Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
SEX ÁR eru frá því
að gerðir voru þeir kja-
rasamningar, sem
skiptu sköpum fyrir
íslenskt atvinnulíf,
svokallaðir þjóðar-
sáttarsamningar.
Væntingar margra um
þá samninga hafa að
verulegu leyti brugðist
vegna þess að menn
geta ekki gert sér
grein fyrir hvað hefði
orðið ef þeir hefðu ekki
verið gerðir. Fyrir öðr-
um er augljóst að þess-
ir samningar urðu til
þess að koma í veg
fyrir meiriháttar hrun
atvinnulífsins og stórfelldari líf-
• skjararýrnun en varð.
'Þjóðarsáttarsamningarnir fyrir
sex árum, sem gerðir voru með
fulltingi þáverandi ríkisstjórnar,
urðu til þess að slá á það mein sem
hrjáð hafði íslenskt efnahagslíf um
áratugi, verðbólguna. Ég segi ekki
að meinið hafi verið læknað, undir
niðri krauma enn þau viðhorf sem
gætu komið henni af stað að nýju.
Og einmitt þessa mánuðina virðast
margir vera að undirbúa harða hríð
að stöðugleika efnahagslífsins og
gera það að sjálfsögðu í nafni rétt-
lætisins. Hvalreki fyrir þessi viðhorf
hefur verið að íslenskt fiskvinnslu-
fólk hefur flust til Hanstholm á
Jótlandi og fengið þar betri kjör en
hér heima. Þetta er túlkað þannig
að hér séu kjörin óeðlilega léleg.
Ef við grípum niður í því sem í
umræðuni hefur verið borið saman
í Hanstholm og á íslandi gnæfir
eftirfarandi hæst: 1) I Hanstholm
eru laun á klukkustund kr. 1.000,
á íslandi kr. 300. 2) í Hanstholm
er ekki unnin yfirvinna, en á ís:
landi er vinnutími óhóflegur. 3) í
Hanstholm eru starfsmennirnir
ánægðir en á íslandi kraumar
óánægja. 4) íslensk fiskvinnsla
berst í bökkum. Ekki hefur heyrst
að fiskvinnslan í Hanstholm eigi í
erfiðleikum.
Gegn þessu hefur því verið teflt
að þrátt fyrir hærri laun á klukku-
stund í Hanstholm séu laun á fram-
leiðslueiningu ekki lægri á Islandi.
Og í öðru lagi að í Hanstholm sé
fiskvinnslan ríkis-
styrkt.
Mikið er til í því sem
hér var talið og er ekki
hallað réttu máli um-
fram það sem almennt
gerist hér á landi. En
það ætti hverjum
manni að vera ljóst að
miðað við það sem að
ofan er rifefnt er ein-
hveiju sleppt. Dæmið
gengur alls ekki upp. í
því sambandi skiptir
tvennt mestu máli.
Annað er að þegar bor-
ið er saman kr. 1.000
í Hanstholm og kr. 300
á Islandi er verið að
bera saman ósambærilegar tölur,
annars vegar heildarlaun í Dan-
mörku, en hins vegar er stórum
hluta launanna hér sleppt. En jafn-
vel þó að bónusnum sé bætt við er
munurinn ennþá mikill. Hitt, og það
skiptir ekki minna máli, er að það
vantar að taka tillit til afkasta.
Meirihluti þeirra íslendinga sem
hafa farið til starfa í næsta ná-
grenni erlendis hafa rekið sig á að
krafa um afköst er meiri þar.
Ástæðan fyrir því að ekki hafa all-
ir íslendingar sem starfað hafa er-
lendis orðið fyrir þessu er að á sum-
um sviðum íslensks atvinnulífs eru
afköstin sambærileg við það sem
annars staðar gerist. Og þar að
auki er afkastakrafan erlendis ekki
alls staðar sú sama og víða í þriðja
heiminum en hún miklu minni. En
við erum ekki að bera okkur saman
við þriðja heiminn. íslendingar sem
starfað hafa erlendis hafa yfirleitt
átt auðvelt með að laga sig að nýj-
um aðstæðum og meiri afköstum á
vinnumarkaði og hafa ekki þurft
til þess langan tíma. Þess eru ekki
mörg dæmi að þeir hafi gefist upp
vegna vinnuálagsins. Þetta gefur
vonir um að tiltölulega auðvelt verði
að breyta vinnuháttum hér á landi
þegar um það verður samkomulag.
Það hefur oftast verið erfitt að
fá íslendinga sem starfað hafa er-
lendis til þess að tjá sig um mismun
á afköstum. Fyrst eftir að þeir hefja
störf erlendis eru þeir þó oft sæmi-
lega opinskáir um þetta, en eftir
að þeir koma aftur heim verður
Það þarf í senn að
halda niðri framleiðslu-
kostnaði samkeppn-
innar vegna, segir
Árni Benediktsson,
og halda launum þannig
uppi að við verði unað.
allt fastara í hendi. Það getur því
verið gott að grípa til óbeinna upp-
lýsinga. í Morgunblaðinu 7. janúar
birtist úttekt á lífi og viðhorfi ís-
lendinga í Hanstholm. Þar segir
meðal annars í viðtali við einn Is-
lendinginn: „Danir eru gott fólk og
harðduglegir til vinnu. I fyrstu hélt
ég að það væri af þrælsótta, en svo
sá ég að þeir vinna svona vel af
áhuga.“
Með öðrum orðum: íslendingurinn
sem kemur úr íslenskri fiskvinnslu
með sínu bónuskerfi sér svo mikinn
mun á afköstum að honum dettur
þrælsótti fyrst í hug. Nú hefur sá
sem þetta ritar reynslu fyrir því að
þó að einhver afkasti 10-20% og
jafnvel allt að 30% umfram það sem
algengast er, er það ekkert til þess
að hafa orð á. Hann þykist því vita
að hér sé um að ræða yfír 30%
meiri afköst og jafnvel allt upp í
50-60%o, og bendir raunar orðalag-
ið um þrælsótta til þess að hærri
talan sé nær lagi.
Þetta tvennt skýrir að sjálfsögðu
mikinn hluta þess launamunar sem
er í Hanstholm og á íslandi. Fleira
veldur en það verður ekki rakið hér.
Islendingar eru í hópi þeirra 10-15%
íbúa heimsins, sem búa við best lífs-
kjör. Við náum ekki almennum tekj-
um þeirra sem búa við allra hæstu
launin, t.d. Dana, Þjóðveija og Norð-
manna. Hins vegar stöndumst við
samanburð við þjóðir sem hingað til
hefur ekki þótt nein skömm að miða
við, Svía, Bandaríkjamenn og Breta,
svo að einhveijar séu nefndar. Hitt
er svo annað mál að við dulbúum
launin oft þannig að erfitt er að
átta sig á samhengi þeirra. Nú er
kominn tími til þess að greiða úr
þeirri flækju.
En áður en að því kemur er rétt
að fara nokkrum orðum um hvað
það var sem íslendingarnir í Hanst-
holm héldu helst að ylli því að af-
köstin þar eru meiri en á íslandi.
Þeir virðast hafa myndað sér mjög
neikvæða skoðun á starfsumhverf-
inu hér á landi. Alls konar afætur
fleyti ijómann af rekstri fískvinnsl-
unnar, en lítið sé um það í Hanst-
holm. Fleira er tínt til um orsakir
fyrir betri afköstum í Hanstholm
og á það mismikinn rétt á sér. En
í heild endurspeglar þetta afar nei-
kvæða umræðu hér heima. Umræðu
sem er atvinnurekstrinum ijötur um
fót. En hitt sýnist samt sem áður
skipta mestu máli að íslendingarnir
í Hanstholm virðast vera ánægðari
með meiri afköst þegar á móti kem-
ur styttri vinnutími og hærri laun.
Það eru góð tíðindi.
í dag stöndum við á tímamótum.
Sú reiða, sem verið hefur í efna-
hagsmálum síðustu sex árin, á mjög
undir högg að sækja. Hér verður
engum kennt um, þó að það sé
auðvelt. En það er ljóst að margir
virðast ekki þurfa mikið á sig að
leggja til þess að heyja sér rök fyr-
ir því að í næstu kjarasamningum
eigi að láta flest annað ganga fyrir
en jafnvægi í efnahagsmálum. Ofar
á baugi verði meðal annars saman-
burður við samninga ríkisvaldsins,
en þeir samningar sýna vissulega
þreytumerki þar á bæ. Fari svo má
í bytjun næsta árs búast við meiri
skaða af átökum á vinnumarkaði
en gerst hefur í langan tíma og
kjararýrnun í kjölfar þess.
í stað þess að haga málum á
þann veg þurfum við að halda áfram
þar sem frá var horfið árið 1990
og taka til við að endurskipuleggja
atvinnulífið og kjarasamninga með
tilliti til þess sem annars staðar
gerist. Með tilliti til þess sem tíðk-
ast í þeim löndum sem við viljum
helst bera okkur saman við. Raunar
sakar ekki að ganga feti framar,
laga sig betur að þörfum nútíma
samfélags. Það þurfa þær þjóðir
sem við berum okkar saman við
einnig að gera, og eru að gera. Það
er ekki náttúrulögmál að við tökum
aldrei frumkvæðið, drögnumst allt-
af í humáttina á eftir öðrum.
Það þarf mikinn undirbúning til
þess að gerbreyta háttum á íslensk-
um vinnumarkaði. Það skref verður
ekki stigið í einu lagi. Meðal þess
sem æskilegt er að vinna að er að
afköst í (dag)vinnu aukist sem yfir-
vinnunni nemur og laun hækki í
samræmi við það. Yfirvinna hætti
að vera regla en verði þess í stað
undantekning. Ljóst er að þeim ís-
lendingum sem starfa í Hanstþolm
fellur vel við þetta skipulag og hvers
vegna ætti það ekki að falla mönn-
um í geð hér heima? Afkastakrafa
verði samræmd og nái til allra stétta
þjóðfélagsins. Þar með fellur niður
að greiða bónus og premíu ofan á
laun en þær greiðslur falla inn í
föstu launin.
Hér verða rúmsins vegna ekki
taldar fleiri breytingar, sem ýmist
er æskilegt eða nauðsynlegt að
gera á vinnuskipulagi okkar. Þeim
sem vilja kynna sér það efni nánar
er bent á kjarastefnu Vinnumála-
sambandsins þar sem tekið er á fjöl-
mörgum þáttum atvinnustarfsem-
innar.
En eins og áður sagði stöndum
við nú á tímamótum. Annars vegar
getum við snúið aftur til fortíðar-
innar með átökum á vinnumarkaði
og kjararýrnun eða við getum fetað
okkur inn á nýja framfarabraut þar
sem aðilar vinnumarkaðarins vinna
saman að því að ná árangri. Sú
endurskipulagning atvinnulífsins,
breytingar á vinnutilhögun og
launakerfum, sem hér er verið að
fjalla um, næst ekki fram nema
með samstilltu átaki allra. Menn
verða að gera sér grein fyrir því
að gamlar aðstæður og þar með
gömul viðhorf eru úr sögunni. Nú
eru uppi ný viðhorf, ekki einasta
hér á landi heldur alls staðar. Við
getum ekki hagað okkar málum
eins og við séum einir í heiminum.
Við stöndum í samkeppni við ailan
heiminn. Til þess að ná árangri í
þeirri samkeppni þarf að standa
saman. Það er sameiginlegt verk-
efni fyrirtækja og starfsfólks að
standast samkeppnina, sameigin-
legt verkefni aðila vinnumarkaðar-
ins. Það er sameiginlegt verkefni
að halda kostnaði íslenskrar fram-
leiðslu niðri þannig að hún standist
samkeppni, en jafnframt að halda
launum uppi þannig að við verði
unað. Þetta er erfitt verkefni. En
þessu verða menn að gera sér grein
fyrir, og það án tafar, ef ekki á illa
að fara.
Höfundur er formuður Vinnu■
málasambandsins.
Kjaramálin, hvað nú?
Árni
Benediktsson
Ogöngur niðurskurðar
SPÍTALARNIR í
landinu fengu árið
1994 mun minna opin-
bert fé til starfsemi
sinnar en árið 1988.
Þar munar heilum 850
milljónum á verðlagi
ársins 1994 sam-
kvæmt upplýsingum
Þj óðh agsstofn u n ar. Á
þessu árabili fjölgaði
Islendingum um
fimmtán þúsund. Hlut-
fall 70 ára og eldri
meðal þjóðarinnar var
7,11% í árslok 1988 en
hafði hækkað í 7,64%
sex árum síðar. Flestir
þurfa margfalda heil-
brigðisþjónustu á elliárunum miðað
við fyrri æviskeið. Eftir því sem
hlutfall aldraðra hækkar þarf þjóðin
meiri heilbrigðisþjónustu, m.a. á
sjúkrahúsum. Það á sérstaklega við
þar sem skortur er á hjúkrunar-
heimilum eins og í Reykjavík.
Minna fé - fleira og eldra fólk
Þróunin á framangreindu 6 ára
tímabili í fjárveitingum hins opin-
bera, mannfjölda og aldurssamsetn-
ingu þjóðarinnar er í hrópandi
ósamræmi við þann áróður sem
dunið hefur á landsmönnum. Látið
er eins og útgjöld til sjúkrahúsa
hafi verið að hækka
óeðlilega mikið og því
nauðsynlegt að halda
áfram með grimmar
sparnaðaraðgerðir.
Tölur Þjóðhags-
stofnunar sýna einnig
að útgjöld hins opin-
bera til heilbrigðismála
í heild hafa lækkáð frá
því sem var fyrir
nokkrum árum, þegar
þeim er deilt niður á
þj óðfél agsþegnan a.
Þannig voru heilbrigð-
isútgjöld á mann rúm-
lega 111 þúsund krón-
ur árið 1994 en nær
115 þúsund til tæplega
118 þúsund á árunum 1988-1991
(verðlag 1994). Til sjúkrahúsanna
voru opinberu útgjöldin 7.300 krón-
um hærri á mann árið 1988 en
árið 1994. Sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu hafði opinbert fé
til sjúkrahúsa árið 1994 ekki verið
jafn lágt síðan árið 1980.
Vafasamur sparnaður
Sagt er að heilbrigðiskerfið og
þar með talin sjúkrahúsin verði að
taka tillit til erfiðrar stöðu ríkis-
sjóðs á samdráttartímum. Stjórn-
endur þeirra þurfi að spara og skera
eins og aðrir. Það hafa þeir svo
Heilbrigðisþjónustan
mun skaðast illa til
langs tíma, segir
Kristín Á. Ólafsdóttir,
verði íjárveitingar ekki
hækkaðar.
sannarlega gert. Látlaus „sparnað-
arátök“ hafa verið f gangi innan
vggja sjúkrahúsanna a.m.k. frá ár-
inu 1991. En lögmál lífsins eru
ekki þannig að þörf fyrir heilbrigð-
isþjónustu taki tillit til minnkandi
aflaverðmæta fiskveiðiþjóðarinnar
eða annarra orsaka þess að.þrengsli
verða í ríkissjóði. Þjóðinni heldur
áfram að fjölga þrátt fyrir sam-
drátt í efnahagslífi, fólkið eldist og
sjúkdómar og slys herja á lands-
menn hvað sem stöðu ríkissjóðs líð-
ur. Það bendir reyndar margt til
þess að einmitt í kreppuástandi og
atvinnuleysi sé heilsu manna meiri
hætta búin en á velmegunartímum.
Heilbrigðis- og félagsþjónusta eru
að mínu mati það framlag samfé-
lagsins sem síst má spara þegar
erfitt er í ári. Það er enginn raun-
sparnaður fyrir þjóðina, afleiðing-
arnar koma með auknum þunga
niður á henni síðar, hvort sem
mælt verður í fjárútlátum eða
skertu heilbrigði, líkamlegu, and-
legu eða félagslegu.
Enn er skorið
Þrátt fyrir þróunina sem að fram-
an er lýst og sífellt aukið álag á
sjúkrahúsin samþykkti Alþingi fjár-
lög fyrir nýbyijað ár með áfram-
haldandi kröfu á sjúkrahúsin um
samdrátt. Sjúkrahúsi Reykjavíkur,
sem varð til um áramótin með sam-
runa Borgarspítalans og Landa-
kots, er gert að mæta fjárskorti upp
á 380 milljón krónur, en það er sú
upphæð sem vantar ef reka ætti
sambærilega starfsemi og var á síð-
asta ári á spítulunum tveimur.
Fjárskorturinn nemur 7-8% af
rekstrarkostnaði. Ógerningur er að
mæta honum öðruvísi en með mikl-
um tilfærslum, verulegri fækkun
starfsfólks og stórfelldum sam-
drætti á þjónustu.
Áður en ljárlög voru samþykkt
reyndu stjórnendur sjúkrahússins
að sannfæra alþingismenn um að
alvarlegar afleiðingar myndu hljót-
ast af því að hækka ekki fjárveiting-
ar frá því sem ætlað var í frum-
varpi til fjárlaga. Meirihlutinn á
Alþingi tók ekki mið af því mati
okkar. Fjárvöntun frumvarpsins var
staðfest með lagasetningu og eftir
þeim lögum er stjórnendum hans
ætlað að vinna. Að öðrum kosti
gerast þeir lögbijótar skilst manni
af ráðamönnum þjóðarinnar. Hvar
liggur þá ábyrgðin gagnvart sjúkl-
ingum?
Ábyrgð Alþingis
Úrvinnslu stjórnenda Sjúkrahúss
Reykjavíkur úr lögum Alþingis má
lýsa sem leit að illskástu kostunum
í afleitri stöðu. Til þess að hlýða
lögunum verður að benda á leiðir
sem stjórnendur geta í raun ekki
varið þegar tekið er mið af skyn-
samlegri heilbrigðisstefnu, þörf
sjúklinga fyrir þjónustu spítalans
eða tillitssemi við starfsfólk. Fjár-
skorturinn er af þeirri stærðargráðu
að einungis er boðið upp á tillögu-
gerð um leiðir sem stjórnendur
sjúkrahússins telja að muni skaða
þjónustuna við sjúklinga minna en
einhveijar aðrar leiðir.
Ég leyfi mér að vona að þing-
mennirnir sem hafa meirihlutavald
á Alþingi átti sig á því að gengið
hefur verið of nærri þjónustu
sjúkrahúsa undanfarin ár, niður-
skurðurinn hefur komið henni í al-
varlegar ógöngur. Það verður að
ætla að alþingismenn séu reiðubún-
ir að bregðast við þeirri staðreynd
að heilbrigðisþjónustan mun skað-
ast illa og til langs tíma ef ljárveit-
ingar til Sjúkrahúss Reykjavíkur
verða ekki hækkaðar á þessu ári
frá því sem er í fjárlögum. Verði
það ekki gert neyðast stjórnendur
sjúkrahússins til að grípa til úrræða
sem stríða gegn heildar- og framtíð-
arsýn, samfélagssparnaði og mann-
úð.
Höfundur er stjórnarfonnuður
Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Kristín Á.
Ólafsdóttir