Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996_ MESSUR Á MORGUN I DAG MORGUNBLAÐIÐ Guðspjall dagsins: Jesús gekk á skip. (Matt. 8.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11 Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður Eðvarð Ingólfsson, guðfræði- nemi. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAIM: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barna- starf í safnaðarheimilinu á sama tíma og í Vesturbæjarskóla kl. 13. Bænaguðsþjónusta kl. 14. Prest- ur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Einsöngur Hanna Björk Guðjónsdóttir. Org- anisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskyldu- messa kl. 11. Barnakór Grensás- kirkju syngur. Kórstjóri Margrét Pálmadóttir. Messa kl. 14. Prest- ur sr. Halldór S. Gröndal. Organ- isti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðsluer- indi kl. 10. Dr. Jakob Jónsson, presturinn, fræðimaðurinn og skáldið. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Ensk messa kl. 14. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Orgeltónleikar kl. 17 á veg- um Listvinafélags Hallgríms- kirkju. Hörður Áskelsson leikur. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. (Útvarpsmessa.) Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu á sama tíma. Messa kl. 14. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveinsson. Kaffi eftir messu. Kl. 16. Vænting- ar til kirkjunnar. Málþing í safnað- arheimilinu um hlutverk safnaðar í borgarsamfélagi. Frummælend- ur Anna Agnarsdóttir, kennari, Halldór Rafnar, lögfræðingur, dr. Hjalti Hugason, prófessor og Sig- ríður Valdimarsdóttir djákni. Fyrir- spurnir og umræður. Allir vel- komnir. Sóknarnefndin. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Al- mennur safnaðarsöngur. Sunnu- dagaskóli á sama tíma í umsjá Báru Friðriksdóttur og Sóleyjar Stefánsdóttur. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Væntanlega fermingarbörn aðstoða. Félagar úr Kór Laugar- neskirkju syngja. Organisti Gunn- ar Gunnarsson. Barnastarf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfsbjargarhúsinu. Hátúni 12, Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Vera Gulasciova. Barnastarf á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs- þjónusta og barnastarf kl. 14. Altarisganga. Kaffi og meðlæti eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Sigrún Stein- grímsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakórinn syngur. Börn sem verða 5 ára á þessu ári sérstak- lega boðin velkomin. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónsson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur mess- ar. Organisti Sólveig Sigríður Ein- arsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 11. Léttur hádegisverður að lokinni messu. Gunnar Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í umsjón Ragnars Schram. Guðsþjónusta með altar- isgöngu kl. 18. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Barnaguðsþjón- usta í Rimaskóla kl. 12.30 í um- sjón Jóhanns og Ólafs. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Ágúst Ár- mann Þorláksson. Fundur með foreldrum fermingarbarna úr Foldaskóla eftir guðsþjónustuna. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestar kirkjunnar þjóna. í framfialdi af guðsþjónustunni mun dómprófastur, sr. Guðmund- ur Þorsteinsson, formlega opna og helga neðri hæð safnaðar- heimilis kirkjunnar. Eggert Hauk- dal, formaður sóknarnefndar, flyt- ur ávarp og kór kirkjunnar syngur undir stjórn organistans, Oddnýj- ar J. Þorsteinsdóttur. Léttar veit- ingar í boði safnaðarins. Barna- guðsþjónusta kl. 13 í umsjá sr. Bryndísar Möllu og Dóru Guðrún- ar. Organisti Oddný Þorsteins- dóttir. Allir velkomnir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Sjómannaguðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11. Altarisganga. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Sr. Agúst Einarsson prédikar. Organleikari Kjartan Sig- urjónsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cec- il Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga, messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Hátíðarsamkoma í tilefni 50 ára afmælis Kristilegra skólasamtaka á morgun kl. 17. Fjölbreytt skemmtidagskrá. Hugleiðing: Sig- urður Pálsson. Barnasamverur á sama tíma. Veitingar að lokinni samkomu. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. JÓSEPSKIRKJ A, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelf- ía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálp- ræðissamkoma kl. 20. Ingibjörg og Óskar Jónsson stjórna og tala. Allir velkomnir. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venju- legan hring. Jón Þorsteinsson. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Bragi Friðriksson. VÍDALÍNSKIRJA: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Börn fædd 1991 og fjölskyldur þeirra sérstaklega velkomin. Börnin fá bókargjöf. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Gídeonfélagar kynna starf- semi sína. Hallbjörn Þórarinsson prédikar. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRÐI: Barnasamkoma kl. 11. Organisti Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón sr. Þórhildur Ólafs. Munið skólabíl- inn. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Gunnþór Ingason. Ferming- arbörn aðstoða, barnakórinn syngur, stjórnendur Hrafnhildur Blomsterberg og Helga Loftsdótt- ir. Organleikari ólafur W. Finns- son. Safnaðarheimilið Strandberg opið eftir guðsþjónustu. Kaffiveit- ingar. Gunnþór Ingason. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Asatrúarmenn UNGUR maður á þrítugs- aldri, Peter Jan Koning, óskar eftir að komast í bréfasamskipti við ásatrú- armenn. Ef mögulegt er vill Peter helst nýta sér tölvupóst og er netfang hans oldworld@dds.nl en ef áhugasamir hafa ekki aðgang að tölvu er hægt er að skrifa honum á þetta heimilisfang: P.O. box 652 6700AR Wageningen The Netherlands Hemmi skýtur yfir markið KRISTÍN á ísafirði hringdi og sagðist vera miður sín yfír skafmiðaþætti Hemma Gunn í sjónvarpinu. „Nú hefur blessunin hann Hemmi Gunn skotið yfir markið," sagði hún, „með því að hafa þetta skafæði fyrir litlu börnunum. Þetta er hálfgert fjárhættuspil og mér finnst þetta alveg hræðilegt. Hann Hemmi þyrfti að endurskoða þetta.“ Börnin verða afbrýðisöm MÉR FINNST 'þættir Hemma Gunn oft ágætir, en hann ætti ekki að nota börn sem skemmtiatriði í þáttunum sínum. Það að leyfa nokkrum börnum að koma og velja sér leikföng getur valdið óánægju og öfund hjá þeim börnum sem ekki komast í þáttinn. Ein óánægð Tapað/fundið Hjól tapaðist ÁTTA ára gömul stúlka tapaði hjólinu sínu sem er bleikt og flólublátt við efri skólann í Seljahverfi 10. janúar sl. Geti einhver gef- ið upplýsingar um hjólið er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 553-9920 eða 567-0661. Penni tapaðist SÁ SEM fann gullpenna í Kaupgarði í Mjódd 5. janúar merktan Guðbjörgu Páls- dóttur er vinsamlega beðinn að skila honum til upplýs- inga í Kaupgarði í Mjódd. Lyklar fundust TVEIR húslyklar á keðju fundust á lóðinni við Suð- urlandsbraut 32 sl. fimmtudag. Upplýsingar í síma 553-3863. Gæludýr Köttur í fóstur FÓSTURFORELDRAR óskast fyrir fjögurra ára gamla læðu í eitt ár. Hún er inniköttur, geld og hefur fengið allar nauðsynlegar sprautur. Upplýsingar í síma 552-0202. Nökkvi og Ásdís. Hundur í óskilum ÞESSI svarti labrador- hundur, vel vaninn og fall- egur, er í óskilum. Upplýs- ingar i síma 853-4555. upp rétt nafn. Ég hef bara ekki verið með sjálfum mér þennan dag. Veðurspárnar okkar hafa tekið mikl- um framförum og nú erum við farin að geta spáð allt fram til gærdagsins. SKAK limsjón Margeir Pétursson Hvítur á leik STAÐAN kom upp i B- flokki á Hoogovensmót- inu í Wijk aan Zee. Helgi Áss Grétarsson (2.450), stórmeistari, hafði hvítt og átti leik gegn hollenska al- þjóðameistaranum Rini Kuijf (2.470). Hvítur virðist í nokkurum vand- ræðuVn, vegna stöðu kóngsins, biskupsins á e3 og hróksins á a7 á sömu skálínunni, en hann hafði séð fyrir lausn á því vandamáli: 28. Rxb5! - Bxa7 29. Bxa7 - Hd8 30. Dc3 (Hvítur hefur meira en nægar bætur fyrir skipta- muninn. Nú hefði svartur ál,t að reyna stutthrókun, þótt hann standi höllum fæti) 30. - Hxh4? 31. Dxe5+ - Kf8 32. Bc5+ - Kg8 33. Rd4 - Da6 34. Be7 - g3 35. Bxf6 - gxh2+ 36. Khl - Hhxd4 37. Dg3+ - Kf8 38. Dg7+ - Ke8 39. Dg8+ Kd7 40. Dxd8+ og Kuijf jgafst upp. Helgi Ass vann portúg- alska stórmeistarann Antunes á fimmtudags- kvöldið og er í miðjum hópi keppenda, sem er góður árangur. Staðan: A flokkur: 1. ívantsjúk 7 af 10, 2-4. Topalov, Anand og I. Sokolov 6 v. 5. Tiyjakov 5'A v. 6-9. Leko, Shirov, Drejev og Piket 5 v. 10-11. Húbner og Adams 4 'A v. 12. Gelfand 4 v. 13-14. Va_n Wely og Timman 4 v. í tíundu umferðinni missti Ivan Sokolov snemma riddara gegn Tiyjakov, en vann samt! B flokkur: 1. Onísjúk 6 v. af 8, 2. Bolog- an 5'/z v. 3. Van der Wiel 5 v. 4. Stripunsky 4'A v. 5-7. Helgi Áss, Antunes og Nijboer '4 v. 8. Gild. Garcia 3‘A v. 9-11. Kuijf, Miles og Delem- arre 3 v. 12. Van de Mortel 2'A v. Yíkveiji skrifar... FRÉTTIR af því að Póstur og sími ætli nú loksins að bjóða upp á sundurliðun innanbæjarsím- tala á Símreikningum eru auðvitað ánægjuefni, þótt fyrirtækið sé óra- langt á eftir tímanum í þessu efni. Þegar Víkveiji bjó í Bretlandi, þar sem samkeppni ríkir á talsímamark- aðnum, kom sundurliðaður sím- reikningur inn um bréfalúguna á þriggja mánaða fresti, án þess að sækja þyrfti um sundurliðun sér- staklega og án þess að hún kostaði neitt aukalega — þótt auðvitað megi færa rök fyrir því að kostnað- urinn við sundurliðunina hafi verið innheimtur með öðrum símgjöldum. xxx AÐ VEKUR hins vegar furðu hvað varðar símareikninga- sundurliðun Pósts og síma að „í sundurliðuninni kemur fram í hvaða númer var hringt, að slepptum tveimur síðustu stöfunum," eins og segir í frétt í Morgunblaðinu á fimmtudag. Af hveiju í ósköpunum „að slepptum tveimur síðustu stöf- unum“? Er ekki Póstur og sími nútímalegt og tölvuvætt fyrirtæki, sem getur prentað út heil símanúm- er, fyrst það er á annað borð að sundurliða símareikninga? Eða er Póstur og sími að reyna að verja síðustu vígi vondrar þjónustu, svona til þess að viðskiptavinirnir gangi ekki á lagið og heimti góða þjón- ustu strax? XXX YÍKVERJI er með tillögu um það hvernig Póstur og sími, sem er ekki vinsælasta fyrirtæki á landinu, gæti bætt ímynd sína. Húsið Thorvaldsensstræti 2 við Austurvöll, sem hýsir nú mötuneyti Pósts og síma, er í hræðilegri niður- níðslu. Húsið var byggt í nýklass- ískum stíl árið 1878 af Helga Helgasyni, sem reisti mörg falleg- ustu timburhús þess tíma í Reykja- vík. Húsinu er svo lýst í Kvosinni, bók um byggingarsögu Miðbæjar- ins: „Á framhlið hússins voru út- skornar flatsúlur og lítill kvistur á miðju þaki. Yfir inngangi á suður- gafli og gluggum á framhlið voru bjórar en úrskornar vindskeiðar á kvistinum oggöflum.“ Saga hússins er merkileg; það var byggt yfir Kvennaskóla Thoru Melsted og var jafnframt heimili hennar og Páls Melsted. Síðar voru skrifstofur Sjálfstæðisflokksins í húsinu og þar var rekið veitingahús. xxx HÚSIÐ hefur nú verið múrhúðað að utan og svipt öllu sínu gamla skrauti og sérkennum, auk þess sem það virðist hafa hlotið Jítið viðhald. Nóg er hins vegar til af gömlum myndum af húsinu, sem fara mætti eftir við endumýjun þess. Óneitanlega væri mikil andlitslyfting að því fyrir Austurvöll og Miðbæinn að húsinu yrði komið í upprunalegt horf — og Pósti og síma yrði eflaust þakkað vel fyrir að standa að slíku. Borgarbúar eru almennt afar ánægðir t.d. með framtak Alþingis, sem hefur látið gera upp tvö gömul hús í við Kirkjustræti og eru þau sannkölluð borgarpiýði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.