Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 29 AÐSENDAR GREIIMAR markaði. Yfirdráttur borgarsjóðs var nú í árslok um 700 milljónir króna en á síðasta kjörtímabili stóð hann jafnan í um 1.400 milljónum króna í árslok og fór um tíma, þegar verst lét, upp í 2.500 milljónir króna. Eins og allir vita er viðvarandi lántaka í formi yfirdráttar einhver óhagstæðustu lán sem um getur, enda er yfirdráttur fyrst og fremst hugsaður sem sveiflujöfnunar- tæki. Sjálfstæðismenn kusu hins vegar að hafa þennan háttinn á til að forðast opinbera umfjöllun um skuldastöðu og lántökur borg- arinnar. Skammtímalán þurfa ekki umfjöllunar við í borgarráði, en þegar tekin eru lán til lengri tíma er málið lagt fyrir borgarráð til afgreiðslu. Ný vinnubrögð Reykjavíkurlist- ans í fjármálastjórn borgarinnar hafa því ekki aðeins leitt til þess að skammtímaskuldir hafa lækkað og samsetning lána orðið hag- stæðari, heldur um leið til þess að fjölmiðlar og borgarbúar eru nú betur upplýstir um fjármál borgarinnar en áður. Ný innkaupastefna - risna lækkar Á flestum sviðum borgarrekstr- arins hefur verið reynt að gæta aðhalds og sparnaðar á þessu ári. Frumkvæði Reykjavíkurlistans að nýrri og endurbættri innkaupa- stefnu hjá borginni hefur þegar leitt til tugmilljóna króna sparnað- ar. Nú er farið að bjóða út ýmis verkefni sem áður var talið erfitt eða jafnvel ógerlegt að bjóða út. Reynslan hefur sannað hið gagn- stæða. Víðast hvar er hægt að koma við útboðum. Stórar borgar- stofnanir sem voru algerlega fyrir utan innkaupakerfi borgarinnar bjóða nú öll sín verk út'í gegnum Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar. Á síðasta ári náðist jafn- framt umtalsverður sparnaður í risnu- og ferðakostnaði borgarinn- ar. I því sambandi má nefna að risna á árinu 1995 nam samtals rúmum 14 milljónum króna en var 27 milljónir árið 1993 og rúmar 28 milljónir árið 1994. Þarna er því um 50% sparnað að ræða. Ferðakostnaður borgarinnar var 5 milljónum króna lægri á síðasta ári en árið þar á undan, og auka- fjárveitingar borgarráðs hafa Iækkað til muna. Þriggja ára áætlun Allt ber þetta að sama brunni: Fjármál borgarsjóðs hafa tekið stakkaskiptum frá því nýr meiri- hluti Reykjavíkurlistans tók við stjórn borgarinnar. Hefur því eina ferðina enn verið hrakin sú goð- sögn, sem sjálfstæðismenn hafa reynt að halda á lofti um sjálfa sig, að þeir einir kunni með fjár- mál að fara. Sú goðsögn snerist reyndar upp í öfugmæli þegar á síðasta kjörtímabili. Til að freista þess að ná enn betri tökum á rekstri borgarinnar er nú unnið að því að gera þriggja ára áætlun um rekstur, fram- kvæmdir og íjármál borgarinnar eins og sveitarstjórnarlög kveða á um að gert skuli. Hefur verið skip- uð verkefnisstjórn fjögurra emb- ættismanna til að stjórna þessu verki og endurskoðendur verið ráðnir þeim til aðstoðar. Er stefnt að því að leggja áætlunina fram á fyrri hluta þessa árs og verður það þá í fyrsta sinn sem slík áætl- un lítur dagsins ljós hjá Reykjavík- urborg. Öflug uppbygging Fjárhagsáætlanir og ársreikn- ingar með öllu sínu talnaflóði segja okkur ákveðna sögu - en ekki söguna alla. Stjórnmál snúast um fólk og rekstur borgarinnar snýst um að þjóna fólki. Það ér í verka- hring stjórnenda borgarinnar að mæta þörfum Reykvíkinga' fyrir sameiginlega þjónustu með eins hagkvæmum hætti og kostur er. Það er mat okkar sem stöndum að Reykjavíkurlistanum að í dag sé brýnast að mæta þörfum barna- fólks í borginni. Það gerum við með stóraukinni og tjölbreyttari þjónustu við börn á leikskólaaldri og með uppbyggingu í skólamál- um. Árangurinn er þegar farinn að segja til sín og á síðasta ári fækkaði um 150-200 börn á bið- listum Dagvista barna. Heilnæmt umhverfi og aðstaða til útivistar er krafa dagsins og henni er mætt með því að gera útivistar- svæði borgarinnar sem aðgengi- legust svo þau nýtist borgarbúum sem best. Áhersla verður lögð á göngustíga, endurbætur á græn- um svæðum og leiksvæðum í hverfum borgarinnar, holræsa- framkvæmdum verður haldið áfram og m.a. lagfærð útrás í mynni Elliðaánna sem lengi hefur verið unnendum ánna mikill þyrn- ir í augum. Af öðrum framkvæmd- um sem fyrirhugaðar eru á þessu ári má nefna að hafist verður handa við byggingu nýrrar al- mennings- og kennslusundlaugar við íþróttamiðstöðina í Grafar- vogi, nýtt útibú Borgarbókasafns- ins í Grafarvogskirkju verður opn- að, byggt verður hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Suður-Mjódd og fyrstu rýmin tekin í notkun á fyrri hluta ársins 1997, göngustígar og opin svæði milli fjölbýlishúsa í Fellahverfi verða fegruð, endur- bætur gerðar í Austurstræti og á Skólavörðuholti og áfram verður haldið með átak í þágu fatlaðra, hjólandi og gangandi vegfarenda. Unnið verður áfram að umferða- röryggismálum, og í tveimur hverfum til viðbótar verður há- markshraði lækkaður í 30 km. Á réttri leið Fyrir kosningar líkti ég Reykja- víkurborg við stórt skip sem er lengi að skipta um stefnu eftir að stýrinu hefur verið snúið. Stýrinu vár snúið fyrir hálfu öðru ári þeg- ar Reykjavíkurlistinn var kosinn til að standa við stjórnvölinn, og smátt og smátt hefur skipið breytt um stefnu. Við erum á réttri leið eins og ég hef sýnt fram á í þess- um tveimur greinum, og framund- an er öflug sigling. Höfundur er borgarstjóri. BRIPS Umsjön Arnór G. Ragnarsson Skráningu að ljúka í tvímenninginn á Bridshátíð SÍÐASTI skráningardagur í tví- menningskeppnina er miðvikudag- inn 31. janúar. Tvímenningurinn hefst kl. 19 á föstudagskvöld. Spil- aður verður Monrad-barómeter, 90 spil og parafjöldi verður hámark 120. Keppnisgjald kr. 10.000 á par. Eins og undanfarin ár áskilur Bridssambandsstjórn sér rétt til að velja pör í tvímenning Bridshátíðar. Keppt verður um nokkur sæti í , vetrarmitchell BSÍ föstudagskvöld- ið 10. febrúar. Áskilið er að kepp- endur séu snyrtilega klæddir. Sveitakeppnin hefst kl. 13 sunnu- daginn 18. febrúar og heldur áfram á mánudag kl. 13. Skráning fer fram á skrifstofu Bridssambnds ís- lands í síma 587 9360. Bridsdeild Fél. eldri borgara, Kópavogi Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstudaginn 19. janúar. 24 pör mættu, úrslit í N/S urðu: Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 258 Sæmundur Bjömsson - Böðar Guðmundsson 256 Ingveldur Viggósd. - Rapheiður Bjömsson 237 Fróði Pálsson - Haukur Guðmundsson 225 4~ A/V: Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 274 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðsson 259 JónAndrésson-BjömKristjánsson ' 235 HeiðurGestsd.-StefánBjömsson 226 Meðalskor 216 Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjudaginn 23. janúar. 24 pör mættu, úrsiit í N/S: Þórarinn Ámason - Þorleifur Þórarinsson 256 Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 232 Sæmundur Bjömsson - Böðvar Guðmundsson 227 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 225 A/V: » Eggert Einarsson - Anton Sigurðsson 274 Ásthildur Sigurgíslad. - Láras Amórsson 240 Bergsveinn Breiðfjörð — Stígur Herlufsen 240 Hannes Alfonsson - Einar Elíasson 234 Meðalskhr 216 Hvaða áhríf hefur reglubundin þjálfun? Gunnhildur A. Vilhjálmsdóttir og Kristín E. Hólmgeirsdóttir frá faghópi um endurhæfíngu hjartasjúklinga skrifa um hin ýmsu áhrif þjálfunar. Sjúkra- þjálfarinn segir ... Aukin hreyfing - betri líðan FÓLK finnur fljótlega breytingar á andlegri líðan sinni við reglu- bundna þjálfun. Erfitt er að festa hendur á þeim því þetta er hug- lægt mat hvers og eins. Við það að fara út og hreyfa sig, fáum við líkamlegt álag í stað andlegs álags þannig að við gleymum a.m.k. um stund amstri dagsins jafnvel þótt undirmeðvitundin sé að störfum. Oft virðast lausnir á hinum ýmsu vandamálum liggja fyrir þegar heim er komið. Þetta er oft nóg til þess að minnka kvíða og streitu- einkenni. Einnig finnst mörgum einbeiting batna og skapið léttast. Líkamlegri áreynslu fylgir eðlileg slökun sem oftast auðveldar okkur að ná betri nætursvefni. Líkamlega virkur einstakling- ur á því síður við svefnvandamál að stríða. Líkamlega sterkur einstaklingur hefur meira mótstöðuafl gegn veikindum og nær sér fyrr ef hann veikist. Einnig dregur reglubundin líkamsþjálfun úr líkum á ýms- Gunnhildur Vilhjálmsdóttir Kristín E. Hólmgeirsdóttir um sjúkdómum s.s. hjarta- og æða- sjúkdómum. Hvaða líkamlegar breytingar verða við þjálfun? Reglubundin líkamleg áreynsla eyk- ur samdráttarkraft hjartans og úthald þess eykst. Hjartað þarf því ekki að slá eins oft á mínútu til þess að koma sama blóðmagni frá sér. Þetta segir okkur að hvíldarpúls og hjartsláttur við álag lækkar þannig að hægt er að þjálfa lengur án þess að þreyta taki völd. Reglubundin þjálfun getur haft áhrif til vægrar lækkunar blóð- þrýstings sé hann of hár. Fólk sem hefur of háan blóðþrýsting er oft á tíðum einnig of þungt. Reglubundin þjálfun eykur brennslu og hjálpartil við að fækka aukakílóum sem leiðir til þess að blóðþrýstingur lækkar sé hann of hár. Þjálfun hefur áhrif á blóðfitu og dregur úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Lungnastarfsemin batnar við þjálfun. Þetta er einn af þeim þáttum sem auðvelt er að finna breytingu á. Við sama álag mæðist fólk minna en það gerði áður en þjálfun hófst. Áhrif á stoðkerfi Ýmsar breytingar verða á stoðkerfi lík- amans við reglubundna þjálfun. Beinin styrkjast við líkamlegt álag og því þurfum við síður að óttast beinþynningu er árin færast yfir. Beinagrindarvöðvar styrkjast einnig og úthald þeirra eykst. Blóðflæði til vöðva eykst þannig að aðflæði næringar- efna og brottflæði úrgangsefna batnar. Þetta ásamt auknum liðleika, sem fæst með aukinni hreyfingu, leiðir til vellíðunar í vöðvum og minni vöðvaspennu. Með þessu dregur úr líkum á ýmsum stoðkerfisein- kennum s.s. vöðvabólgu. Líkamsvitundin batnar og fólk ber sig betur. Líkaminn verður stinnari, útlínur og limaburður fal- legri en áður. Með auknu líkamlegu út- haldi eigum við meiri orku eftir í lok vinnu- dags til aukinnar þjálfunar og tómstunda- iðkunar. Aukin hreyfing eykur brennslu líkam- ans. Þannig er auðveldara að fækka auka- kílóum og/eða viðhalda kjörþyngd sinni. Af framansögðu er ljóst að það er til mikils að vinna. Auk líkamlegs og andlegs ávinnings er félagslegi þátturinn stór. Fólk nær oft að rífa sig út úr félagslegri einangr- un með því að fara út og stunda reglu- bundna hreyfmgu. Það að fara út og hitta annað fólk er einn af þeim þáttum sem fá fólk til þess að halda áfram því maður er jú manns gaman. Gunnhildur A. Vilhjálmsdóttir er sjúkra- þjálfari á Heilsustofnun NLFÍ. Kristín E. Hóímgeirsdóttir er sjúkraþjálfari á Land- spítalanum og HL-stöðinni. Teikningu gerði Kristbjörg Helgadóttir sjúkraþjálfari á Reykjalundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.