnendum félagsins, Guðmundur Gissurarson, lýsti við- brögðum atvinnurekenda svo: „Það verkaði -eins og íkveikja. Atvinnu- rekendur sögðu allt ómögulegt, og að verið væri að setja landið á hausinn. Ég held þeir hafi haft nóg að gera, mennirnir, sem voru að beijast fyrir Dagsbrún. Ég held þeir hafi ekki alltaf mátt sofa. Eft- ir stofnun Dagsbrúnar bötnuðu kjörin.“ Kaupið var ákveðið 25 aurar á klukkustund. Til harðra átaka kom er saman laust fylkingum Dagsbrúnarmanna og erlendra verktaka við samninga um hafnargerð árið 1913 í Reykja- l^yík. Dagsbrún hóf útgáfu Verka- mannaþlaðs. Eftir verkfall var und- irritaður samningur um kaup og kjör. Þar er viðurkennt sérstakt eftirvinnu- og helgidagakaup og einnig vaktaskipti. Var lengi vitnað til harðrar og einarðrar baráttu verkamanna. Felix Guðmundsson var talinn hafa verið í forystu verk- fallsmanna. Þegar horft er um öxl og litið yfir farinn veg í starfi Dagsbrúnar verða ákveðin ár öðrum minnis- stæðari. Þá skerst í odda með svo eftirminnilegum hætti að seint mún gleymast. Misbrestasamt vil! þó minnið verða og er svo að sjá, sem sagnfræðiáhugi verkalýðshreyfing- ar sé takmarkaður. Níundi nóvem- ber 1932, „Gúttóslagurinn“ sem svo var nefndur, ætti þó að mun- ast. Svo er einnig um „Dreifibréfs- málið“, er svo var kallað. Það varð átakamál er varðaði samskipti ís- lendinga og breska hernámsliðsins. íslensk stjórnvöld gengu þá að margra dómi erinda hernámsliðsins og létu undan þrýstingi breskra herforingja er kröfðust þyngstu refsingar Dagsbrúnarmanna er vörðu verkfallsrétt félaga sinna er . íþeir beindu þeim tilmælum til breskra hermanna að gerast ekki verkfallsbijótar með því að ganga í störf Dagsbrúnarmanna. Til þess að gera grein fyrir því máli þarf meira rúm en hér gefst. Verður því látið nægja að lýsa þökk til þeirra snjöllu málflutningsmanna, Péturs Magnússonar og Egils Sig- ‘Hirgeirssonar, sem báðir fluttu mál ÁSGEIR Pétursson, Eggert Þorbjarnarson og Hallgrímur Hall- grímsson. Myndin tekin er þeir silja að spilum í fangavist á Litla- Hrauni. Flesta ósigra má tengja beint við tilraunir for- ystumanna til stétta- samvinnu, segir Pétur Pétursson, í grein sinni í tilefni afmælis Dagsbrúnar. sitt af djörfung og drengskap er þeir vörðu mál „sakbominga“, Dagsbrúnarmanna þeirra er dreifðu ávarpi verkfallsmanna til breska setuliðsins. í bókinni „Virk- ið í norðri" hefir Gunnar M. Magn- úss rakið gang réttarhalda Breta og íslenskra dómstóla. Aðeins einn Dagsbrúnarmannanna, sem dregn- ir voru fyrir rétt, er enn á lífi. Er það Helgi Guðlaugsson, sem dvelst nú á Blindraheimilinu í Hamrahlíð. Ljósmyndir þær sem hér birtast með greininni eru teknar á vinnu- hælinu Litla-Hrauni er þeir félagar tóku út dóm sinn. Þeir sitja þarna að spilum. Einhver, sem vel þekkir til mála, þyrfti að skrásetja sögu sigra og hnignunar í starfi Dagsbrúnar og annarra verkalýðsfélaga. Flesta ósigra má tengja beint við tilraunir forystumanna til stéttasamvinnu. Stephan G. Stephansson Kletta- fjallaskáld sagði eitt sinn: „Ég fagna öllu sem við einhvern ójöfnuð berst, jafnvel stéttastríð- inu. Það er vottur um vitkun á því hve fyrirkomulagið er allt ósann- gjarnt með okkur mönnum. Ég held, að hornsteinn sanngjarnari hagfræði sé sú mælistika Marx, að mannsvinnan sé verðmæti hlut- anna ... Öll önnur verðlegging hag- fræðinnar finnst mér verða að völ- undarhúsi, sem enginn ratar út úr. Sá sem framleiðir lífsþarfir okkar andlegar og líkamlegar, er eini nýti maðurinn. En mér finnst ég vilji öllu vel, sem í áttina miðar, jafnvel bóta-til- raunum á stangli, sem ég þykist vita að ekki séu nema kák, ef til allra er litið,“ Skáldið hafði von um að eitt- hvert réttlæti leiddi af því. Öðru- vísi er farið forystu Dagsbrúnar og Alþýðusambands. „Þjóðarsátt- in“, sem svo er nefnd, var hönnuð á auglýsingastofunni Yddu. Var svo birt sem heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu. Sameiginlegur ávöxtur ástaijátning verkalýðsfor- ystu og Vinnuveitendasambandsins í fyrrum svefnherbergi Ólafs Thors í Garðastræti (aðsetri Vinnuveit- endasambandsins). Nú vill enginn þá Lilju kveðið hafa. En hvernig lýsti Morgunblaðíð „þjóðarsáttinni“ í Reykjavíkurbréfí sunnudaginn 4. febrúar 1990: „Þetta breytta og jákvæða and- rúm í samskiptum verkalýðs og vinnuveitenda er fyrst og fremst verk þriggja manna, þeirra Einars Odds Kristjánssonar, formanns Vinnuveitendasambands íslands, Guðmundar J. Guðmundssonar, EÐVARÐ Sigurðsson hugsar málin. Myndin tekin á Litla- Hrauni. Eðvarð varð síðar for- maður Dagsbrúnar um árabil. VÖRUGEYMSLUHÚSIÐ við Vesturvallagötu 6, þar sem ákvörðun var tekin um stofnun Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 28. des. 1905. formanns Dagsbrúnar og Verka- mannasambands íslands, og Ás- mundar Stefánssonar, forseta Al- þýðusambands íslands. Að baki þeim kjarasamningum, sem nú hafa verið gerðir, liggja margra mánaða persónuleg samtöl á milli þessara þremenninga, sem hafa talað saman, kynnzt lífsviðhorfum og sjónarmiðum hver annars, myndað trúnaðarsamband sín í milli og unnið í einlægni að því að bijóta nýjar brautir í samskiptum verkalýðshreyfíngar og vinnuveit- enda.“ Trúlofunarfrétt auglýsingastof- unnar Yddu var orðuð af þvílíkri orðgnótt, innblásin fórnfýsi, sið- ferðisstyrk og fögrum fyrirheitum að helst minnti á jólaauglýsingar Silla & Valda þegar þeim tókst hvað best upp: „Bara hringja, svo kemur það.“ Þjóðlegur andi Við- reisnarfélagsins á Sviðinsvík sveif yfir vötnunum. Það sem um var samið var þó ekki annað en upphit- uð útgáfa af samningi Labans og Jakobs, sem við þekkjum úr Gamla testamentinu. Frestað í 7 ár að gefa Jakob yngri dótturina. Enda stóð ekki á viðbrögðum þeirra, sem sáu í gegnum töfrabrögðin. í Morg- DAGSBRÚNARMENN í þjónustu Reykjavíkurhafnar. Skipshöfn á grafvélinni. Talið ofanfrá. Efst uppi Guðmundur ísmannn, þá Þeir, sem snerta skjólhlera, vinstra megin: Eiríkur Þorsteinsson, Brunnstíg, Ólafur Jóhannesson úr Dýrafirði, Aðalsteinn, Haðar- stíg, Guðbrandur Guðmundsson, Bergþórugötu, Gunnar Gunnars- son, Bergstaðastræti, Bjarni Kr. Björnsson úr Viðey, Axel Gunn- arsson frá Eyrarbakka (miðjumaður), Ásgeir Pétursson frá Eyrar- bakka (yst til hægri), Pétur Einarsson, Ásvallagötu (beint þar niður), Grímur Jósefsson vélstjóri og Skarphéðinn Benediktsson matsveinn (neðstir). Standandi neðst t.v. undir skjólhleranum Kristinn Jóhannesson vérksljóri úr Dýrafirði (bróðir nr. 2). Krist- inn teiknaði merki „Samfylkingar", er var róttæk hreyfing, sem mjög lét að sér kveða í verkalýðsmálum á fjórða áratugnum. Ljósmyndin er tekin sumarið 1942 á Raufarhöfn. Þar vann graf- vélin að dýpkun hafnar. launum?" Þannig hefír það jafnan verið. Margir háfa gengið til liðs við verkalýðssamtökin og náð þar áhrifum. Hefir það orðið samtökun- um dýrkeypt. Má þar nefna hag- fræðinga, sem farið hafa í hnífa- kaup við samtökin. Fengið bijóst- vit forystumanna í skiptum fyrir glóandi og gyllt loforð um ijárhags- legan ávinning. Má þar nefna ijára- ustur Seðlabankamanna í mis- heppnað ævintýri Alþýðubankans. Með því tókst að glepja hug margra. Slæva stéttarvitund og baráttuhug en efla trú á „skafmiða- vinning" alþýðunnar. Hagfræðing- ar sem settust að samningaborði við hlið verkalýðsfélaga hafa horfið þaðan með sjóði félaganna í faðm fésýslunnar og þurftu ekki einu sinni að setja upp lambhúshettu. Öflug pöntunarfélög og kaupfélög, sem alþýða hafði stofnað og starf- rækt með ötulu og fórnfúsu starfí lögð í rúst af sáttasamvinnupostu- lum gróðahyggju og einkavæðing- ar. Bræðralagshugsjón aldamóta- kynslóðar, sem hóf fána Dagsbrún- ar hátt á loft og vígði í baráttu sinni til manndóms, mun rísa að nýju þegar æskumenn með þrek og þrótt koma til starfa með stétt- vísi_ og stefnufestu að leiðarljósi. Á hálfrar aldar afmæli ritaði Sverrir Kristjánsson sagnfræðing- ur: „Hið vinnandi fólk á íslandi hef- ur brotið sér braut inn í sögu ís- lands, gert sögu þess að sinni sögu, tekið á sig sögulega ábyrgð. Ef hið vinnandi fólk skorast undan að gegna menningarlegu hlutverki, þá hefur það höggvið á sinn eigin vaxtarbrodd og ofurselt land sitt og örlög þess þeim mönnum, sem eiga sér þá hugsjón æðsta að ræna alþýðuna fimmeyring hennar. Það er nefnilega nánari frændsemi með fimmeyring Dagsbrúnar og ís- lenzkri menningu en virðast kann í fljótu bragði. Og meðan Dagsbrún verður árvakur vörður hvors- tveggja mun íslandi veitast árgæzka og góðar heillir.“ unblaðinu 11. febrúar 1990 birtist viðtal við ung hjón, ítalskan mann og íslenska eiginkonu hans: „Fólk þarf að vinna svo mikið hér á ís- landi. ítalski verkamaðurinn hefír það margfalt betra en sá íslenski. Sá ítalski getur séð fyrir sinni fjöl- skyldu með átta tíma vinnu án þess að konan þurfi út á vinnu- markaðinn," segir Róbert Spanó. Kunnur bókagerðarmaður, Magnús E. Sigurðsson, segir í Morgunblað- inu 27. febrúar 1990: „Nýgerðir kjarasamningar eru því blekking. Þeir eru samkomulag örfárra karla um óbreytt ástand, áframhaldandi kauprán, áframhaldandi stétta- skiptingu, áframhaldandi upp- lausn, vonleysi og vanliðan á heim- ilum verkafólks þar sem hver dagur er stöðug barátta um að ná endum saman." „Slík verkalýðsforysta er fórnarlamb valdhrokans og hefir misst sjónar á því háleita markmiði að koma á þjóðfélagi jafnréttis og bræðralags.“ Svo mæltu menn árið 1990 að nýfenginni „þjóðarsátt“. Rösklega hálfri öld fyrr, í októ- bermánuði 1939 var spurt í forystu- grein Þjóðviljans: „Hvernig á verkamaðurinn að lifa á þessum Höfundur cr fv. þulur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.