Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 37 FRÉTTIR Nýr skutbíll frá Skoda JÖFUR hf., umboðsaðili Skoda á íslandi, sýnir um helgina 1996 ár- gerðina af Skoda Felicia. Sýnd verð- ur ný útfærsla af Skoda Felicia, Felicia Combi, sem er rúmgóður og vandaður skutbíll. Skoda Felicia er fáanlegur með 1300cc vél og á verði frá 849 þúsund kr. Felicia skutbíll- inn kostar frá 959 þúsund kr. Felic- ia kom á markað í byijun sumars á síðasta ári og fékk góðar viðtök- ur. Það er ekki fyrr en núna sem umboðið getur annað eftirspurn eftir þessum bílum. Sýningin hjá Jöfri verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 13-17 báða dag- ana. Boðið verður upp á reynslu- akstur. Tanja Tatara- stelpa í Kringl- unni LEIKRITIÐ Tanja Tatarastelpa verður í dag í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð í Kringlunni. Leikritið hefst kl. 14.30 og kostar 300 kr. á sýninguna. Ólöf Sverrisdóttir, leikkona, leik- ur Tönju en hún samdi þáttinn fyr- ir nokkrum árum og flutti á leik- skólum borgarinnar. Ævintýra-Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin frá kl. 14-18.30 virka daga og frá kl. 10-16 laugardaga. Málþing um væntingar til kirkjunnar í TILEFNI af 30 ára vígsluafmæli Háteigskirkju og formlegrar opnun- ar safnaðarheimilis í síðasta mánuði býður sóknarnefndin til málþings um hlutverk safnaðar í borgarsam- félagi í safnaðarheimili sunnudag- inn 28. janúar kl. 16. Þeir, sem svara spurningunni, hvers væntir þú af kirkjunni, eru Anna Agnarsdóttir, kennari, Hall- dór Rafnar, lögfræðingur, dr. Hjalti Hugason, prófessor, og Sigríður Valdimarsdóttir, djákni. Þegar þau hafa lokið máli sínu verða fyrir- spurnir og umræður. Þetta er opinn fundur öllum þeim sem hafa áhuga á hlutverki safnaðarins í samfélag- inu. Samkoma í Fíladelfíukirkj- unni í kvöld SAMKIRKJULEGU bænavikunni, sem staðið hefur yfir undanfarið með samkomu í Fíladelfíukirkjunni, lýkur í kvöld. Hefst samkoman kl. 20.30. Ræðumaður verður sr. Magnús Bjömsson, starfsmaður Kristilegs félags heilbrigðisstétta. Að vanda verður þar mikill og fjölbreyttur söngur og er það Lofgjörðarhópur Fíladelfíu sem syngur og leiðir al- mennan söng. Allir eru hjartanlega velkomnir. 25 ára afmæli Landvara LANDVARI, landsfélag vörubif- reiðaeigenda á flutningaleiðum, var stofnað í Reykjavík 27. janúar 1971 af 70 aðilum sem störfuðu við vöru- flutninga á landi. í fyrstu stjórn félagsins voru Aðalgeir Sigurgeirs- son, Húsavík, formaður, Olafur Ólafsson, Hvolsvelli, Óskar Jóns- son, Dalvík, Ólafur Sverrisson, Borgarnesi og Pétur Jónsson, Akur- eyri. í fréttatilkynningu frá Landvara segir að félagið hafi á 25 ára starfs- ferli beitt sér fyrir fjölmörgum framfaramálum í atvinnugreininni og verið virkur þátttakandi í stefnu- mótun og lagasetningu um íslensk flutningamál. Sem dæmi um mál sem Landvari fæst við um þessar mundir má nefna baráttu fyrir upp- töku olíugjalds í stað þungaskatts og takmarkaðri notkun ökurita í tengslum við nýjar reglur um akst- urs- og hvíldartíma. í dag, laugardaginn 27. janúar, heldur félagið upp á 25 ára afmæli sitt með sérstökum afmælisfundi á Hótel Sögu kl. 11-14. í dag heitir félagið Landvari, félag íslenskra vöruflytjenda, og hefur í tilefni af 25 ára afmælinu látið gera merki fyrir félagið sem kemur fyrst fyrir almenningssjónir á afmælisfundin- um. Þorrablót sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík ÞORRABLÓT sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldið í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll laugardaginn 27. janúar. Dagskráin hefst með borðhaldi kl. 20, en blótsstjóri er Guðmundur Hallvarðsson. Minni karla flytur Jóhanna Vilhjálmsdóttir og um minni kvenna sér Glúmur Jón Björnsson. Ómar Ragnarsson flytur gamanmál og um píanóleik sér Arni Elvar. Einnig verða óvænt skemmtiatriði þar sem landsfrægir sjálfstæðismenn skemmta af og til allt kvöldið. Hljómsveitin Ásar með Gretti Bjöms og Örnu Þorsteins- dóttur leika fyrir dansi fram á nótt. Hægt er að nálgast miða í Val- höll frá kl. 10-12 í dag, laugardag og í Súlnasal Hótels Sögu milli kl. 13 og 15. Ef ekki verður uppselt má kaupa miða við innganginn, en miðaverð er 2.500 kr. Flóamarkaður FEF í Skeljanesi FLÓAMARKAÐUR FEF verður haldinn í Skeljahelli, Skeljanesi 6, Reykjavík, laugardaginn 27. janúar kl. 14-17. Seldur verður góður fatnaður á alla fjölskylduna, skartgripir og fleira. Flóamarkaður hefur verið haldinn á vegum FEF um árarað- ir og er ásamt jólakortum félags- ins eins helsta fjáröflun þess. næðið. Eggert Hauksson, formaður sóknarnefndar og sóknarprestur- inn, sr. Kristján Einar Þorvarðar- son, fiytja ávörp og kirkjukórinn syngur. Hjallakirkja var vígð 11. apríl 1993 og var aðalhæðin, kirkjuskip og safnaðarsalur, tekin í notkun. Þá var neðri hæð kirkjunnar, sem er safnaðarsalur, fræðslustofa og skrifstofur einungis fokheld en verður nú tekin í gagnið. Sú góða starfsaðstaða sem nú hefur skapast býður upp á enn öflugra og fjöl- breyttara safnaðarstarf í kirkjunni en verið hefur. Sóknarbörn og aðrir velunnarar kirkjunnar eru hjartan- lega velkomin í kirkjuna á sunnu- daginn, segir í fréttatilkynningu frá Hjallakirkju. Fatahönn- unarkeppnin Faeette í KVÖLD, laugardaginn 27. janúar, • verður haldin úrslitakeppnin í svo- kallaðri Facette-fatahönnun sem fram fer í Tunglinu. Að keppninni standa Völusteinn hf. og Vogue- verslanirnar. Þema keppninnar er „nautn lost- ans“ og hefur undirbúningur staðið yfír frá því í september sl. Markmiðið með keppninni er að hvetja til sköpunargleði í fatahönnun hjá ungu og ófaglærðu fólki og er öllum heimil þátttaka sem ekki eru faglærðir eða starfa við fatahönnun eða saumaksap. Tæplega hundrað tillögur bárust í keppnina, en 14 keppa til úrslita í Tunglinu í kvöld. Dómnefnd skipta Sigríður Sunneva hönnuður, Helga Rún hönnuður, Kolbrún Aðalsteins, Kolfinna_ Baldvinsdóttir og Stein- grímur Ólafsson. ■ ÞORRABLÓT Bolvíkingafé- lagsins verður haldið í sal Ferðafé- lags íslands, Mörkinni 6 (ekið frá Suðurlandsbraut) laugardaginn 3. febrúar. Húsið verður opnað kl. 18.30. Borðhald hefst stundvíslega kl. 20 að því loknu verður stiginn dans. Miðaverð 2900 kr. en 1200 kr. eftir kl. 23. Forsala aðgöngumiða og borðapantanir eru á snyrtistof- unni Birtu, Grensásvegi 50. (Skáia- gerðismegin) miðvikudaginn 31. jan- úr og fimmtudaginn 1. febrúar. Fíkniefnavandinn Fjármálanám- skeið fyrir ung- linga o g heimili BÚNAÐARBANKI íslands gengst í febrúarmánuði fyrir námskeiðum fyrir unglinga og fjölskyldur um fjármál. Eitt námskeiðið er ætlað ungling- um 13-15 ára, annað unglingum 16-18 ára og einnig eru í boði nám- skeið um fjármál heimilisins. Námskeiðin standa flest í einn dag og er kennt í fjórar klukku- stundir. Þátttakendur fá fjármála- handbækur Búnaðarbankans; þátt- takendur í námskeiðunum um fjár- mál heimilins fá handbókina Fjár- mál heimilisins þar sem er að fínna ítarlegar upplýsingar um alla þætti er varða rekstur heimilisins og fólk hefur not af til að koma skipulagi á fjármál sín og bæta grundvöllinn fyrir ákvarðanatöku á því sviði. Þátttakendur í námskeiðum fyrir unglinga fá í hendur nýja bók: Fjár- mál unga fólksins, sem einkum er ætluð fólki á aldrinum 16-26 ára við fjárhagslegar ákvarðanir og skipulagningu fjármála. í bókinni er 16 ára unglingi fylgt eftir í námi og starfi frá því að hann hefur nám í framhaldsskóla og þar til hann hefur lokið langskólanámi og stofn- að heimili. Frekari upplýsingar um nám- skeiðin eru veittar í útibúum Búnað- arbankans. Opnun og helg- un neðri hæðar Hjallakirkju NEÐRI hæð safnaðarheimilis Hjallakirkju verður formlega tekin í notkun sunnudaginn 28. janúar. Athöfnin hefst kl. 11 og þjóna þá prestar kirkjunnar en að athöfninni lokinni mun dómprófastur, sr. Guð- mundur Þorsteinsson, helga hús- Almennur í'iiudur iun fíknlefnavandaiui og hvað sé til ráða verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu 1 dag kl 15:00. Dagskrá: Baldur Guðlaugsson, formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, flytur inngangsorð. Stutt framsöguerindi: Unifangftktiicfnavaiidans og löggæsla. Bjöm Halldórsson, lögreglufulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Eðlifíknicfnavandans, neysla unglinga, áhættu- og áhrifaþættir. Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur. Kynni afvandanum: Ólöf Helga Þór, forstöðumaður Rauðakrosshússins við Tjamargötu. Sigrún Hv. Magnúsdóttir, forstöðumaður dagdeildar Tinda. Aðstandandi fórnarlambs fíkniefna. Hvaðgeta heimili, skólarog almenningur gert? Ámi Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar í fíknivömum. Hvemiggeta löggjafinn og stjómvöld bmgðistvið? Gunnar Jóhann Birgisson, borgarfulltrúi. Fíkniefnavandinn og réttaifarið. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra. Forvamir í skólakctfinu. Bjöm Bjamason, menntamálaráðherra. Pallhorðsumræður: Þátttakendur. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, Bjöm Halldórsson, lögreglufuiltrúi, Einar Gylfi jónsson, sálfræðingur, Jón Ársæll Þórðarson, fréttamaður og Ólöf Helga Þór, forstöðumaður Rauðakrosshússins. Stjómandi umræðu Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi. Fundarstjóri Árni Sigfússon, borgarfnlltrúi. Allir velkomnÍT. FULLTRÚARÁD SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.