Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 morgunbi+aðið FRÉTTIR Það er ekki stundvísinni fyrir að fara, sérðu ekkert í hann enn Steini minn? Ólgan í fyrirtækinu Columbia Aluminum í Bandaríkjunum Kaupáform starfs- manna vekja áhuga UNNIÐ í álveri Columbia Aluminum Corporation í Goldendale í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Viljayfirlýsing um tíu ára orkusölu við Venezuela ÁFORM eignarhaldsfélags starfs- manna Columbia Aluminum Corp- oration um að kaupa hlut Kenneths Petersons, forstjóra fyrirtækisins, hafa vakið athygli utanaðkomandi aðila, að því er kemur fram í banda- ríska fagtímaritinu Platt’s Metals Week. í blaðinu er haft eftir Peterson að hann hafi fengið fyrirspurnir frá nokkrum öðrum álfélögum og orð- rétt „eigi að selja fyrirtækið viljum við tryggja að hluthafarnir fái hag- stæðasta verðið". Peterson myndi láta þau tilboð, sem bærust, í hend- ur trúnaðarráði eignarhaldsfélags- ins, sem gæti þá valið úr. Samkomulag við Northwest Aluminum? Trúnaðarráðið hyggst selja hlut Petersons öðru fyrirtæki, Golden- dale Aluminum, sem rekur ál- bræðslu í grennd við álver Columb- ia í Washington-ríki í Bandaríkjun- um. Goldendale Aluminum er í eigu fyrirtækisins Northwest Aluminum og forstjóri þess, Brett Wilcox, sagði í sömu frétt í Platt’s Metals Week að trúnaðarráðið hefði veitt sér einkarétt á að kaupa hlutabréf- in og fyrst hann hefði samning upp á það gæti hann „ekki ímyndað sér að nokkur myndi íhuga að kaupa fyrirtækið undir þeim kringum- stæðum". Jim Hensel, yfirmaður nýrra verkefna hjá Columbia Aluminum, kannaðist ekki við að önnur fyrir- tæki hefðu sýnt álverinu áhuga þegar tal náðist af honum í gær. Hann kvaðst hafa heyrt af sam- komulagi Wilcox við eignarhaldsfé- lag starfsmanna í fyrirtækinu og séð afrit af skjali, en hann gæti ekki staðfest að það væri óyggjandi. Jessie Casswell, stjórnandi trún- aðarráðsins, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Eignarhaldsfélagið, sem á nú um 30% hlut í fyrirtækinu, á rétt á því að "kaupa 60% hlut Petersons í Col- umbia samkvæmt samningum frá 1988 og hefur nú leitað til lögfræð- ings til að knýja kaupin fram. í gær fóru fulltrúar eignarhaldsféiagsins og stjórnar Columbia fyrir dómara til að fá úr því skorið hve miklar upplýsingar stjórnin þarf að láta af hendi til að greiða fyrir káupun- um, sem ganga þarf frá fyrir 31. mars. Á meðan þetta málavafstur stendur yfir verður engin ákvörðun tekin um það hvort Columbia Alum- inum mun reisa álver á Islandi eða í Venezuela. Viljayfirlýsing ekki bindandi Platt’s Metals Week hafði eftir Peterson í nóvember að hann hefði þegar gengið frá tíu ára raforku- samningi við fyrirtækið Edelca í Venezuela. Jim Hensel sagði í gær áð þar væri á ferð viljayfirlýsing, sem gerð hefði verið krafa um í Venezuela. Þessi yfirlýsing væri ekki bindandi, skipti því ekki máii og myndi engin áhrif hafa á ákvörðun um það hvar álver yrði staðsett. Barátta gegn fíkniefnavandanum Þúsundir undir- skrifta komnar AÐ VAR undir lok síðustu viku sem Júlíus sagðist hafa ákveðið að faxa út um- rædda undirskriftalista til fjölmargra fyrirtækja. Hvernig stendur á því að „maður úti í bæ“ tekur upp á því að gera svona nokkuð? „Forsagan er sú að við höfum rætt þessi mál óformlega, ýmsir foreldr- ar, þegar við hittumst og fólki .blöskrar ástandið. Þegar farið er að grafast fyrir um það hjá krökkun- um hvernig ástandið er kemur í ljós að það er miklu meira um eiturlyf en hægt hefði verið að ímynda sér. Krakkarnir vilja tala um þessa hluti, þetta er ekkert leyndar- mál, en svo virðist sem fáir hafí látið sér detta í hug’að tala við þá sjálfa um málið.“ Hvernig hefur þetta gengið fyrir sig hjá þér? „Það er vika síðan við keyptum skjáauglýsingar hjá RÚV og Stöð 2, þar sem við hvetjum foreldra til að kynna börnum hættu eitur- lyfja og aðra þar sem segir: Tök- um ábyrga afstöðu gegn eiturlyfj- um. Svo höfum við sent undir- skriftalistana í þijú til fjögur hundruð fyrirtæki og mér sýnist þetta vera komið út um allt land. Við erum að fá lista til baka alls staðar að af landinu. Við viljum hvetja yfirvöld til acl taka harðar á þessum málum. Ég hef tekið dæmi af því að maður í viðskipta- lífinu var tekinn með nokkur hundruð E-pillur, játaði og gekk laus daginn eftir og svo var ein- hver sem reyndi að ræna milljón í banka og var dæmdur samdæg- urs. Mér finnst skilaboð yfirvalda því hafa verið þau að menn megi selja eiturpillur sem gætu drepið börnin okkar, en ekki stela pen- ingum.“ Hver átti hugmyndina? „Ég og konan mín byrjuðum á þessu. Eg lét fyrirtækið kaupa þessar auglýsingar og allt starfs- fólkið hefur tekið virkan þátt. Þetta er ekki hugsað til þess að auglýsa fyrirtækið heldur viljum við segja tvennt með þessu framtaki: í fyrsta lagi að almenn- ingur eigi að standa upp og segja meiningu sína og í öðru lagi að fyrirtæki eru hluti af samfélaginu og þau eiga að taka ábyrga afstöðu í svona málum. Þau hafa ábyrgð gagnvart samfélaginu. Þetta er ekki einkamál þeirra sem lenda í þessu. Fólk virðist halda að menn þurfi að lenda í vandræðum vegna eiturlyfja til að málið komi þeim við og aðrir séu stikkfrí, en svo er ekki. Mér ofbauð bara aðgerðarleysið: ef börn eru að deyja úr eiturlylja- notkun þá kemur það öllum við, þó svo það séu ekki mín eigin börn. Sumir sem hafa komið hingað hafa einmitt spurt hvort synir mínir, sem eru 10 og 15 ára, hafi lent í eiturlyfjum; hafa hálfpartinn gefið í skyn að fjöl- skyldan hljóti að hafa lerit illa í þessu. Það virðist ríkjandi viðhorf að það komi aðeins þeim við sem hafa lent í vandræðum en þannig má ekki hugsa. Þetta er samfé- lagsvandamál. Mér liggur mikið á hjarta og sætti mig ekki við að ekki skuli tekið á þessu. Þegar ► Júlíus Bjarnason er 39 ára og hefur verið framkvæmda- stjóri Stillingar hf. í Skeifunni í Reykjavík síðustu 13 ár. Július tók sig til og hefur sent undir- skriftalista til fjölmargra fyrir- tækja, þar sem er að finna áskorun til sljórnvalda um að þau grípi til aðgerða gegn fíkni- efnavandanum. Júlíus er kvæntur Auði Rafnsdóttur og eiga þau tvo syni, 10 og 15 ára. krakkarnir segja okkar að í gagn- fræðaskólum sé hægt að kaupa eiturlyf og jafnvel sé almennt vitað að meðal nemenda þar séu fjórir til fimm strákar sem eru þekktir fyrir að selja E-pillur og að í einum menntaskóla, sem var nefndur, sé hægt að kaupa þetta á göngum, þá ofbýður fólki og vill gera eitthvað.“ Og viðbrögðin hafa verið mjög góð, ekki satt? „Jú, rosalega sterk. Fólk hefur bæði hringt og komið til að þakka fyrir Og síðan hafa viðtökurnar við listunum verið ótrúlegar. Svo virðist sem þetta sé mikið hjart- ans mál fyrir fólk því það eru komnar fleiri þúsund undirskriftir til okkar. Umræðan hefur verið mikil en ég hef verið hræddur um að hún verði til staðar í svolít- inn tíma en detti svo upp fyrir og ekkert verði gert. Þess vegna hefði ég viljað afhenda framhaldsskólanem- um þessa lista og láta krakkana afhenda ríkisstjórninni þá. Skólakrakkarnir eru fórnarlömbin og mér líst mjög vel á að framhaldsskólanemar skuli sjálfir vera byrjaðir að vinna gegn eitur- lyfjunum." Þú telur sem sagt mikilvægt að krakkarnir vinni að þessu. „Já. Ég er enginn sérfræðingur en held að þeir ættu að stjórna forvörnunum sjálfir. Venjulegt ungt fólk í dag er mjög jákvætt, atorkusamt, hugmyndaríkt og vel menntað. Ef manneskju er lýst svona fyrir atvinnurekendum þá vilja hana allir í vinnu. En þessu fólki virðist samt ekki mega treysta fyrir neinu. Krakkar vita hvernig á að taka á þessum mál- um. Þegar maður spyr sjálfan sig hvers vegna unglingar fara út í eiturlyfjanotkun verður manni Ijóst að þegar unglingar verða unglingar fá þeir ákveðið frelsi; hafa meiri peninga en áður, mega vera meira úti en áður en þeir bera enga ábyrgð - ekki einu sinni á sjálfum sér. Frelsi án ábyrgðar er hættulegt.“ Öllum kemur við ef börn deyja úr eitur- lyfjanotkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.