Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 38
38 • MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Sólarpönnukökur
o g
flengingarbollur
Um þessar mundir sést sólin á Seyðisfirði
eftir langt hlé, segir Kristín Gestsdóttir,
Seyðfirðingar ættu því að geta sameinað
sólarpönnukökur og bolluát að þessu sinni.
AÐ MORGNI kyndilmessu 2.
febrúar heyrði ég í útvarpinu að
sólarkaffi væri drukkið á Seyðis-
firði þann dag, ég sem Seyðfirð-
ingur kom alveg af fjöllum, þetta
er bara alls ekki rétt. Síðar í veð-
urfregnum sjónvarpsins kl. 8.30
áréttaði veðurfræðingurinn: „í
dag, á kyndilmessu, er sólarkaffi
drukkið á Seyðisfirði, og þar hef-
ur verið bjart veður í dag og áreið-
anlega sést til sólar.“ Þetta áreið-
anlega er bara ekki rétt. Sólin
er hvergi sýnileg fyrr en um 2
vikum síðar. Seyðisfjörður er
langur og sólarleysi skammdegis-
ins er þar langt. Vissulega nær
sólin ekki niður til allrar byggðar-
innar á sama tíma. Ég bjó í Múla
og þar sást sólin fyrst 14. febr-
úar. A mínu æskuheimili var þann
dag drukkið sólarkaffi, en innar
í bænum, þar sem aðalbyggðin
er fer sólin að sýna sig frá 15.-20.
febrúar. En hvað sem því líður,
brottfluttir Seyðfirðingar drekka
sólarkaffi og gera sér glaðan dag
17. febrúar nk. Þar verður boðið
upp á ijómapönnukökur og hver
veit nema hægt verði að fá fleng-
ingarbollur eins og þær voru kall-
aðar á Seyðisfirði hér áður fyrr.
Pönnukökur
___________2egg___________
1 msk. sykur
’/s tsk. salt
’Atsk. vanilludropar
2 msk. matarolía
4 dl hveiti
'Atsk. sódaduft
eða ’Atsk. lyftiduft
8-9 dl nýmjólk eða léttmjólk
1. Setjið egg, sykur og salt í skál
og þeytið vel saman. Setjið matarol-
íu og vanilludropa út í og hrærið
saman.
2. Setjið fyrst um 2 dl af mjólk
út í, þá 1 dl af hveiti og síðan koll
af kolli þar til allt er komið út í.
3. Gott er að láta deigið standa
í V2-I klst. áðuren það erbakað.
4. Bakað á pönnukökupönnu,
aðferðina þekkja líklega allir íslend-
ingar.
Flengingarbollur
___________2 egg__________
'/2 dl sykur
’A tsk. salt
’Atsk. kardimommudropar
lOOgmjúktsmjörlíki
1 '/2 msk. þurrger
3 dl fingurvolgt vatn úr
krananum, alls ekki heitara.
1. Setjið egg, sykur og salt í skál
og þeytið vel.
2. Setjið kardimommudropa út í
ásamt mjúku smjörlíki og hrærið
saman.
3. Setjið hveiti, þurrger og volgt
vatn út í og hrærið saman. Leggið
stykki yfir skálina og látið þetta
lyfta sér á eldhúsborðinu í 1-2 klst.,
jafnvel lengur.
4. Leggið bökunarpappír á
bökunarplötu, setjið deigið á plötuna
með skeið, hafið bil á milli, bollurn-
ar stækka mikið. Leggið stykkið
aftur yfir bollurnar og látið lyfta
sér í 20-30 mínútur.
5. Hitið bakaraofninn í 210° C,
blástursofn í 200° C, setjið í miðjan
ofninn og bakið í um 15 minútur.
Kælið bollurnar örlítið, kljúfið og
fyllið með sultu og rjóma eða búð-
ingi. Setja má súkkulaði eða kakó-
hræru ofan á bollurnar.
Súkkulaðið: Hitið bakaraofn í 70°
C, setjið súkkulaðiplötuna á eld-
fastan disk eða fat og bræðið í ofnin-
um. Smyijið bollumar að ofan með
súkkulaðinu.
Kakóhræra
3 dl flórsykur
1 msk. kakó
örlítil eggjahvíta eða vatn.
Hrærið saman og smyijið ofan á
bollumar.
Athugið: Setja má rúsínur og
súkkat saman við deigið og borða
bollumar með smjöri.
IDAG
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Hvítur leikur
og vinnur
STAÐAN kom upp á
opnu móti í þýsfta bænum
Schwábisch Gmund í jan-
úar í viðureign tveggja
stórmeistara. Valentin
Arbakov (2.455), Rúss-
landi, var með hvítt og átti
leik, en Viktor Kupreitsc-
hik (2.485), Hvíta-Rúss-
landi, var með svart.
30. Bxh6! -
Bxal (Eða 30. —
Bxh6 31. Hh4, en
eini varnarmögu-
leikinn var 30. —
Bf6) 31. Dxal -
Rf6 32. Bxf8 -
Hxf8 33. Hxe6
(Vinnur, því 33.
— Dxe6 er auð-
vitað svarað með
hjónagafflinum
34. Rg5+) 33. -
Kg8 34. Dbl -
Dxe6 35. Dxg6+
- Kg8 36. Dh6+
- Kg8 37. Rg5
- Dd5 38. Rh5 - Hf7 39.
Dg6+ — Kh8 40. Rf4 og
svartur gafst upp.
Skákþing Kópavogs
1996 hefst annað kvöld í
félagsheimili TK Hamra-
borg 5 og er öllum heimil
þátttaka.
Málleysa
MAÐUR, sem annt er um
tungumálið, hringdi til
Velvakanda og hafði
þetta að segja: Mér finnst
það fyrir neðan allar hell-
ur að Háskóli íslands
skuli standa fyrir slagorð-
inu: „Happaþrennan get-
ur skaffað þér drossíu."
Ekki er málvönduninni
fyrir að fara.
Ur tapaðist
GYLLT og krómað kven-
úr með lítilli skelplötu-
skífu tapaðist á Astró
föstudagskvöldið 9. febr-
úar sl. Finnandi vinsam-
lega hringi í Birnu í síma
553 5618. Fundarlaun.
Gleraugu
töpuðust
GLERAUGU töpuðust á
göngustígnum sem liggur
frá Fossvogi og vestur í
bæ, meðfram Ægissíðu,
sl. sunnudag. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma
552 6068 eftir kl. 17.
Ur fannst
FYRIR u.þ.b. þrem vik-
um fannst úr með svartri
61 við Búnaðarbankann
við Hlemm. Eigandinn
má hringja í síma
581 4370.
Kápa tekin
í misgripum
KÁPA var tekin í mis-
gripum á Gauk á Stöng
aðfaranótt laugardags-
ins 10. febrúar sl. Kápan
er stuttur, svartur gervi-
pels og voru hanskar í
vösunum. Uppl. í síma
562 3557.
Armband
tapaðist
GULLARMBAND
(keðja) tapaðist fimmtu-
daginn 8. febrúar sl., trú-
lega í Blesugróf eða Týs-
götu, Lokastíg eða ná-
grenni. Finnandi er vin-
samlega beðinn að hafa
samband við Siggu í
síma 552 9445.
Gæludýr
Gregory
er týndur
STÓR og bústinn köttur
af persnesku kyni hvarf
frá heimili sínu í Álf-
heimum 35 sl. fimmtu-
dag. Gregory er grá-
svartur og vegur ein 7-8
kíló. Hann var ómerktur
en hægt er að þekkja
hann á því að önnur
framtönnin er brotin.
Geti einhver gefið upp-
lýsingar um hann er
hann vinsamlega beðinn
að hringja í síma
553 5353.
Hlutavelta
ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til
styrktar krabbameinssjúkuin börnum og varð ágóðinn
2.900 krónur. Þær heita Rósa Björk Bergþórsdóttir
og Erika Aikins.
ÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega til
styrktar Rauða kross íslands og varð ágóðinn 868
krónur. Þeir heita Sigurbjörn, Jón Þór, Heiðar Atli
og Halldór.
Með morgunkaffinu
HVAÐ eru innlánsvextir
háir núna?
Ást er...
að týna hjartanu.
TM Ftag. U S. Pat. Ott — ■« rtgtits rosorvod
(c) 1005 Los Angotes Timos Syndlcato
Víkverii skrifar...
JÓN Viðar Jónsson, leiklistar-
gagnrýnandi Dagsljóss Sjón-
varpsins, ritar í fyrradag kjallara-
grein í DV, þar sem hann segir
m.a.: „Frá því að ég tók að mér
fyrir röskum tveimur árum að
gagnrýna leiklist í Dagsljósi Sjón-
varpsins hef ég lagt áherslu á að
aðalleikhús Akureyrar sæti þar við
sama borð og atvinnuleikhús höfuð-
borgarinnar og Sjónvarpið sendi
mig á allar helstu frumsýningar
þess. Auðvitað hefur þetta haft í
för með sér nokkurn aukakostnað
fyrir fjölmiðilinn, en sá kostnaður
hefur aldrei verið talinn eftir af
ráðamönnum Sjónvarpsins, sem er
nú einu sinni eign okkar allra, hvar
sem við búum á landinu. Sjónvarpið
hefur því ekki haft sama hátt á og
morgunblað allra landsmanna sem
árum saman taldi fullboðlegt að
láta prest einn úr nágrannabyggð
annast þennan starfa."
VIÐ þessi orð gagnrýnandans
er hægt að gera ýmsar at-
hugasemdir. Leiklistargagnrýnend-
ur Morgunblaðsins sem gagnrýna
atvinnuleikhúsin skiptast á um að
fara norður til Akureyrar, til þess
að fjalla um frumsýningar LA. Það
hafa þeir gert yfirstandandi leikár.
Morgunblaðið sendir gagnrýnendur
sína norður sama dag og aðalæfing
fer fram, svo þeir hafi a.m.k. séð
tvær sýningar, þegar þeir skrifa um
verkið eftir frumsýningu. Morgun-
blaðið lítur ekki á útlagðan kostnað
vegna þessa sem „nokkurn auka-
kostnað" eins og gagnrýnandinn
orðar það, heldur sjálfsögð útgjöld
til þess að halda uppi eðlilegri þjón-
ustu við lesendur sína. Gagnrýnand-
inn hnýtir einnig í það, að árum
saman hafi Morgunblaðið talið
„fullboðlegt að láta prest einn úr
nágrannabyggð annast þennan
starfa“. Þetta er misskilningur.
Morgunblaðið réði skáld og rithöf-
und til þessara starfa fyrir norðan
og telur sig hafa haft sóma af störf-
um séra Bolla Gústafssonar, sem
sinnti þessu starfi af kostgæfni en
án illdeilna.
X X X
STAÐHÆFING gagnrýnandans
um að listamenn LA þroskist
örugglega ekki af „velviljuðum"
skrifum eins og þeim sem lengi
birtust í Morgunblaðinu", dæmir
sig sjálf, en Víkverji hallast þó að
þvi að ómálefnalegt skítkast og
rakalaus niðurrifsskrif gagnrýn-
anda séu alls ekki til þess fallin
að „þroska listamennina,“ enda
hélt Víkverji að það væri ekki í
verkahring leiklistargagnrýnanda
að taka að sér að sjá um listrænan
þroska leikara.