Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ -4 PltrgiíwMaM STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Arvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞIÐAN KALLAR Á ÁRVEKNI SKOÐANIR og lífsviðhorf' Josefs Brodskýs mótuðust þeg- ar sveitir Sovétstjórnarinnar réðust inn í Ungverjaland árið 1956. Brodský, sem fæddist í Leníngrad árið 1940, helgaði líf sitt ritlistinni og skrif hans einkenndust af andúð á því ofríki og kúgun frjálsrar hugsunar er birtist í stjórnar- háttum kommúnismans. Hann var einarður baráttumaður frelsis og mannréttinda, andstæðingur stofnanavæðingar ofbeldis og glæpa. „Því miður getur manneskjan aðeins skil- ið jafnmikla illsku og hún getur sjálf sýnt af sér. Einmitt þetta veitir öllum þessum skammstöfuðu stofnunum yfir- burðastöðu og gerir okkur erfitt um vik að berjast gegn þeim. Sovétríkin eru land þar sem glæpavandamálið hefur verið leyst af ríkisvaldinu - glæpirnir eru stundaðir af starfs- mönnum ríkisins, og þeir eru atvinnumenn," sagði skáldið eitt sinn í grein er beindist gegn öryggislögreglunni KGB. Brodský lést á heimili sínu í New York á sunnudag, 55 ára gamall. Með honum er horfið eitt merkasta skáld Rússa á þessari öld. „Sól rússneskrar ljóðlistar er hnigin til viðar,“ sagði rússneska fréttastofan Itar-Tass er hún greindi frá andlátinu. Lengst af naut Brodský hins vegar Íítillar velvild- ar í heimalandi sínu. í byrjun sjöunda áratugarins var honum lýst af stjórnvöldum sem „félagslegri afætu“ og árið 1964, var hann ákærður, 23 ára gamall, fyrir slæpingshátt og dæmdur til fimm ára dvalar í vinnubúðum. Fangelsun hans var mótmælt harðlega á Vesturlöndum og það er líklega ekki síst því að þakka að honum var sleppt úr haldi ári síðar. Árið 1972 var Brodský véitt leyfi iil að fara úr landi og um leið sviptur sovéskum þegnrétti. Hann kaus að búa í Bandaríkjunum og gerðist bandarískur ríkisborgari. Þar flutti hann fyrirlestra um rússneskar bókmenntir og hélt áfram að yrkja, en nú einnig á ensku. Mörg þeirra ljóða er hann hefur ort á ensku eru umdeild; hann var gagnrýndur af menningarvitum ýmsum í Bretlandi, sem sögðu að hann ætti að halda sig við móðurmálið, en naut mikillar hylli í Bandaríkjunum. Snilligáfa hans og næmi-voru hins vegar óumdeild og var hann sæmdur bókmenntaverðlaunum Nó- bels árið 1987. Líf Josefs Brodskýs er mikil áminning til okkar um ástand- ið í heiminum fyrr á þessari öld; áminning um ástand sem var og gæti orðið á ný. Brodský var ekki vært í heimalandi sínu vegna afstöðu sinnar og varð því -að búa á erlendri grundu, Rússi án rótar og jarðvegs, síðari helming ævi sinnar. „Ég var sendur í útlegð á undan Solzhenitsyn. Og ég hef ekki komið heim síðan," var það eina sem Brodský sagði er hann var inntur eftir þessu í íslandsheimsókn sinni árið 1978. Solzhenitsyn nefur nú snúið aftur til Rússlands og hafið virka þátttöku í þjóðfélagsumræðunni þar í landi eftir fall kommúnismans. Brodský sneri aftur á móti aldrei aft- ur. Hugsanlega vegna þess að hann var ekki jafnsannfærður og Solzhenitsyn um að breytingarnar væru raunverulegar og varanlegar. Hann var fullur varúðar í garð nýrra vald- hafa. Þegar honum var tilkynnt um úthlutun Nóbelsverðlaun- anna á sínum tíma sagðist hann vona að það yrði til að auka áhuga á rússneskri ljóðlist og ýta undir aukið frelsi í föðurlandi hans. „Ég vil trúa því, að þar stefni í rétta átt en ég hvet þó engan til að veðja um það.“ Nokkur ár eru liðin og mikil þróun hefur átt sér stað í Rússlandi síðan. Enn eru þó teikn á lofti um að mál geti þróast á báða vegu. Björn rússnesks stjórnlyndis og frelsis- kúgunar er ekki unninn þótt hann sé vissulega farinn að mæðast. Sumt bendir til þess að við höfum undanfarin ár verið í þíðu milli tveggja ísalda. Kalda stríðinu er lokið en framtíð- in er hulin óvissu. Þótt Brodský sé nú loks hylltur í föður- landi sínu minna örlög hans á að heimurinn getur verið óvæginn og grimmur. Hann kom hingað til lands í kalda stríðinu og var heim- sókn hans áminning um ástandið í Sovétríkjunum. Þótt Sovét- ríkin heyri nú sögunni til heldur sagan áfram. Helsta hætt- an sem steðjar að okkur er að við sofnum á verðinum umvaf- in fölsku öryggi. Við megum aldrei gleyma, því sem var og verðum að vera undir það búin að takast á við nýjar ógnir, myrk öfl er kunna að rísa upp á ný, hvort sem er í Rúss- landi eða annars staðar í heiminum. Einungis þannig getum við tryggt það sem Brodský helgaði líf sitt: frelsi og mann- virðingu. Af þeim sökum er okkur nauðsyn að efla öryggi okkar og rækta tengslin við aðrar lýðræðisþjóðir; búa okkur undir nýja pólitíska ísöld ef hún skyldi skella á í Rússlandi og þá undir stjórn rússneskra þjóðernissinna og alræðis- hyggjumanna. NÓBELSSKÁLDIÐ Josef Brodský lést í Bandaríkj- unum á sunnudag, 55 ára að aldri. Brodský var dæmdur í vinnubúðir í Sovétríkjunum fyrir skáldskap sinn og vísað úr landi vegna alþjóðlegs þrýstings. Hann hafði búið í Bandaríkjunum í 20 ár þegar hann lést og var skipað á bekk með helstu ljóðskáldum Rússa á þess- ari öld, Önnu Akhmatovu, Osip Mand- elstam og Boris Pasternak. Brodský lést af hjartasjúkdómi að heimili sínu í New York með konu sína og barn sér við hlið, að því er haft var eftir Roger Straus, útgefanda hans hjá forlaginu Farrar, Straus og Giroux. Móðir hans var sögð á leið frá Rússlandi tii New York. Til Síberíu fyrir að vera „þjóðfélagslegt sníkjudýr" Nafn Brodskýs komst fyrst í há- mæli árið 1964 þegar hann var dæmd- ur í fimm ára vinnuþrælkun í Arkang- elsk fyrir að vera „þjóðfélagslegt sníkjudýr“ og yrkja ljóð án þess að uppfylla „akademísk skilyrði". Þá var hann 23 ára gamall. Dóminum var mótmælt hástöfum um allan heim og frammámenn í sovéskum bókmennta- heimi tóku undir mótmælin. Svo fór að sovésk yfirvöld létu undan þrýst- ingnum. í nóvember 1965, einu og hálfu ári eftir að hann hafði verið sendur norður fyrir heimskautsbaug, var hann kominn aftur heim til fæð- ingarborgar sinnar, Leníngrað. Brodský var elskaður og dáður fyr- ir skáldskap sinn í sínu heimalandi. „í augum margra af hans kynslóð er hann guð,“ sagði Duffield White, pró- fessor í rússnesku við Wesleyan- háskóla í Connecticut, sl. sunnudag og rifjaði upp að hann var nánast troðinn undir á tónleikum í Moskvu þegar spurðist að hann væri kunnug- ur Brodský. „Hann hefur haldið velli sem mikilvægasta samtímaskáldið. í Moskvu hafði hann án efa þegar hnekkt yfirráðum Jevgenís [Jevtúsj- enkós] og var orðinn mikilvægasta Ijóðskáldið á lífi.“ Ljóð endurspegla andúð á harðsljórn Breska skáldið Anthony Hecht, sem hefur þýtt ljóð eftir Brodský, sagði að þau væru „í senn persónuleg og félagsleg" og endurspegluðu „andúð hans á harðstjórn". Alice Quinn, starfsmaður tímarits- ins The New Yorker, hafði umsjón með greinum, sem birtust þar eftir Brodský, og kallaði hann „tignarlegan rithöfund". Brodský hætti í skóla þegar hann var 15 ára gamall. Innrás sovéskra stjórnvalda í Ungveijaland árið 1956 hafði djúpstæð áhrif á Brodský og varð hann staðráðinn í að fara eigin leiðir. Hann fór að yrkja og vinna ýmis verkamannastörf. Hann vakti brátt athygli fyrir skáidskap sinn í Leníngrað, en það voru ekki aðeins bókmenntaáhugamenn, sem tóku eftir honum. Skáldskapur Brodskýs var þyrnir í augum sovéskra yfirvalda og slitróttur starfsferill bætti ekki úr skák. Eftir að Síberíuvist Brodskýs lauk fóru Ijóð hans um öll Sovétríkin í neðanjarðarútgáfu. Þar lýsti hann eyðilegu lífi í Sovétríkjunum af kynngimagnaðri orðsnilld. Hann hafn- aði ríki þar sem einu mátti gilda um sannfæringu, heldur réð úrslitum að vera sammála. Að lokum hafnaði rík- ið honum og árið 1972 var hann sett- ur um borð í flugvél til Vínar og vís- að úr landi. Meðan hann var enn í Sovétríkjun- um skrifaði hann: „Sem borgari á ann- ars flokks tímum viðurkenni ég með stolti að mínar bestu hugsanir eru annars flokks vara. Ég býð þær þeim, sem verða á lífi á komandi tímum, til vitnis um baráttu gegn köfnun." Brodský var af gyðingaættum, en kaus fremur að flytjast til Bandaríkj- anna en ísraels. Hann varð bandarísk- ur ríkisborgari 1977 og bjó í Banda- ríkjunum til æviloka. Hann var vinur og lærisveinn Önnu Akhmatovu og þegar hann fór frá Sovétríkjunum greiddi W.H. Auden götu hans. Skýrleiki í hugsun og ljóðrænn kraftur Árið 1987 hlaut hann bókmennta- verðlaun Nóbels og sagði sænska akademían að í skáldskap hans væri JOSEF Brodský í blaðaviðtali eftir að tilkynnt var að hann hefði verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Nóbels. Gæddi rússneskan skáldskap nýju lífi Josef Brodský lést í New York á sunnudag. Brodský er eitt fjögurra Nóbelsskálda Rússa o g við andlát hans var sagt að hann hefði gætt rússneskan skáldskap nýju lífi. ekkert undanskilið, hann væri „gædd- ur skýrleika í hugsun og ljóðrænum krafti“. Hann var þá aðeins 47 ára gamall og er næstyngstur þeirra, sem hlotið hafa þessa viðurkenningu, eða þremur árum eldri en franski heim- spekingurinn og rithöfundurinn Al- bert Camus, sem var aðeins 44 ára þegar hann var tilnefndur til bók- menntaverðlaunanna. Brodský sat að málsverði með njósnasagnahöfundinum John Le Carré þegar hann frétti af ákvörðun sænsku Nóbelnefndarinnar og kvaðst furðu lostinn. Hann vonaði að verð- launin yrðu „til að auka áhuga fólks á rússneskri ljóðlist og ýta undir auk- ið frelsi í föðurlandi mínu“. Brodský lærði pólsku og ensku að mestu leyti af eigin rammleik og var vel að sér í bókmenntum þótt skóla- gangan væri stutt. Eftir að hann kom til Bandaríkjanna fór hann að yrkja á ensku auk móðurmálsins. Hann var ljóðskáld við Michigan-háskóla í Ann Arbor frá 1972 til 1980 og gistipró- fessor við ýmsa aðra háskóla í Banda- ríkjunum eftir það. Árið 1981 fékk hann styrk úr MacAithur-sjóðnum. í Bandaríkjunum talaði hann ætíð fyrir fullu húsi þegar hann flutti ljóð eða fyrirlestra. Meðal hans fyrstu verka, sem skrif- uð voru á rússnesku, eru „Kvæði og ljóð“ (Stikhotvoreníja í poemú) frá 1965 og „Staðar numið í eyðilandinu" (Ostanovka v pústíne) frá 1970. Ljóð úr þeim bókum birtust auk annarra á ensku í „Valin ljóð“ (Selected Po- ems), sem kom út árið 1973. Mikil- vægustu verk hans, sem voru ýmist skrifuð á rússnesku eða ensku, birt- ust í ljóðasöfnunum „Hluti úr ræðu“ (A Part of a Speech) frá 1980, „Saga tuttugustu aldarinnar" (History of the Twentieth Century) frá 1986 og rit- gerðasafninu „Minna en einn“ (Less Than One), sem einnig kom út 1986. Brodský kom til íslands árið 1978 ásamt David McDuff, skoskum þýð- anda ljóða hans, og las þá úr Ijóðum sínum í Regnboganum. í bókinni „Fé- lagi orð“ eftir Matthías Johannessen segir frá heimsókn Brodskýs og er lestri hans lýst svo: „Upplesturinn var ógleymanlegur. Ég hef aldrei heyrt jafnþunga hrynjandi og í þessum ljóð- um í upplestri skáldsins. Mér hefur fundist eftir á, að ég hafi skilið hvert orð. Það var engu líkara en Volga rynni inn í æðar mínar; breið, lygn og þung í farvegi sínum. Það er mik- il jörð, sem fæðir af sér slíkan skáld- skap!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.