Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stórfjölskylda fremst í röðinni eftir afsláttarferðum SL
„SONUR minn stóð í röðinni til
að kaupa miða til Dublinar í
fyrra. Hann stakk svo upp á því
að við myndum halda hálfgert
fjölskyldumót á Benidorm í sum-
ar. Við hringdum í alla og sögð-
um að þeir yrðu að vera dugleg-
ir að standa í röðinni ef þeir vildu
vera með. Fyrstu komu hingað
kl. 9 á mánudagskvöld. Vaktirn-
ar hafa svo gengið koll af kolli,“
sagði Sonja Gestsdóttir, sú fyrsta
í röðinni fyrir framan Samvinnu-
ferðir Landsýn, í gær.
Sonja og fjölskylda hennar
ætla að festa kaup á 20 farseðlum
á tilboðsverði til Benidorm þegar
ferðaskrifstofan opnar í dag. „í
hópnum eru foreldrar mínir,
fjögurra manna fjölskylda mín,
sex manna fjölskylda systur
minnar og átta manna fjölskylda
bróður míns. Eg held að 30 mið-
Fjölskyldu-
mót á
Benidorm
ar séu í boði til Benidorm og við
kaupum 20 af þeim,“ sagði Sonja.
Hún hafði setið sex og hálfan
tíma undir vatnsþéttu plasti í
rigningunni fyrir utan ferða-
skrifstofuna og var í þann mund
að skipta við annan fjölskyldu-
meðlim þegar rætt var við hana
síðdegis.
Styrkir fjölskylduböndin
Sonja og aðrir fjölskyldumeð-
limir í röðinni létu engan bilbug
á sér finna. „Andinn í röðinni er
góður og við höfum haldið okkur
uppi á kóki. Kókið hefur gefið
okkur mikla orku og kraft,“
sagði hún með brós á vör. Hún
sagði að fjölskyldunni hefðu
fundist tilvalið að fara saman í
utanlandsferð til að styrkja fjöl-
skylduböndum og ætlunin væri
að slappa af og skemmta sér.
„Við ætlum að hafa ofsalegt fjör,
spila á gítar og harmóniku,"
sagði hún.
Fjölskyldan og nokkrar viljug-
ar hjálparhellur í röðinni. Frá
vinstri er Anna Olafsdóttir með
Aron Snæ Arnarsson, Sara Arn-
arsdóttir, Sonja Gestsdóttir, Nína
Haraldsdóttir, Áslaug Eggerts-
dóttir, Svava Magdalena Arnars-
dóttir, Ægir Þór Ægisson, Arnar
Arnarsson og Nada Sigríður
Dokic.
Morgunblaðið/Asdís
BEÐIÐ eftir sumrinu 96
Lögregluslj órinn í Reykjavík vill rýmka lagaheimildir um hleranir við rannsóknir sakamála
BÖÐVAR Bragason, lögreglustjóri
í Reykjavík, segist telja rétt að skoða
hvort rýmka eigi heimildir lögregl-
unnar til að hlera samtöl manna við
rannsókn sakamála. Hann segir að
símahleranir séu gagnlegt rann-
sóknarúrræði og hafi komið að miklu
gagni við rannsókn fíkniefnamála,
en það er nær eingöngu við rann-
sókn slíkra mála sem hleranir hafa
verið notaðar hér á landi.
I síðustu viku lagði dómsmála-
ráðherra fram svar á Alþingi við
fyrirspurn frá Svavari Gestssyni
alþingismanni um símahleranir. í
svarinu kom fram að frá 1. júní
1992 til ársloka 1995 voru kveðnir
upp 29 úrskurðir um símahleranir
og 42 símanúmer voru hleruð.
Lagaákvæði um símahleranir er
að finna í lögum um meðferð opin-
berra mála frá árinu 1991. Þar seg-
ir að heimilt sé, að undangengnum
úrskurði héraðsdóms, að hlera síma
manna ef „að ástæða sé til að ætla
að upplýsingar, sem skipt geta
miklu fyrir rannsókn máls, fáist
með þessum hætti og að rannsókn
beinist að broti sem varðað getur
að lögum átta ára fangelsi eða rík-
ir almannahagsmunir eða einka-
hagsmunir krefjist þess“.
Aður en lögreglan má hlera síma
þarf hún að fá úrskurð frá héraðs-
dómi. í úrskurðinum er tekið fram
til hvað langs tíma heimilt er að
hlera síma þess sem úrskurðurinn
beinist að. Telji lögreglan ____
sig þurfa lengri tíma ber
henni að sækja um nýjan
úrskurð. I þeim málum
sem komið hafa upp síðan
1. júlí 1992 hefur lengst
verið veitt heimild til að ——
hlera síma í 2 mánuði og að meðal-
tali í 29,5 daga.
Eingöngu notað í
fíkniefnamálum
Böðvar sagði að eftir því sem
hann best vissi væru símahleranir
Símahleranir ein-
göngxi notaðar í
fíkniefnamálum
42 símanúmer
voru hleruðá
síðustu þrem-
ur árum
eingöngu notaðar við rannsókn
mála þar sem grunur væri um fíkni-
efnabrot. Sigurður Tómas Magnús-
son, deildarstjóri í dómsmálaráðu-
neytinu, sagði að ástæðan fyrir
þessu væri sú að lögin krefðust þess
að ekki mætti beita símahlerunum
nema í málum sem grunur léki á
broti er varðaði átta ára' fangelsi.
Það væri því ekki nema í fíkniefna-
málum, morðmálum, nauðgun-
armálum eða málum sem vörðuðu
öryggi ríkisins, sem til álita kæmi
að beita símahlerunum. Við rann-
sókn í morð- og nauðgunarmálum
væri y firleitt ekki þörf á að nota
símahleranir. Mál sem vörðuðu ör-
yggi ríkisins væru afar fátíð og
dómsmálaráðuneytinu væri ekki
kunnugt um að óskað hefði verið
_________ eftir símahlerunum í siík-
um málum.
Ólafur Tómasson, póst-
og símamálastjóri, sagði
að allir dómsúrskurðir um
_________ símahleranir kæmu inn á
sitt borð og hann fæli
þröngum hópi manna að tengja síma
við hlerunartækin. Lögreglan sæi
síðan um sjálfa hlerunina.
Því hefur verið haldið fram að í
lögreglustöðinni við Hverfisgötu í
Reykjavík væri símstöð eða tækja-
búnaður til símahlerunar og að lög-
reglan notaði þennan búnað. Böðv-
ar Bragason vísaði þessu á bug og
sagði að lögreglan nyti aðstoðar
starfsmanna Pósts og síma við að
tengja hlerunarbúnaði við síma þeg-
ar úrskurður um símahlerun hefði
fengist frá héraðsdómi.
Gögn eyðilögð
Samkvæmt lögum á að eyði-
leggja hljóðupptökur sem aflað er
í þágu rannsóknar máls jafnskjótt
og þeirra er ekki lengur þörf. Lögin
gera jafnframt ráð fyrir að tilkynna
skuli þeim sem símahlerunin beind-
ist gegn um úrskurð héraðsdóms
eftir að máli hans er iokið. Lögin
segja að úrskurðinn skuli birta hin-
um grunaða svo fljótt sem verða
má „þó þannig að það skaði ekki
frekari rannsókn málsins“. Sigurð-
ur Tómas sagði að þessi varnagli
gæfi rannsóknaraðilum nokkuð
svigrúm til að túlka það hvenær
þeim hentaði að birta hinum grun-
aða úrskurðinn.
Böðvar sagðist ekki vita til þess
að dómstólar hefðu hafnað beiðni
lögregluyfirvalda um símahleranir.
Það kynni þó að vera að það hefði
gerst í öðrum lögregluumdæmum.
Hann sagðist vera þeirrar skoðunar
að hleranir hefðu verið notaðar
hóflega og ekki að nauðsynjalausu.
Ekki heimilt að hlera íbúðir
Lögin heimila lögreglu að hlera
samtöl manna sem eiga sér stað á
almannafæri eða á svæði sem al-
menningur á aðgang að. í þeim til-
vikum þarf ekki að vera fyrir hendi
grunur um brot sem varðar a.m.k.
átta ára fangelsi. Þetta rannsóknar-
úrræði hefur verið notað hér á landi,
t.d. í stóra kókaínmálinu svokallaða,
sem upp kom á árinu 1994. Sann-
ana var aflað í málinu með hljóð-
nema sem komið var fyrir á grunuð-
um einstaklingi. Lögin gefa lögreglu
ekki fortakslausa heimild til að óska
eftir úrskurði um að hlusta á og
hljóðrita samtöl á heimilum manna.
Böðvar Bragason sagðist telja rétt
að skoða hvort ekki væri rétt að
veita lögreglunni þessa ___________
heimild.
„Það er augljóst að eft-
ir því sem meira er um
þetta rannsóknarúrræði
fjallað í fjölmiðlum og ___________
manna á meðal því ónýt-
ara verður það. Við höfum því haft
þá stefnu að ræða sem minnst um
þessi mál. Við látum okkur nægja
það sem sést þegar málin koma upp
í héraðsdómi þegar beðið er um úr-
skurð. Að öðru leyti höfum ekki vilj-
að um þau ræða.
Hleranir
gagnlegt
rannsóknar-
úrræði
Ég tel að þetta hafi reynst gagn-
legt rannsóknarúrræði og það er
spurning hvort ekki ætti að'gariga
lengra í heimildum af þessu tagi.
Ég tel tímabært að ræða það í
fullri alvöru hvort að það eigi að
vera í lögum heimildir fyrir frekari
aðgerðum til hlustunar en nú er.
Ég á þar við svokallaða herbergja-
hlustun. Það eru uppi um það radd-
ir að slíkt leiði til betri árangurs
við rannsókn mála,“ sagði Böðvar.
Böðvar sagði að löggjöf í mörg-
um nágrannalöndum okkar hafi að
geyma heimildir til herbergjahlust-
unar. Sumar Norðurlandþjóðirnar
hefðu gengist inn á þessa leið.
Ókunnugt um hleranir á
vegum annarra ráðuneyta
í fyrirspurn Svavars Gestssonar
er dómsmálaráðherra spurður
hvort utanríkisráðuneytið hafi látið
hlera síma og af hvaða tilefni ef
slíkt hafi verið gert. í svarinu seg-
ir að dómsmálaráðuneytinu sé ekki
kunnugt um neinar aðrar símahler-
anir en þær sem greint er frá í
svarinu.
Sigurður Tómas sagði að dóms-
málaráðuneytið hefði ekki lagt
fram fyrirspurn til utanríkisráðu-
neytisins um þetta mál. Hann sagði
að það væri alveg skýrt að allar
símahleranir, aðrar en þær sem
leyfi hefði fengist fyrir frá dómstól-
um, væru ólöglegar. Dómsmála-
-------- ráðuneytið hefði ekki
nokkra ástæðu til að
halda að utanríkisráðu-
neytið eða annað ráðu-
neyti stæði að ólöglegum
aðgerðum eins og síma-
hlerunum.
Helgi Ágústsson, ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði
að engar símahleranir væru stund-
aðar í utanríkisráðuneytinu og sér
væri ekki kunnugt um að símahler-
unum hefði nokkru sinni verið beitt
á vegum þess.