Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 9 FRÉTTIR Doktor í læknisfræði • HANNES Petersen, háls-, nef- og eyrnalæknir, varði hinn 6. októ- ber sl. doktorsritgerð við háskól- mann í Lundi í Svíþjóð. Ritgerð hans fjallar um þátt innra eyrans í stjórnun jafn- vægisstöðu mannsins. í niðurstöðum ritgerðarinnar kemur m.a. fram að upplýsingar frá jafnvægishluta innra eyrans, völ- undarhúsinu, hafa mun meiri þýð- ingu fyrir stöðustjórnun en áður var talið. Ljóst er að þessar niður- stöður geta skipt verulegu máli varðandi endurhæfingu ýmissa sjúklinga sem þjást af jafnvægis- truflunum, bæði vegna sjúkdóma í miðtaugakerfinu og innra eyra. Er þannig unnt að beita endurhæf- ingu með markvissari hætti. Doktorsritgerðin var unnin und- ir handleiðslu dr. Mánt Magnus- sons við Háskólann í Lundi. Hannes Petersen er fæddur í Reykjavík 24. september 1959. Hann er sonur hjónanna Gunnars Petersen og Dóru Petersen. Hannes lauk stúdentsprófi frá MH og læknaprófi frá Háskóla íslands árið 1987. Hann lagði stund á framhaldsnám í háls-, nef- og eyrnalækningum í Helsingborg og Lundi í Svíþjóð og hlaut sérfræði- réttindi í þeirri grein árið 1994. Eftir Hannes hafa birst fræðigrein- ar í innlendum og erlendum fag- tímaritum auk þess sem hann hef- ur flutt fyrirlestra víða um sér- grein sína. Hannes var í stjórn FÚL, Félags ungra lækna á ís- landi, árin 1988-1990. Eiginkona Hannesar er Harpa Kristinsdóttir f. 1960, handmenn- takennari og gull- og silfursmiður. Þau eiga tvær dætur, Kötlu f. 1981 og Heru f. 1985. Hannes og fjöl- skylda eru nú búsett á Akureyri þar sem hann gegnir sérfræðings- stöðu við Fjórðungssjúkrahúsið og rekur læknastofu. Doktor í ísaldar- jarðfræði • ÞORSTEINN Sæmundsson hefur varið doktorsritgerð við ís- aldarjarðfræðideild Háskólans í Lundi í Svíþjóð. Ritgerðin fjallar um hörfun jökla og sjávarstöðu- breytingar sem urðu í lok síðasta jökulskeiðs í Vopnafirði. Þorsteinn hóf nám við jarðfræði- deild Háskóla ís- lands 1984 og lauk BS-prófi og fjórða árs prófi 1988. Hann hóf síðan doktorsnám við ísaldaijarð- fræðideild Háskólans í Lundi í byij- un árs 1989 og sem lið í því námi lauk hann fil.lic. prófi 1992. Meginniðurstöður rannsókna Þorsteins eru þær að við hámarks- útbreiðslu jökla á síðasta jökul- skeiði var allt undirlendi Vopna- fjarðar hulið jöklum að undanskild- um fjallgarðinum í suðri, Smjör- ijöllum. Brún jökulsins á þessum tíma var líklega staðsett langt utan við núverandi strönd Vopnafjarðar, og síðan rekur Þorteinn. með rann- óknum og mælingum, hvernig jökl- ar hafi hörfað inn fyrir núverandi strönd. Leiðbeinendur Þorsteins voru þeir Christian Hjort dósent við Háskólann í Lundi og dr. Hregg- viður Norðdahl við Háskóla Is- lands. Doktorsvörnin fór fram við jarð- fræðideild Háskólans í Lundi. And- mælandi var dr. Michael Houmark- Nielsen frá Háskólanum í Kaup- mannahöfn. í dómnefnd sátu Björn Berglund prófessor frá Háskólan- um í Lundi, Jan Lundquist prófess- or frá Háskólanum í Stokkhólmi og dr. Jóhannes Kruger frá Há- skólanum í Kaupmannahöfn. Þorsteinn er fæddur í Reykjavík og uppalinn þar, sonur Elínar Þorsteinsdóttur og Sæmundar Nikulássonar rafvirkjameistara. Þorsteinn er kvæntur Berglindi Ásgeirsdóttur iðjuþjálfara, sem lauk iðjuþjálfanámi við Várdhög- skoian í Lundi 1993 og starfar við Sjúkrahús Reykjavíkur. Þau eiga þijú börn, Elínu Maríu (1985), Söndru Dögg (1987) og Trausta Rafn (1994). Þorsteinn starfar á Veðurstofu íslands við aurskriðu- og jarðfræðirannsóknir. UTSALA Viðbótarafsláttur á síðustu dögum útsölunnar. Opið kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Gr tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Ný sending Kragalausir, köflóttir jakkar. Útsala á eldri vörum. TBSS - Verið velkomin - Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. V ne neðst við Dunhaga, sími 562 2230 FalEegur húsbúnaður Leikföng og barnavðrur o,A% ðÍIKIDIQ Við höfum það allt saman /|N . ***£&*$* HusgagnahöUinni * nnunn Bfldshöföa 20-112 Reykjavfk - Sfmi 587 1410 MEINATRYGGING Nútíma heilsutryjföinjj - ibgj'óld endurgreidd. & ÆVITRYGGING Líf-y tekjutjóns- ojj lífeyristrygjjing. Tveir frábarir kostir mynda hagstaða heildl LOGGILT VATRYGGINGAMIÐLUN HAGALL, Árni Reynisson Ivtm, Túngata 5, Sími 55 11 11 0 HÓTEL Island BÍTLAÁRIN 1960-1970 ÁRATUGUR ÆSKUNNAR BJÖRGVINhalldörsson pálmi GUNNARSSON ARI JÓNSSON BJARNI ARASON FLYTJA BESTU LÖG BÍTLANNA OG MÖRG VINSÆLUSTU LÖGIN FRÁ 1960-70 Matseðill Forréttun Kóngasveppasúpa Aðalréttur: Eldsteiktur lambavöðvi með gljáðu grænnietL, ofnsteiktum jarðeplum ogsólberjasósu. Eftirréttur: Ferskjais íbrauðkörfu með heitri karameltusósu. Verð kr. 4.800 Hljómsveitarstjóri: GUNNAR ÞÓRÐARSON ásamt 10 manna hljómsveit SÖNGSYSTRUM OG BLÓMABÖRNUM KYNNIR: ÞORGEIR ÁSTVALDSSON DANSHÖFUNDUR: JÓHANNES BACHMANN HANDRIT, ÚTLIT OG LEIKSTJÓRN: BJÖRN G. BJÖRNSSON Norsku Stíl Longs ullamærfötin um allt land. Tvöfalt Stil Longs er fóðrað fyrir viðkvæma húð! Verðskrá fyrir norsku Stil Longs ullarnærfötin Barna dömu herra Buxur 2.221- 2.897- 3.130 Buxur, tvöfaldar 2.454- 2.918- 3.215- Langermabolir 2.392- 3.490 3.490 Langermabolir, tvöfaldir 2.684- 3.723- 3.723- Sportbolir, m. rennilás stærðir 38-56 kr. 4.208- Opnum v/rka daga kl. 8. Opið á laugardögum frá 9-14 Grandagarði 2, Reykjavík, sími 55-288-55, grænt númer 8006288.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.