Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Tryggingafélög okra á íslenskum neytendum Frá Skarphéðni Hinrik Einarssyni: FYRIR þremur árum eða svo fór- um við, ég og sonur minn, með bifreið með okkur til Bretlands og hugðum ferðast þar um. Þessi bíll var ekki á skrá hér. Þar af leiðandi fluttum við hann út á „serial“-númeri. Okkur hafði ver- ið sagt af Automobile Association hvað tryggingar kostuðu þar og við sáum strax að þar var vænleg- asti kosturinn að tryggja bílinn. Nú við fluttum hann út og skráð- um hann í Hull í Bretlandi. Við höfðum gengið frá tryggingunni í Glasgow og höfðum meðferðis númeraplötur sem kostuðu aðeins ellefu pund. Hér kosta þær ná- lægt fjögur þúsund kr. Trygging- in sem við keyptum var eftir sölu- skilmálum eins og bíilinn hafði verið tryggður á hér heima þ.e.a.s. sextíu og fimm prósent afsláttur. Það voru fjórar trygg- ingar seldar í einum pakka, það var þjófatrygging, þá greiddist bíllinn að fullu ef honum yrði stol- ið sem hefur verið töluvert um þarna úti, það var brunatrygging og það var kaskótrygging sem stæði straum af viðgerð og öðrum kostnaði ef menn teldust í órétti við slys. Síðan lögbundin ábyrgð- artrygging með farþega- og öku- mannstryggingu í. Og semsagt, þetta kostaði þrjátíu þúsund krón- ur. Og á sama stað var hægt að ganga í Automobile Association og kostaði það um tólf þúsund krónur. Innifalið í því m.a. var að ef bíllinn bilaði og ekki var hægt að framkvæma viðgerð á staðnum var bíllinn dreginn eða sendur á þann stað eða verkstæði sem eig- andinn óskaði eftir. Þetta átti eft- ir að koma sér vel í okkar tilfelli því að þegar við höfðum notað bílinn töluvert úti bilaði í honum rafallinn, við komum honum í geymslu og héldum heim. Síðan faxaði ég til Automobile Association og sagði þeim hvar bíllinn væri geymdur og jafnframt að við hygðumst flytja bílinn í burtu og frekari notkun hans væri ekki fyrirhuguð á Bretiandseyjum. Þeir svöruðu um hæl og sögðu að þeir vildu reyna viðgerð og ef það væri ekki hægt myndu þeir koma bílnum til afgreiðslu Samskipa í Hull. Aftur sendu þeir bréf, þeir höfðu reynt viðgerð, rafallinn var ónýtur. Hann var ekki til í Skot- landi og þurfti að panta hann svo þeir sögðu mér að þeir myndu senda bílinn með járnbrautarlest til Hull. Seinna fékk ég upphringingu frá Samskipum, bíllinn var á leið- inni með Helgafelli og sótti ég hann til Samskipa. Honum fylgdi enginn reikningur fyrir þennan langa flutning, það tekur sex tíma að keyra frá Hull norður til Glasgow, bíllinn hefur sjálfsagt verið sendur fyrst til York og þar settur á vörubíl til Hull. Og einn- ig hafði mér verið tjáð að hann hefði verið fluttur töluverða vegalengd í Skotlandi með dráttarbíl. Hvenær munu íslenskir bílaeig- endur geta átt' aðgang að svona þjónustu? Svona flutningur myndi hafa kostað um eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónur hér á landi ef ekki tvö hundruð. Og trygging- in, sem kostar þijátíu þúsund í Glasgow, hefði kostað hér svona um hundrað og fjörutíu þúsund kall ef ekki meira. Því spyr ég: Hvernig í ósköpunum geta íslensk tryggingafélög haldið áfram ár eftir ár að bjóða íslenskum bif- reiðaeigendum tryggingar á okur- verði þegar annars staðar í ná- grannalöndum er hægt að fá þær á þeim kjörum sem ég nefndi hér fyrr. Við eigum að leita tilboða til erlendra félaga og fá þau til að setja upp útibú hér og bjóða ís- lendingum tryggingar eins og Automobile Association gerir í Bretlandi. Einnig er annað sem mig langar að koma inn á. Það eru hin tíðu slys hér. Islendingar eiga víst heimsmet í aftanákeyrslum og eru margir sem hljóta alvarleg meiðsl af þeim sökum. Þessu fólki gengur alveg herfilega illa að ná út sínum bótum og sínum rétti. Margir hljóta varanlega örorku og þurfa að ganga með betlistaf til þessara félaga. Félögin eru að vísu mis- jöfn. Mér finnst bætur hér á landi alltof lágar og einnig að trygg- ingafélög fái að komast upp með að draga þolendur slysa á asnaeyr- unum og ræna þá bótum og jafn- vel framfærslupeningum sem þeir eiga rétt á, því að menn sem lenda í alvarlegum slysum hætta störf- um. Þess vegna finnst mér að það eigi að leita til erlendra félaga strax og ef erlend félög kæmu hingað og byðu sómasamleg tryggingagjöld myndu þessir menn hætta ef þetta er ekki arð- vænlegt hjá þeim. En eitt er víst að bíleigendur eiga nú, þegar við 'erum komnir í bandalög við Evrópuþjóðir, að geta tryggt bíla sína hjá erlendum fé- lögum. Og ég hvet Félag íslenskra bif- reiðaeigenda og aðra aðila til að leita tilboða t.d. í Bretlandi. Við eigum að geta leitað til er- lendra félaga og íslensk yfirvöld eiga að viðurkenna tryggingar frá félögum sem eru erlendis. Eg trúi því að það sé hægt ef í stórum stíl er leitað til annarra félaga . munu þau taka að sér tryggingar hér eins og ég veit að bresk félög tryggja í Frakklandi og víðar á meginlandinu, því gætu þau ekki tryggt bíla hér? SKARPHÉÐINN HINRIK EINARSSON, fv. starfsmaður á Keflavíkurflugvelli. Ekkert smámál Um íþróttalýsingar Frá Örlygi Sigurjónssyni: EG LÝSI yfir velþóknun minni á myndríku máli íþróttalýsinga nú um stundir. Mér finnst það eiga vel við að sækja myndmáj íþróttalýsinga til bardagalýsinga íslendingasagna vegna þess að íþróttir samtímans og bardagar fyrri tíðar skarast að nokkru leyti. Kostir myndmálsins eru þeir að þarna gefst gott tæki- færi til að halda máli fornbók- menntanna að börnum og ungling- um svo að líkur eru á því að þeim verði ýmsar hollar hendingar tam- ar. Uppeldisgildið leynir sér þannig ekki og þá er ónefnt hversu mynd- ríkar lýsingar auðga hið talaða mál öllum til ánægju. Gaman er að heyra íþróttafréttamenn segja að Valsmenn hafi „bitið í skjaldarrend- ur“, „að það sé skarð fýrir skildi hjá liðinu" og „Geir Sveinsson veit svo gjörla hvað til síns friðar heyr- ir“. Að öðrum ólöstuðum hefur mér fundist Samúel Örn Erlingsson hafa mesta ánægju af Iýsingum lituðu af failegu fornmáli. Hér er ein til- lága. Orðið sigurvegari er skiljan- lega mikið notað í íþróttamáli. Mér finnst að -veg(ari) ætti ekki að stirðna í málinu sem viðskeytt nafn- orð leitt af sögninni að vega. í 17. kafla Vopnfirðingasögu segir svo: „Mál er upp að standa ef nú er slíkt í hug sem í gær, því að sjaldan vegur sofandi maður sigur.“ Sögnin að vega er falleg sögn og leitt að hún sjáist varla nema í formi af- leiddra orða. Sögnin að vega hefur sterka beygingu og beygist eins og sagnirnar að draga og hlæja. Kenni- myndirnar fjórar eru svona: vega - vó - vógum - vegið. Að lokum nokkrar notkunartillögur: 1. „Arsenal hefur ekki vegið sig- ur á Anfield Road síðan 1989.“ 2. „... og spennandi verður að sjá hvort KR-ingum tekst að vega sigur á laugardaginn." 3. „Jón Jónsson glímumeistari úr Ármanni vó sigur í glímunni." ÖRLYGUR SIGURJÓNSSON, Furugrund 64, Kópavogi. Salimex kvenstígvél Verð: 3.995,- Tegund:7377 Stærðir: 37-42 Litir: Svart, brúnt Ath.: Loðfóðraðir m/gúmmisóla Póstsendum samdaegurs Ioppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg, sími 552 1212 Ath. Tilboðsverð á fjölda bifreiða. Einnig: MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl). V. 1.050 þús. Mjög góð lánakjör. Suzuki Sidekick JXi 5 dyra '91, steingrár, 5 g., ek. aðeins 47 þ. km., upphækkaður o.fl. Toppeintak. V. 1.250 þús. Nissan Sunny 1.6 SR '94, grænsans., 5 g., ek. 33 þ. km. V. 1.090 þús. Plymoth Voyager V-6 SE 7 manna '90, sjálfsk., ek. 80 þ. km. Toppeintak. V. 1.450 þús. Hyundai Pony LS '94, rauður, 5 g., ek. 30 þ. km. Tilboðsv. 690 þús. Willys Koranda 2.3 diesil (langur) '88, 5 g., ek. aðeins 30 þ. km. V. 980 þús. Cherokee Laredo 4.0L '91, vínrauður, sjálfsk., ek. 77 þ. km., rafm. í rúðum, cruisecontrol, álfelgur o.fl. Gott ástand. V. 1.980 þús. Nissan Sunny SKX 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. aðeins 35 þ. km., rafm. í rúðum, spoil- er o.fl. V. 1.030 þús. Grand Cherokee LTD 8 cyl. '94, ek. að- eins 16 þ. km. Einn með ölllu. V. 3,9 millj. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 ^ Löggild bflasala V.W. Golf 1.4 icl Station ’94, blár, 5 g., ek. 32 þ. km. rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 1.150 þús. Suzuki Sidekick JLXi 16v ’93, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. aðeins 32 þ. mílur, rafm. í rúðum, samlæsingar, álfelgur, upphækk- aður. V. 1.650 þús. BMW 316 ’88, 4 dyra, vínrauður, 5 gíra, ek. aðeins 54 þ.km. Toppeintak. V. 690 þús. Sk. ód. Citroen braggi ’88, grár og svartur, ek. 65 þ.km. V. 290 þús. Chevrolet Van ’87, húsbíll, gott eintak. Tilboðsv. 690 þús. Ford Bronco II XL '88, 5 g., ek. 93 þ. Gott eintak. V. 990 þús. Lada Samara 1500 ’90, 3 dyra, grár, 5 g., ek. 80 þ. Mazda 121 (1.3) ’92, 5 d., rauður, 5 g., ek. aðeins 40 þ.km. 2 dekkjagangar. V. 720 þús. MMC Lancer EXE '91, hlaðbakur, sjálfsk., ek. aðeins 11 þ.km. Einn m/öllu. V. 940 þ. stgr. Mazda 323 F GLX '90, rauður, 5 dyra, sjálfsk., ek,. 87 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler o.fl. Góður bíll. V. 790 þús. MMC Pajero GLS Turbo m/lnterc. '95, m/mæli, blár, 5 g., ek. aðeins 8 þ. km., upphækkaður, 33" dekk o.fl. Sem nýr. V. 2.450 þús. Toyota Corolla Touring GLi 4x4 '92, 5 g., ek. 65 þ. km., álfelgur, upphækkaður m/dráttarkúlu o.fl. V. 1.250 þús. V.W. Vento GL 2.0 '93, blár, 5 g., ek. 40 þ. km., sóllúga, álfelgur o.fl. V. 1.380 þús. Nýr bfll. Hyundai Pony GSi ’94, sjálfsk., ek. 1. þ. km. 2 dekkjagangar. V. 890 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 '93, (bensín- vél), grænn/grár, 5 g., ek. aðeins 46 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur, dráttarkúla o.fl. V. 1.950 þús. Nissan Sunny 1.6 SLX 4x4 station ’93, blár, 5 g., ek. aðeins 28 þ. km., rafm. í öllu, 2 dekkjag., álfelgur. V. 1.290 UTSALAN HEFST KL Toppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI 552 1212 VIÐ INGÓLFSTORG Ath. Vörur frá STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.