Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RUSSLAND OG EVRÓPURÁÐIÐ ÞING Evrópuráðsins í Strassborg samþykkti á fimmtudag með 164 atkvæðum gegn 35 að veita Rússiandi aðild að ráðinu. Tæp þijú ár eru liðin frá því aðildarumsókn Rússa barst ráðinu en viðræður um aðild lágu að mestu niðri á síðasta ári, þar sem Evrópuráðið vildi mótmæla hern- aðaraðgerðum Rússa í Tsjetsjníju. Aðild Rússlands er háð mörgum skilyrðum, sem rússnesk stjórnvöld verða að uppfylla. Má nefna að þau skuldbinda sig til að leysa innri vandamál á friðsamlegan hátt, til að hlíta Mannréttindasáttmála Evrópu, gera umbætur á rétt- ar- og fangelsiskerfi sínu, vernda réttindi minnihlutahópa og afnema dauðarefsingar. Mikilla efasemda hefur gætt um réttmæti þess að veita Rússum aðild að Evrópuráðinu. Ráðið var stofnað til að standa vörð um mannréttindi og lýðræði í álfunni. Þar hef- ur það náð talsverðum árangri, sem bezt sést á því að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margsinnis knúið fram breytingar á réttarkerfi aðildarríkjanna, þar á meðal hér á landi. Rússland hefur vegna stærðar sinnar og fólksfjölda mikla sérstöðu. Ríkið teygir sig um tvær heimsálfur og það byggja margar þjóðir, sem vart er hægt að telja til Evrópuþjóða. Gildismat lýðræðisríkja hefur heldur ekki alltaf átt upp á pallborðið í Rússlandi. Margir óttast að stærðar sinnar vegna muni Rússland breyta ásjónu Evrópuráðsins um of. Lýðræði er skammt á veg komið og engin söguleg hefð er fyrir virðingu fyrir lýðréttindum. Aðildarríkjum Evrópuráðsins hefur fjölgað hratt á síðustu árum. Þau voru 22 árið 1989 en verða orðin 39 þegar Rúss- land fær aðild. Undanfarin ár hefur Evrópuráðið í stóraukn- um mæli gegnt því hlutverki að fylgjast með ástandi mann- réttindamála í hinum nýju aðildarríkjum í Austur-Evrópu og að gefa þeim góð ráð um breytingar á stjórnarskrá og réttarkerfi. Stofnanir ráðsins hafa hins vegar ekki að sama skapi verið styrktar og hafá óafgreidd mál hrannast upp hjá Mannréttindanefndinni og dómstólnum. Sú hætta er vissu- lega fyrir hendi að fjölgun aðildarríkja ein og sér geri stofn- anir Evrópuráðsins óskilvirkari, auk þess sem menn hafa velt fyrir sér hvort niðurstaða mála geti orðið önnur vegna aðildar nýrra ríkja, sem eiga litla sem enga lýðræðishefð. Kostirnir við aðild Rússlands að Evrópuráðinu vega þó þyngra. Framferði Rússa í stríðinu í Tsjetsjníju er vissulega gagnrýnisvert, en ekki má gleyma því að eftir að Evrópuráð- ið var stofnað hafa sum aðildarríki þess beitt hervaldi til að varðveita einingu ríkisins eða til að reyna að halda í nýlendur sínar. Þess vegna er ekki hægt að útiloka Rússa vegna Tsjetsjníju-deilunnar og raunar er sennilegt að aðild Rússlands að Evrópuráðinu muni auka þrýsting á stjórnvöld í Moskvu að leysa deiluna með friðsamlegum hætti. Með ákvörðun sinni sýndu þingmenn á þingi Evrópuráðs- ins stuðning við lýðræðisöflin í Rússlandi. Það ber vott um pólitískt raunsæi að reyna fremur að binda Rússa inn í samstarf Evrópuríkja með því að taka þá inn í Evrópuráðið en að loka á þá og hafna samstarfi við þá er þeir sækjast eftir því. Inntaka Rússlands í Evrópuráðið er um leið yfirlýs- ing Vestur-Evrópu um að hún líti á Rússland sem vestrænt ríki. Ein helzta deilan í rússnesku þjóðlífi snýst einmitt um það, hvort Rússland sé vestrænt ríki eða ekki og hvort það eigi sameiginlega hagsmuni með Vesturlöndum eða sé nátt- úrulegur andstæðingur þeirra. Bezta leiðin til að halda frið- inn við Rússa til lengri tíma er að ýta undir þau öfl, sem eru hlynnt vestrænum viðhorfum. Þátttaka í vestrænum stofnunum ætti að stuðla að því að skapa það traust, sem nauðsynlegt er í samskiptum Rússlands við Vesturlönd. Það á auðvitað eftir að koma í ljós hvort Rússar hafi áttað sig til fulls á skuldbindingunum, sem felast í því að starfa nú með öðrum ríkjum undir merki Evrópufánans. Þannig munu menn fylgjast af athygli með því hvort rúss- neskum lögum verður á næstunni breytt til samræmis við kröfur Evrópuráðsins. Jafnframt verða viðbrögð rússneskra stjórnvalda við fyrstu dómum Mannréttindadómstólsins í málum, er varða Rússland, prófsteinn á hollustu þeirra við mannréttindi og lýðræði. En þegar á allt er litið getur það ekki annað en orðið friðsamlegri sambúð ríkja í Evrópu til framdráttar að þetta mikla- stórveldi í austri gangi nú til samstarfs við ríkin á vettvangi Evrópuráðsins. Ríkisspítalar áforma að segja upp samningi um rekstur vistheimilisins Bjargs SKÓLAMÁL TILKYNNING um að Rík- isspítalar hyggist segja upp samningi sínum við Hjálpræðisherinn um rekstur vistheimilisins Bjargs um næstu mánaðamót með sex mánaða fyrirvara hefur vakið mikla at- hygli. Rannveig Höskuldsdóttur, forstöðumaður vistheimilisins, hef- ur sagt í Morgunblaðinu að verið sé að splundra heimili og slíta 28 ára farsælu samstarfí. Hún hefur sagt að heildarkostnaður Ríkisspít- alanna sé aðeins 5.244 kr. á dag fyrir hvem heimilismann og því sé ógerningur að ná fram sparnaði vegna umönnunar þeirra. Tómas Helgason, forstöðumaður geðdeilda Landspítalans, lýsir ábyrgð á hend- ur fjárveitingarvaldsins. Geðdeild- irnar hafi einfaldlega staðið frammi fyrir því að velta því fyrir sér hvort einhver starfsemi ætti betur heima hjá öðrum aðilum. Niðurstaðan hefði orðið sú að eðlilegt gæti talist að umönnun fatlaðra, eins og byggju á Bjargi, væri á vegum fé- lagsmálastofnana og annarra slíkra. Ólafur Ólafsson landlæknir segir í bréfi til Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra að segja megi að verkefnið sé á mörkum heilbrigðisþjónustu og félagsþjón- ustu. Vistmenn á Bjargi hafa verið 12 til 14 aðjafnaði og meðaldvalartími tólf ár. Einn vistmannanna hefur verið á Bjargi frá upphafi eða í 28 ár. Tveir hafa verið lengur en 23 ár. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið að sér fyndist afar slæmt hvað fjölmiðlaumræða í tengslum við tilkynningu um lokun Bjargs hefði valdið miklum óróleika meðal heimilsmannanna. „Þó svo ráðu- neytið skipti sér ekki af rekstri ein- stakra deilda Ríkisspítalanna lýsi ég því yfir að ef Bjargi verður lok- að verður fundið öruggt skjól fyrir alla heimilismenn. Margir hafa bent mér á að vistheimilið, eins og sam- býli geðfatlaðra, ætti frekar að til- heyra félagsmálaráðuneyti en á meðan málefni vistheimilisins eru í heilbrigðisráðuneytinu berum við ábyrgð á því að fínna úrræði fyrir heimilismennina,“ sagði Ingibjörg og útilokaði ekki að hugað yrði að því í framtíðinni undir hvaða ráðu- neyti eðlilegt væri að vistheimilið heyrði. Hún tók fram að samningi Ríkisspítalanna og Hjálpræðishers- ins hefði enn ekki verið sagt form- lega upp. Ekki mætti heldur gleyma því að uppsagnarfrestur samnings- ins væru 6 mánuðir og því væri nokkur tími til stefnu. Heimilismönnum verði hlíft Hjálpræðisherinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna tilkynn- ingar um lokun vistheimilisins Bjargs. í henni tekur hann fram að fyrirhuguð lokun Bjargs hafi verið mjög til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu og viðbrögð almennings við þessari umfjöllun mun meiri en nokkurn hafi órað fyrir og margir hafi viljað leggja þessum málstað lið. Heimilismenn og aðstandendur þeirra séu ákaflega þakklát fyrir þann stuðning sem þeim hafi verið sýndur. Hins vegar leggi stjórnendur heimilisins áherslu á að nauðsynlegt sé að nú fari að minnka sú opinbera umfjöllun sem hafi verið, til að hlífa heimilismönnum við því álagi sem því fylgir. „Sem stendur er þetta mál enn í höndum stjórnar Ríkisspítalanna en uppsagnartími samnings þeirra við Hjálpræðisherinn eru 6 mánuðir. Væntum við þess að sá tími verði vel nýttur til að finna farsæla lausn á þessu máli og vill Hjálpræðisherinn ítreka að hann ber fullt traust til ráðamanna að svo verði.“ Vistheimilið verði ekki leyst upp Landlæknir hefur í bréfi til heil- brigðisráðherra mælst til að reynt verdi að koma í veg fyrir að leysa þurfi vistheimilið á Bjargi upp. Hann rekur í upphafi að ein af sparnaðar- Eðlilegur styrkur eða misnotkun skattpeninga? Djúpstæður ágreiningur hefur verið um skipan skólamála í Mývatnssveit. Ibúar suðurhluta sveitarinnar vilja ekki senda böm sín í skóla í Reykjahlíð vegna óhóflega langs aksturs þangað og stofnuðu því sl. haust einkaskóla á Skútustöðum. Nú er deilt um hvort sveitarfé- lagið eigi að sækja um framlag úr jöfnunar- sjóði sveitarfélaga vegna rekstrar skólans. Margrét Þóra Þórsdóttir kynnti sér skóla- mál í Mývatnssveit. SVEITARSTJ ÓRN Skútu- staðahrepps í Mývatnssveit tekur á fundi á mánudag afstöðu til þess hvort greiða eigi einkareknum skóla að Skútu- stöðum rekstrarstyrk. Fyrir liggur úrskurður formanns stjórnar jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga þess efnis að greiði hreppurinn rekstrarstyrk til skólans geti sveitarfélagið sótt um grunnskólaframlag úr jöfnunarsjóði vegna aksturs barna í einkarekna skólanum. Hefur sveitarstjórnin ósk- að eftir úrskurði á túlkun á lögum og reglugerð jöfnunarsjóðsins, þar sem hún telur sér ekki heimilt að sækja fé í sjóðinn til að afhenda í rekstur einkarekins skóla. Deilur um skólaskipan Mývetningar hafa deilt um skipan skólamála í sveitinni um nokkurt skeið. Aðalskóli sveitarinnar var lengst af á Skútustöðum, miðsvæðis í sveitimji, en eftir að fólki fjölgaði og þéttbýli myndaðist í norðurhluta sveitarinnar, umhverfis Reykjahlíð, var farið að kenna yngstu börnunum þar. Sumarið 1994 tók sveitarstjórn þá ákvörðun að flytja allt skólahald í sveitinni undir eitt þak í skólanum í Reykjahlíð. Sveitarstjórn var tilbúin til að fresta flutningi skólabarna í 1. til 3. bekk tvö næstu skólaár á eftir. Suðursveitungar töidu rétt brotin á börnunum með óhóflega löngum skólaakstri, en 95 kílómetra leið var fyrir þau sem lengst áttu í skólann fram og til baka. Foreldrar barna úr suðurhluta sveitarinnar sendu börn sín ekki í skóla í Reykja- hlíð þá um haustið, eða fram i byrj- un október þegar lausn fannst í deil- unni, en hún fólst í því að foreldrar ráku skólasel á Skútustöð- um fyrir börn í 1. til 7. békk. Var það rekið á fag- lega ábyrgð sveitarstjórn- ar en hvað kostnaðinn varðar greiddu foreldrar barnanna það sem vantaði á fjárframlög ríkisins. Mikil vinna var lögð í það síðasta vetur að ná fram sáttum um skóla- skipan í sveitinni. Starfshópur sem vann að málinu skilaði tillögum í maí í fyrra og lagði til að gerð yrði tilraun til fjögurra ára en hún fólst í því að skólaárin 1995-1997 yrði aðalskóli sveitarinnar í Reykjahlíð og skólasel að Skútustöðum fyrir börn í 1. til 7. bekk sem búa í meira en 10 kílómetra fjarlægð frá Reykja- hlíð. Tvö næstu skólaár þar á eftir, 1997-1999, yrðu allir nemendur í skólanum í Reykjahlíð. Sveitarstjórn ætlaði á þessum tíma að beita sér fyrir vegabótum á þessum tíma sem miðuðu að því að auka öryggi í vetra- rakstri. Tillagan var borin undir samtök foreldra, kennara og skólanefnd og það skilyrði sett af hálfu sveitar- stjórnar að allir samþykktu að gera þessa tilraun. Samtök for- eldra barna í Skútustaða- skóla sáu sér ekki fært að samþykkja tillöguna eins og hún var fram sett. Um mitt síðasta ár voru skóla- málin því aftur komin í uppnám í sveitinni, en lyktir urðu þær að suðursveitungar reka einkaskóla á Skútustöðum þar sem eru rúmlega 20 börn, en um 50 börn eru í Reykjahlíðarskóla. Ekki einkaskóli ef rekinn fyrir almannafé Nú er sú staða komin upp að sveit- arstjórn þarf að taka afstöðu til þess hvort hún greiði einkarekna skólan- um rekstrarstyrk og sæki um fram- lag úr jöfnunarsjóði til að standa straum af akstri nemendanna. „Sveitarstjórn hefur skilið lögin þannig að við teljum okkur ekki eiga rétt á að sækja skattpeninga til að afhenda þá þriðja aðila. Einkaskólinn er ekki rekinn af Skútustaðahreppi og það er lítið einka við skólann ef hann er rekinn fyrir skattpeninga almennings," sagði Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri í Skútu- staðahreppi, en hann sagði það mikil vonbrigði að suð- ursveitungar vildu ekki þiggja þá grunnskólaþjón- ustu sem sveitarfélagið byði upp á. Það væri stefnan að reka skóla á einum stað, en slíkt væri talið til bóta fyrir skóla- starfið faglega og fjárhagslega væri það einnig mun hagkvæmara. „Við töldum að hægt væri að bjóða það góða þjónustu-að menn gætu sætt sig við hana, en það var mismetið," sagði Sigurður Rúnar. Hann sagðist meta mál svo að átök í sveitinni snerust um það hvar byggja ætti upp þjónustuna. Fólk hafi verið flest kringum Skútustaði í eina tíð, en þegar þéttbýli myndað- ist um Reykjahlíð handan vatnsins hefði þjónustan byggst upp þar, bæði af viðskipta- og hagkvæmnis- sjónarmiðum. Skiljum ekki á hverju strandar Eyþór Pétursson, talsmaður for^ eldra barna í einkarekna skólanum á Skútustöðum, sagði að skólinn yrði ekki rekinn án þessa framlags, sem nemur tæpum 1,7 milljónum króna. Forsvarsmerin skólans hefðu sótt um framlagið á sínum tíma, en fengið þær upplýsingar að ekki væri heimilt að greiða það öðrum er sveit- arfélögum eða með þeirra leyfi. Hann sagði að nægilegt væri að sveitar- stjórn gæfi viljayfirlýsingu þess efn- is að hún væri því fylgjandi að grunn- skólaframlagið væri greitt til skól- ans. Eyþór sagði að síðasta haust hefði sveitarstjóm lýst því yfir í bókun að jöfnunarsjóðsframlag svo og önnur framlög sem kynnu að koma í sveif^- arsjóð skyldu greidd til skólans á Skútustöðum. Félagsmálaráðuneytið teldi ekkert því til fyrirstöðu lagalega að greiða framlagið, nema þá að sveitarstjórnin vildi ekki taka við því. „Við skiljum þess vegna ekki á hveiju strandar," sagði Eyþór. „Við teljum að oddvita sveitarinn- ar sé ekki stætt á öðru en að að- stoða okkur við að ná þessu fé inn í sveitarfélagið. Ef hann er enn odd- viti allrar sveitarinnar þá sækir hann það að sjálfsögðu með okkur, því þetta mál skaðar ekki á nokkurn hátt hagsmuni hins skólans í sveit- inni,“ sagði Eyþór. Jafnræðisreglan brotin? Um hugsanleg viðbrögð suður- sveitunga afgreiði sveitarstjórn mál- ið á þann veg að sækja ekki um rekstrarstyrkinn, sagði Eyþór að menn myndu alvarlega skoða hvort þeir ættu samleið með sveitungum sínum norðan vatns. „Manni finnst þá eins og maðui tilheyri ekki neinu sveitarfélagi. Það er einkennileg staða í siðuðu þjóðfé- lagi ef meirihluti sveítarstjórnar að- stoðar okkur ekki við að sækja það fé sem við eigum rétt á. Það hlýtur þá að vera spurning um hvort hann sé að bijóta jafnræðisregluna sem kveður á um að allir þegnarnir sitji við sama borð. Ég geri ráð fyrir af við myndum íhuga að leggja frair stjórnvaldskæru verði rnálið afgreitl þannig á hreppsnefndarfundinum/' sagði Eyþór. Ekki einka- skóli sem rekinn er fyrir almannafé Skaðar ekki hagsmuni hins skólans í sveitinni Vistmöimum verður tryggt öruggt skjól Tilkynnt hefur verið að Ríkisspítalar hyggist segja upp samningi sínum við Hjálpræðisher- inn um rekstur vistheimilisins Bjargs. Formleg tilkynning hefur hins vegar ekki borist og er uppsagnarfrestur sex mánuðir. Framtíð vist- heimilisins er því enn óljós. hugmyndum Ríkisspítala sé að hætta rekstri vistheimilis fyrir geðsjúka í samvinnu við Hjálpræðisherinn. Á heimilinu hafi 12 til 14 vistmenn dvalist á lágum daggjöldum (5.255 kr./dag) og standi daggjöldin undir viðhaldi og endurbótum á húsnæði. Stöðugleiki hafi verið í starfseminni og þótt um verulega fatlað fólk sé að ræða sé nánast óþekkt að vist- menn leggist inn á bráðageðdeild. „Skiljanlegt er að Ríkisspítalar grípi til þess að loka heimili sem þessu þegar í harðbakka slær og þeim er gert að skera niður útgjöld, enda má segja að verkefnið sé á mörkum heilbrigðisþjónustu og fé- lagsþjónustu. Endurskoða má til hvors þessara málaflokka heimilið heyrir í framtíðinni og undir hvaða yfirstjórn það verði,“ segir í bréfi Ólafs Ólafssonar landlæknis til Ingi- bjargar Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra. Ólafur tekur fram að víða erlendis myndi stofnun eins og Bjarg flokkast undir félagsmál enda fyrst og fremst um fatlaða einstaklinga að ræða. Fram kemur að álit landlæknis sé að þótt útgjöld Ríkisspítala myndu með lokun heimilisins minnka um tíma myndi lokunin ekki fela í sér neinn sparnað fyrir hið opinbera. Aukin veikindi vistmannanna gætu þegar til lengri tíma væri litið vegið upp tímabundna lækkun útgjalda. Vistmenn á Bjargi hefðu sumir verið þar í fjölda ára og margir þoli eflaust Tómas lagði áherslu á að farið hefði verið yfir alla möguleika til að ná fram verulegum sparnaði og upp- sögn samningsins við Hjálpræðisher- inn væri því miður eini möguleikinn. Hann lýsti yfir ábyrgð fjárveitingar- valdsins. „Fjárveitingarvaldið virðist skera niður fjárframlag til heilbrigð- ismála án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Fólk veikist jafn mikið og kostnaðurinn við lækning- una minnkar ekki. Eftir að reynt hefur verið í botn á hagræðingu eig- um við ekki annars úrkostar en að reyna að velta kostnaðinum yfir á aðra, t.d frá ríki til sveitarfélaga, en kostnaðurinn hverfur ekki. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að til að halda velferðinni við verðum við að leggja til hennar fjár- muni,“ sagði Tómas. Tómas sagðist ekkert kjósa frem- ur en 22 milljónir fengjust til að hægt væri að halda rekstri Bjargs áfram. Ef fram heldur sem horfir eru hins vegar miklar líkur á að hætta verði starfseminni í haust. Fram hefur komið að sú röskun kunni að hafa afdrifadríkar afleið- ingar fyrir íbúana. „Eins og ég hef sagt væri ég auðvitað hlynntur því að hægt væri að finna aðra lausn. Flutningar valda alltaf röskun. Að flytja frá Kleppsspítala var erfitt fyrir marga vistmenn á sínum tíma. Ánnar flutningur myndi ekki síður reyna á,“ sagði Tómas um flutning- ana. Hann sagði að byijað væri að at- huga hvert vistmenn á Bjargi gætu flutt en treysti sér ekki til að svara því hvort möguleiki væri á ódýrara úrræði. „Hvað þjónustan kostar fer mikið eftir því hversu mikil hún er og því er erfitt að segja til um hvort hægt væri að ná fram sparnaði við vistun heimilsmanna á Bjargi annars staðar. Hitt er ljóst að starfsemi á vegum Geðhjálpar, Geðverndar og vernduð heimili sveitarfélaganna er ódýrari.“ illa það rask sem fylgi í kjölfar lokun- ar. Landlæknir mælist að lokum til að fundin verði önnur lausn á málinu en að leysa upp heimilið. Sárt hvernig komið er „Mér þykir afar sárt að sjá hvern- ig komið er enda barðist ég fyrir því sjálfur að gerður yrði samningur við Hjálpræðisherinn um rekstur Bjargs fyrir nær 28 árum. Hjálpræðisherinn hefur staðið sig vel og ekkert nema gott um Bjarg að segja. Nú er hins vegar komið svo að fjárveitingar- valdið hefur gert Ríkisspítölunum að skera rekstrarkostnað niður um 400 milljónir miðað við rekstrarkostnað- inn á síðasta ári. Sú upphæð skiptist niður á deildir og koma 42 milljónir í hlut okkar,“ sagði Tómas Helga- son, forstöðumaður geðdeilda Land- spítalans, um uppsögn samningsins við Hjálpræðisherinn um rekstur Bjargs. Hann sagði að staðreyndin væri einfaldlega sú að geðdeildirnar næðu ekki að skera niður um svo háa fjár- hæð nema leggja niður einhveija starfsemi. „Við getum ekki hagrætt meira enda hafa fjárframlög hvorki fylgt auknum íbúafjölda landsins né fjölgun sjúklinga síðustu 15 ár. Núna stöndum við s.s. frammi fyrir því að velta því fyrir okkur hvort einhver starfsemi ætti frekar að vera á veg- um einhverra annarra. Niðurstaðan varð sú að eðlilegt gæti talist að umönnun fatlaðra, eins og búa á Bjargi, væri á vegum félagsmála- stofnana, svæðisstjórna og annarra slíkra,“ sagði hann og nefndi að ár- legur kostnaður við hvern íbúa á Bjargi væri 2 milljónir eða 22 milljón- ir á ári miðað við 11 íbúa.“ „Annar mögleiki til að ná inn sömu upphæð væri t.d. að loka móttöku- deild í hálft ár,“ segir hann. „Ef sú leið væri farin yrði ekki hægt að taka á móti 200 til 300 bráðveikum einstaklingum með þeim afleiðingum að hættan á að þeir yrðu verulega fatlaðir til langs tíma og þyrftu á svipaðri umönnun að halda til langs tíma og veitt er á Bjargi ykist veru- lega,“ sagði Tómas. Ábyrgð fjárveitingar- valdsins Morgunblaðið/Kristj án FJÖR í frímínútum í einkarekna skólanum á Skútustöðum. Á mánudag tekur sveitarstjórn Skútustaðahrepps ákvörðun um hvort hún ætli að greiða skólanum rekstrarstyrk, en þá væri hægt að sækja um grunnskólaframlag úr jöfnunarsjóði sem notað yrði til að greiða akstur nemenda. Forsvarsmenn skólans segja ekki hægt að reka hann án styrksins. Morgunblaðið/Sverrir ÞÓTT Bjarg sé að mörgu leyti líkt venjulegu heimili og sumir heimilismenn hafi búið þar í yfir tuttugu ár er starfandi hjúkrunar- fræðingur á heimilinu. Hér er Sigríður Auðunsdóttir hjúkrunar- fræðingur að tala í símann. Læknir sinnir vistmönnum á Bjargi einu sinni í viku. RÍKISSPÍTALAR sömdu um rekstur vistheimilisins Bjargs við Hjálpræðisherinn fyrir um 28 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.