Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fékk gríðarþungt troll ofan á sig
þegar krani valt
„Hélt að hver
sekúnda væri
sú seinasta“
TUTTUGU og átta ára gamall
maður, Arnþór Pétursson, slapp
ótrúlega lítið meiddur þegar um
fimm tonna þungt rækjutroll féll
ofan á hann í Reykjavíkurhöfn
um miðjan dag á laugardag. Troll-
ið féll eftir að krani sem var að
flytja það úr togaranum Hákoni
yfir í geymslugám, sporðreistist
undan þunganum og lagðist á
hliðina.
Búið var að svipta þakinu af
gámnum og stóðu Arnþór og fé-
lagi hans uppi á brún hans við
vinnuna.
Gat ekki forðað sér
„Örfáum sekúndum áður en
trollið datt á mig sá ég að eitt-
hvað var óeðlilegt. Ég var á leið-
inni niður af gámnum, við end-
ann, þegar trollið skall á mér. Það
gerðist svo hratt að maður gat
ekkert forðað sér. Ég veit jafnvel
ekki hvort ég var sjálfur á ferð
eða hvort ég hef kastast til við
höggið. Ég reiknaði ekki með að
það kæmi svona hratt, enda vissi
ég ekki þá að kraninn hefði oltið.
Ég fann mikinn sársauka og varð
skelkaður, enda ekki vanur að
lenda í öðru eins. Ég hélt að þetta
væri mitt síðasta,“ segir Arnþór.
Félagi hans sá hins vegar að
vonlaust var að komast undan
trollinu og stökk ofan í botn gáms-
ins. Trollið, sem er um 50-70
metrar í fullri lengd, lagðist að
hluta til yfir gáminn en olli hinum
manninum ekki skaða. Arnþór lá
hins vegar undir farginu í um
ARNÞÓR Pétursson og
dóttir hans Auður Sif.
klukkustund. Það hvfldi aðallega
á höndum hans og höfðinu ofan-
verðu, þar sem hann lá á magan-
um ofan á einum tjakknum sem
notaður var við að taka gáminn
af flutningabílnum. Hann gat hins
vegar hreyft annan fótinn lítil-
lega.
Eitthvað hélt verndarhendi
„Hausinn var aðeins undir en
hefði trollið lent fimm sentimetrum
nær mér hefði ég fengið það ofan
á mitt höfuðið eða bijóstkassann
og þá hefði farið miklu verr.“
Morgunblaðið/Júlíus
ARNÞÓR er talsvert meiddur á annarri hendi, en mildi þykir
að ekki fór verr þegar hann festist undir um fimm tonna
þungu rækjutrolli á laugardag.
Arnþór segir að sjúkrabíll hafí
verið fljótur á vettvang en á með-
an hafí félagar hans stumrað yfir
honum. Hann segir að óttinn sem
greip hann hafí rénað fljótlega
eftir að sjúkraflutningamennimir
sprautuðu hann niður og einn
þeirra sefaði hann með samræð-
um.^
„Ég átti erfítt með að anda
fyrst, var í losti og hélt að hver
sekúnda væri sú seinasta. Ég ró-
aðist þó og öndunin komst í lag
með sprautunni og talinu,“ segir
Arnþór. Björgunarmenn hans
skáru og lyftu þunganum af hon-
um eftir talsverða fyrirhöfn.
Læknar á Borgarspítala segja
að taugar í hægri hendi Amþórs
séu klemmdar, en viðbrögð við
snertingu bendi til að hann fái
mátt að nýju í fínguma. Hann er
hins vegar mjög bólginn og þarf
að glíma við tímabundna lömun.
Að öðru leyti er Arnþór lítið meidd-
ur, aðallega flumbraður. „Ég er
rosalega feginn að ekki fór verr
og held að það sé engin spuming
að eitthvað eða einhver hélt vernd-
arhendi yfír mér,“ segir hann.
Samþykktu samnmg
með fyrirvörum
RONTGENTÆKNAR á Landspít-
ala snera til starfa í gær eftir að
hafa verið frá vinnu í tvo mánuði.
Röntgentæknar hófu störf að nýju
eftir að Ríkisspítalar höfðu sent frá
sér yfirlýsingu þess efnis að ekki
verði höfðað mál á hendur þeim eða
Röntgentæknafélagi ísland fyrir
þeirra hönd, en slík yfirlýsing var
skilyrði þess að stjórn félagsins tæki
samninginn til umfjöllunar. Stjómin
staðfesti síðan í fyrradag samkomu-
lag það sem röntgentæknar á
Landspítala og Ríkisspítalar gerðu
sín á milli 23. janúar sl., með vissum
fyrirvörum þó.
Jóna Gréta Einarsdóttir formaður
RTÍ kvaðst ekki vilja greina frá
hverjir þessir fyrirvarar eru, en þeir
lúti þó meðal annars að yfírlýsingu
Ríkisspítala. í henni hafi verið að
fínna nokkrir liðir sem stjóminni
hafí ekki fallið í geð.
Skilyrði sett
„Þetta er heillangt bréf og í því
var ýmislegt sem .okkur líkaði ekki
alls kostar, þar á meðal ákveðin skil-
yrði fyrir því að hefja ekki málsókn,
og þess vegna setjum við þessa fyrir-
vara. Ef að Ríkisspítalar standa ekki
við sitt, drögum við til baka sam-
þykki okkar á samkomulaginu," seg-
ir Jóna Gréta. „Loforð Ríkisspítala
er hins vegar mjög jákvætt ef það
verður efnt.“
Hún kveðst fagna því mjög að
búið sé að binda enda á átta vikna
langa vinnudeilu og vonast eftir því
að frekari framhald verði ekki á.
Framræsluskurð-
ir stífiaðir og
votlendi búið til
Framkvæmdir hefjast á tveimur til
þremur ríkisjörðum í sumar
UNNIÐ er að því að í sumar verði
hægt að hefjast handa um að end-
urheimta mýrar sem ræstar voru
fram á nokkrum bújörðum í ríkise-
igu sem ekki eru lengur í notkun
til landbúnaðar. Að sögn Björns
Sigurbjörnssonar, ráðuneytis-
stjóra í landbúnaðarráðuneytinu,
er stefnt að því að stífla fram-
ræsluskurði á 2-3 ríkisjörðum í
sumar.
Björn sagði að upphaf málsins
væri það að Árni Waag, formaður
Fuglaverndarfélags íslands, hefði
skrifað ráðuneytinu erindi í sumar
og bent á að margar mýrar á ríkis-
jörðum sem voru ræstar fram á
sínum tíma, væru ekki lengur í
notkun til landbúnaðar. Á hinn
bóginn hefði landið þornað upp svo
að votlendisfuglar og lífríki vot-
lendis væri horfið.
Björn sagði að málið hefði hlot-
ið góðar undirtektir í ráðuneytinu
og hefði verið leitað samráðs við
umhverfisráðuneytið um að velja
2-3 jarðir, þar sem mýrar hafa
verið ræstar fram, til að láta stífla
þar framræsluskurði og sjá hvern-
ig til tækist og hvort votlendi
myndaðist þar að nýju. Stefnt
væri að því að þetta yrði gert í
sumar en ekki væri ljóst um hvaða
jarðir yrði að ræða.
Björn nefndi þó sem dæmi að í
landi Mávahlíðar í Lundarreykjad-
al hefði mýri verið ræst fram í
tengslum við þjóðargjöfina 1974
og síðan hefði verið fylgst ná-
kvæmlega með og skýrslur gerðar
um breytingar sem orðið hefðu á
lífríkinu ár frá ári. Til greina kæmi
að stífla framræsluskurði þar og
fylgjast á sama hátt með hvort
og hvernig votlendið sækti á að
nýju.
Hann sagði að málið yrði unnið
í sátt og samlyndi við bændur.
Um væri að ræða jarðir sem ekki
væri lengur í notkun til landbúnað-
ar og væntanlega yrði leitað sam-
ráðs við búnaðarsambönd um
framkvæmdina.
Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar
Sjöfn í fram-
boð gegn
Grétari Jóni
SJÖFN Ingólfsdóttir, formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkurborg-
ar, segist að sjálfsögðu ætla í fram-
boð gegn Grétari Jóni Magnússyni,
sem uppstillingarnefnd hefur gert til-
lögu um sem formann félagsins.
Sjöfn segir að Grétar Jón sé for-
maður uppstillingamefndar og hann
greiði atkvæði með tillögu þar sem
honum er stillt upp sem formanni.
„Þetta gerðist á síðasta fundi nefnd-
arinnar þegar búið var að ganga frá
öllum öðrum atriðum, eins og upp-
stillingu til stjórnar. Hlutverk upp-
stillingarnefndar er fyrst og fremst
að stilla upp mönnum sem fyrir eru
og hafa gegnt trúnaðarstörfum.
Framboð gegn þeirri uppstillingu
hefur vanalega gerst í framhaldinu.
En tillaga um nafn Grétars Jóns til
formanns kom fram á síðasta fundi
uppstillingarnefndar. Það voru
greidd atkvæði og eins og menn sjá
af tölunum er oddaatkvæðið frá for-
manni nefndarinnar," sagði Sjöfn.
Hún segist ekki vita til þess að
neinn málefnalegur ágreiningur sé
innan félagsins sem geti skýrt þetta
mál. „Ég skal ekkert um það segja
hversu hörð kosningabaráttan verð-
ur en það verður reynt af minni
hálfu að standa heiðarlega að
henni,“ sagði Sjöfn.
Kosning fer fram í febrúar.
------» » ♦------
Biskup íslands
Fallist á
beiðni Flóka
um frestun
BISKUP íslands hefur veitt sr. Flóka
Kristinssyni, sóknarpresti í Lang-
holtskirkju, frest til að skila inn um-
sögn vegna deilnanna í kirkjunni til
14. febrúar.
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður
sr. Flóka, fór fyrir hans hönd fram
á frest til að skila inn umsögninni
til 14. febrúar nk. Um ástæðuna
segir m.a. samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins í bréfí Sigurðar til
biskups að deilan varði að verulegu
leyti grundvallarspurningar um
helgihald í þjóðkirkju íslands og hver
hafi forræði slíkra mála í einstökum
prestaköllum landsins. Biskup hefur
fallist á beiðnina.
Jón Stefánsson, organisti, sagðist
óánægður með að málið væri dregið
á langinn með þessum hætti enda
væri ástandið í kirkjunni engan veg-
inn viðunandi. Ekki var leikið á orgel-
ið í Langholtskirkju við messu á
sunnudaginn.
------» ♦ ♦------
Ráðstefna um
rannsóknir
og nýsköpun
RÁÐSTEFNA Stúdentaráðs um
rannsóknir og nýsköpun hófst í há-
deginu í gær með kappræðu í Odda,
þar sem íjallað var um efnið: Á
menntakerfið að vera undanþegið
niðurskurði.
í hádeginu í dag, þriðjudag, verður
í Lögbergi 101 fjallað um Háskólann
og atvinnulífíð. Fyrirlesarar: Þor-
steinn Gylfason heimspekiprófessor,
„Hinn íslenski hleypidómur er sá að
háskólar séu fyrst og fremst til að
þjálfa fólk til starfa, eins konar út-
ungunarstöðvar fyrir atvinnulífið' •
Þorkell Sigurlaugsson, frani-
kvæmdastjóri Eimskipafélags Is-
lands, „Nemandi í háskóla er að læra
það sem hann telur að muni nýtast
honum í framtíðinni og þá þarf að
hafa þarfír þjóðfélagsins og atvinnu-
lífsins í huga“.
I
>
I
I
I
I
I
i
I
t:
Í
I:
i
(
i
t
Í
4