Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 39 MORGUNBLA.ÐIÐ Þrefaldur 1. vinningur! Nú er að nota tíekifíenð! -vertu viðbúinm vinningi geir hafi stundum haft gaman af því að fara geyst á gamla traktorn- um, Farmal 1932, sem hann hefur haldið við af sinni alkunnu natni og nærgætni, nærri 70 ára gamalt tæki sem er í fullu gildi. Með mik- illi hlýju og tryggiyndi hefur Sig- geir á Sléttabóli sinnt málleysingj- unum, oft við erfiðar aðstæður og þröngar en alltaf af fórnfýsi og gleði. Það er alveg ljóst að ef heim- urinn hefði fleiri menn eins og Sig- geir á Sléttabóli, væri meira jafn- vægi og meiri árangur á þessari jörð, minna um hégóma, því Sig- geir gengur til dagsins jafn eðlilega og upprás sólarinnar og fylgir henni daglangt svo öfundarlaus út i allt og alla, en fagnar með hveij- um þeim sem vegnar vel. Arni Johnsen. SIGGEIR GEIRSSON AFMÆLI mörgum íslendingum hafa ævintýraferðir Siggeirs á Sléttabóli verið í suðurátt, en ekki til suðlægra landa eins og hjá landanum, heldur suður á Foss- ijöruna. Um árabil fór. hann margar ferðir þangað einn á hesti sínum til þess að huga að leyndardómum strandarinnar, því það er svo margt sem leyn- ist í gullakistu fjör- unnar og undirleik hafsins. Einn þáttur- inn í fjöruferðunum er að huga að rekanum, því þar er búbót og ófá- ar ferðirnar hefur Siggeir farið á traktornum að sækja rekavið með Fossbændum og fleir- um og þá er nú skemmtilegt þegar skipt er rekanum. Það hefur alla tíð vakið undrun félaga Sig- geirs í fjöruferðunum hve fljótur hann er í ferðum um ströndina, fer það svo létt sem öðrum reynist þungt undir fæti og stundum er nánast eins og hann svífi á töfrateppi. En það er ekki aðeins á ströndinni sem Siggeir fer létt og lipurt yfir, það á einnig við um heimatúnið og jafnvel milli herbergja á Slétta- bóli þótt ekki séu þau mörg. Þá er mér ekki grunlaust um að Sig- ALVEG eins og ísland er dýrmætt Islendingum þótt nafnið sé kalt, þá er Brunasandur austur við Síðu og Orrustuhól í Vestur-Skaftafells- sýslu bústaður merkilegs fólks sem speglar þolinmæðina í sögu íslend- inga, þrautseigjuna, lítillætið, þakklætið og auðmýktina, en ekki síst hamingjuleitina og lífsgleðina. Þar býr suður á sandinum yndis- legt fólk á bæjunum Hraunbóli og Sléttabóli, Hraunból á mörkum sands og Eldhrauns, Sléttaból í suðrinu þaðan sem sólskinsdagarn- ir fljúga, eins og vin í óravíddum sandsins. Siggeir á Sléttabóli varð áttræður 22. janúar sl., en á Slétta- bóli býr hann ásamt systur sinni Sólveigu. Ef það er til eðlileg túlk- un á því að vera trúr yfir litlu eins og segir í Biblíunni okkar þá á það við um þau Veigu og Siggeir og það hefur verið þeirra mikla hlut- verk að hlú vel að öllu sem þeim hefur nálægt komið, mönnum og dýrum, gleði og góðum anda. Þau hafa aldrei haft mikið umleikis en sinnt því á þann veg að allt verður stórt í höndum þeirra vegna þeirr- ar virðingar sem þau bera fyrir lífsandanum. Hvern dag lífsins hafa þau gengið að verki, fagnað hveijum nýjum degi með gleði og blessað og þakkað Guði hvern dag lífsins. Er hægt að fara betur með? Þau búa í litlum bæ og bústofn- inn hefur aldrei verið stór í sniðum en þeim mun meiri að gæðum. Þeirra utanlandsferðir eru að Kirkjubæjarklaustri. Þau eiga góða granna sem líta til með þeim og rétta þeim hjálparhönd til gagns og gleði. Það er að njóta mikillar gjafmildi að fá að kynnast fólki eins og Siggeir og Veigu, því bijóstvitið og skynsemin er svo ómenguð, tær og hrein. Alla tíð hafa þau fylgst vel með því sem er að gerast bæði heima og heiman og þau kunna svo vel að vinsa hi- smið frá kjarnanum, en samt eru þau skemmtilega ólík, Veiga eins og geislinn sem fer á örskoti um með tilþrifum og tungutakið er rammíslenskt, gamansamt og beitt og ekkert verið að mylja moðið, Siggeir eins og spekingurinn sem kemst svo hárbeitt að niðurstöðu í stóískri ró siimi. Það fylgir þeim dulúð sléttubú- ans vegna þess að þau verða sjálf að vera fjallið sem allt byggist á, fjallið sem hjá öðrum er skjól og viðmiðun dagleiðanna. Það hefur alltaf verið sérstætt í sögunni að fylgjast með sléttubúunum og þó að það sé í sjálfu sér ekki langt frá Fossi á Síðu niður að Slétta- bóli þá opnar sandurinn svo fljótt faðminn á mót himninum og þegar svo ber undir veit maður ekki í fyrstu hvort Sléttaból er hillingar eða hús. Það er líka sammerkt með sléttubúunum að elska reitinn sinn og þeir þurfa í sjálfu sér ekk- ert annað, sama hvort verið er að tala um bedúínana i Afríku, gauc- hoana í Argentínu, kúrekana í Bandaríkjunum eða sléttubúana í Mongólíu á „brunasöndum" Asíu. Lífsstíll þeirra er svo ríkur inn á við, það er eins og þeir séu næm- ari fyrir forgangsröð lífsgátunnar en flestir aðrir. Þeir kunna að meta nálægðina einmitt vegna þess að þeir eru sjálfir íjalllendið. Það er ekki hávaðinn í honum Siggeir mínum og ekki talar hann af sér, en allt sem hann leggur til málanna er gott og skemmtilegt, því hann er mikill húmoristi. Inn- skotin hans, stutt og laggóð, krist- alla niðurstöðu sem aðrir geta tal- að endalaust um án þess að kom- ast að niðurstöðu. Þannig er hann margra manna maki í þeim efnum og hann er einstaklega natinn að hirða um féð. Jafnvel þótt hann hafi ekki haft mikil hey hefur hann passað vel upp á það. Um þessar mundir hefur Bjarni Kristófersson bóndi á Fossi II hlaupið undir bagga með honum vegna krank- leika Siggeirs, en allt horfir það nú til betri vegar. Eins og hjá Æ KIN -leikur að lœra! Vinningstölur 26. jan. 1996 3*10»12*13*18*22*24 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 Fáðu þér miða fyrir kl. 20.-» í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.