Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 47 Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudag- inn 31. janúar. Kennt verður frá kl. 19-23 og verða kennsludagar 31. janúar, 1. og 6. febrúar. Nám- skeiðið verður 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri og þeir sém áhuga hafa á að komast á námskeiðin geta skráð sig í síma Reykjavíkurdeildar Rauða krossins frá kl. 8-16. Námskeiðs- gjald er 4.000 kr. en skuldlausir félagar í RKÍ fá 50% afslátt. Hægt verður að ganga í félagið á staðn- um. Einnig fá nemendur í fram- haldsskólum og háskólum sama afslátt gegn framvísun skólaskír- teina. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástursaðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna og blæðingum úr sárum. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys, þ.m.t. slys á börnum og forvarnir almennt. Að námskeðinu loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skól- um. Flogaveiki og heilaskurð- aðgerðir LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, heldur fræðslufund þriðjudaginn 30. janúar kl. 20. Þetta er fyrsti fræðslufundur ársins og verður einn fundur haldinn í hveijum mánuði út maímánuð. Umræðuefni kvöldsins er Floga- veiki og heilaskurðaðgerðir. Fyrir- lesari er Sigurlaug Sveinbjörnsdótt- ir, sérfræðingur í taugasjúkdómum. Fræðslufundurinn er haldinn á Laugavegi 26, 4. hæð, í sal félags heyrnalausra. Næg bílastæði eru Grettisgötumegin og þar er gengið inn í húsið. Fundur um sorg barna SÁLFRÆÐINGARNIR, Sigurður Ragnarsson og Inga Stefánsdóttir, flytja fyrirlestur á vegum Nýrrar dögunar á morgun, fimmtudaginn 1. febrúar. Fyrirlesturinn verður í Gerðubergi og hefst kl. 20. Fyrirlesturinn, sem nefnist Glíma barna við sorg, íjallar um sorg barna við missi. Sigurður Ragnars- son hefur áður haldið fyrirlestra fyrir Nýja dögun um sorg og sorg- arviðbrögð. Næstu opnu hús í Nýrri dögun eru fimmtudagana 15. og 29. febr- úar kl. 20-22 í Gerðubergi. Heimahlynning með opið hús SAMVERUSTUND fyrir aðstand- endur verður í kvöld kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags íslands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins verður Margrét Olafsdóttir sálfræðingur og mun hún ræða um börn og unglinga í sorg. Kaffi og meðlæti. ■ RICHARD SCOBIE syngur fyrir gesti Kaffi Reýkajvíkur þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Honum til aðstoðar verður gítar- leikarinn Sigurgeir Sigmundsson. Saman munu þeir leika og syngja fyrir gesti staðarins ýmsar þekktar ballöður og slagara. Ur dagbók lögreglunnar Fjöldi mnbrota ífyrirtæki 26.-29. j*anúar í DAGBÓK helgarinnar er m.a. að finna 4 skráðar líkamsmeiðing- ar, 17 tilkynnt innbrot (flest að- faranótt sunnudags og mánudags) og 7 þjófnaði, 24 eignarspjöll, 8 tilvik þar sem lögreglumenn höfðu afskipti af fólki með fíkniefni und- ir höndum, afskipti af 16 einstakl- ingum vegna slæmrar ölvunarhátt- semi og 43 umferðaróhöpp. Þa_r af urðu slys á fólki í 4 tilvikum. Átta ökumenn eru grunaðir um öl'vuna- rakstur og 35 voru kærðir fyrir að aka hraðar en leyfileg hámarks- hraðamörk sögðu til um. Þá voru lögreglumenn 4 sinnum kvaddir til vegna heimilisófriðar. í tveimur til- vikum hafði ofbeldi verið beitt. Talsvert var kvartað yfir hávaða og ónæði að næturlagi, eða 35 sinn- um. Aðstoð ýmiss konar, s.s. við fólk sem hafði læst sig úti, þurfti að komast undir læknishendur eða þarfnaðist annars konar fyrirgre- iðslu, var um að ræða í tuttugu tilvikum af 392 færslum í dagbók helgarinnar. Sextán einstaklingar gistu fangageymslurnar, 4 vegna fíkniefnabrota, 3 vegna auðgunar- brota, 3 vegna ölvunar og 3 vegna annarra mála og 3 voru þar í út- tekt yfir helgina. Tveir menn handteknir vegna innbrota Tilkynnt var um innbrot í bifreið í Höfðahverfi, í fyrirtæki við Hálsa- sel, við Skógarhlíð, við Hyijarhöfða og við Vagnhöfða. Þá var farið inn í sjö fyrirtæki við Bíldshöfða. Lög- reglumenn handtóku síðdegis á sunnudag tvo menn, annan á fer- tugsaldri og hinn um fimmtugt. Þeir eru grunaðir um innbrotin í fyrirtæki við Bíldshöfða sem og nokkur önnur innbrot helgarinnar. Mennirnir hafa áður komið við sögu slíkra mála hjá lögreglu. Þá var tilkynnt um innbrot í íbúð við Flúðasei, í hús við Hálsasel, í hús við Hamrahlíð og í hús við Sævar- land. Þar var stolið bíllyklum og bíl, sem stóð við húsið. Aðfaranótt laugardags fundust fíkniefni (amfetamín) í fórum far- þega í bifreið, sem stöðvuð hafði verið á Vífilsgötu. Þá voru tveir menn handteknir af sömu ástæðu um nóttina eftir aðgerðir lögreglu á skemmtistað við Lækjargötu. Aðfaranótt sunnudags voru 7 ung- menni færð á lögreglustöð eftir að iögreglumenn höfðu stöðvað tvær bifreiðir á Suðurlandsvegi við Rauðavatn. í bifreiðunum fannst eitthvað af fíkniefnum. Um morg- uninn var maður færður á lögreglu- stöð grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna eftir að hafa verið stöðvaður á bifreið nálægt Mjölnisholti. Féll fjóra metra Aðfaranótt laugardags varð vinnuslys í fyrirtæki við Eldshöfða. Þar féll maður um tæplega fjóra metra og kom niður á steingólf. Talið var að hann hefði ökklabrotn- að. Um nóttina þurfti að flytja menn á slysadeild eftir að hafa verið slegnir í miðborginni. Annar hafði hlotið skurð á kinn og hinn við auga. Aðfaranótt sunnudags var maður fluttur á slysadeild eftir að hafa fengið minniháttar skurð á höfði í slagsmálum í Austur- stræti. Mótaðilinn var fluttur á lög- reglustöðina. Undir morgun var ölvaður mað- ur handtekinn eftir að hafa valdið skemmdum á bifreið í Rimahverfi. Þá var slökkviliðið kvatt að húsi við Háholt eftir að kviknað hafði þar í potti með feiti í. Litlar skemmdir hlutust af. Um miðjan dag á laugardag fór kranabifreið á hliðina á Miðbakka. Við fallið lenti hún á dráttarbifreið með tengivagn. Stjórnandi kranans og einn starfsmanna voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. Á sunnudagskvöld var þrennt flutt á slysadeild með sjúkrabifreið eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Höfðabakka. Unglingar héldu sig innan dyra eftir útivistartfma Á laugardagskvöld hirtu lög- reglumenn ofurölvi ungling upp í Stekkjahverfi. Hann var færður heim til sín. Annars sáust ungling- ar undir 16 ára aldri vart utan dyra eftir að útivistartíma lauk. Af engum slíkum þurfti að hafa afskipti í miðborginni eða nágrenni hennar um helgina. Aðfaranótt sunnudags voru þrír ungir menn handteknir á Njálsgötu eftir að þeir höfðu gert sér það að leik að valda skemmdum á bifreið. Um nóttina varð umferðarslys á gatnamótum' Miklubrautar og Reykjanesbrautar. Bifreið hafnaði þar á ljósastaur. Ökumaður meidd- ist í andliti og var fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið. Snemma morguns á sunnudag voru tveir menn staðnir að því að stela hjólbörðum undan bifreið við Fiskislóð. Þeim var gert að setja hjólbarðana aftur undir bifreiðina og voru síðan færðir á lögreglu- stöðina til skýrslutöku. Nokkuð um hálkuslys Þrisvar var tilkynnt um slys á fólki, sem falið hafði í hálku og flytja þurfti á slysadeild, en mikil hálka var víða á götum og gang- stéttum, sérstaklega aðfaranótt sunnudags. Telja má víst að mun fleiri hafi meiðst og þurft að leita aðstoðar hjá læknum slysadeildar. Til upplýsinga fyrir lesendur dagbókarinnar skal þess getið að fjölgað hefur um rúmlega 24 þús- und manns á starfssviði lögregl- unnar í Reykjavík á sl. 10 árum, þ.e. rúmlega 14 þúsund í Reykja- vík auk þess sem Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós hafa bæst við svæðið með rúmlega 10 þúsund íbúa. Gengið í verið og farið í róður VETRARVERTÍÐ byijar 3. febrúar að gömlum sið. í tilefni af því ætlar Hafnargönguhópurinn að vera með gönguferðir miðvikudags-, fimmtu- dags- og föstudagskvöld eftir forn- leið sem vermenn að vestan og norðan fóru á leið í verið. En ver- menn þurftu að vera mættir til skips á kyndilmessu, 2. febrúar, daginn áður en farið var í fyrsta róðurinn. Á miðvikudagskvöldið 31. janúar verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20 í stutta helgistund í Dómkirkj- unni. Síðan í rútu upp að Korpúlfs- stöðum og gangan hefst við Blika- staðavað á Korpúlfsstaðaá og fylgt gömlu þjóðleiðinni að Keldnaholti og þyrstir þiggja sýrudrykk að Keldum. Þaðan verður farið í rút- unni að Hafnarhúsinu. Á fimmtudagskvöldið 1. febrúar verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20 í rútu upp að Keldum og þjóðleið- inni fylgt áfram niður að Ártúns- vaði á eystri kvísl Elliðaánna. Þaðan farið með rútunni að Hafnarhúsinu. Á föstudagskvöldið 2. febrúar verður einnig farið frá Hafnarhús- inu kl. 20 í rútu inn að Elliðaám og gengið frá Álftanesingavaði á vestari kvísl Elliðaánna og gamla þjóðleiðarstæðinu niður í Grófina fylgt eins og kostur er. Göngunni í verið lýkur við árabátana í Hafnar- húsjiortinu. A laugardagsmorgun 3. febrúar býðst öllum að fara í róður með skemmtiferðaskipinu Árnesi frá Ægisgarði ef sjóveður verður. Kynnt nánar síðar. Öllum er heimil þátttaka í göngu- ferðunum og sjóferðinni. Ekkert þátttökugjald utan rúllugjalds og fargjalds með skipinu. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BRYNDÍS EINARSDÓTTIR, Þykkvabæ 16, Reykjavík, lést í Landspítalanum laugardaginn 27. janúar. Stefán Pétursson, Einar Stefánsson, Bryndis Þórðardóttir, Pétur Stefánsson, Gyða Jónsdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Þormar Ingimarsson og barnabörn. Lokað verður þriðjudaginn 30. janúar milli kl. 13-16 vegna jarðarfarar ÞÓRBJARNAR JÓNSSONAR. Saloon Ritz, Laugavegi66. t Útför elskulegrar móður, tengdamóður, fósturmóður og ömmu okkar, AUÐAR H. ÍSFELD verður gerð frá Dómkirkjunni f Reykjavfk miðvikudaginn 31. janúar kl. 13.30. Haukur ísfeld, Kristín G. ísfeld, Auður Björnsdóttir, Eva Aasted, Lárus ísfeld, Jón Haukur ísfeld, Guðmundur Fjalar ísfeld. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERNHARÐ TRYGGVI JÓSEPSSON, dvalarheimilinu Skjaldarvik, áður á Bjarkarstíg 5, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Skjaldarvík og á lyfjadeild F.S.A. fyrir góða umönnun Óskar Bernharðsson, Magna Oddsdóttir, Svanhildur Bernharðsdóttir, Kjartan Sigurðsson, Kristbjörg Bernharðsdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Karólína Bernharðsdóttir, Árni Bjarman, barnabörn og barnabarnabörn. t Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, KRISTJÁN BOGlElNARSSON, Sléttahrauni 34, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarþjónustu Karitas, sími 551 5606. Sólveig Haraldsdóttir, Einar Kristjánsson, Bianca Thomsen, Sólveig Kristjánsdóttir, íris Kristjánsdóttir, Ásgeir Þór Ásgeirsson, Erla Yr Kristjánsdóttir, Óðinn Ásgeirsson, Dóróthea J. E. Eyland, Ólafur G. Einarsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.