Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ Poul Weeden ivondu skapi Frá Árna ísleifssyni: POUL Weeden sendir okkur á Egils- stöðum tóninn í blaðaviðtali í Mbl. nýverið, telur okkur daufa og lítt áhugasáma um djasslíf. 9. djasshátíð Egilsstaða er þó í burðarliðnum og verður í lok júní- mánaðar að venju. í tónlistarskól- anum er verið að æfa léttsveit sem þegar hefur leikið opinberlega. Poppararnir á Hallormsstað, Egils- stöðum og Eiðum héldu sameigin- lega tónleika fyrir jólin. Djasskvart- ett kemur fram nú í mánuðinum og' fleira er á döfínni. Weeden hélt námskeið á Seyðis- firði og fleiri stöðum nýlega en okk- ur bárust aldrei upplýsingar um hvenær og hvar hann hygðist vera í vetur. Undirritaður hringdi fyrr í vetur í Sigurð Flosason til að fá upplýs- ingar um Weeden en Sigurður var þá ekki á landinu enda ekki umboðs- maður hans í þetta sinn. Tónlistarskóli einn hér á Austur- landi hafði lofað að faxa allar upp- lýsingar um Weeden hingað en það fax barst aldrei. Weeden telur upp ýmiskonar heið- ur er honum hefur verið sýndur hér á landi en láðist að geta þess að Poul og Gunn Weeden voru heiðurs- gestir á djasshátíð Egilsstaða 1994 og var auk þess margskonar sómi sýndur af bæjarstjóm staðarins. Poul Weeden hefur haldið djass- námskeið hér á Egilsstöðum og verður sjálfsagt fenginn aftur þegar hann er í betra skapi. ÁRNIÍSLEIFSSON, Egilsstöðum. LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 41 Spddómar BIBLIUNNA R mmtudó8um W. 20, og hefst námskciðtól f h ’& þnðjudögum og emnigfjólbreyttoglitprentuðnámsgÖKnin F eb™ar' Aðgwgur er ókeypis, Þorðarson. Ef Opinberunarbókin hefuf r Fy"rleSari verður dr. Steinþór taknmyndir og lýsingar þessarar bókar hafa ^ ef dularfuUar nU 8°tt tæklfoi « ^ skyggnast inn » ** 1* \ Nánari upplýsinoar nn • • 8 Padoma Btbliunnar. 9 ‘tUn 1 SÍmUm ^-^OO-, 554-6850 ’ 034 b850 og 565-6609. Eiturlyf, æska og íþróttir Frá Finnbirni Þorvaldssyni: UM ÞESSAR mundir er mikið rætt og ritað um eiturlyfjanotkun ungl- inga. Samkvæmt nýlegri skýrslu SAÁ var árið 1995 svartasta ár í sögu eiturlyfjasölu og neyslu á ís- landi. Allir eru sammála um það að eitthvað þurfi að gera í þessu sambandi. Undirritaður, fyrrver- andi þátttakandi og keppandi í fjölda íþróttagreina, hefur reynt að kynna sér málin. Hvar kemur til dæmis íþróttahreyfingin inn í þessa umræðu? Það er hastarlegt að segja það að undanfarin ár finnst mér að íþróttafélögin hafi nánast unnið á móti áhugasömum unglingum, sem dá og vilja stunda íþróttir. Tökum sem dæmi foreldra eða einstaklinga með tvo unglinga á framfæri sem eru áhugasamir um íþróttir, þeir láta sér ekki nægja eina íþrótt, heldur tvær til þijár og stundum fleiri. Segjum svo að unglingarnir stundi þijár íþróttagreinar. Kostn- aður á ári yrði eitthvað á þessa leið, pr. ungling: Æfingagjald kr. 16.500x3 = 49.500, fatnaður (með- altal) 30.000 eða samtals kr. 79.500 á ungling. Býsna hár skattur það. En sjáum nú til. Forráðamenn ungl- inga treysta sér ekki til þess að greiða æfingagjöldin á réttum tíma. „Hvað gerist þá?“ Jú, þá taka íþróttafélögin til sinna ráða. Senda út gíróseðla fyrir skuldinni, með hótunum um að verði skuldin ekki greidd fyrir ákveðinn tíma verði hún send lögmanni til innheimtu og geti viðkomandi unglingur átt á hættu að verða meinaður aðgangur að sínu íþróttahúsi, bæði sem iðk- anda og áhorfanda. Ég kynnti mér einnig hvemig æfingagjöldum unglinga er varið. Auðvitað þarf að greiða laun þjálf- ara. Ég minnist þess að þegar ég var endurskoðandi íþróttabandalags Reykjavíkur um árabil, hafi ég séð háar tölur um styrki til íþróttafélaga vegna kostnaðar við þjálfun. Húsa- leiga, rafmagn, hiti o.s.frv. eru meira og minna styrkt af sveitarfélögum. En hvað verður af meginhluta æfingagjalda unglinganna? Jú, þau fara í það að greiða „laun“ til „hálf- atvinnumannanna" í félögunum. Þessir menn þurfa sko ekki að greiða nein æfingagjöld - ekki al- deilis. Vogi sér einhver að fara fram á slíkt er svarið einfalt: „Þá erum við bara farnir.“ Víkjum nú aftur að þeim sem fá ekki aðgang að sínu íþróttahúsi vegna skulda. Hvert eiga þau að fara? Eru ekki eiturlyfin einum of nærri til þess að freista þeirra? Ég, sem áhugamaður um íþróttir og æskulýðsmál, skora á forystu- menn íþróttamála að taka þessi mál til enn frekari íhugunar. Greiðið „hálfatvinnumönnunum" örlítið minna og leyfið unglingunum að stunda sínar íþróttir áhyggjulausir. FINNBJÖRN ÞORVALDSSON, Ásholti 22, Reykjavík. „Við borðum Cheerios hringi... á mcðan jörðin hringsnýsí um mðndu! sinn...)“ Cheerios sólarhringurinn Málið er einfalt, í hvert sinn sem þú borðar Cheerios borðar þú hollan og góðan mat. Cheerios er trefjaríkur matur, svo til laus við sykur og fitu en hlaðinn steinefnum og vítamínum. Þess vegna er ráðlegt að borða Cheerios hvenær sem hungrið segir til sín - á nóttu sem degi. -einfaldlega hollt allan sólarhringinn! YDDA F45.23/SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.