Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Fjögurra ára gutti veiddi 22 punda lax í gegnum vök
„ Var stærri
en hvalur“
HANN var stærri en hvalur.
Hann var svo stór að hann hefði
getað synt með mig á bakinu,“
segir Stefán Geir Sigfússon,
fjögurra ára gamall Reykvík-
ingur, sem krækti i tuttugu og
tveggja punda lax í Reynisvatni
um helgina. Stefán var í för
með föður sínum og eldri
bræðrum, 12 ára og 9 ára, og
átti sá stutti að leika sér á snjó-
þotu meðan hinir dorguðu í
gegnum vök á ísnum. En það
fór á annan veg.
Stefán heimtaði að fá að
reyna líka við veiðimennskuna
svo að faðir hans, Sigfús Har-
aldsson, batt spún, sem hann
fann, við tveggja og hálfs metra
langt girni og leyfði stráknum
að dorga í gegnum vökina.
Hann veiddi fljótlega tveggja
punda regnbogasilung.
„Fékk áfall“
„Við vorum rétt búnir að
fagria þessum afla og byrjaðir
aftur, þegar hann kallaði í mig
og sagði að það væri eitthvað
þungt fast í girninu. Eg hélt
að þetta væri silungur eins og
hinn og var ekkert að hjálpa
honum nærri strax, en athugaði
þegar á leið hvað væri á seyði.
Þetta var eins og gijót. Girnið
skarst inn I hendurnar á
manni,“ segir Sigfús.
Laxinn synti í hringi en slapp
sem betur fer ekki. „Þegar
hann þreyttist loks stakkst
hausinn upp á yfirborðið og
hann reyndist vera svo stór að
hann rétt slapp í gegnum gatið
á ísnum. Maður fékk áfall þeg-
ar kom í ljós hvers konar
skepna þetta var,“ segir Sigfús.
Laxinn sem kom upp úr kaf-
inu er sá stærsti sem veiðst
hefur í Reynisvatni, en að sögn
Olafs Skúlasonar í Laxalóni
sem selur veiðileyfi í vatnið, er
þar að finna að minnsta kosti
30 punda lax. 50 löxum var
sleppt í vatnið í fyrrahaust.
„Þetta er með ólíkindum og ég
þakka bara fyrir að vökin á
isnum var aðeins minni en
strákurinn," segir hann.
Ólafur tók fiskinn til varð-
veislu í því skyni að reykja
hann fyrir veiðimanninn, sem
kveðst ætla að borða hann þótt
hann hafi „aldrei borðað fisk
sem er veiddur í vatni“.
Bikar í sjónmáli
I yor verður veittur bikar
Meistaramóts Reykjavíkur í
dorgveiði fyrir stærsta fisk sem
veiðist yfir veturinn. Bikarhaf-
inn í fyrra stærði sig af sex og
hálfs punds þungum fiski,
þannig að ljóst má vera að Stef-
án er sigurstranglegur.
Aðspurður um hvort honum
hafi ekki þótt laxinn sterkur
og erfiður viðureignar svarar
Stefán Geir því neitandi.
„Hann var ekki með neinar
hendur."
Morgunblaðið/Emilía
STEFÁN Geir með fenginn, 22ja punda lax úr Reynisvatni.
Góð þátttaka í útboði
Lánasýslu ríkisins
Vaxta-
lækkunar
vænst á
næstunni
LÁNASÝSLA ríkisins bauð eig-
endum 5 ára spariskírteina frá
árinu 1991 upp á þá nýbreytni í
gær að gera tilboð í vexti nýrra
spariskírteina um leið og þeir inn-
leystu þau gömlu. Viðbrögð við
þessari nýjung voru framar öllum
vonum, að sögn Péturs Kristins-
sonar hjá Lánasýslunni, og tókst
að endurfjármagna um 67% af
þeim skírteinum sem koma til inn-
lausnar þann 1. febrúar með þess-
um hætti.
Ávöxtunarkrafa breytist lítið
Ávöxtunarkrafa spariskírteina
breyttist lítið frá því sem verið
hefur og segir Sigurður B. Stef-
ánsson, framkvæmdastjóri Verð-
bréfamarkaðar íslandsbanka, að
vænta megi um 0,3% vaxtalækk-
unar á vöxtum húsbréfa í kjölfarið
á þessari niðurstöðu. Hann segir
að vextir spariskírteina muni
væntanlega fylgja í kjölfarið.
Sigurður segir jafnframt að
munurinn á ávöxtunarkröfu spari-
skírteina og húsbréfa sé óeðlilega
lítill um þessar mundir. Spariskír-
teini beri yfirleitt um 0,25% lægri
vexti en húsbréf, en munurinn sé
talsvert minni nú. Hann treystir
sér þó ekki til að spá um hvort
vextir spariskírteina muni lækka
umfram vexti. húsbréfa á næst-
unni.
■ Reiknað með/16
Fundurinn í London um Reykjaneshrygginn
ESB með nýja tillögu
um úthafskarfann
Sálfræðideild
skóla í Reykjavík
Tilvísanir
hafa tvö-
faldast
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
800-1000 börnum verið vísað til
sálfræðideildar skóla á Fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkur. Hefur
fjöldi þeirra tvöfaldast frá árunum
1975-83 þegar um 400 nemendum
að meðaltali var vísað til stofn-
unarinnar. Heildarnemendafjöld-
inn hefur á sama tíma aukist úr
12.800 í 14.200. Stöðugildum sál-
fræðinga hefur ekki fjölgað þessi
20 ár.
Ástæður tilvísana eru aðajlega
hegðunarvandamál eða slök náms-
frammistaða. Að sögn Víðis Krist-
inssonar, forstöðusálfræðings hjá
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, er
ineira um að yngri nemendum sé
vísað til sálfræðideildar vegna þess
að á því stigi eru úrræðin fleiri en
tiltækum úrræðum fækkar þegar
komið er á unglingastigið. Flestar
tilvísanir koma frá skólum eða
60-65% en aðrar frá foreldrum eða
ýmsum stofnunum.
■ Sálin í ólagi/26
Morgunblaðið/Ásdís
Lífsgleði
VEÐRIÐ hefur leikið við lands-
menn í vetur og veðurblíða eins
og verið hefur að undanförnu stytt-
ir óneitanlega svartasta skamm-
degið. Börnin eru söm við sig
hvernig sem viðrar og nota hvert
tækifæri til þess að bregða á leik.
FULLTRÚAR Evrópusambandsins á
fundi Norðaustur-Atlantshafsfisk-
veiðinefndarinnar, NEAFC, lögðu
fram nýja tillögu í viðræðum um
skiptingu á úthafskarfastofninum á
Reykjaneshrygg. Tillagan gerir ráð
fyrir að 70% skiptingarinnar byggist
á veiðireynslu. Guðmundur Eiríks-
son, formaður íslensku samninga-
nefndarinnar, sagði að ísland gæti
ekki sætt sig við þá hugmyndafræði
sem tillagan byggðist á.
Á fundi NEAFC í London í gær
voru lagðar fram þær tvær tillögur
sem áður hafa komið fram á fundum
nefndarinnar. Önnur er tillaga ís-
lands, Færeyja og Grænlands. Hún
gerir ráð fyrir að leyft verði að veiða
150 þúsund tonn úr stofninum, ís-
land fái tæplega 59 þúsund tonn,
Færeyjar og Grænland fái sameigin-
lega tæp 57 þúsund tonn, Evrópu-
sambandið rúm 6 þúsund tonn, Nor-
egur 4 þúsund tonn, Rússland rúm
17 þúsund tonn og aðrir tæp 7 þús-
und tonn. Rússar vilja að eingöngu
verði byggt á veiðireynslu, sem þýddi
að í hlut Islands kæmu um 27 þús-
und tonn en um 65 þúsund tonn í
hlut Rússlands.
Fulltrúar Evrópusambandsins
lögðu í gær fram nýja tillögu. Hún
gerir ráð fyrir svipaðri heildarveiði
og hinar tillögurnar, 150-155 þús-
und tonnum. Samkvæmt tillögunni
eiga 30% kvótans að skiptast jafnt
á milli strandríkjanna, íslands,
Grænlands og Færeyja, og 70% eft-
ELLEFU erlendir nemendur frá sjö
löndum stunda nú nám í hrossa-
rækt á Hólum í Hjaltadal. Á Hólum
er lögð megináhersla á hrossarækt,
hestamennsku, fiskeldi og vatna-
nýtingu. „Margir nemenda sem hér
stunda nám í hestamennsku tengj-
ast ferðaþjónustu með einum eða
öðrum hætti. í ráði er að taka hér
upp kennslu og námskeiðahald í
ir veiðireynslu í fyrra. Á síðasta ári
veiddu íslensk skip um 30 þúsund
tonn, en árið 1994 var veiði þeirra
rúmlega 50 þúsund tonn.
„Þetta er hugmyndafræði sem við
getum ekki samþykkt, en við munum
ræða þetta áfram,“ sagði Guðmund-
ur Eiríksson um tillögu ESB. Hann
sagði ólíklegt að samkomulag tækist
um skiptingu á fundi NEAFC í dag.
sérhæfðri ferðaþjónustu til sveita.
Hestamennskan og nýting á veiði
í ám og vötnum er mjög samtvinn-
uð ferðaþjónustunni, er hluti af
þeirri starfsemi sem fellur undir
ferðaþjónustu," segir Jón Bjarnason
skólastjóri í samtali við Morgun-
blaðið
■ Glímtvið/40
Ellefu útlendingar
læra hrossarækt