Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LIFTÆKNIKEMST Á SKRIÐ ISLENZKUR líftækniiðnaður hefur slitið barnsskónum og nú í ár er vonast til þess, að líftæknifyrirtækið Genís hf. skili hagnaði í fyrsta sinn. Það var stofnað fyrir sjð árum af Háskóla íslands, Iðntæknistofnun, tveimur lyfjafyrirtækjum og íslenzka Járnblendifélaginu til að koma á markað vörum, sem framleiddar eru í framhaldi af umfangsmiklum rannsókn- um á hitakærum örveirum. Genís hefur lokið þróun á fyrstu fullnaðarafurð sinni, sem er ensím, sem hefur einstaka eigin- leika til erfðarannsókna. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að umræður hóf- ust hér á landi fyrir rúmum áratug um þá miklu möguleika, sem líftæknin geti fært íslendingum í útflutningi á afurðum hátækniiðnaðar. Milljarðatekjur fyrir þjóðarbúið sáust í hill- ingum, en í ljós hefur komið að mjög kostnaðarsamar og tíma- frekar rannsóknir færustu vísindamanna þarf áður en slíkt getur orðið að veruleika. Að baki fyrstu fullnaðarafurð Genís er margra ára þrot- laust rannsóknarstarf og hefur það verið kostað af innlendum og norrænum styrkjum, svo og fé frá hluthöfum. Ensímið, sem Genís hefur þróað, er alger nýjung og verður notað við raðgreiningu á genum við erfðarannsóknir. Verður sótt um alþjóðlegt einkaleyfi á uppfinningunni. Verðmæti framleiðsl- unnar er mikið og með henni hefur verið brotið blað í starf- semi Genís, sem fram að þessu hefur einkum selt þekkingu og tekið að sér sérverkefni fyrir erlenda aðila. í Efna- og líftæknihúsinu að Keldnaholti fara fram allviða- miklar líftæknirannsóknir á vegum Iðntæknistofnunar, stofn- erfðarannsóknir á fiskum á vegum Hafrannsóknarstofnunar og svo starfa þar fyritækin Genís og íslenzk fjallagrös hf., sem selur heilsuvörur. Jakob Kristjánsson, forstöðumaður líf- tæknideildar Iðntæknistofnunar og brautryðjandi á sviði líf- tæknirannsókna hér, segir, að á ýmsu hafi gengið fyrstu tíu árin. Framundan séu bjartari tímar, þegar litið sé til þekking- argrunns, sem byggður hafi verið upp í landinu. „Ég yrði ekki hissa,“ segir Jakob, „þótt að fimm árum liðnum verði líftækniiðnaðurinn farinn að velta minnsta kosti hálfum millj- arði á ári.“ Full ástæða er til að halda áfram þróun þessarar nýju at- vinnugreinar af fullum krafti, þótt bið kunni að verða á tilætl- uð.um árangri. MENNTUN OG GÆÐI SKÝRSLA eftirlitsmanns breska skólakerfisins kom út í síðustu viku. Þar kemur m.a. fram að 40% breskra gagn- fræðaskóla uppfylla ekki þær kröfur, sem nemendur eiga heimtingu á. Kennsla í fimmtu hverri kennslustund í breska skólakerfinu er slök. Þekkingu nemenda í reikningi og staf- setningu er sérstaklega ábótavant. Þessi könnun, sem byggir á fjögur þúsund eftirlitsferðum í breska skóla, kemur nokkrum dögum á eftir hroðalegri út- komu í samræmdum prófum í Bretlandi. Helmingur ellefu ára nemenda stóðst fekki þær kröfur sem gerðar voru. Verst er ástandið hjá nemendum á aldrinum sjö til ellefu ára en staðan er einnig slæm hjá ellefu til fjórtán ára nemend- um og sú skýring gefin að bestu kennararnir séu látnir sjá um aðra aldurshópa. Kennsluaðferðir eru sagðar ekki nægilega góðar í helmingi barnaskóla og um þriðjungi gagnfræðaskóla. Gæðaeftirlitsmenn kenna ekki síst „tískuaðferðum“ við kennslu um hversu slæmt ástandið sé í raun. Kennarar og samtök þeirra benda aftur á móti á að það sé einföldun að kenna kennurum fyrst og fremst um ástandið. Margir aðrir þættir komi til. Þessar upplýsingar eru sláandi. Þrátt fyrir það hefur breska menntakerfið þokkalega gott orð á sér í Evrópu. Þetta vekur jafnframt upp spurningar hvernig ástandið sé í öðrum löndum, þar á meðal íslandi. Er ekki ástæða til að fylgjast með gæðum kennslu og menntunar með reglubundn- um hætti líkt og byrjað er að gera í Bretlandi? Er ekki ástæða til að efna til opinberra umræðna á grundvelli slíkra upplýs- inga um hver hafi verið og hver eigi að vera þróun íslenska menntakerfisins? Kannanir hér á landi hafa bent til að ýmsu sé ábótavant, til að mynda varðandi lestrarkunnáttu barna. Ein skýring kann að vera sú að „tískuaðferðir" við kennslu hafi ekki reynst jafn vel og hefðbundnari aðferðir. Önnur er eflaust sú að kennarastarfið er ekki jafn eftirsóknarvert og vel metið og það var fyrir nokkrum áratugum. Grunnskólamenntun er mikilvægasta veganestið sem ung- menni fá á ferð sinni inn í lífið. Sé því veganesti ábótavant hefur það alvarlegar afleiðingar í för með sér, ekki einungis fyrir einstaklinga heldur þjóðfélagið í heild. + Umræðan í Þýskalandi í kjölfar flugslyssins í Puerto Plata r .— 1 r Flugmálastj óri segir Birgenair-vélina hafa komið hingað á flugnúmeri TAESA Reglur hertar svo vélar komi ekki í leyfisleysi ÞORGEIR Pálsson, flug- málastjóri, segir að það hljóti að vera meginverk- efni íslenskra yfirvalda að koma í veg fyrir að það endurtaki sig að hingað komi flugvélar án til- skilinna leyfa. Hann segir fáar regl- ur að styðjast við um slík mótmæli, enda sé sem betur fer afar sjald- gæft að ekki sé sótt um leyfi fyrir leiguflug. Flugmálastjóri segir að á þingi Alþjóða flugmálastofnunarinnar síð- astliðið haust hafi verið samþykkt að stofnunin beitti sér af alefli fyrir auknu öryggi í flugi. „Stofnuninni var komið á laggirnar árið 1944 og hún hefur gefið út ákveðna öryggis- staðla og tilmæli. Þegar ríki gerist aðili að stofnuninni undirritar það sáttmála og skuldbindur sig til að fylgja þessum reglum. Eiginlegt eft- irlit af hálfu Alþjóða flugmálastofn- unarinnar með að þau sinni því er ekki sterkt, en ríki eiga að tilgreina öll frávik frá stöðlum og að hvaða leyti þau geti ekki uppfyllt kröfurn- ar. Meginreglan innan þessa sam- starfs, sem flest ríki heims taka þátt í, er gagnkvæmni, þ.e. eitt ríki á að geta treyst því.að annað fari að settum reglum.“ Upplýsingar víða að fá Aðspurður hvernig íslensk flug- málayfirvöld færu að því að fá stað- fest að félag uppfylli kröfur og að veita ætti því leyfi til að fljúga hing- að til lands, ef ekkert heildareftirlit er með flugrekstri, segir Þorgeir að upplýsingar sé víða að fá. „Við höf- um samband við loftferðayfirvöld viðkomandi landa, en einnig við samstarfsaðila innan Evrópusam- taka loftferðaeftirlita og skrifstofu þess sambands, og eigum einnig gott samstarf við bandarísku flug- málastofnunina. Við getum því víða fengið greið svör við spurningum.“ Þorgeir er inntur eftir því hvort ekki séu ákveðnar reglur um hvar eigi að leita upplýsinga og hvaða upplýsingar teljist fullgildar, eða hvort slíkt eftirlit byggist á góðu sambandi við ákveðnar stofnanir. „Við erum fullgildir aðilar að Evr- ópusamtökum loftferðaeftirlita og eigum samstarf við loftferðaeftirlit í öðrum heimshlutum. Þessir aðilar eru auðvitað til þess bærir að svara þessu og það gerist eftir opinberum leiðum. Þetta er ekki spurning um einhvern kunningsskap, heldur skipulögð og traust samtök. Ég get íslensk yfírvöld taka ákvörðun um það síðar í vikunni til hvaða aðgerða verður grípið vegna þess að mexíkóska flugfélagið TAESA lét undir höfuð leggjast að sækja um leyfi fyrir flug vélar tyrkneska félagsins Birgenair hing- að til lands. Ekki hefur fengist staðfest að Birgenair hafí haft heimild til að fljúga til Þýskalands, en þangað fór vélin í sömu ferð. nefnt því til stuðnings, að evrópsku samtökin, sem heita JAA, Joint Aviation Authorities, starfa að sjálf- sögðu innan þess ramma, sem Al- þjóða fiugmálastofnunin setur, en , útfærir reglurnar nánar og setur staðla, meðal annars með tilliti til landsfræðilegra atriða, sem öll að- ildarríki JAA gangast undir. Inn- tökuskilyrði JAA eru mjög ströng og við erum mjög ánægðir með að ísland skuli hafa fengið aðild. Tyrk- ir eru ekki innan JAA.ý „Svartur listi“ Bandaríkjamanna Bandaríkjamenn hafa undanfarin tvö ár tekið saman lista yfir ríki, sem þeir telja að standi sig mjög illa eða slaklega í eftirliti með flugi. Þeir skipta ríkjum í þrjá flokka og í þeim fyrsta eru ríki þar sem eftir- lit með flugi telst mikið og gott, í öðrum flokki eru ríki þar sem ýmis- legt er aðfinnsluvert og í þeim þriðja eru ríki sem Bandaríkjamenn telja alls ekki uppfylla kröfur um flug- öryggi. Bandarísk yfirvöld hafa meinað öllum flugvélum frá síðast- nefndu ríkjunum að fljúga til Banda- ríkjanna. I þessum þriðja flokki eru ýmis ríki Suður- og Mið-Ameríku og Afríku. Eitt þessara ríkja er Dóminíska lýðveldið, en önnur eru t.d. Belize, Gambía, Gana, Haíti, Hondúras, Níkaragúa, Paragvæ, Urúgvæ og Zaire. Eitt þeirra ríkja sem Bandaríkja- menn telja til 2. flokks, er Tyrk- land. Það þýðir að Bandaríkjamenn eru ósáttir við frammistöðu Tyrkja í flugöryggismálum, en telja þó ekki svo miklu ábótavant, að ástæða sé til að banna flug tyrkneskra véla til landsins. Þorgeir staðfestir að Tyrkland sé á lista Bandaríkjamanna. „Það hef- ur ekkert annað ríki, mér vitanlega, ákveðið opinberlega að beita svona lista, enda er þessi herferð Banda- ríkjamanna mjög umdeild og sumir telja þá ganga of langt. Hins vegar hafa menn listann til hliðsjónar. Bandaríkjamenn líta til loftferða- yfirvalda í viðkomandi ríki og ef þau uppfylla ekki kröfur þeirra fær eng- in vél frá því ríki að fljúga til Banda- ríkjanna. Ef menn taka sig á falia þeir hins vegar af listanum." Hvert ríki ber ábyrgð á vélum skráðum þar Boeing 757-þota tyrkneska flug- félagsins Birgenair, sem fórst fyrir viku, var í Puerto Plata í Dóminíska lýðveldinu, þ.e. þar var þotan oftast og fór þaðan til hinna ýmsu leigu- verkefna, s.s. í Mexíkóflug með ís- lendinga fyrir TAESA. Þorgeir seg- ir að hvert ríki eigi að hafa eftirlit með þeim flugvélum, sem þar eru skráðar, hvar sem þær eru niður komnar í heiminum. „Til saman- burðar get ég nefnt, að íslensk flug- málayfirvöld hafa eftirlit með þotum Atlanta, sem eru um allan heim. Flugvélar hlíta ákveðnu eftirlits- kerfi og Loftferðaeftirlitinu berast staðfestar upplýsingar um hvernig því eftirliti hafi verið háttað og getur gripið inn í ef þörf er talin á. Ekkert kerfi er hnökralaust, en með þessu móti höfum við þó yfir- sýn yfir ástand mála.“ íslendingar skipta við traust félög í gær hafði Þorgeir ekki hand- bæran lista yfir þau leiguflugfélög sem tekið hefðu að sér að fljúga fyrir íslenska aðila, þ.e. Flugleiðir og ferðaskrifstofur, en sagði að aldr- ei hefði komið upp sú staða, að ekki væri sótt um leyfi fyrir leigu- flugfélag og hann kannaðist ekki við að íslensk fyrirtæki hefðu nokk- urn tímann samið um slíkt flug við aðila, sem flugmálayfirvöld teldu á einhvern hátt varasama. „Undanf- arið hafa TAESA og Canada 3000 flogið hingað og TAESA í raun all- ar götur frá 1994. Það er stórt fé- lag, með öll sín gögn í lagi og við höfum ekki haft ástæðu til að ætla að mexíkósk flugmálayfirvöld sinntu ekki sínu hlutverki sem skyldi." Þorgeir segir að í Evrópu sé munur á leiguflugfélögum og áætl- unarflugfélögum sáralítill, því sömu öryggiskröfur séu gerðar til allra flugfélaga_ og það eigi við hér á landi. Það sé þó ekki að ástæðu- lausu sem alþjóðleg flugmálayfir- völd hafi hvatt til aukins eftirlits, þó íslendingar standi vel að vígi. Hér þurfi þó enn að auka eftirlit, þvi það hafi komið á óvart að hing- að hafi komið tyrknesk flugvél, í ’stað mexíkóskrar. Sú tyrkneska hafi verið undir flugnúmeri þeirrar mexíkósku, svo yfirvöld hér hafi ekki átt möguleika á að sjá hið rétta fyrr en vélin lenti og ekki séu sér- stakir eftirlitsmenn á flugvöllum til að fylgjast með slíku. „Við verðum að gera einhveijar ráðstafanir til að fylgjast með því að vélarnar séu frá þeim félögum, sem við teljum þær vera frá og að þær fái ekki afgreiðslu hér nema þær hafi sótt um tilskilin leyfi. Að vísu er ekki fljótséð hvernig því verður best háttað, en þetta eftirlit þarf að herða.“ Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, segir að því fari fjarri að öll kurl séu komin til grafar vegna komu Birgenair-vélarinnar hingað til lands. „Við höldum áfram að safna að okkur öllum upplýsingum um málið, ekki síst að því er varðar tyrkneska flugfélagið. Við höfum farið fram á að fá staðfestingu á því að það hafi haft heimild til flugs í Þýskalandi, en svar hefur ekki borist frá Þjóðveijum. Þegar við höfum þessar upplýsingar í höndum munum við, í samráði við sam- gönguráðuneytið, taka ákvörðun um til hvaða ráðstafana verður gripið. Það verður hins vegar ekki látið átölulaust að hingað komi erlendar vélar í leyfisleysi.“ W W o RYGGI í leiguflugi hefur verið eitt helsta umfjöll- unarefni þýskra fjölmiðla eftir að 189 létust er Boeing 757 þota tyrkneska flugfé- lagsins Birgenair fórst skömmu eft- ir flugtak frá Puerto Plata í Dóm- inikanska lýðveldinu. Neytendur gera kröfur um sífellt lægri fargjöld en bent hefur verið á að þegar kom- ið er niður fyrir ákveðið mark hljóta lágu fargjöldin að verða á kostnað ekki bara gæða og þæginda heldur einnig öryggis: Gífurleg aukning hefur orðið á leiguflugi frá Þýskalandi til fjar- lægra á sólarstranda. Á fimm ára tímabili hefur fjöldi farþega nær tvöfaldast. Staðir sem áður var það langt að fljúga til að ferðir þangað voru einungis á færi fárra, s.s. Flórida og eyjur í Karíbahafi, eru nú vinsælir ferðamannastaðir sem hægt er að komast til fyrir tiltölu- lega lágt verð. Til fjarlægra landa fyrir fjallahjólsverð Ferðaskrifstofur bjóða pakka- verðir á oft ótrúlega lágu verði og neytendur velta því sjaldan fyrir sér hvað felist á bak við hið lága verð. „Þegar peningarnir eru af skornum skammti spara menn þar sem síst er tekið eftir því nefni- lega á flugörygginu," segir Klaus Neufeldt hjá þýsku flugmálastjórninni í samtali við tímaritið Der Spiegel. Talsmaður þýsku flugmannasam- takanna Cockpit bendir á að nú geti fólk ferðast til fjarlægra landa fyrir sama verð og fjallahjól myndi kosta. Flugmenn hafa löng- um varað við slæmu ástandi ekki síst í leigu- flugi og fyrir nökkrum vikum vöruðu Cockpit- samtökin við því að í loft- inu fyrir ofan Þýskaland væri allt að fyllast af „fljúgandi ruslafötum". Fjölmargar þotur, sem skráðar eru í Afríkuríkj- um, Mið-Ameríku eða fyrrum Sovétlýðveldum, uppfylla alls ekki þær gæðakröfur sem gerðar eru á Vest- urlöndum. Viðhaldi á vélunum er ábótavant, tæknilega séð eru þær á köflum úreltar og flugmannasamtökin segja að jafnframt sé starfsfólk sumra flugfélaga illa þjálfað. Vandamálið sé ekki síst að enginn viti í raun í hvaða tæknilega ástandi vélar sumra flugfélaga séu. Þá sé hvíldartími áhafna í mörgum tilvik- um alls ekki virtur og oft séu flug- menn látnir fljúga þar til þeir detta nánast út af vegna þreytu. Að mati Spiegel liggur sökin ekki einungis hjá flugfélögum heldur einnig stjórnvöldum, sem ekki hafa gripið í taumana. Nefnir tímaritið sem dæmi að bifreiðum sem ekki uppfylla öryggiskröfur sé vísað frá við landamæri Þýskalands en á stór- um flugvöllum á borð við Frankfurt lendi flugvélar með slitin og nær ónýt lending- arhjól og dæmi séu um að leiðslur hafi verið límdar saman með bráða- birgðaviðgerð. Oft eigi flugmenn, ekki síst frá fyrrum Austantjalds- ríkjum, í stökustu vandræðum með að gera sig skiljanlega á ensku í samræðum við flugturninn. Vilja strangari reglur Samgönguráðherra Þýskalands telur nú tímabært að teknar verði upp strangari reglur í þessum efn- um í Evrópu og í samtali við Bild leggur hann til að útbúinn verði evrópskur „svartur listi“ yfir flugfé- lög sem ekki uppfylla skilyrði varð- andi flugvélar, viðhald og starfsfólk. Yrði þeim flugfélögum meinað að fljúga um í evrópskri lofthelgi. Þetta mm Oryg’g'ið mætir afg’angi Neytendur vilja stöðugt ódýrari ferðir til ijarlægra landa. Þegar verðið er komið niður úr öllu valdi er hins vegar hætta á að slakað sé á öryggiskröfum. NEYTENDUR vilja stöðugt ódýrari ferðir til fjarlægra staða. „Flugmannasam- tök lengi verið áhyggjufull“ er í samræmi við þær kröfur sem flugmenn og samtök þeirra hafa haldið á lofti um langt skeið. Aðgerðir af þessu tagi hafa verið til umræðu hjá evrópskum flug- málayfirvöldum. Mun strangari reglur eru í gildi í Bandaríkjunum og hefur banda- ríska flugmálastjórnin, FAA, gert könnun á flugöryggi í þijátíu ríkj- um. Níu ríki stóðust ekki hinar ströngu kröfur stofnunarinnar: Belize, Dóminikanska lýðveldið, Gambía, Ghana, Honduras, Nic- aragua, Paraguay, Urugay og Za- ire. Engin vél sem skráð er í ein- hveiju þessara ríkja má fljúga til áfangastaða í Bandaríkjunum. Búast má við að þessi listi eigi eftir að lengjast því FAA mun á þessu ári kanna flugöryggi í tuttugu ríkjum til viðbótar. Bandarísku sér- fræðingarnir hafa ekki enn kannað stöðu mála í Tyrklandi þó hafa þegar verið gerð- ar athugasemdir við ástandið þar að sögn alþjóða flugmannasamtak- anna IFALPA. Þegar bandarískt flugfélag hugðist kaupa vélar frá Tyrklandi var farið yfir viðhalds- skýrslur þeirra hjá FAA, að sögn starfsmanns IFALPA. Voru þeir mjög óánægðir með stöðu viðhalds- mála í Tyrklandi. Gagnrýni flugmannasamtaka Jafnt Cockpit og IFALPA hafa gagnrýnt mikið álag á tyrkneskum flugmönnum. Bent hefur verið á að flugfélagið Turkish Airlines hafi á skömmu tímabili fjölgað vélum sín- um úr 28 í 68 án þess að flugmönn- um hafi verið fjölgað að ráði. Tyrk- neskir flugmenn hafa komið þeim upplýsingum áleiðis til IFALPÁ að af 600 flugmönnum hafi líklega átta fengið hjartaáfall af völdum of mikils álags. Nokkrir þeirra á meðan á flugi stóð. IFALPA mun hafa upplýsingar undir höndum um að dæmi séu um tyrkneskar áhafnir sem á innan við þremur sólarhringjum hafi verið allt að 40 klukkusttindir í loftinu. Sam- tökin kvörtuðu yfir þessu til Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) en án árangurs. Flugmannasamtökin IFALPA og Cockpit segjast hins vegar ekki hafa neinar upplýsingar sérstaklega um flugfélagið Birgenair. Eigandi flugfélagsins Cetin Birgen segir að þotan sem fórst hafi verið í full- komnu ástandi tækni- ----------- lega og að viðhald hafi verið framkvæmd samkvæmt forskrift Boeing í Abu Dhabi. Þá hafi þýska leigu- flugfélagið LTU séð um viðhald í Þýskalandi. LTU segist hins vegar einungis hafa framkvæmt tilfallandi viðgerðir. Einnig hefur verið gagn- rýnt að vélin hafi staðið lengi á flug- vellinum í Puerto Plata án þess að henni hafi verið flogið en sérfræð- ingar segja að vél sem ekki hafi verið flogið í margar vikur sé vart flughæf án sérstakrar skoðunar. Leiguflug varasamast Spiegel segir tölfræðina benda til þess að leiguflug sé mun áhættu- samara en áætlunarflug. Af 57 flug- vélum er fórust í flugslysum á síð- asta ári voru einungis níu í áætl- unarflugi. Enginn þessara níu til- heyrði evrópsku flugfélagi og ein- ungis ein, vél American Airlines er flaug á fjall í Kólumbíu, hafði flug- leyfí í Bandaríkjunum. Það eru ekki síst Austantjaldsvél- ar sem virðast oftast lenda í slysum. Nokkur dæmi frá síðast ári: Tupolev TU 134B-vél frá Aserbaidschan Airways hafði einungis verið á lofti í tvær mínútur er annar hreyfillinn datt út. Flugmennirnir slökktu fyrir mistök á röngum hreyfli og 54 lét- ust er vélin hrapaði til jarðar. Önn- ur Tupolev TU 154B-vél frá Cha- barowsk Air hvarf skyndilega af ratsjá er hún var í 9.500 metra hæð og fannst ellefu dögum síðar. 97 létust í því flugslysi. Þá flaug An- tonov Án-24 vél frá Mongolian Airways á fjall í aðflugi og kostaði það 42 menn lífið. Flogið undir öðru nafni Það flækir allt eftirlit með flugfé- lögum að oft fljúga vélar undir nafni annars flugfélags. Sú var til dæmis raunin með Birgenair-vélina er fórst við Puerto Plata. í raun hafði flugfé- lagið ekkert flugleyfi á milli Dómin- ikanska lýðveldisins og Þýskalands. Boeing 757-vélin var hins -vegar leigð félaginu Carribbean Airlines, sem er skráð í Barbados, veturinn 1993- 1994 og veturinn 1994- 1995. Þegar leyfi þess félags rann út tók Birgenair upp samstarf við þýska félagið Ratio- flug og flaug Boeing 767- vél Birgenair á milli Þýskalands og Karíba- hafs frá 29. maí_ í fyrra til 27. október. Á föstu- dagsmorgnum lenti hún sem Ratioflug-vél í Ham- borg og flaug undir merkjum Birgenair til Tyrklands sama kvöld. Þýska samgönguráðu- neytið hafði gefið út sex mánaða bráðabirgðaleyfi vegna þessa samstarfs en þegar það rann út var tekið upp samstarf við Alas Nacionales í Dómin- ikanska lýðveldinu, sem í raun var flugfélag án flugvéla fyrir samstarfið við Birgenair. Alas Naci- onales hafði fram til ársins 1993 stundað vöruflug með DC-8-vél. Uppi eru vangaveltur um að Alas Nacionales hafi í raun einungis ver- ið pósthólfsfyrirtæki sem Birgenair endurvakti til að fá flugleyfi milli Karíbahafs og Þýskalands. Svipað er uppi á teningnum varð- andi j dóminíkanska flugfélagið Dominicana. Mexíkanska fyrirtækið Taesa keypti hlut í því til að geta flogið milli Dóminikanska lýðveldis- ins og Þýskalands. Enn skrautlegri aðferðir notaði félagið Far East Airlines Maldives til að komast inn á þýska markað- inn. Það fékk ekki lendingarleyfi í Þýskalandi og tók því upp samstarf um að skiptast á flugnúmerum við búlgarska félagið Balkan Air. Búlg- ararnir fljúga því vikulega Airbus A-320-vél frá Frank- furt til Male. Einnig geta menn án þess að vita það ___________ fyrirfram orðið far- þegar í vél frá fyrir- tækjum á borð við Skyjet í Belgíu, sem eiga gamlar vélar og sérhæfa sig í því að fylla upp í skarðið ef vél dettur út af einhveijum ástæð- um. Ferðaskrifstofurnar veija þetta með því að viðskiptavinir þeirra krefjist stöðugt ódýrari ferða og þær sé ekki hægt að fá hjá hefð- bundnu flugfélögunum. Franz Shcoiber, forstjóri Condor-leigu- flugfélagsins, sem er í eigu Luft- hansa, bendir á í viðtali við Spiegel að ýmis kostnaður sé fastur hjá öll- um flugfélögum. Flugfélög skráð utan Þýskalands geti helst sparað í mannahaldi og með því að draga úr öryggiskröfum. „Níu ríki eru á bandarískum bannlista" i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.