Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ----x--- Auðkýfingiir handtekinn fyrir morð Newtown Square. Reuter, The Daily Telegraph. BANDARÍSKI auðkýfingurinn John Eleuthere du Pont var hand- tekinn á sunnudag eftir að lögregl- an hafði setið um sveitasetur hans í tvo sólarhringa. Du Pont var ekki leystur úr haldi gegn tryggingu og verður yfir- heyrður á fimmtudag. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa skotið þjálfara í fjölbragðaglímu, Dave Schultz, til bana. Umsátrinu lauk þegar du Pont fór út úr húsi sínu til að gera við miðstöðvarketil og kynda húsið. Sérsveitarmenn voru í felum við húsið og handtóku hann. Du Pont hafði reist íþróttahús á landareign sinni, um 25 km frá Fíladelfíu, þar sem einkum hefur verið stunduð skotfími og fjöl- bragðaglíma. Schultz, sem fékk gullverðlaun í fjölbragðaglímu á Olympíuleiknuum árið 1984, starf- aði sem þjálfari glímuliðs Du Ponts og var jafnframt að æfa fyrir Ólympíuleikana í Atlanta í sumar. Auðkýfmgurinn er sagður hafa ekið að íbúðarhúsi Schultz á landareign- inni og skotið hann. Eiginkona Schultz segist hafa hlaupið út úr húsinu og séð du Pont skjóta á hann liggjandi á jörðinni. Ekki er vitað um ástæðu morðsins, en hermt er að mennimir hafi rifist nokkru áður. Nágrannar du Ponts lýstu honum sem mjög sérvitrum manni, sem hefði einangrast frá samfélaginu og sjaldan farið af búgarðinum, einkum eftir að móðir hans lést árið 1988. Þeir sögðu hann hafa ánetjast eitur- lyfjum og allt líf hans hefði snúist um byssur, fjölbragðaglímu og sam- kynhneigð. Hann er einnig sagður hafa verið gagntekinn af geimverum og óttast að njósnarar væru í felum á landareigninni. Frábær skytta Du Pont er sagður frábær skytta og var eitt sinn í ólympíuliði Banda- ríkjanna í skotfimi. Hann hafði mikinn áhuga á lögreglumönnum síðustu árin og leyfði þeim að æfa skotfimi á landareigninni og nota einkaþyrlu hans. Hann átti stórt vopnabúr og ók oftlega um land sitt á bryndreka. John du Pont er 57 ára og afkom- andi E.I. du Ponts, sem auðgaðist á púðurverksmiðju snemma á 19. öld. Fyrirtækið dafnaði einkum í þrælastríðinu og heimsstyijöldinni fyrri og var orðið nær allsráðandi á púðurmarkaðnum árið 1910. Vegna stríðsgróðans var Q'ölskyld- an nefnd „kaupmenn dauðans". Fyrirtækið hóf mikil umsvif í vefn- aðar- og efnaiðnaði á fjórða ára- tugnum, var t.a.m. brautryðjandi í framleiðslu á næloni, og varð eitt af stærstu fyrirtækjum heims. Reuter JOHN du Pont (t.h.) fluttur á lögreglustöð í Newtown Square eftir að hafa verið handtekinn vegna manndráps. Olga Havlova Olga Havlova látin Prag. Reuter. OLGA Havlova, eiginkona Vaclavs Havels, forseta Tékklands, lést á heimili þeirra í Prag á laugardag, 62 ára að aldri. Havlova hafði verið undir eftirliti lækna frá því í sumar vegna ótil- greinds sjúkdóms og tékkneska fréttastofan CTK sagði að hún hefði látist af völdum krabbameins. Havlova fæddist 11. júlí árið 1933 í Prag og starfaði m.a. sem verslun- arkona og bókhaldari á yngri árum sínum. Hún kynntist Havel árið 1957 og giftist honum sjö árum síðar. Havel skrifaði konu sinni rúmlega 100 bréf þegar hann var í fangelsi á árunum 1979-82 vegna andófs gegn stjórn kommúnista og þau voru síðar gefín út í bókinni „Bréf til 01gu“. í bréfunum kom fram að Havel tók mikið mark á skoðunum hennar og tillögum. Havel sá til þess að hún íengi alltaf að hlýða á leikrit hans og gagnrýna áður en hann lét þau frá sér. Havlova naut mikillar hylli meðal Tékka eftir að Havel varð forseti, þótti mjög iðin en forðaðist að vera mikið í sviðsljósinu. Baráttan fyrir forsetakosningarnar í Rússlandi Borís Jeltsín á erfitt verk fyrir höndum Moskvu. Reuter. Jeltsín Zjúganov BORÍS N. Jeltsín, forseti Rússlands, virðist staðráð- inn í að bjóða sig fram til endurkjörs í júní þrátt fyr- ir hjartaáföll og annað andstreymi. Ný skoðana- könnun bendir til þess að á brattann verði að sækja fyrir forsetann, fjórir frambjóðendur fengu meira fylgi en Jeltsín. Könnunina, sem birt var á sunnudag og 1.600 manns tóku þátt í, gerði Rússneska skoðanakann- anastofnunin í Moskvu rétt éftir að blóðugum bardög- um rússneskra sérsveita við uppreisnarmenn Tsjetsjena lauk í þorpinu Pervomaískoje i Dagestan. Efstur var Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, hann fékk 11,3%, næstur var Grígorí Javlínskíj, leiðtogi umbó- taflokksins Jabloko, með 7,7%, þá þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskíj með 7,1% og Alex- ander Lebed, þingmaður og fyrr- verandi hershöfðingi, var með 5,5%. Jeltsín hlaut stuðning 5,4% aðspurðra en ekki var getið um svarhlutfall í fréttinni. „í janúar voru allir stjórnmála- skýrendur sammála um að þrátt fyrir allt sem hann hefði glatað myndi Jeltsín komast í seinni umferð forsetakosninganna og sennilega sigra Javlínskíj, Zhír- ínovskíj, Zjúganov og Lebed,“ sagði stjómmálaskýrandinn Lílía Sévtsova í tímaritinu Vek. Hún sagði að atburðirnir í Pervoma- ískoje hefðu gerbreytt stöðunni og nú myndi enginn veðja öllu sínu á að Jeltsín sigraði. Javlínskíj, sem var formlega útnefndur frambjóðandi Jabloko á laugardag, sagði að tími Jelts- íns væri liðinn, öll teikn væru á lofti um það. Umbótasinnar virð- ast nú flestir vera búnir að snúa baki við forsetanum. Jegor Gajd- ar, fyrrverandi forsætisráðherra og einn af helstu frammámönn- um umbótasinna fyrstu ár Jelts- íns á forsetastólnum, lýsti í lið- inni viku yfir því að hann styddi hann ekki lengur. „Ég tel að besta gjöfin sem kommúnistar gætu fengið væri að útnefna hann núna [sem forsetaframbjóð- anda]“, sagði Gajdar sem missti þingsæti sitt í kosningun- um í desember. Baráttan undirbúin Jeltsín verður 65 ára á fimmtudaginn og undan- farna daga hefur hann verið mjög áberandi í sjón- varpsfréttum, látið mynda sig á tali við almenning og sýnt hefur verið frá skoð- unarferð hans á bygginga- lóð þar sem hann setti upp hvítan öryggishjálm. Ný- lega lét hann hækka eftir- laun rífiega og auka stuðn- ing við háskólanema. Brottrekstur umbótasinna úr ríkisstjórn virðist einnig eiga að gegna því hlutverki að firra forsetann ábyrgð á sársaukanum sem fylgt hefur umskiptum frá sovétkommúnisma til markaðs- samfélags. Forsetinn hefur heitið því að lýsa yfir framboði ekki síðar en 15. febrúar ef hann láti af því verða. Fáir vestrænir ráðamenn virðast telja öruggt að timi hans sé úti, Jeltsín hefur oft sýnt ótrú- lega hæfíleika til að beijast í von- lítilli stöðu en heilsufar hans gæti þó sett strik í reikninginn. Aðrir benda á að forsetinn gæti reynt að fresta forsetakjör- inu ef hann sjái fram á tap, hann gæti borið við öryggisástæðum ef t.d. Tsjetsjenar stæðu fyrir hryðjuverkum í rússneskum borg- um. Unnt að af- stýra hung- ursneyð MIKILL matarskortur er í Norður- Kóreu en ekki er hætta á stórkostlegri hungursneyð á afrískan mælikvarða svo fremi að landsmönnum berist aðstoð. Simon Missiri, fulltrúi Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálf- mánans, skýrði frá þessu í Seo- ul í Suður-Kóreu í gær. Sagði hann, að flóðin á síðasta sumri, þau mestu í N-Kóreu á öldinni, hefðu valdið því, að hálf milljón manna væri á hungurmörkum. Lítil aðstoð hefur borist til N- Kóreu, meðal annars vegna tor- tryggni í garð stjórnvalda þar. Tyrkir og Grikkir deila TYRKIR og Grikkir eru nú komnir í hár saman út af óbyggðri klettaeyju í Eyjahafí en hvorirtveggja gera tilkall til hennar. Segjast Grikkir eiga eyjuna samkvæmt tveimur samningum, frá 1923 og 1947, en Tyrkir segja, að samkvæmt alþjóðalögum sé hún tyrkneskt land. Hafa Grikkir lýst yfir, að þeir muni ekki hika við að veija eyjuna með vopnavaldi en bæði ríkin eru aðilar að Atlantshafs- bandalaginu, NATO. Loftárás á Kabul AÐ minnsta fimm manns féilu og nokkrir særðust í eldflauga- og loftárás á Kabul, höfuðborg Afganistans, í gær. Stjórnin í Kabul á í höggi við tvær fylk- ingar, sem ráða yfir flugvélum, Taleban-hreyfinguna og fylgis- menn Abduls Rashids Dostums hershöfðingja, og situr sú fyrr- nefnda um höfuðborgina. Þar liggur við hungursneyð vegna þess, að aðflutningsleiðum til borgarinnar hefur verið lokað. Birta áætlun um Tævan STJÓRNVÖLD í Kína ætla að kynna í dag „afstöðu" sína til forsetakosninganna á Tævan í mars og birta jafnframt tímaá- ætlun um sameiningu Tævans og Kína. Skýrði blaðið Hong KongEconomic Times frá þessu í gær. Jiang Zemin, forseti Kína, mun skýra frá þessu í ræðu en fréttir um tilkynninguna birtust í viðtali við Tang Shubei, fram- kvæmdastjóra kínverskrar stofnunar, sem sér um sam- skiptin við Tævan. Sagði hann, að eftir sameiningu Kína og Hong Kong eftir mitt ár 1997 yrðu samskiptin milli Hong Kong og Tævan í höndum kín- verskra stjórnvalda. Mikill ís á Eyrarsundi SUMUM feijuferðum milli Kaupmannahafnar og Málm- hauga var frestað í gær vegna mikils ísreks á Eyrarsundi. í frostunum, sem staðið hafa vik- um saman, hefur marga firði lagt í Danmörku og lítil skip og bátar hafa lokast inni. Það voru hraðskreiðu feijurnar, sem hættu siglingum, en þeim er mjög hætt í ísnum þar sem byrðingurinn er afar þunnur. Bílfeijurnar, sem eru miklu stærri og þyngri, héldu hins vegar áfram ferðum sínum eins og ekkert hefði í skorist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.