Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 29 AÐSENDAR GREINAR VR aðalóvinur Dagsbrúnar? HALLDÓR Björns- son, nýkjörinn formað- ur Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar, skrif- aði grein í Morg- unblaðið 19. þ.m vegna kosninganna Dagsbrún og kaus einhverra hluta vegna, að eyða stórum hluta af kosningagreininni til að veitast að Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur og mér persónulega. Þar sem Halldór fer í grein sinni með gróf ósann- indi og dylgjur, verður ekki hjá komist að svara greininni. Óvinir Dagsbrúnar í kosningagreininni talar Halldór um þrjá aðalóvini Dagsbrúnar í baráttu félagsins fyrir bættum kjörum. Þessir óvinir Dagsbrúnar eru atvinnurekendur, ríkisvaldið og VR, og er VR sýnu verst í huga Halldórs, ef tekið er mið af plássinu sem hann eyðir í að veitast að hinu vonda félagi VR og formanni þess. Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem verslunarmenn hafa fundið fyrir óvild forustu Dagsbrúnar í garð verslunarstéttarinnar. For- usta Dagsbrúnar hefur reyndar á undanförnum misserum reynt að upphefja sig á kostnað annarra og eytt mikilli orku í að úthrópa aðra í forustu verkalýðshreyfíngarinnar fyrir aumingjaskap í kjarabarátt- unni og sakað þá um lélega samn- ingagerð, sem forusta Dagsbrúnar hefur þó átt fullan þátt í að gera og mælt með að yrðu samþykktir í félaginu. Enginn vafi er á því að þessi málatilbúnaður Dagsbrúnar er til þess fallinn að veikja tiltrú manna á verka- lýðshreyfingunni. Árásarefnið! Tilefni Halldórs til árásar á VR í kosn- ingagreininni er kjara- samningur sem VR gerði við VSÍ vegna skrifstofustarfa hjá Neyðarlínunni hf. Halldór segir orðrétt: „...nú hefur nýtt fyrir- tæki, Neyðarlínan hf., verið stofnað um sím- Magnús L. svörun í eitt neyðar- Sveinsson númer fyrir alla lands- menn og hafa starfs- menn, Dagsbrúnarmenn, sem áður sinntu sams konar störfum hjá Securitas og unnin eru hjá Neyðarl- ínunni hf., verið ráðnir til hins nýja fyrirtækis. Þessir starfsmenn hafa jafnframt verið færðir að þeim for- spurðum yfir í annað stéttarfélag, V erzlunarmannafélag Reykj avíkúr, og þeim gert að starfa eftir öðrum og verri kjarasamningi en áður.“ Enginn hefur verið ráðinn frá Securitas Hið sanna í þessu máli er, að samkvæmt upplýsingum Eiríks Þorbjörnssonar, forstöðumanns Neyðarlínunnar, hefur enginn starfsmaður Securitas verið ráðinn til Neyðarlínunnar. Það er því eng- inn stafur fyrir því, að starfsmenn Securitas hafi verið færðir að þeim forspurðum yfir í VR vegna samn- ings VR við Neyðarlínuna, eins og Halldór heldur fram. Halldór bygg- ir síðan allan sinn málatilbúnað á hendur VR á þessum ósannindum, svo það er ekki von á góðu. Svo dettur Guðm. J., fráfarandi formað- ur, í þá gryfju að trúa Halldóri og Málatilbúnaður af þessu tagi, segir Magnús L. Sveinsson, veikir verkalýðshreyfmguna. fer því með sömu ósannindi í DV 22. þ.m. Störf Neyðarlínunnar eru skrifstofustörf Halldór heldur því fram, að störf- in hjá Neyðarlínunni hf., sem VR samdi um við VSÍ, séu sams konar störf og Dagsbrún hefur samið um við Securitas. Þetta er líka rangt. Starfssvið Neyðarlínunnar er nýtt, en svarar helst til starfa sem unnin hafa verið hjá Slökkvistöðinni, ein- göngu innanhúss við síma og tölv- ur, þ.e.a.s. skrifstofustörf. Halldór viðurkennir það sjálfur í grein sinni, að störfin felist í símsvörun! Samn- ingurinn, sem VR gerði vegna þess- ara skrifstofustarfa, ber þess einn- ig glöggt vitni. Sem dæmi má nefna að VR samdi um 38 stunda vinnu- viku eins og fyrir annað skrifstofu- fólk, en Dagsbrún samdi um 40 stunda vinnuviku vegna starfs- manna Securitas. Launataxtarnir sem VR samdi um fyrir skrifstofu- störf hjá Neyðarlínunni eru miklu hærri en Dagsbrún hefur samið um vegna starfa hjá Securitas, enda aðrar og meiri kröfur gerðar til skrifstofumanna Neyðarlínunnar. Það er því einnig rangt sem Hall- dór heldur fram, að launin sem VR samdi um séu lægri, eins og sést best á launatöflunni sem fylgir hér með. (sjá töflu) Menn við öryggisgæslu hafa verið IVR Rétt er að vekja athygii á því, að það eru fleiri en Securitas sem unnið hafa að öryggisgæslu að undanförnu, en útfært vinnuna með mismunandi hætti. Slysavarnafé- lag íslands og Vari, sem eru hlut- hafar í Neyðarlínunni hf., hafa veitt þjónustu við öryggisgæslu um langt árabil eins og allir vita. Menn sem hjá þessum fyrirtækjum hafa unnið að öryggismálum, og verið eingöngu við símavörslu og tölvur, hafa undantekningarlaust verið í VR eins og annað skrifstofufólk. Allt tal Halldórs um að allir sem unnið hafa við öryggisgæslu hafi verið í Dagsbrún er því rangt. Þannig er allur málatilbúnaður Halldórs uppspuni frá rótum og virðist gerður í þeim eina tilgangi að koma höggi á VR! Á skrifstofufólk lyá Eimskip að vera í Dagsbrún? Aðalatriðið í þessu máli er það, og um það er ekki deilt, að hin Launataflan Launataxtar í stjórnstöð skv. samningum Dagsbrúnar og VR: Dagsbrún VR Mán.Iaun kr. Mán.laun kr. Byijunarlaun 61.013,00 70.000,00 Eftir 6 mán. 63.910,00 Eftir 1 ár 67.186,00 72.500,00 Eftir 18 mán. 68.118,00 Eftir 2 ár 69.369,00 Eftir 3 ár 71.447,00 75.000,00 Eftir 5 ár 72.278,00 77.500,00 Eftir 6 ár 73.111,00 Eftir 7 ár 73.942,00 80.000,00 Eftir 12 ár 75.192,00 85.000,00 nýju störf hjá Neyðarlínunni eru skrifstofustörf. VR ber því að gera kjarasamning vegna þeirra eins og VSÍ óskaði eftir. Það er ekki á verksviði Dagsbrúnar að gera kjarasamninga vegna skrifstofu- starfa. Það virðist hins vegar vera erfitt fyrir forustu Dagsbrúnar að átta sig á þessu. Það gerðist t.d. fyrir nokkrum árum, að þegar Eim- skip reisti skrifstofubyggingu inn við Sundahöfn, krafðist Dagsbrún að skrifstofufólkið sem þar ynni yrði í Dagsbrún af því að skrifstof- an væri staðsett inn við Sundahöfn! Dagsbrún dreifir kærum Það hefur vakið athygli, að for- usta Dagsbrúnar hefur ekki séð ástæðu til að hafa samband við VR vegna þessa máls. VR hefur hins vegar fengið afrit af kærum Dagsbrúnar á hendur VR, sem hefur verið dreift í allar áttir: Kæru til miðstjórnar ASÍ, kæru til VSÍ, kæru til Neyðarlínunnar og hótanir í fjölmiðlum að stefna VR fyrir dómstóla! Halldór sér um sitt fólk! Þegar Halldór hefur lokið við þessi tilskrif, sem öll eru byggð á ósannindum, segir hann: „Þetta dæmi sýnir að Dagsbrún sér um sitt fólk og telur það ekki eftir sér.“ Síðan bætir hann við: „Við- brögð Magnúsar L. Sveinssonar, formanns VR, sýna hins vegar að í því félagi tíðkast annað viðmót gagnvart félögum"! Þrátt fyrir ánægju Halldórs með eigin störf virðist gæta einhverra efasemda hjá honum um starfshætti Ðags- brúnar, sem hann ber þó ábyrgð á. Hann segir í þessari sömu blaða- grein, að hvert atkvæði sem A-list- inn fær, sé „krafa um breytirigar á starfsháttum félagsins"! Um leið og ég óska Halldóri til hamingju með úrslitin í kosningunum, vona ég að hann láti ekki standa við orðin tóm heldur fylgi eftir kröfu félagsmanna um breytingar á starfsháttum félagsins, félags- mönnum og verkalýðshreyfingunni til góðs. Höfundur er formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Ofurspamaður í heilbrigðiskerfinu í Morgunblaðinu 24. jan. sl. komu fram hugmyndir um sparn- að á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hér er um að ræða hugmynd- ir stjórnar Sjúkrahúss- ins um þann sparnað í rekstri sem þarf til, eigi að reyna að koma til móts við fyrirmæli um niðurskurð um 380 milljónir króna til að endar nái saman árið 1996. Á þessu stigi átti stjórnin eftir að ræða tillögurnar við Ingibjörgu Pálmdótt- ur, ráðherra. Af fréttatilkynningu sem stjórnin lét frá sér fara eftir frágang tillagnanna mátti skilja, að hún væri ekki sátt við þær og þær væru komnar fram vegna fyr- irmæla um ofursparnað og að ábyrgðin væri endanlega hjá ráð- herra. Þeim sem starfað hafa við heilbrigðiþjónustu undanfarin ár er ljóst að 380 milljónir króna verða ekki teknar úr rekstrinum nema með stórauknum niðurskurði á þjónustu við sjúklingana, svo langt getur hagræðingin ekki gengið, þó að alltaf megi gera betur. Á sjúkrahúsinu reyna allir að veija sína skjólstæðinga, sitt fag/ starf og sjálfan sig svo að við liggur að hern- aðarástand ríki. Það er aldrei vinnufriður, stöðugt kemur fram ný ógnun - allir vígbúast - hvað má segja? - hveijum skal treysta? - samstarf fer í hnút - sjúklingamir líta upp spurnaraugum, - veist þú eitthvað? í umræðunni um til- færslur á sjúkling- um/deildum er engu líkara en að verið sé að handleika spila- stokk - stokkað - gef- ið og svo er spurning um hver vinn- ur, því að gjöfin er að sjálfsögðu misjöfn eftir því hvernig er stokkað og hver gefur. Þetta er óþolandi ástand, ekki aðeins fyrir starfsfólk- ið heldur sérstaklega fyrir sjúkling- ana og þeirra aðstandendur. Hvernig skyldi þeim líða sem eru veikir og eru sífellt að heyra og lesa þann boðskap, að þeim sé all- staðar ofaukið í heilbrigðiskerfinu og að þeir séu of kostnaðarsamir vegna þeirrar þjónustu og meðferð- ar sem þeir þurfa að fá? Þá ættin- gjarnir: Mega þeir búast við því að venslafólk þeirra, sem á um sárt að. binda og þarf að dvelja í Stjórnvöld leggja í orði áherslu á forvöm og endurhæfíngu. Kalla Malmquist telur þau ganga gegn þeim áherslum, ef Grensás- deild verður lokað. lengri eða skemmri tíma á sjúkra- stofnun, verði sent heim, þó að þeir hafí ekki möguleika á að sinna því sem skyldi? Það er dýrt að reiða til höggs gegn endurhæfingu Þrátt fyrir yfirlýstan áhuga og vilja stjórnvalda um að efla forvörn og endurhæfingu skal endurhæf- ingu fórnað. Nú skal það gert með því að leggja niður Grensásdeild, einu legudeildina í Reykjavík þar sem markviss endurhæfing fer fram. Þar er glæsileg, séstaklega hönnuð og vel útbúin meðferðar- laug fyrir hreyfihamlaða. Höfum við ráð á þessu? Slíkur valkostur eykur sjúkrakostnað til mikilla muna. Það er mun meiri kostnaður af því að liggja á bráðadeild en Kalla Malmquist endurhæfingardeild og það er jafn- framt augljóslega meiri kostnaður af því að koma ekki sjúkum og fötluðum til sjálfsbjargar og jafnvel starfa. í þessari umræðu er ekki minnst á vellíðan og lífsfyllingu þessa fólks! Ef ekki er reynt að gera þeim sem bjargað er eftir slys og sjúkdóma lífið eins lífvænlegt og kostur er kemur óhugnanleg spuming upp í hugann: Til hvers að bjarga lífi? Grensásdeild, hagræðing í stað rothöggs! I grein Ásgeirs B. Ellertssonar yfirlæknis Grensásdeildar í Morg- unblaðinu 26. janúar sl. gerir hann grein fyrir tilgangi og starfsemi deildarinnar. Ef Grensásdeildar nýtur ekki við lengur sem endur- hæfingardeild teppast rúmin á bráðadeildunum, þó að einhver rúm á sjúkrahúsinu verði áfram ætluð til endurhæfingar. Færri sjúkling- arnir fá endurhæfingu og ekki við sömu skilyrði, árangur verður án efa lélegri, við stígum mörg skref aftur í tímann. Ef ekki er mögulegt að reka deildina að fullu fyrir endurhæfingarsjúklinga í sólar- hringsvistun (af ýmsum ástæðum) væri nær að gera breytingar á rekstri deildarinnar sem stuðla að hagræðingu og jafnframt framför- um. Hér er átt við dagdeildarrekst- ur að hluta til, aukna göngudeildar- þjónustu (og jafnvel sjúkrahótel). Það hefur verið sýnt fram á það hjá ákveðnum sjúklingahópum, að endurhæfing skilar betri árangri, ef fólkið er ekki algjörlega slitið úr sínu umhverfi þ.e. frá sínum eðlilegu aðstæðum. En oftast er það gert af illri nauðsyn. Dagdeild- arrekstur er mun ódýrari valkostur og getur komið sumum betur en sólarhrings innlögn. Hvoru tveggja þarf að vera fyrir hendi. Reiknað hefur verið út að mögulegt væri að spara allt að 40 milljónum með slíkri breytingu að hluta til á Grens- ásdeild. Stöndum vörð um endurhæfingu! Endurhæfing borgar sig, þar á ekki að leggja árar í bát þó að nauðsynlegt verði að spara enn frekar í heilbrigðiskerfinu. Hins vegar er sjálfsagt að breyta áralag- inu ef jafnvel eða betur miðar áfram með breyttu áralagi og jafn- framt þurfum við að vera sívökul fyrir því að gera betur. Það er einlæg von mín að staðið verði vörð um endurhæfingu, í fyrsta lagi vegna þeirra sem þurfa hennar með og í öðru lagi vegna skorts á fjármunum til heilbrigðis- þjónustu. Mér verður hugsað til þess með hryllingi ef Grensásdeild verður lögð af sem endurhæfingar- stofnun og að hún taki við af Fæð- ingarheimilinu hvað varðar óráðsíu og hringlanda með ærnum tilkostn- aði m.a. með síendurteknum breyt- ingum á húsnæðinu og starfsem- inni þar. Lokaorð Það er fjárhagslegur hagnaður af góðri og vel skipulagðri endur- hæfingu fyrir þjóðfélagið í heild, þjónustan á spítölunum verður markvissari með þeim úrræðum og árangri sem endurhæfing skapar og lífið verður lífvænlegra fyrir marga. Höfundur er forstöðusjúkraþjálf- ari Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.