Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir að veita einkaskóla rekstrarstyrk
Ekki verði sótt um
styrkinn næsta skólaár
SVEITARSTJÓRN Skútustaðahrepps samþykkti
á fundi í gær að veita einkaskólanum að Skútu-
stöðum rekstrarstyrk og sækja í því skyni um
grunnskólaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga vegna rekstrar einkaskólans að Skútustöð-
um. Styrkurinn verður veittur með því skilyrði
að meirihluti foreldra barna í einkaskólanum
lýsi yfir að þeir muni ekki sækja um slíkan styrk
eftir þetta skólaár.
Tveir skólar eru reknir í Skútustaðahreppi, í
Reykjahlíð á vegum sveitarfélagsins þar sem eru
um 50 nemendur og að Skútustöðum er einka-
skóli með rúmlega 20 nemendum. Foreldrar
sunnan Mývatns reka skólann en þeir hafa mót-
mælt óhóflega löngum skólaakstri bama sem
lengst eiga að sækja í Reykjahlíðarskóla.
Sveitarstjórn vil einn skóla
Formaður stjórnar Jöfnunarsjóðs úrskurðaði
á dögunum að ef Skútustaðahreppur í Mývatns-
sveit greiði rekstrarstyrk til einkaskólans á
Skútustöðum heimili lög að sveitarfélagið geti
sótt grunnskólaframlag úr sjóðnum vegna barna
í einkaskólanum.
„Sveitarstjórn leggst gegn því að fleiri en einn
grunnskóli verði rekinn í Mývatnssveit og mun
ekki stuðla að því að svo verði. Grunnskólanem-
endur í sveitinni eru of fáir og aðstæður til skóla-
aksturs og kennslu slíkar að ekki er réttlætan-
legt að skipta nemendahópnum, hvorki í tvo
skóia né á tvo kennslustaði," segir í bókun sveit-
arstjórnar sem samþykkt var á fundinum. Lík-
legt megi telja, úr því sem komið er að einka-
skóli verði rekinn að Skútustöðum út þetta skóla-
ár.
Foreldrar undirriti yfirlýsingu
Þar sem fyrir liggur úrskurður félagsmála-
ráðuneytis þess efnis að Skútustaðahreppi sé
heimilt að afla fjár úr Jöfnunarsjóði til að fjár-
magna rekstrarstyrkinn til einkaskólans sam-
þykkti sveitarstjórn að veita einkaskólanum að
Skútustöðum rekstrarstyrk og sækja í því skyni
um grunnskólaframlag úr jöfnunarsjóði vegna
rekstrar einkaskólans. Skal styrkurinn nema
sömu fjárhæð og sveitarsjóður kann að fá vegna
umsóknarinnar.
„í samræmi við stefnu sveitarstjórnar er styrk-
veitingin háð því skilyrði, að rekstrarstjórn
einkaskólans að Skútustöðum og meirihluti for-
eldra þeirra barna sem nú sækja þann skóla
undirriti yfirlýsingú þess efnis að þeir muni ekki
beita sér fyrir eða hlutast til um að sækja rekstr-
arstyrk til Skútustaðahrepps fyrir einkaskólann
að Skútustöðum eftir þetta skólaár. Umsókn um
grunnskólaframlag mun miðast við fjölda barna
þeirra foreldra sem undirrita yfirlýsinguna,"
segir í bókun sveitarstjórnar.
Leifur Hallgrímsson oddviti Skútustaðahrepps
sagði að bundið slitlag yrði lagt á veginn frá
Garði að Geiteyjarströnd væntanlega í sumar,
en þá væri búið að leggja slitlag á veg allt frá
Helluvaði að Reykjahlíð. Vegalengdir í hreppnum
væru ekki svo óhóflegar að réttlætti að tveir
skólar væru reknir í sveitarfélaginu fyrir um
70 nemendur.
Morgunblaðið/Kristján
ÞAU hlutu styrk atvinnumálanefndar að þessu sinni. Frá vinstri eru Bjarni Einar Einarsson, Pálmi
Guðmundsson, Ármann Þorgrímsson, Knútur Karlsson, Kristinn Bergsson, Svandís Þóroddsdóttir,
Þórunn Sigurðardóttir, Birgitta Bengtsson, Ólöf Matthíasdóttir og Guðmundur Stefánsson formað-
ur atvinnumálanefndar.
Styrkir veittir til atvinnuskapandi verkefna
Hvatning til þeirra sem
eru að hasla sér völl
• •
Birgir Orn
Birgisson
Iþróttamað-
ur Þórs
BIRGIR Öm Birgisson körfuknatt-
leiksmaður var útnefndur íþrótta-
maður Þórs 1995 en valið var
kunngjört í hófi í Hamri sl. laugar-
dag. Sævar Árnason handknatt-
leiksmaður hafnaði í öðru sæti og
Jóhann Þórhallsson skíðamaður í
því þriðja.
Birgir Örn er einn af burðarás-
um úrvalsdeildarliðs Þórs og hefur
tekið miklum framföram síðustu
ár. Hann var valinn í landsliðið í
haust og spilaði sinn fyrsta lands-
leik gegn Eistlendingum milli jóla
og nýárs. Auk þess að vera valinn
íþróttamaður Þórs, var Birgir Örn
einnig valinn körfuknattleiksmað-
ur ársins.
Ragnar Sverrisson, kaupmaður
í JMJ, færði Þór glæsilegan far-
andbikar að gjöf á 75 ára afmæli
félagsins árið 1990, sem veittur
skal íþróttamanni Þórs ár hvert.
Bikarinn var því afhentur í sjötta
sinn sl. laugardag. Ragnar gaf
einnig eignarbikara sem afhenda
skal besta íþróttamanni hverrar
deildar.
Sævar Árnason var valinn hand-
knattleiksmaður ársins, Jóhann
Þórhallsson skíðamaður ársins og
Birgir Þór Karlsson knattspyrnu-
maður ársins.
ATVINNUMÁLANEFND Akur-
eyrar veitti í gær 8 styrki til atvinnu-
skapandi verkefna samtals að upp-
hæð 900 þúsund krónur. Alls bárust
nefndinni 13 umsóknir um styrk.
Guðmundur Stefánsson formaður
Atvinnumálanefndar sagði að áefnd-
in ráðstafaði árlega ákveðinni upp-
hæð til atvinnulífsins, einkum til
smærri fyrirtækja, gjaman einyrkja.
Þannig hefði nefndin veitt allmarga
styrki á liðnum árum en það var í
fyrsta sinn í fyrra sem þeir voru
auglýstir formlega og er ætlunin að
hafa þann háttinn á framvegis og
veita styrkina tvisvar á ári.
•i Guðmundur sagði nefndina hafa
staðið frammi fyrir þeim kosti að
veita fáum umsækjendum styrk og
þá hærri upphæð, eða lækka upp-
hæðina til hvers og eins og veita
hann fleirum en sú varð niðurstaðan.
Viðurkenning og hvatning
„Hér er fyrst og fremst um að
ræða ákveðna viðurkenningu og
hvatningu til þeirra sem eru að hasla
sér völl á ákveðnu sviði,“ sagði Guð-
mundur.
Þeir sem hlutu styrk voru þær
Þórunn Sigurðardóttir og Birgitta
Bengtsson sem starfrækja Sauma-
kúnst, alhliða saumaþjónustu, brúð-
arkjóla- og samkvæmisfataleigu.
Svandís Þóroddsdóttir fatahönnuður
fékk styrk til að kanna möguleika á
vinnslu íslenskrar ullar til fatagerðar.
Kristinn Bergsson sem rekur Skó-
smiðjuna fékk einnig styrk atvinnu-
málanefndar, en hann framleiðir
heilsu- og inniskó og hyggur á fram-
leiðslu á nýrri skólínu. Olöf Matthías-
dóttir sem numið hefur skinnsauma-
tækni fékk styrk til framleiðslu á
fatnaði úr skinnum og leðri.
Pálmi Guðmundsson hjá íslensku
ljósmyndaþjónustunni hlaut styrk en
hann áformar að skanna ljósmyndir,
m.a. landslagsmyndir, inn á geisla-
disk. Tölvu- og hugbúnaðarþjónust-
an fékk styrk m.a. til að færa tölvu-
leik sinn Sægreifann yfir á margm-
iðlunarform en einnig er ætlunin að
þýða leikinn á ensku. Ármann Þor-
grímsson fékk styrk til að vinna að
framleiðslu á munum úr renndum
viði, einkum römmum um myndir
og spegla. Þá hlaut Knútur Karlsson
styrk, en hann er að ljúka við smíði
um 12 metra seglbáts sem hann
ætlar að sigla um Pollinn með ferða-
menn á komandi sumri.
Oká
bruna-
hana og
grindverk
ÖKUMAÐUR, grunaður um
meinta ölvun við akstur, ók á
brunahana og grindverk um-
hverfis leikvöllinn við Eiðsvelli
aðfararnótt sunnudags. Mað-
urinn flúði af vettvangi en náð-
ist skömmu-síðar.
Hann var látinn sofa úr sér
á lögreglustöðinni um nóttina
og viðurkenndi daginn eftir að
hafa valdið umræddu tjóni.
Grindverkið, brunahaninn og
bíllinn skemmdust mikið en
ökumaðurinn slapp ómeiddur.
Níu ökumenn voru kærðir
um helgina fyrir of hraðan
akstur á Akureyri og í næsta
nágrenni en að öðru leyti var
rólegt hjá lögreglunni um helg-
ina. í gær var fylgst með um-
ferð á tveimur fjölförnum gat-
namótum, þar sem eru umferð-
arljós. Alis fóru rúmlega 1100
ökutæki um gatnamótin þann
tíma sem lögreglan var á vakt
og aðeins einn ökumaður braut
af sér og fór yfir á rauðu ljósi.
Innheimta
verði boðin út
GISLI Bragi Hjartarson bæj-
arfulltrúi Alþýðuflokks beindi
þeirri fyrirspurn til Jakobs
Björnssonar bæjarstjóra á
fundi bæjarstjórnar nýlega
hvort ekki væri ástæða til að
leita tilboða í innheimtu á ýms-
um gjöldum á vegum bæjarfé-
lagsins.
Viðræður hafa farið fram við
útibú Landsbankans á Akureyri
um að það tæki að sér að inn-
heimta m.a. fasteignagjöld,
veitugjöld og fleira fyrir Ákur-
eyrarbæ.
Jakob sagði að málinu hefði
verið frestað þar til búið væri
að gera breytingar á hugbún-
aði í bankanum. Fyrstu inn-
heimtuseðlar fasteignagjalda
verða sendir út nú um komandi
mánaðamót og tími til breyt-
inga í tölvukerfi bankans var
því ekki nægur.
Gísli Bragi sagði að ástæða
væri til að leita tilboða í þetta
verkefni.
Hótelstjóri á KEA
Um 20
sóttuum
UM 20 umsóknir bárust um
starf hótelstjóra á Hótel KEA,
en frestur til að sækja um starf-
ið rann út nýlega.
Sigurður Jóhannesson aðal-
fulltrúi Kaupfélags Eyfirðinga
sagði að farið yrði yfir umsókn-
ir á næstu dögum. Ekki verður
gefið upp hverjir sóttu um
starfið.
Gunnar Karlsson sem verið
hefur hótelstjóri á Hótel KEA
síðustu ár lætur brátt af því
starfi en hann var um áramót
ráðinn skattstjóri í Norður-
landsumdæmi eystra.
Sala á bréf-
um heimiluð
BÆJARRÁÐ hefur samþykkt
að heimila bæjarstjóra að semja
um sölu hlutabréfa bæjarins í
Slippstöðinni-Odda.
Á fundi bæjarráðs nýlega
var lagt fram bréf frá Slipp-
stöðinni-Odda þar sem leitað
var eftir kaupum á hlutabréfum
Akureyrarbæjar í fyrirtækinu
fyrir nafnverð 428.624 krónur.
ÍÞRÓTTAMAÐUR Þórs 1995 og bestu íþróttamenn hverrar
deildar innan félagsins, með viðurkenningar sínar. F.v. Jóhann
Þórhallsson, skíðamaður ársins, Birgir Þór Karlsson, knatt-
spyrnumaður ársins, Birgir Örn Birgisson, Iþróttamaður Þórs
1995 og körfuknattleiksmaður ársins, og Sævar Árnason, hand-
knattleiksmaður ársins.