Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umræðufundur um fíkniefnavandann Auka þarf fræðslu, sam- ræma löggæslu o g marka stefnu Viðhorf til fíkniefna virðist of jákvætt og snúa þarf almenningsálitinu sterklega gegn fíkniefnum. Jóhannes Tómasson segir hér frá erindum um fíkniefnavandann en það gekk eins og rauður þráður gegnum þau að brýnast væri að efla forvamir og sameina alla krafta í baráttu gegn fíkniefnaneyslu. Morgunblaðið/Kristinn NOKKUÐ á annað hundrað manns sat umræðufundinn um fíkni- efnavandann. Fundarmenn voru á öllum aldri. BRÝNT er að auka og samræma forvarna- og fræðslustarf um skað- semi eiturlyfjaneyslu og styrkja yfír- stjóm, en þó án þess að drepa niður frumkvæði einstakra samtaka eða hópa; nauðsynlegt er að lögreglu- yfirvöld landsins og tollgæsla vinni betur saman; stjómmálamenn verða að veita meira fjármagni í forvarnir og meðferðarúrræði; þyngja verður dóma vegna fíkniefnaafbrota innan þess refsiramma sem þegar er fyrir hendi; snúa þarf almenningsálitinu og tískunni gegn eiturlyfjum og yfir- völd verða að marka sér skýra stefnu í þessum málaflokki. Þetta var með- al þess sem kom fram í erindum og umræðum á almennum fundi fulltrú- aráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík sl. laugardag undir yfirskrift- inni: Fíkniefnavandinn - hvað er til ráða? Stjómmálamenn hafa möguleika á að vekja menn - þeim ber skylda til þess og þeir ættu fremur að auka fjárveitingar til löggæslu og for- varna í stað þess að auka fjárveiting- ar til flokkanna, sagði Helgi Þórðar- son meðal annars í erindi sínu en sonur hans, Orri Steinn, varð eitur- lyfjum að bráð sl. haust. Sagði hann enga samræmda stefnu til hjá yfir- völdum en hún væri nauðsynleg til að ná árangri í baráttunni við fíkni- efnin. Helgi rakti stuttlega sögu sonar síns. Hann var venjulegur unglingur, gekk vel í skóla, átti marga kunningja og fáa vini og skemmti sér eins og aðrir ef svo bar undir. Helgi sagði að þau foreldrar hans hefðu ekki merkt áfengis- eða vimuefnaneyslu en vinir Orra Steins hefðu sagt þeim frá vímuefnanotkun hans sumarið 1994. Hann hefði kynnst e-pillunni sem sölumenn segðu hættulausa en neysla hennar dró hann til dauða. - Fíkniefni fara ekki í manngreinarálit, neyslan get- ur komið upp í hvaða fjölskyldu sem er, sagði Helgi ennfremur. Nýta refsirammann betur Björn Halldórsson lögreglufulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík sagði umfang fíkniefna- neyslu verulegt en um það vissi þó í raun enginn. Sagði hann sölu eða neyslu þekkjast um allt land en umfangið væri þó mest á suðvestur- horni landsins. Björn sagði fíkni- efnamál að mörgu leyti sérstæð; 555-1500 Garðabær Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 35 fm bílskúrs. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skipti mögul. á 3ja herb. íbúð. Reykjavík Baughús Glæsil. ca 90 fm 3ja herb. íb. í tvíbýli með góðu útsýni. Áhv. ca 2,8 millj. húsbr. Verð 8,5 rnillj. Kóngsbakki Mjög góð 3ja herb. íb. ca 80 fm á 3. hæð. Áhv. ca 3,1 millj. Verð 6,8 millj. Hafnarfjörður Miðvangur Gott raðhús ca 150 fm + 38 fm bílsk. Möguleiki á 4 svefnh. Skipti mögul. á minni eign. Flókagata Góð 5-6 herb. íb. ca 125 fm ásamt bílsk. Flókagata Einb. á fjórum pöllum, ca 190 fm, ásamt nýjum bílsk. og öðr- um eldri. Mikið endurn. Útsýni. Áhv. ca 2,5 millj. eldra byggsj- lán. Ath. skipti á minni eign. Álfaskeið Einb. á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Lítið áhv. Ath. skipti á lítilli íb. Höfum kaupanda að eldra einbýlishúsi í Hafnar- firði. Vantar eignir á skrá. FASTEIGNASALA, Strandgötu 25, Hfj., Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugsson hdl. kærur væru fátíðar, rannsókn hæfist áður en brot væri framið og fórnar- lamb sölunnar, þ.e. neytandinn, væri einnig sakborningur. Þá sagði hann ýmsar breytingar hafa orðið á síð- ustu 10 til 15 árum, viðhorf væri almennt hliðhollara eiturlyfjum, neytendur væru sífellt yngri, styttri tími liði oft frá fikti til dauða, þ.e. frá því að menn kynntust eiturlyfjum og þar til þau drægju menn til dauða, fleiri efni væru í umferð, aukin sprautunotkun og sjúkdómahætta tengd henni. Björn sagði nauðsyn- legt að þrír þættir héldust í hendur til að ráðast mætti gegn vandanum: Fræðsia, réttarvarsla og meðferðar- úrræði. Sagði hann nauðsynlegt að nýta betur fjárveitingar til fræðslu og að meðferðarúrræðum þyrfti að beina betur á hvern hóp, unga neyt- endur, langtíma neytendur o.s.frv. Þá sagði hann að samræma þyrfti alla löggæslu í landinu í' þessari baráttu. Björn sagði að hámarks- refsing við fíkniefnabrotum væri 10 ára fangelsun og hefði henni aldrei verið beitt nema að Hálfu. Það ætti að teljast saknæmara að selja ung- lingi eiturlyf eða stunda sölu í ná- grenni staða sem unglingar sækja og helst ætti að vera hægt að þvinga unga neytendur í meðferð. Einar Gyifi Jónsson sálfræðingur ræddi um eðli vandans, neyslu ung- linga, áhættu og áhrifaþætti. Sagði hann menn ekki mega gleyma áfenginu, neysla þess hefði aukist mjög t.d. með tilkomu bjórs og að aldrei hefði verið eins auðvelt að nálgast áfengi og nú og það sama gilti um fíkniefni. Þau væru hluti af veruleika hins íslenska unglings í dag. Neyslan færðist stöðugt neðar í aldri og unglingar yrðu að taka afstöðu til áfengis og vímuefna 13 til 14 ára, áður en þau hefðu náð þroska til þess. Einar Gylfi nefndi nokkur atriði sem ráðið gætu miklu um það hvort unglingar ánetjuðust fíkniefnum: Áfengisvandi í ijölskyld- unni, aldur við upphaf neyslu, tengsl við foreldra, áhugamál og félaga- hópinn. Sagði hann vinahópinn sterkan áhrifavald, vinir gætu verið í neyslu eða unglingurinn teldi að vinir væru í neyslu og hún væri al- mennt viðurkennd í vinahópnum. Viðhorf foreldra skiptu og miklu máli, t.d. umburðarlyndi þeirra gagnvart neyslu unglinga, hvort for- eldrar neyttu sjálfir áfengis eða vímuefna og fáar samverustundir foreldra og unglinga. Má ekki draga úr meðferðarúrræðum Ólöf Helga Þór forstöðumaður Rauða kross hússins sagði að árlega leituðu til hússins um 200 unglingar vegna neyslu og að sá þáttur starfs- ins hefði aldrei verið erfiðari en um þessar mundir. Sagði hún brýnt að byrgja brunninn áður en barnið væri dottið í hann en því væri sjaldn- ast að heilsa og nefndi dæmi um það. Ekki mætti draga úr meðferð- arúrræðum og sagði hún það slæmt þegar starfsorka manna á með- ferðarstofnunum færi í að beijast fyrir starfsgrundvelli þeirra og fjár- veitingum í stað þess áð geta ein- beitt sér að umbótum og nýjungum í meðferðarstarfinu sjálfu. Sigrún Magnúsdóttir forstöðumaður dag- deildar meðferðarstofnunarinnar Tinda harmaði að sólarhringsdeildin var lögð niður þar sem 39 unglingar að meðaltali voru vistaðir árlega sem hefði kostað um 50 milljónir króna en dagdeild gæti aldrei komið í stað sólarhringsdeildar. Þá sagði hún sið- laust að meðferðarstofnanir stæðu í samkeppni um fjármagn og taldi brýnt að mæta meðferðarkosti ungl- inga enda væri tvennt ólíkt að með- höndla ungling og fullorðinn. Hvað geta heimili, skólar og al- menningur gert? var umfjöllunarefni Áma Einarssonar framkvæmda- stjóra Fræðslumiðstöðvar í fíkni- vörnum. Sagði hann skólana hafa verið vannýtta í þessum efnum og námsefni takmarkað. Milli 10 og 15% foreldra keyptu áfengi fyrir unglinga sína og í brauðstritlnu hefðu foreldrar_ oft misst tökin á unglingunum. Árni sagði foreldra vilja axla ábyrgð en þeir yrðu að eiga vísan stuðning yfirvalda og spurði hvemig þeir ættu til dæmis að túlka tillögu á Alþingi um að lækka áfengiskaupaaldur. Einnig sagði hann brýnt að auka rannsókn- ir á þessu sviði og tengja þær betur forvamastarfi. Gunnar Jóhann Birgisson borgar- fulltrúi ræddi hvernig stjórnvöld gætu brugðist við. Sagði hann ótví- ræða lagaskyldu hvíla á sveitar- stjórnum og ríkisstjóm að stuðla að forvörnum. Stjórnmálamenn gætu ekki litið á þetta sem einhvern af- gangsmálaflokk, of lengi hefðu verið drifnar upp herferðir, skyndiátök og nefndir skipaðar en nú yrði að koma til aðgerða og koma á samræmdri forvarnastefnu sem skilað gæti ár- angri. Alþjóðlegur vandi Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði að hafin væri vinna í ráðuneytinu við endurskoðun á öllum þáttum er tengdust fíkniefnavandan- um, löggjöf, þ.e. ákæru, dómsmeð- ferð og fullnustu. Sagði hann að styrkja þyrfti rannsóknarlögreglu, athuga samræmingu og verkaskipt- ingu ráðuneyta. Nýr vandi væri sí- fellt yngri neytendur og sífellt full- komnari söiutækni, menn hefðu reyndar vitað af fíkniefnavanda lengi en ef til vill hefðu menn sofið á verð- inum. Fíkniefnamál væru alþjóðlegur vandi, velta fíkniefnaheimsins væri meiri en velta orkumála og aðeins vopnaframleiðsla heimsins velti meiri ijármunum. Ekki taldi hann nauðsyn- legt að herða viðurlög en skilgreina mætti sérstaklega brot er beindust að ungu fólki og beita þyngri refsing- um við þeim. Að endingu talaði Björn Bjarna- son menntamálaráðherra um for- varnir í skólakerfinu. Sagði hann að meira þyrfti til en eitt og eitt átak í baráttu við fíkniefnasala og vinna þyrfti stöðugt að forvörnum, fræða kennara og foreldra en oft hefðu kennarar ekki síst góða aðstöðu til að uppgötva neyslu hjá nemendum sínum. Þá sagði hann svokallaða jafningjafræðslu í undirbúningi í samstarfi við Félag framhaldsskóla- nema en mikilvægt væri að ungling- arnir fræddu sjálfir jafnaldra sína. Björn sagði að skólar og nemendur ættu að vera friðhelg fyrir fíkniefn- um og sagði að skömm þeirra væri mikil sem réðust á þessi helgu vé í gervi sölumanna dauðans. Stuðningur við mannrækt í pallborðsumræðum kom fram að til að ná fíkniefnasölum verði að sanna á þá sölu og því þurfi að veija miklum tíma í að fylgjast með grun- uðum sölumönnum til að geta staðið þá að verki. Þá voru menn sammála um að hækkun forræðisaldurs úr 16 í 18 ár gæti auðveldað mönnum að taka á alvarlegum vanda hjá ungl- ingum. Bjöm Halldórsson sagði að stundum færi mikill tími hjá lögregl- unni í smærri málin og minni tími væri þá til að rannsaka skipulagða og umfangsmikla dreifingu eitur- lyija. Varpað var fram þeirri hug- mynd að fá stuðning atvinnulífsins til aukins fræðslustarfs í fíknivörn- um, hvort það gæti ekki stutt mann- rækt eins og skógrækt eins og sum fyrirtæki gerðu. Þá kom einnig fram að þrátt fyrir alvarlegan vanda og þær neikvæðu hliðar sem menn hefðu rætt á þessum fundi væri Ijóst að íslenskir unglingar væru upp til hópa fyrirmyndarfólk. C[l) 11ÍII ÍÍO 107(1 LÁRUS Þ VMOIMARSSON, FRAMKVAMDASlJORI UUL I luU'uUL lu/U KRISTJAN KRISTIANSSON, ioggiitur fasteignasaii Til sýnis og sölu m.a. eigna: Einbýlishús - úrvalseign - mikið útsýni Steinhús ein hæð 153 fm auk bílsk. rúmir 40 fm á vinsælasta stað í norðurbænum í Hafnarf. rétt við hraunið. Tilboð óskast. Ný endurbyggð - ódýr risíbúð í reisulegu steinh. á vinsælum stað í gamla austurbænum 2ja herb. íbúð um 50 fm. Þvottakrókur á baði. Verð aðeins kr. 4,2 millj. Ný og glæsileg - hagkvæm skipti Sólrík suðurfbúð á 3. hæð við Víkurás 83 fm. 40 ára húsnæðislán kr. 2,5 millj. Skipti æskileg á 2ja herb. íb. „niðri í bæ“. Höfum kaupanda að 3ja herb. íb. í Heimahverfi eða nágr. Skipti mögul. á 5 herb. sérh. 3ja herb. góðri íb. á 1. eða 2. hæð í Hafnarf. Skipti mögul. á 5-6 herb. úrvalsíb. á vinsælum stað. • • • Höfum trausta kaupendur að fasteignum í vestur- borginni, gamla bænum og sérbýlum á einni hæð. IMokkur sérstæð fyrirtæki 1. Blómabúð við hliðina á stórum vörumarkaði. Stórir sýningargluggar, blómakælir. Laus strax. 2. Gjafavöruverslun á besta stað í borginni. Mjög þekkt verslun og sérstæð. Miklir möguleikar. 3. Heildverslun með gjafavörur, leikföng, fönd- urvörur og búsáhöld. Hægt að hafa í bílskúr heima hjá sér. Mikil álagning. 4. Lítil sólbaðsstofa með 4 bekkjum og gufu. Selst á lágu verði af sérstökum ástæðum, eða aðeins kr. 950 þús. 5. Sælgætisgerð sem framleiðir brjóstsykur Vélar í góðu standi og góð framleiðsla. Mikil framleiðni. 6. Húsnæði fyrir sjoppu til leigu. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASHLAN SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. ALMENNA FASTEIGNASALAN HU6IVE9118 S. 552 1151-552 137»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.