Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 43 ur að Flankastöðum hjá Þórbimi og Guðmundu Arnadóttur konu hans, eða Gummu frænku og Tóta, eins og þau hafa alltaf verið kölluð síðan ég man eftir mér. Það er ómögulegt að tala um Tóta án þess að Gumma sé nefnd svo samtvinnuð hafa þau alltaf verið í mínum huga. Það var oft kátt í kring- um þau og naut Tóti þess að segja sögur og var þá stutt í glettnina. Aldrei sá ég hann skipta skapi og fyrir mér var hann alltaf sama ljúf- mennið. Lengst af stundaði Tóti sjó- mennsku og man ég hann oftast annaðhvort að fara eða koma af sjó. Þegar Tóti var á sjó var það oft að við Guðrún, dóttir þeirra, hlupum upp á „Höfðann" til að fylgjast með hvort báturinn væri að koma að landi. Þegar hann var ekki á sjó var hann sívinnandi, enda handiaginn og smið- ur góður, og bar heimili þeirra vott um natni húsbóndans en síðustu árin á Skagaströnd vann hann við plast- bátasmíði á staðnum. Eftir að 'börnin þeirra, Birgir, Guðrún og Ásdís, voru orðin uppkom- in fluttu Gumma og Tóti til Reykja- víkur og urðu þá sapverustundirnar fleiri og viljum við Óli þakka alla þá vináttu og hlýju sem við og fjöl- skylda okkar höfum orðið aðnjótandi. Síðustu árin átti Tóti við vanheilsu að stríða og er vart hægt að huga sér betri umönnun en þú, Gumma mín, hefur sýnt honum með allri þinni alúð og kærleika. Ég bið aigóðan Guð að varðveita hann, leiða og lýsa veginn heim. Elsku Gumma, Guðrún, Ásdís, Birgir og fjölskyldur. Ég bið Guð að styrkja ykkur öll. Við Óli sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan eigin- mann, föður, tengdaföður, afa og langafa ylja ykkur um ókomin ár. Helga Benediktsdóttir. Þórbjörn Jónsson frá Skagaströnd, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. janúar síðastliðinn. Þórbjörn ólst upp á Skagaströnd og starfaði þar lengst- an hluta ævi sinnar, bæði sem sjó- maður og við ýmis sjóvinnslustörf. Einnig starfaði hann seinni hluta starfsævi sinnar í landvinnu, aðal- lega við byggingai’vinnu og skipa- smíðar. Mér hlotnaðist það happ og sú gæfa að vera samferða og sam- starfsmaður Þórbjarnar til margra ára og er ég honum þakklátur fyrir það. Þórbjörn var mikill mannkosta- maður, mjög góður verkmaður að hvaða störfum sem hann vann, hvort heldur var á sjóð eða í landi. Öll störf hans einkenndust af mik- illi vandvirkni og trúmennsku, enda var hann góður iðnaðarmaður að hvaða iðn sem hann vann og auk þess afkastamikill. Þórbjörn var ein- staklega góður félagi, hjartahlýr, glaðvær, veiviljaður og gefandi. Ekki var hann síðri félagi og samstarfs- maður þegar hann var verkstjóri og hafði með mannaforráð að gera þá komu best í ljós hinir góðu sam- skiptahæfileikar hans og hve honum reyndist auðvelt að leiðbeina sam- starfsmönnum sínum og miðla þeim af reynslu sinni, hæfileikum og þekk- ingu á sinn vinsamlega hátt. Þórbjörn Jónsson var skemmtileg- ur maður, mikill húmoristi og hafði góða kímnigáfu, hann leitaðist við að finna hinar skemmtilegu og spaugilegu hliðar mannlífsins og miðla þeim til sinna samstarfs- og samferðarmanna, þegar við átti, með sínum ágætu frásagnarhæfileikum. Enda var það svo, að í nálægð Þór- bjarnar ríkti alltaf glaðværð og góð- ur andi og öll fýla og úlfúð varð þar að lúta í lægra haldi. Eitt er það, sem meðal annars lýsir best hversu Þórbjörn var mikill mannkostamað- ur, að ekki minnist ég þess, að hafa nokkurn tímann heyrt hann leggja öðrum illt til lieldur var hann alltaf reiðubúinn að leggja gott til málanna og bera sáttaorð á milli manna þegar þess þurfti. Ég vil þakka Þórbirni góða vináttu, samstarf og samfylgd- ina og bið Guð að taka vel á móti þessum heiðurs- og sómamanni til sinna nýju heimkynna. Eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Guðmundur Lárusson. HALLGRÍMUR ANTONSSON Hallgrímur Ant- onsson var fæddur á Dalvík 12. apríi 1922. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 26. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Vilhelm An- ton Antonsson frá Hamri, sjómaður og útgerðarmaður á Dalvik, f. 11.9.1897, d. 5.3. 1985, og Sol- veig Soffía Hall- gi-ímsdóttir frá Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal, f. 27.11. 1899, d. 18.4. 1934. Systkini Hallgríms voru Freyja, f. 1.3.24, Pálrún, f. 19.9.25, Petra Salóme, f. 4.11.26, Ingvi Björn, f. 5.2.28, d. 16.1.93. 26.11. 1940 kvæntist Hall- grímur eftirlifandi eiginkonu sinni Eyvöru Jónínu Stefánsdótt- ur frá Dalvík, f. 20.4.1928. Eign- uðust þau sex börn. Þau eru: 1) Sólveig Freyja, hjúkrunarfræð- ingur, Akureyri, f. 26.1.54. 2) Anna Þórey, bæjargjaldkeri, Dalvík, f. 25.10.55. 3) Stefán, vélstjóri á Dalvík, f. 18.3.59, kvæntur Sigríði Gunnarsdóttur. 4) Ragnhildur, leik- skólakennari á Dal- vík, f. 28.3.61, gift Þorkeli Jóhannssyni. 5) Vilhelm Anton, vélvirki á Dalvík, f. 4.1.66, kvæntur Lilju Björk Reynisdóttur. 6) Arnheiður, hús- móðir á Dalvík, f. 1.8.69, gift Gunnari Þór Þórissyni. Alls eru barnabörnin sex að tölu. Hallgrímur nam húsasmíði við Iðnskólann á Sauðárkróki og starfaði við byggingariðnað og var um tíma byggingarfulltrúi á Dalvík. Um nokkurra ára skeið starfaði hann sem verkstjóri hjá Vita- og hafnamálastofnun og vann við hafnargerð víða um land. Árin 1970-74 átti Hallgrímur sæti í hreppsnefnd Dalvíkur- hrepps og sat í fyrstu bæjar- stjórn Dalvíkurbæjar 1974-78. Utför Hallgríms Antonssonar verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hver af öðrum til hvíldar rótt halla sér nú og gleyma vöku dagsins um væra nótt vinimir gömlu heima. Þó leið þín sem áður þar liggi hjá, er lyngið um hálsa brumar, mörg höndin sem kærast þig kvaddi þá, hún kveður þig ekki’ í sumar. Og andlitin, sem þér ætíð fannst að ekkert þokaði úr skorðum - hin sömu jafn langt og lengst þú manst - ei ljóma nú við þér sem forðum. Og undrið stóra, þín æskusveit, mun önnur og smærri sýnast. Og loksins felst hún í litlum reit af leiðum, sem gróa og týnast. (Þorsteinn Valdimarsson) Þessar ljóðlínur skáldsins koma mér til hugar við andlát Hallgríms Antonssonar, byggingameistara á Dalvík. Manns sem markaði spor í sögu æskusveitar sinnar og var eitt af þeim „andlitum“ Dalvíkur sem manni fannst að „ekkert þokaði úr skorðum". Hallgrímur Antonsson var fæddur á Dalvík og óx þar úr grasi, en foreldrar hans voru Anton Antons- son útgerðarmaður frá Hamri og Sólveig Soffía Hallgrímsdóttir frá Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal. Hann var gæfumaður í einkalífi og kvæntist Eyvöru Stefánsdóttur frá Brimnesi á Dalvík og eignuðust þau 6 börn. Hallgrímur var athafnamaður af gerð þeirrar kynslóðar sem óx úr grasi á fyrri hluta þessarar aldar á tímum umróts og breytinga frá út- vegsbændasamfélagi til iðnaðar- og þjónustusamfélags nútímans. Verka- launin voru ekki ávallt metin í hörðum gjaldmiðli heldur ekki síður hvort tókst að veita samborgurum nauð- synlega aðstoð eða hlú að framfara- sporum samfélagsins. Hann fékk að kynnast harðri lífsbaráttu, en ungur missti hann móður sína og var eftir það að mestu leyti alinn upp í ástríki hjá föðurfólki sínu á Hrísum við Dal- vík. Hann fór til náms í húsasmíðum í Iðnskólann á Sauðárkróki og lengst af starfaði hann að byggingariðnaði á Dalvík. Hann hafði óstöðvandi at- hafnaþrá og var ekki laust við að hann léti oft vaða á súðum við þau verk sem hann hafði með höndum. Hallgrímur var skarpgreindur, minnugur, hafði frjóa hugsun og átti gott með að setja sig inn í ýmsa þætti byggingalistar. Mælingar og ýmsir byggingafræðilegir útreikning- ar heilluðu hann og velti hann ýmsum slíkum ráðgátum fyrir sér og fann á því lausnir. Vann hann í mörg ár sem byggingafulltrúi á Dalvík og kom þá þekking hans á þessum sviðum að góðum notum. Um tíma starfaði hann sem verkstjóri við ýmsar hafnafram- kvæmdir á vegum Vita- og hafna- málastofnunar og vann sem slíkur að uppbyggingu hafna víða um land. Hallgrímur hafði yndi af að prófa ýmsa hluti sem hann fann upp á sjálf- ur eða sem hann hafði lesið sér til um. Hin síðari ár vann hann við að þróa upp aðferðir við að þurrka fisk og herða og eins og á öðrum sviðum urðu umsvifin mikil. Þótt hagnaðar- von væri einhver truflaði hún hann ekki í að prófa áður óþekkta stigu framleiðslunnar. Því urðu aðstæður og efnahagur til að koma í veg fyrir að framhald gæti orðið á þessari starfsemi hans. Eins og nærri má geta um athafna- menn eins og Hallgrím hlaut hann að hafa nokkur afskipti af sveitar- stjórnarmálum á Dalvík. Hann fylgdi alla tíð Sjálfstæðisflokknum að mál- um og hafði einarðar skoðanir á þjóð- félagsmálum. Hann var kjörinn til setu í síðustu hreppsnefnd Dalvíkur- hrepps og var kjörinn varaoddviti. Tók hann þar þátt í að vinna að því að hreppsfélagið fengi kaupstaðar- réttindi. Árið 1974 var fyrsta bæjar- stjórnin kjörin og átti Hallgrímur að sjálfsögðu sæti í henni til ársins 1978. A þessum árum áttu sér stað miklar breytingar á vettvangi sveitarfélags- ins, unnið var að uppbyggingu nýrrar hitaveitu og dreifikerfis hennar, end- urnýjun í útgerðarháttum og aukning og nýjungar á sviði þjónustu hins nýja bæjarfélags. Hallgrímur var afar hreinskiptinn og fór ekki dult með skoðanir sínar. Hann sagði mönnum til syndanna ef honum þótti og þurfti enginn að fara í grafgötur með hver sjónarmið hans voru. Kynni okkar Hallgríms hófust er ég fór á fund hans og bað hann að gerast byggingameistari að húsi mínu og aðstoða mig við byggingu þess. Á þeim tíma hafði hann i mörg horn að líta og átti erfitt með að bæta á verkefnaskrá sína. Hann hugsaði sig um í nokkurn tíma en sagði svo: „Jú, ætli ég verði ekki að hjálpa þér þar sem þú ert nú kominn inn í ættina." Þetta lýsir frændrækni hans sem svo rík er meðal föðurfólks hans, sem ég þekki best. Hann var barngóður og gaf sér ávallt tíma til að skrafa við þau og hafði mikla ánægju af. Á vettvangi félagsmála varð sam- starf okkar Hallgríms mest. Leitaði ég oft ráða hjá honum og var gott til hans að leita. Hann þekkti vel uppbyggingu bæjarfélagsins og var oft og tíðum snar að greina mikil- vægi máls í flóknum stöðum. í einu mikilvægu máli fóru skoðanir okkar og vilji ekki saman og lét hann mig heyra að hann væri ekki ánægður með afstöðu mína. Eftir á að hyggja held ég að hann hafí virt það við mig að láta hvorki andóf né andróður trufla niðurstöðu þess máls. Orða- skak eða átök trufluðu Hallgrím ekki til langs tíma. í haust, skömmu áður en Hallgrím- ur fór til erfíðrar læknisaðgerðar til Reykjavíkur, kom hann í heimsókn til okkar hjóna. Hann var að fá frétt- ir af frænda sínum sem þá lá sína banalegu. Það var heil upplifun að fá að sitja með honum um stund. Allir erfiðleikar virtust vera hjóm eitt. Engan bilbug var á honum að fínna, ekkert vol né víl, aðeins horft fram á veginn af fullri jákvæðni og bjart- sýni. Atorkan og kjarkurinn virtist óbugaður. Það er ómetanlegt að fá að kynnast slíkum mönnum og ganga með þeim sömu götu. Með fráfalli Hailgríms Antonssonar mun „æsku- sveitin önnur og smærri sýnast". Ég kveð þennan góða vin hinstu kveðju og votta eiginkonu hans, börnum og systkinum dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lifír. Trausti Þorsteinsson. Einn af þeim sem settu svip sinn á mannlífið á Dalvík síðustu áratug- ina var Hallgrímur Antonsson bygg- ingameistari. Hann hafði á hendi ýmsar framkvæmdir og tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Hann var fæddur á Dalvík 12. apríl 1922 og lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 23. janúar sí. Hallgrímur missti ungur móður sína og fluttist þá ásamt systkinum sínum til föðursystkina sinna að Hrís- um við Dalvík og átti þar heimili í inörg ár. Hallgrímur lærði smíðar á Dalvík og gekk í Iðnskólann á Sauð- árkróki. Við smíðar og ýmiss konar byggingaframkvæmdir starfaði hann lengst af ævinnar. Byggingameistari var hann að mörgum byggingum á Dalvík og nágrenni. Hallgrímur var frumkvöðull í því að byggja og selja íbúðir hér á Dalvík. Hann gerðist snemma verktaki og var óragur að bjóða í verk. í nokkur ár var hann verkstjóri hjá Vita- og hafnamála- stofnun vip hafnaframkvæmdir víða um land. I mörg ár var hann bygg- ingafulltrúi á Dalvík. Hallgrímur sat í sveitarstjórn og átti m.a. sæti í fyrstu bæjarstjórn Dalvíkur 1974-78. Hann fylgdi oft- ast Sjálfstæðisflokknum að málum þó hann færi stundum sínar eigin leiðir. Hallgrími fór betur að standa fyrir stórframkvæmdum og vera verkstjóri en að dútla við fínsmíði. „Ég er enginn sandpappírsmaður" eins og hann lýsti sjálfum sér. Hann átti auðvelt með að setja sig inn í allt sem laut að mælingum og út- reikningum og var fljótur að átta sig á eðli burðarþols og var þar á undan öðrum byggingameisturum hér. Það var aldrei logn í kringum „Hagga“ eins og allir hér kölluðu hann. Hann var óragur að segja álit sitt á mönnum og málefnum og hafði litlar áhyggjur af áliti annarra á framkvæmdum sínum sem vöktu ósjaldan töluvert umtal, en það er háttur framkvæmdamanna, sumt heppnast, annað ekki. Þó hann segði mönnum til „syndanna" á sinn hátt var hann jafnan fljótur til sátta og hló þá gjarnan að fljótfæmi sinnl. Haggi átti auðvelt með að kynnast fólki enda opinn og fróðleiksfús og átti kunningja um allt land. Börn og unglingar hændust mjög að honum og hann hafði ánægju af að tala við þau. Síðustu árin naut hann þess að sjá barnabörnin vaxa úr grasi, en því miður varð sá tími allt of stuttur. Undirritaður naut þess að þekkja hann lengi fyrst sem barn og ungling- ur síðan að fá að starfa hjá honum og oft leitaði ég ráða hans eftir að ég hóf störf hjá Dalvíkurbæ. Þennan frænda minn kveð ég með söknuði og sendi öllum ættingjum samúðar- kveðjur. Sveinbjörn Steingrímsson. Góðvinur minn, Hallgrímur Ant- onsson húsasmíðameistari, er til moldar borinn í dag. í sumar kenndi hann þess sjúkleika, sem nú hefur dregið hann til dauða. Geðríkur mað- ur er horfinn af velli, sem setti svip á umhverfí sitt og bæjarlífíð á Dalvík. Hallgrímur var einstaklings- hyggjumaður og krafðist mikils af sjálfum sér, víkingur duglegur og ósérhlífinn og gustaði af honum. Hann var hugvitsmaður og tókst ótrauður á við ný verkefni sem honum voru hugstæð og lánaðist margt. Hann var um árabil umsvifamikill verktaki og vann að hafnargerð og húsasmíðum. Síðar sneri hann sér að fiskverkun í neytendaumbúðir og hafði gaman af að verka fisk sem öðrum nýttist ekki, hlýra eða gadda- skötu, þorskhausa eða ioðnu, sem hann þurrkaði í hunda- og kattafóð- ur. Hann var í sambandi við innflytj- endur í New York og Þýskalandi. Ég hafði gaman af að koma við hjá Hallgrími og fá harðfiskbita. Þá bar margt á góma því áhugasvið Hallgríms var vítt og hann fór sínar eigin leiðir. Hann var hvorki hvers- dagsmaður í skoðunum né athafna- lífí. Hann var góður sjálfstæðismaður og átti sæti í bæjarstjóm Dalvíkur um skeið. Ég þakka honum vináttu og stuðning að leiðarlokum. Hall- grímur var farsæll í einkalífi og á orði haft hversu barngóður hann var, drengur góður og traustur vinum sín- um. Ég kveð Hallgrím með söknuði. Þessar línur bera þér, Eyvör, börnum þínum og fjölskyldu samúðarkveðjur okkar Kristrúnar. Guð blessi minn- ingu Hallgríms Antonssonar. Halldór Blöndal. A TILBOÐI Eip TIL ALLT AO 11 MÁNAÐA LEGSTEINAR Graníl HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 10-30% afsláttur ef pantað er í febrúar. 15% afsláttur af skrauti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.