Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BÆNDASKÓLINN Á HÓLUM
Glímt við framtíðina og
nýsköpun í landbúnaði
Miðstöð í kennslu og rannsóknum
í hrossarækt og reiðmennsku
SKIN og skúrir hafa skipst á í vexti
og viðgangi Hó!a í Hjaltadal sem
kirkjustaðar, menntaseturs og höf-
uðbóls Norðurlands. Vel á annan
áratug hafa uppgangstímar ráðið
, ríkjum á Hólum og virðist framtíð
staðarins björt. Arið 1882 hófst
rekstur bændaskóla á Hólum og
hefur sú starfsemi öðru fremur sett
svip sinn á staðinn. Árið 1979 hafði
aðsókn að skólanum minnkað veru-
lega og reglubundið skólahald lá
niðri um tveggja ára skeið meðan
endurskipulagning fór fram. Skipuð
var í fyrsta sinn skólanefnd og Jón
Bjarnason frá Bjarnarhöfn, ráðinn
skólastjóri frá 1981. Áþreifanleg-
asta merkið um upphaf nýrra tíma
var bygging hesthúss 1981, sem
þótti nokkuð djörf framkvæmd, því
hrossarækt var á þeim tíma ekki
eins hátt skrifuð búgrein og hún er
í d_ag.
-1 I dag er hrossaræktin í öndvegi
á Hólum og tengist framtíðarsýn
skólans öðrum nýjum búgreinum
eins og fiskeldi og ferðamennsku.
„Eftir að skólinn tók til starfa á
ný 1981 hefur sú stefna verið ráð-
andi að fara inn á ný svið en minni
áhersla lögð á hinar hefðbundnu
búgreinar, sauðíjár- og nautgripa-
rækt. Loðdýrarækt var tekin hér
upp 1983 og var hér við lýði til
1992 þegar við hættum en er nú
aflögð þótt skólinn eigi enn dýr sem
^hafa verið lánuð á loðdýrabú þar
sem skólinn hefur aðgang án endur-
gjalds til verklegrar kennslu. Sú
þróun sém hér hefur átt sér' stað er
i samræmi við samning um verka-
skiptingu milli Bændaskólanna á
Hólum og Hvanneyri. Á Hvanneyri
verður lögð meiri áhersla á naut-
griparækt, sauðfjárrækt og loðdýr,
en hér á Hólum leggjum við megin
áherslu á hrossarækt, hesta-
mennsku, fiskeldi og vatnanýtingu
og síðan þá ferðamál, umhverfismál
sem tengjast þessum þáttum. Marg-
ir nemenda sem hér stunda nám í
hestamennsku tengjast ferðaþjón-
usutu með einum eða öðrum hætti.
A Hólum er rekið öflugt
skólastarf. Valdimar
Kristinsson ræðir hér
við Jón Bjamason,
skólastjóra, um skólann
og framtíð hans.
í ráði er að taka hér upp kennslu
og námskeiðahald í sérhæfðri ferða-
þjónustu til sveita. Hestamennskan
og nýting á veiði í ám og vötnum
er mjög samtvinnað ferðaþjón-
ustunni, er hluti af þeirri starfsemi
sem fellur undir ferðaþjónustu," seg-
ir Jón skólastjóri í upphafi viðtals.
„Reiðskóli íslands"
kominn til að vera
Um langa tíð hafa hestamenn séð
í hillingum öflugan og sterkan reið-
skóla, manna á milli kallaður Reið-
skóli íslands og var Jón spurður
hvort þessi skóli væri loks búinn
að skjóta rótum á Hólum.
„Sú stefnumörkun liggur fyrir af
hálfu ríkisins að hér skuli vera mið-
stöð í kennslu og rannsóknum í
hrossarækt og reiðmennsku. Síðan
er að_ meta þörfina eða eftirspurn-
ina. Ég sé fyrir mér og meira en
það, því gerð hefur verið áætlun um
að hér verði tveggja til þriggja ára
nám á æðri skólastigum á sviði reið-
mennsku og hrossaræktar. Við
sjáum fyrir okkur að þeir nemendur
sem hér koma inn hafi töluverða
fæmi og kunnáttu þannig að ekki
þurfi að kenna þeim grunnatriðin
en kennslan snúist meir um ýmis-
konar sérhæfíngu. Þetta nám verði
ekki stflað eingöngu fyrir íslenska
nemendur heldur hafi erlendir hesta-.
menn einnig aðgang að skólanum.
Ég sé fyrir mér að hér verði þungam-
iðja fyrir kennslu og þróunarstarf
fyrir íslenska hestinn í heiminum.
Slíkt starf getur haft mikla þýðingu
fyrir vöxt og viðgang íslandshesta-
mennskunnar í heiminum,“ segir Jón
af mikilli sannfæringu.
Alheimsnafli
Islandshestamennskunnar
Sú þróun hefur orðið að framtíð-.
arsýn Jóns er nú þegar hafin, því
aðsókn erlendra nemenda hefur
aukist ár frá ári og stunda nú ell-
efu erlendir nemendur frá sjö lönd-
um nám á hrossaræktarbraut. Und-
anfarin ár hafa verið á skólanum
sex til sjö erlendir nemendur ár-
lega. Telur Jón mikið atriði að hafa
skólann opinn fyrir útlendinga, því
ekki sé nóg að flytja út hesta ef
þekking á þeim fylgi ekki með og
geti Hólaskóli þar gegnt mikilvægu
hlutverki.
Þegar Jón er spurður hvort starf-
ið og stefnan á Hólum hafi þróast
á svipaðan hátt og væntingar hans
stóðu til í upphafi í starfi skóla-
stjóra, segir hann svo vera, það
gangi bara miklu hægar en hann
hafði gert sér vonir um.
„Framtíðarsýn mín var í þessa
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
JÓN Bjarnason skólastjóri: Aldrei mætt andstöðu í kerfinu.
átt, að hér væri virkilega frambæri-
legt sérhæft nám sem einskorðaðist
ekki við Skagafjörðinn, þótt góður
sé. Við leggjum áherslu á að nem-
endur okkar fari utan og kynnist
starfí erlendis og eins tökum við
nemendur erlendis frá í starfsnám
hér á landi. Vissulega markast allt
starf af því að ísland er lítið land
og við getum ekki gert alla skapaða
hluti hér. Við leggjum hinsvegar
áherslu á að það sem við gerum,
reynum við að gera vel.“
Almenn samstaða
um stefnuna
Fljótlega berst talið að stjórn-
kerfinu, því vissulega hefur maður
í stöðu Jóns mikil samskipti við
NEMENDUR á hrossaræktarbraut fá fjölbreytta kennslu og með-
al annars námskeið í leðurvinnu þar sem reiðtygjasmíð ýmiskon-
ar er helsta viðfangsefnið.
kerfíð, eins og það er gjarnan kall-
að og er hann spurður út í þau
samskipti.
„Ég hef aldrei mætt andstöðu, í
eðli sínu er stjórnkerfíð eða aðrir
þeir sem maður hefur átt samskipti
við þakklátir þegar einhver sýnir
frumkvæði eða viðleitni í að gera
það sem er málefnum til framdrátt-
ar. Það er í góðu lagi að vera spurð-
ur hversvegna, eða beðinn að
rökstyðja mál sitt. Allir hlutir hafa
gengið hægar en maður hefði kosið,
en það er líklega gangur lífsins. Oft
á tíðum er framgangur mála spurn-
ing um peninga, en suma hluti er
ekki hægt að þróa nema á ákveðnum
lágmarkstíma. í hestamennskunni
verðum við til dæmis að fylgjast
með hvað er að gerast úti í atvinnu-
lífínu. Við getum aldrei farið fram
úr raunveruleikanum eða ef þeir
hlutir sem við erum að gera hér fá
ekki hljómgrunn eða eru ekki í takt
við það sem atvinnuvegurinn er
móttækilegur fyrir er þetta gagnslít-
ið. Þetta ferli verður alltaf að stilla
nokkuð saman og við hér á Hólum
höfum gert okkur far um það.“
Trúverðugleiki
og fyrirmynd
Nýtt fjárhús var byggt á Hólum
1991 og hefur bygging þess sætt
nokkurri gagnrýni. Hefur tilkoma
þess ekki þótt í takt við það sem
er að gerast á Hólum og hér kemur
fram - en hveiju svarar Jón þessu?
„Allar byggingar hér á Hólum
voru orðnar gamlar og úr sér
gengnar og þar á meðal fjárhúsin.
Þeir erfiðleikar sem skólinn lenti í
fyrr á áttunda áratugnum má með-
al annars rekja til þess. Mennta-
Besti kosturinn
í námi í Islands-
hestamennsku
Ellefu erlendir nemar á Hólum í vetur
ÞRÓUN þeirrar hugmyndar, að
Bændaskólinn á Hólum verði al-
- þjóðlegur miðpunktur fyrir fræðslu-
starf í reiðmennsku á íslenskum
hestum og ræktun hans, virðist
hafin. Útlendingar hafa síðustu árin
sótt í auknum mæli í nám við skól-
ann og eru nú ellefu erlendir nem-
endur þar í vetur. Það er áhugi á
íslenska hestinum sem skapar þessa
miklu eftirspurn og er námið stund-
að af miklu kappi.
Kynjasamsetning þessa hóps er
nokkuð merkileg því af þessum ell-
efu nemendum er aðeins einn piltur
og styður það nokkuð þá fullyrðingu
- eða skoðun að hestamennskan sé
fyrst og fremst stunduð af stúlkum
á nieginlandinu. Nemendurnir ell-
efu eru frá sjö löndum og eru flest-
ir, eða fjórir, frá Noregi.
íslenskan erfið í byrjun
Eitt af skilyrðum fyrir inngöngu
í skólann er að nemendur hafí vald
á íslensku. AUir hafa erlendu nem-
endurnir dvalist á íslandi áður en
þeir hófu námið á Hólum og kynnst
íslenska hestinum áður en þeir
komu til landsins. í spjalli við þá
kom fram að fyrstu vikumar á
Hólum hafi verið býsna erfiðar,
mestur tími hafi farið í nokkuð sér-
hæft íslenskunám. Ofan á mjög
stífa dagskrá hafi það gert námið
mjög erfitt og krefjandi í byijun,
en nú sé róðurinn heldur tekinn að
léttast og svigrúm farið að skapast
fyrir ýmiskonar léttleika og grín
sem er nauðsynlegt með. Flesta
daga er kennt til hálf sjö og þá er
heimanámið eftir. Samheldnin i
hópnum er góð, þetta er eins og
ein stór Qölskylda og nú er tíminn
farinn að líða alltof fljótt. Sögðust
stúlkurnar vera farnar að kvíða
fyrir kveðjugrátinum í vor.
Frábær reiðkennsla
Þegar spurt er um orðspor Hóla-
skóla erlendis segja þeir ekki vafa-
mál að skólinn sé þekktur sem sá
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
ÞAÐ VAR létt yfir hópnum þegar hann stillti sér upp fyrir myndatöku, enda fátt skemmtilegra en
að vera á bændaskóla. Þau eru, frá vinstri talið, Solveig Vik, Noregi, Linn Hemingby, Noregi,
Tina Schweer, Danmörku, Christina Schnellmann, Sviss, Wictoriá Prenell, Svíþjóð, Mona Fjeld,
Noregi, Ann Methonen, Finnlandi, Mia Hellsten, Finnlandi, Angelika Dietz, Marit Petersen, Færeyj-
um og Stian Pedersen, Noregi.
besti sem völ er á til að læra um
íslenska hestinn, reiðmennsku,
ræktun og alla meðferð. Mikill
áhugi sé víða hjá ungu fólki í Evr-
ópu að komast í skólann og voru
þeir sammála um þá skoðun að eft-
irspurn ætti eftir að aukast með
aukinni útbreiðslu íslenska hestsins.
En allir skólar hafa sínar leiðinlegu
hliðar, lífeðlisfræði og jarðrækt
flokkuðust undir skuggahliðar
námsins að þeirra mati og sögðust
þeir sjá lítinn tilgang í að læra jarð-
rækt sem tæki mið af íslenskum
aðstæðum sem nýttist þeim mjög
takmarkað þegar heim kæmi. Þá
þótti þeim námið í járningum erfitt
en mjög hagnýtt svo ekki væri um
annað að ræða en bíta á jaxlinn.
Annars var almenn ánægja með
námið í heild, kennararnir væru
góðir, námið mjög fjölbreytt og
reiðkennslan frábær undir forystu
Eyjólfs ísólfssonar, þar sem meðal
annars er kennd hringtaumsvinna,
jafnvægisæfingar, fimi og gangteg-
undaþjálfun og kerruakstur sem
Atli Guðmundsson sér um.
Allir erlendu nemendurnir utan
einn fá styrk frá því opinbera í sínu
heimalandi til að fjármagna námið,
sem mun kosta um ijögur hundruð
þúsund krónur. Flest stefna þau á
að starfa við hestamennsku í fram-
tíðinni og þá að sjálfsögðu með ís-
lenska hesta, annaðhvort hér á landi
eða í sínu heimalandi. Nokkrir
sögðu að eftir þeim biði vinna að
loknu námi og sögðu þeir að nám
á Hólum hjálpaði mjög í atvinnuleit
með íslenska hesta. Sumar stúlkn-
anna slógu á létta strengi er þær
vildu koma á framfæri áhuga sínum
á íslenskum bóndasonum eða jafn-
vel eldri bændum ókvæntum með
framtíðarsamband í huga, en þær
hljóta að vita að öllu gamni fylgir
alvara.
Ekki nægur skítur á íslandi
Sú hefð er að komast á að Hóla-
nemar fari utan í fræðsluferð til
að auka sjóndeildarhringinn. Sögðu
útlendingarnir að spánski reiðskól-
inn í Vín væri að þessu sinni efstur
á óskalistanum, en ekki væri víst
að það gengi eftir, því slík ferð
gæti orðið dýr, einnig yrði að taka
tillit til fiskeldisnemanná, sem færu
með í ferðina og ekki líklegt að