Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framhaldsskólanemar gegn fíkniefnanotkun Viljum jafningja- fræðslu um ókomin ár Konni í Þjóðminja- safnið Þ J ÓÐMIN J AS AFNIÐ hefur fengið Konna, brúðuna sem Baldur heitinn Georgs búktalari notaði á skemmtunum hérlendis frá 1946-1964. Baldur Georgs lést árið 1994 og í samtali við Morgunblaðið sagði Þór Magnússon, þjóð- minjavörður, að Rannveig dóttir Baldurs hefði haft samband við safnið og greint frá því að faðir hennar hefði óskað þess, að Konni yrði varðveittur á safninu eftir sinn dag. „Konni var merkilegt fyrirbæri í okkar skemmtanalífi og gerði mikla lukku,“ sagði Þór Magnússon. Hann sagði að brúðan, sem var sérsmíðuð í Bretlandi fyrir Baldur, yrði varðveitt í safninu en komið fyrir með því úrvali af safnauka Þjóðminjasafnsins sem árlega er sett til sýnis á sérstökum stað í safninu. Höfuð brúðunnar hefur verið endurnýjað og Konni er ekki í ÞÓR Magnúson með Konna sömu fötum og við komuna til íslands fyrir rúmum 50 árum en búkur hans er í upphaflegu ástandi. „VIÐ viljum ekki að jafningja- fræðslan verði einhver bóla, sem springur eftir stuttan tíma. Við ætlum okkur að byggja verkefnið upp á þann hátt, að útbúið verði námsefni, framhaldsskólanemar sjái um að fræða félaga sína og fræðslan haldi áfram um ókomin ár,“ sagði Sigurður Orri Jónsson, formaður Félags framhaldsskóla- nema, í samtali við Morgunblaðið. Framhaldsskólanemar hittust í Selinu, húsi Menntaskólans í Reykjavík við Hveragerði, um helgina og lögðu þar á ráðin um jafningjafræðsluna. Sigurður Orri sagði að jafningja- fræðslan ætti að bytja í framhalds- skólunum í febrúar, en markmiðið með henni er- að nemendur sjálfir vinni að viðhorfsbreytingu meðal framhaldsskólanema til neyslu tób- aks, áfengis og annarra fíkniefna. Jafningjafræðslan er samvinnu- verkefni Félags framhaldsskóla- nema og menntamá'aráðuneytisins og hefur verið ákveðið að það standi fram á vor og að því loknu verði árangurinn metinn. Vonandi 40 störf í sumar Framhaldsskólanemar eru þegar famir að hugsa lengra. „Við geng- um á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og fórum fram á að 40 nemendur fengju starf á vegum borgarinnar við jafningja- fræðslu í sumar. Þeir myndu þá starfa í miðbænum, á tónleikum, útihátíðum og annars staðar þar sem ungt fólk safnast saman. Við höfum líka hugmyndir um sumar- búðir, þar sem krakkar í vinnuskól- anum gætu komið og fengið fræðslu. Við vonumst eftir svari borgarstjóra sem fyrst, en Ingibjörg Sólrún tók okkur mjög vel.“ Jafningjafræðslan fer þannig fram, a.m.k. fyrst um sinn, að myndaðir verða umræðuhópar áhugasamra nemenda í hveijum skóla og þeir sjá um að koma fræðsluefni á framfæri í skólunum. Það verður ekki gert á opnum fund- um, heldur með fundum í hveijuni bekk eða smærri hópum. Náms- og fræðsluefnið verður samið í samvinnu við sérfræðinga, eins og lækna, fíkniefnadeild lög- reglunnar og fleiri, en framhalds- skólanemar ætla að vinna á eigin forsendum. „Áhugi framhalds- skólanema á að starfa við svona fræðslu er mjög mikill. í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti einum hafa til dæmis 60 manns lýst áhuga á þátttöku," sagði Sigurður Orri Jónsson, formaður Félags fram- haldsskólanema. Heimsferðir til Costa del Sol HEIMSFERÐIR kynntu nú um helgina í Morgunblaðinu vikulegt flug til Costa del Sol í sumar. Sam- kvæmt upplýsingum frá. Andra Má Ingólfssyni komu viðbrögðin þægilega á óvart. Á fjórum tímum seldust kynningartilboðin upp og er ákveðið að bæta við 150 við- bótarsætum fyrir þá sem ekki náðu sambandi. Nú eru þijú ár síðan boðið var upp á beint flug til Costa del Sol, sem var langvinsælasti áfangastað- ur íslendinga í fjölda ára. Feikna- miklar breytingar tii góðs hafa átt sér stað á Costa del Sol eftir að ný borgarstjóm tók til starfa og staðurinn og ströndin ekki litið jafn- vel út í fjölda ára. Fjöldi mjög góðra gististaða er í boði. Heimsferðir bjóða vikulegt leiguflug frá 30. maí til 26. september. Fíkniefni gerð upptæk LÖGREGLAN í Ámessýslu gerði á föstudagskvöld húsleit í þremur húsum á Eyrarbakka og handtók þijá menn í kjölfarið. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var húsleit gerð með aðstoð fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík. Smáræði af hassi, maríjúana og amfetamíni fannst auk tækja og tóla til neyslu. Þrír menn voru hand- teknir og færðir til yfírheyrslu en þeim sleppt að yfirheyrslum loknum. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk um helgina ábendingu um að neysla og sala fíkniefna væri í gangi í bænum. Við athugun fannst hálft gramm af amfetamíni og áhöld til neyslu fíkniefna. Fjórir menn á aldr- inum 18-23 ára voru handteknir og yfirheyrðir og stðan sleppt. Málið er talið upplýst. Morgunblaðið/Jón G. Svavarsson Leitað er að upp- runa salmonellu- mengiínarinnar SALMONELLUMENGUN hefur ekki fundist í kjúklingum merkt- um Gæðafugl á öðrum sláturdög- um en 29. september 1995. Enn er þó verið að rannsaka hvort salmonellumengun finnist í kjúkl- ingum sem slátrað var á öðrum dögum. Gæðafugl er eitt af vöru- merkjum sláturhússins Reykja- garðs á Hellu en það er ekki fram- leiðandi fuglsins. Húsið slátrar kjúklingum fyrir marga framleið- endur en í þessu tilfelli voru kjúkl- ingarnir pakkaðir í poka sem merktir eru Gæðafugl. Grétar Hrafn Harðarson, hér- aðsdýralæknir á Hellu, segir að nokkrir innleggjendur séu í kjúkl- ingasláturhúsinu á Hellu. „Þeir eru ekki allir með framleiðslumerki. Það er lítil framleiðsla hjá þeim og þeir treysta sér ekki allir til þess að vera með sitt eigið merki. Gæðafugl getur verið frá hinum ýmsu framleiðendum. Við höfum allar sláturdagsetningar og fram- leiðendanúmer og þannig vitum við hver framleiðandinn er,“ sagði Grétar Hrafn. Að sögn Ólafar Loftsdóttur, hjá Hollustuvernd ríkisins, er ekki vit- að nákvæmlega hvaðan salmon- ellumengunin er upprunnin. Sýni hafa verið send frá framleiðanda kjúklingsins að Keldum þar sem dýralæknir alifuglasjúkdóma er til húsa. Sýni af kjúklingunum í'eldi eru tekin áður en þeir fara í slátr- un. Þessi sýni voru neikvæð. Mögu- legt er að fuglinn hafi sýkst eftir sýnatöku. Einnig hafa verið send saursýni og fóðursýni frá framleið- andanum en þau hafa ekki verið rannsökuð enn. Guðmundur Rafn Geirdal í for- setaframboð GUÐMUNDUR Rafn Geirdal nuddari hefur lýst yfir framboði til forseta íslands. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að henn hefði „djúpa og ein- læga löngun til að láta gott af sér leiða“ og þess vegna byði hann sig fram. Guðmundur Rafn sagði að hann ætti sjálfur frumkvæði að því að bjóða sig fram til forseta. Viðbrögð við framboði sínu hefðu hins vegar verið já- kvæð. Sumir væru hissa, en almennt tæki fólk forseta- framboði sínu vel. „Meginástæðan fyrir ákvörðun minni er sú að með þessu hef ég aukið tækifæri til að koma á fram- færi hugsjón minni um frið á jörðu og að mannkynið lifi í sátt og sam- lyndi um ókomin ár. Ég lít þannig á að okkur Islendingum hafí tekist að þróa mjög frambærilegt þjóðfé- lag friðar og getum myndað for- dæmi öðrum þjóðum til eftirbreytni Guðmundur Rafn Geirdal í þessa veru sagði,“ Guðmundur Rafn. Guðmundur Rafn sagði að íslendingar væru þjóð einingarinn- ar, með eina trú, tungu og sögu. Hér væri gott velferðarkerfi. Heil- brigðiskerfið væri frambærilegt og menntunarhlutfall hátt. íslendingar væru sú þjóð sem hefði hvað hæstar lífslíkur. Með sama áframhaldi gæti ísland orðið heilsuland innan fárra ára. „Þetta allt getum við nýtt okkur til að skapa okkur sterka sérstöðu á alþjóðavett- vangi sem þróuð þjóð. Það fer vel að þessi sjónarmið séu túlkuð og þróuð af forseta þjóðarinnar og um þau sé fjallað af frambjóðendum í það embætti og það vil ég gera,“ sagði Guðmundur Rafn. Guðmundur Rafn er 35 ára gam- all. Hann er fráskilinn og á eitt barn. Hann er skólastjóri eigin nuddskóla. Hann hefur ritað fjöl- margar greinar í blöð og tímarit. ■ lf í mm. Bestu blaða- ljósmynd- irnar SÝNING á bestu blaðaljós- myndum ársins 1995 var opn- uð í Gerðarsafni í Kópavogi á laugardag og jafnframt voru veitt verðlaun fyrir bestu blaðaljósmyndirnir. Myndin sýnir verðlaunahafana ásamt formönnum Blaðaljósmynd- arafélags íslands og Blaða- mannafélags íslands. Taldir frá vinstri: Þorvaldur Ö. Kristmundsson, Ragnar Ax- elsson, Sverrir Vilhelmsson, Páil Stefánsson, Einar Falur Ingólfsson, Þorkell Þorkels- son, Árni Sæberg, Gunnar Sverrisson og Lúðvík Geirs- son. Sýningin er opin frá klukkan 13 til 18 alla daga nema mánu- daga tilll. febrúar. I [ I I l I I I \ I I I i I i ( I -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.