Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTRÍÐUR SIG URJÓNSDÓTTIR -I- Ástríður Sigur- ■ jónsdóttir fæddist á Rútsstöð- um í Svínadal í Austur-Húna- vatnssýslu 22. jan- úar 1925. Hún lést á Landspítalanum 1. febrúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Árbæjarkirkju 9. febrúar. ÁSTRÍÐUR, Ásta var hún jafnan nefnd, var frá Rútsstöðum í Svínadal, dóttir hjónanna Guðrúnar Jóhannsdótt- ur og Siguijóns Oddssonar er þar bjuggu umsvifamiklum búskap og komu upp fjölda barna. Á Rúts- stöðum tíðkuðust þeir heimilis- hættir að gerðar voru miklar kröf- ur um að bæði fólk og fénaður bjargaði sér sem mest af eigin rammleik. Fénaður var látinn afla fóðurs í grasgefnum og víðlendum högum og börnin látin vinna eftir því sem kraftar þeirra tillétu. Krafðist þetta hvors tveggja sjálf- stæðis þeirra og ekki síður þess að taka tillit hvert til annars. Sig- uijón bóndi var mikið frá heimil- inu í margskonar ferðalögum til fjáröflunar fyrir sína stóru fjöl- skyldu, var m.a. grenjaskytta og gangnaforingi á Auðkúluheiði um áratugaskeið. Guðrún kona Sig- uijóns var aftur á móti ein af þeim konum sem fórnuðu öllum sínum kröftum fyrir heimilið og börnin svo sem gerði fjöldinn af kynsystrum hennar fram um miðja þessa öld, sem nú hefur brátt rúnnið sitt skeið. Þau Rúts- staðahjón voru ólík. Hún var lítil, fínleg og hlédræg, en hann stór, virkjamikill svo að eftir honum var tekið hvar sem hann fór. Ásta á Rútsstöðum var 22ja ára er hún gifstist nánum frænda mínum og nafna, Grími Eiríkssyni í Ljótshólum. Eru þess- ir tveir bæir sitt hvöru megin við Svínadals- ána, Rútsstaðir að austan, Ljótshólar að vestan og aðeins neð- ar í dalnum. Fátt sýndist líkt með þess- um nágrannaheimil- um. í Ljótshólum voru aðeins tveir bræður og uppeldissystir þeirra. Minni umsvif voru þar við búskap- inn sem bæði stafaði af eiginleik- um jarðanna og ekki síður bænd- anna. Eiríkur Grímsson, móð- urbróðir minn frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum, féll frá árið 1932 og voru synir hans þá á unglingsárum. Grímur, yngri son- urinn, aðeins 16 ára og konuefnið hans, Ásta á Rútsstöðum, 7 ára hnáta. 15 ár liðu þar til þau gift- ust og Ásta tók við búsforráðum í Ljótshólum. Manni finnst þetta ólíkt því sem gerist í dag, en lík- ara þeirri sveitarómantík sem skáldin skrifuðu um fyrr á öld- inni. Og vissulega hefir verið róm- antík á bæjunum í Svínadalnum á þessum árum, því stórir systkina- hópar uxu þar upp á flestum bæj- um. Eg kynntist Ástu ekki mikið fyrr en þau hjónin létu af búskap um 1970. Nafni minn hafði þá kennt vanheilsu sem skerti mjög starfskrafta hans. Ég hafði að vísu komið nokkrum sinnum að Ljótshólum, séð snyrtimennsku heimilisins, úti og inni, og notið KATRÍN SVEINSDÓTTIR + Katrín Sveins- dóttir fæddist í Ólafsvík hinn 27. september 1932. Hún andaðist á Borgarspítalanum 3. febrúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirlgu 9. febrúar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, . hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Dauðinn kemur okkur ávallt á óvart, jafnvel þó að veikindastríð hafi staðið lengi yfir. Svo var með Katrínu systur mína. Hún hafði svo oft sýnt okkur mikinn dugnað og sigrast á illvígum veikindum sínum. Minningarnar streyma fram á stundum sem þessum. Það hefur * ekki alltaf verið auðvelt fyrir unga stúlku með þijá athafnasama yngri bræður, sem þurftu auðvit- að að hlaupa inn á nýskúruð gólf- in og flaug þá kannski á eftir þeim gólfklútur og nokkrar skammir. Þeim var þó fljótt fyrir- gefið og þessi brek gleymdust sem og önnur og sættir tókust. Á stóru og mannmörgu heim- ili sem Hafnarhvoll í Ólafsvík var, var nóg að gera og lærði Kata fljótt að taka til hend- inni undir leiðsögn góðrar móður og ein- kenndi það hana alla ævi, verklagni og hreinlæti. Hún var skapföst, hafði ákveðnar skoðanir en trygg og vinur vina sinna og bar ávallt hag systkina sinna og barna þeirra fyrir bijósti sér. Ein saga um ákveðni Kötu kemur í hug- ann. Sem yngsti bróðir af 11 systkina hópi naut ég svolítilla sérréttinda. Rétt eftir fermingu mína var ég sóttur inn að Völlum í Fróðárhreppi, þar sem við vorum við heyskap í glaða sólskini. Það var kominn ljósmyndari í bæinn og fannst Kötu að nú þyrfti að taka mynd af dreng. Þar sem andlit mitt var rautt af sólbruna púðraði hún mig með talkúmi og lét mið prúðbúast og myndin tek- in; engin undankomuleið. Þetta lýsir henni vel, hún gekk ávallt hreint til verks. Ung fluttist Kata til Reykja- víkur og vann lengst af hjá Pósti og síma. Þar eignaðist hún dóttur sína Þórheiði og áttu þær mæðg- ur saman fallegt og hlýlegt heim- ili. Þær áttu gott athvarf hjá Sæunni systur og Ásgeiri manni hennar. Ávallt var samt komið vestur á sumrin og í öllum fríum á meðan foreldra okkar naut við, hér lágu hennar rætur. Tóta eins MIIMNINGAR heilsteygtrar frændsemi og góð- vildar. Ég hafði líka spurnir af vinsældum þeirra og margir vildu til þeirra koma. Érá Ljótshólum lá leið þeirra Ástu og Gríms fyrst að Húriavöll- um, sem þá voru nýorðnir skóla- setur, síðan til Blönduóss þar sem stutt var á milli heimila okkar frændanna. Grímur gerðist gjald- keri og reikningshaldari hins ný- stofnaða Húnavallaskóla og það kom í minn hlut að vinna nokkuð að því með honum. Við þessi störf og nánari kynni varð mér ljóst hversu frændi minn var mikill sjúklingur og þurfti mikinn stuðning. Þann stuðning fékk hann, fyrst og fremst, frá konu sinni. Hún stóð við hlið hans, orðfá, æðrulaus, hlý og sterk. Ég held að Ásta hafi verið ríkulega búin eiginleikum móður sinnar en jafnframt hörku föðurins að hopa ekki frá erfiðleikunum, heldur bjóða þeim birginn. Að taka tillit til annarra og sýna sanngirni hef- ir Ásta sjálfsagt lært í stóra systkinahópnum heima á Rúts- stöðum og hún bjó yfir þeim til æviloka. Er þau Ásta og Grímur fluttu til Reykjavíkur tóku þau sér bú- stað í Drápuhlíð 42 og þar var heimili þeirra æ síðan. Þangað var gott að koma. Ásta stundaði vinnu utan heimilis meðan hún mátti aldurs vegna. Hún átti gott með að vera innan um fólk og í félagsskap sýslunga sinna tók hún þátt til hins síðasta. Það er gott að minnast Ástu frá Ljótshólum. Við fráfall hennar á ekki að vera sorg heldur miklu fremur gleði yfir að hún þurfti ekki lengur að beijast lokabarátt- unni. Það var gott að eiga hana að samferðamanni og vini og hennar verður gott að minnast. Við hjónin vottum börnum Ástu, barnabörnum, systkinum og venslamönnum samhug okkar. Grímur Gíslason frá Saurbæ. og við köllum hana var mesta lán í lífi Kötu og síðar fjölskylda hennar, Friðrik og dæturnar Katrín og Oddný Dögg. Þær mæðgur fóru margar ferðir sam- an erlendis meðan þær voru tvær og oft skemmtum við okkur vel við að heyra hana segja frá, spaugilegu hliðarnar fundust alltaf. Hjá Kötu var aldrei komið að tómu húsi, ávallt nóg til því henní var það í blóð borið að taka á móti gestum og veita vel og nutum við að vestan þeirra gæða vel. Oft þurfti ég að dvelja í Reykjavík meðan ég var í út- gerð og var þá gott að eiga víst athvarf hjá systur minni. Einnig nutu börn mín góðs af, tók hún þeim sem sínum og hafði ávallt gaman af að fá þau. Þegar við utanbæjarfólkið vorum í borg- arferð og langaði til að skemmta okkur var ekki annað hægt en að fá Kötu með. Hún var glæsi- legur og skemmtilegur félagi á góðri stund. Siggi Sveinn þakkar góðri frænku fyrir veturinn sem hann var hjá henni í mikLu eftir- læti og kom heim að vetri liðnum sæll og glaður og nokkrum kíló- um þyngri. Einnig þakkar Anna Margrét fyrir sig, en hún naut góðs af einlægri umhyggju og nærveru elskulegrar frænku þeg- ar hún bjó í sömu blokk og hún. Mikill kærleikur var á milli systra minna og hafa þær sýnt Kötu hann óspart í því mikla veik- indastríði sem hún háði. Nú er okkar stóra fjölskylda í sárum því að maðurinn með ljáinn hjó stórt skarð síðasta laugardag í hana. Elsku Tóta, Friðrik, Katrín og Oddný, megi góður guð gefa ykk- ur styrk og sefa sorgina á þessum erfiða tíma. Elsku Kata, Guð geymi þig. - Guðmundur Sveinsson og fjölskylda. KRISTJAN ODDSSON + Kristján Odds- son fæddist í Reykjavík 16. októ- ber 1938. Hann lést á Selfossi 4. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosski'rkju 9. febrúar. ÞAÐ ERU mörg atriði í heimi flugsins sem eru spennandi, eitt- hvað ævintýralegt og skemmtilegt, eitthvað sem að upphefur hið hversdagslega. Gott dæmi er hann Stjáni, Kristján Odds- son á Selfossi, sem hefur verið óijúfanlegur hluti af sögu Selfoss- flugvallar frá upphafi. Það var allt- af svo skemmtilegt að hitta Stjána, mæta milda brosinu hans og augn- svipnum ssem talaði meira en tungan lét frá sér fara. Stjáni var alltaf til í tuskið og hafði gaman af að bregða á leik í léttu spjalli og í alvörumálunum átti hann hnyttin innskot og var beitt ef svo bar und- ir og honum mislíkaði. Það var líka til þess tekið hve hjálpsamur Stjáni var, alltaf tilbú- inn til þess að gera mönnum greiða og sérstakt yndi hafði hann af öllu sem laut að fluginu. Stundum vissi maður eiginlega ekki hvort Stjáni var flugumferðarstjórinn, flugvöll- urinn sjálfur, lendingarljósið eða flugvélin sjálf; hann var eins og hluti af Selfossflugvelli. Stjáni var í hópi þeirra sem geta gert flugið hátíðlegt, skemmtilegt og nauðsyn- legt í einum pakka. Ég man hvað hann var ánægður þegar einn af nýju Fokkerum Flugleiða lenti fyrst í Vestmannaeyjum við komuna til landsins. Þá hafði Stjáni brugðið sér til Eyja í tilefni viðburðarins og hann var farþegi í nýju vélinni frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Stjáný hafði mikinn metnað fyrir hönd íslendinga á vettvangi flugs- ins. Það er mikill sjónarsviptir og söknuður að Stjána og vonandi gerir hann flugvelli ómælisins jafn persónulega og hans þáttur var í lífi flugsins á Suðurlandi. Megi góður Guð gefa eftirlifandi ástvinum styrk og_ huggun. Árni Johnsen. Fyrir hönd eigenda og starfs- manna Hálands og Betri bílasölunn- ar langar mig í örfáum orðum lýsa Stjána okkar Odds. Upp úr hádeginu kom hann oft, fékk sér kaffi og dömuvindil, stund- um bara hálfan, og ávallt var talað um flug og til að koma við veika punktinn vorum við vanir að metast um Eyjaflug og íslandsflug. Eins og allir vissu var Stjáni ákaflega trúr sínum og mátti aldrei vamm sitt vita væri hans mönnum hallmælt. Hann átti svona einhvers konar bækistöð hjá okkur. Hann kom oft með póstbílinn til að dekra eitthvað við hann og á góðviðrisdögum lædd- ist hann uppúr á Bambanum og snyrtimennska hans lýsir best hans innri manni. Ég undirritaður var nýfluttur úr Hrísmýrinni og mig óraði ekki fyrir því að Stjáni ætti ekki eftir að koma í kaffið og vindilinn og þrefa svolít- ið um flug, þar sannast máltækið, enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Einn félagi okkar úr fluginu kom til mín og við ræddum þetta ótímabæra brölt í Stjána og hann undraðist á því að ekki skyldi vera dreginn fáni í hálfa stöng á. flugvellinum síðastlið- inn mánudag; svarið var einfalt, fyrst Stjáni gerði það ekki var það ekki gert. Eins er okkur strax farið að kvíða fyrir 17. júní, því þar stjómaði Stjáni af slíkri festu að við vorum allt að því hálfhræddir við hann, svo þar er skarð sem tíma tekur að fylla. Krafti Stjána er best lýst með því að hann var einn áhugasamasti meðlimur Flugklúbbsins án flug- réttinda. Hann þurfti þau ekki, hann var þarna bara af lífi og sál og gaf þar allt sem hann átti. Við félagar hans úr Hrísmýrinni þökkum þann tíma sem hann gaf okkur af lífi sínu og sendum að- standendum hans okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þorvaldur, Vigfús, Ægir og Guðmundur. Sitjandi í sól og sumaryl suður á Kanaríeyjum berst mér sú harma- fregn að vinur minn, Kristján Odds- son, hafi kvatt þetta tilverustig. Mig setti hljóðann. Hvað er það sem ræður okkar tilvist hér á jörð? Þeg- ar hann kvaddi mig á lei.ð í fríið, brosandi og glaðbeittur með óskum um góðar stundir í vændum, óraði mig ekki fyrir að það væri hans hinsta bros mér til handa á þessu tilverustigi, en svona er hótel jörð. „Sumum liggur svo reiðinnar ósköp á, en hinir setjast á hótelþrepin og bíða.“ Fundum okkar bar saman fyrir hartnær 30 árum er við báðir fórum að taka virkan þátt í starfi flugá- hugamanna á Selfossi. Margar ferðir höfum við farið saman, bæði í lofti og á láði, vítt um völl, þarfar og óþarfar, í sambandi við störf og hugðarefni tengd flugi. Stundum flaug Kristján í okkar ferðum, en alltaf var það hann sem tengdi sam- an menn og málefni í leik og starfi. Öðrum mönnum fremur gæddi hann flugvöllinn lífi, sá um að draga fána að hún þegar við átti, hóa saman félögunum þegar eitthvað stóð til, slá blettinn, hella á könnuna og svara í talstöðina. Það mun vissulega verða vand- fyllt skarð fallins félaga og ég veit að ég og margir fleiri munu sakna kankvíss bross hans og góðra verka, en ég vona og bið að vinuf minn, Kristján Oddsson, sitji nú í eilífri sól og sumri, tilbúinn að kveikja brautarljósin fyrir okkur ólenta fé- laga sína. Ég sendi konu hans og öðrum ástvinum innilegustu samúðar- kveðjur og leyfi mér að kveðja fall- inn félaga langt um aldur fram með orðum vinar míns: Gleðinni hann alltaf ann eignaðist fjölda vina. Það er sól um þennan mann þó það rigni á hina. Hafðu þökk fyrir ógleymanlega samleið í lífsins ólgusjó. Guð blessi þína minningu. Sigurður Karlsson. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.