Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 11 FRÉTTIR „Loggjof se byggð á kristnu siðferði.“ ^ Sigurður Sigmundssn KALT BORÐ A ÞORRA Fyrirlestur um friðargæslu- störf NATO í Bosníu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun hóps forystu- manna ýmissa kristinna safnaða og samtaka: „VEGNA umræðu um málefni sam- kynhneigðra undanfarið og frum- varps þar að lútandi vilja undirritað- ir, forsvarsmenn kristinna safnaða og samtaka, álykta um afstöðu sína til samkynhneigðs lífernis. Málefnið er ekki einkamál þeirra sem það varðar heldur snertir það uppbygg- ingu þjóðfélagsins, gildi og stöðu íjölskyldunnar, menningu o.fl. Kristin trú hefur Biblíuna að grundvelli og það siðferði sem þar er boðað er ofar menningu, tísku- straumum og skoðunum fólks á hverjum tíma. Guð er almáttugur skapari himins og jarðar, eins og segir í hinni postullegu trúaijátn- ingu. Hann skapaði karl og konu í sinni mynd til að þau skyldu lifa saman og verða eitt hold. Þetta er það hjónaband sem Guð stofnaði í upphafi. Hjónaband tveggja karla eða tveggja kvenna er því ósam- ræmanlegt kristinni trú hvort sem vígslan fer fram í kirkju eða á borg- aralegan hátt. Um samkynhneigt líferni segir Ritningin meðal ann- ars: „Bæði hafa konur breytt eðli- legum mökum í óeðlileg, og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars..." (Róm. 1.26-27). Mörkin milli þess sem er eðlilegt og óeðlilegt eru hér skýr. Kristnum mönnum ber að elska og virða alla menn, samkynhneigða sem og aðra, en geta þó ekki lagt blessun sína yfir kynhegðun þeirra. Þekkt er frásögnin úr Jóhannesar- guðspjalli 8. kafla um það þegar farísear vildu grýta konu sem stað- in var að hórdómi. Jesús kom þar að og bauð þeim sem syndlaus væri að kasta fyrsta steininum. Það gat enginn og þeir hurfu á braut en Jesús sagði konunni að fara og syndga ekki framar. Hann kom í veg fyrir að farísearnir grýttu ber- syndugu konuna en hann lagði ekki blessun sína yfir líferni hennar, heldur sagði henni að láta af því. í þessari frásögu kemur fram hug- arfar miskunnseminnar en einnig skýr ábending um breytt líferni. Samkynhneigðir eiga að hafa sömu mannréttindi og aðrir ein- staklingar í þjóðfélaginu. Að meina þeim að giftast og ættleiða börn er ekki brot á mannréttindum. Lög- gjöf þjóðfélagsins setur mönnum siðferðilegan ramma sem ætlað er að standa vörð um heilbrigt og gott mannlíf. Fjölkvæni er til að mynda ekki viðurkennt á íslandi en telst þó ekki mannréttindabrot. Algengt er að tveir vinir eða ætt- ingjar kjósi að halda heimili saman og njóta þeir þá allra mannréttinda sem aðrir einstaklingar í þjóðfélag- inu njóta. Hið sama gildir um sam- kynhneigða sem búa saman. Hjóna- bandslöggjöfin nær hins vegar ekki yfir slík sambýlisform. Samkvæmt kristinni trú nær hjónabandið að- eins til þess er einn maður og ein kona gera með sér hjúskaparsátt- mála. Sú eining er hornsteinn þjóð- félagsins sem hafa ber í heiðri. Kristnir menn geta ekki sætt sig við að börnum verði kennt að sam- kynhneigð sé rétt eins eðlileg og gagnkynhneigð og þau jafnvel hvött til að láta á það reyna hver kyn- hneigð þeirra sé. Slíkt getur valdið varanlegum ruglingi og skaða hjá ómótuðum börnum og unglingum þar sem kynhvötin er að vakna. Við ættleiðingu er velferð barna höfð að leiðarljósi. Þar af leiðir að ýmsum er synjað um ættleiðingu vegna þess að lífsmynstur eða heim- ilishagir uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til væntanlegra for- eldra. Með þessu er verið að standa vörð um réttindi barnanna en ekki að bijóta mannréttindi á þeim sem vilja ættleiða börn. Ekki hefur verið hægt að sanna að líkamlegar ástæður séu fyrir samkynhneigð. Orsákanna ber fremur að leita í umhverfi og upp- eldi. Jesús boðar mönnum lausn undan hvers konar fjötrum og mörg dæmi eru um að fólk hafi með Guðs hjálp losnað undan því oki sem samkynhneigð vissulega er. Kristin trú er grundvöllur þess siðferðis sem ríkjandi hefur verið á íslandi og vonandi verður svo um ókomna framtíð. Meðan svo er mun samkynhneigt líferni teljast óeðli- legt og hjúskapur tveggja einstakl- inga af sama kyni ekki hljóta opin- bera viðurkenningu. Af sömu ástæðum geta kristnir menn ekki sætt sig við að börnum verði kennt að samkynhneigð sé rétt eins eðlileg og gagnkynhneigð. Ef yfiryöld setja í lög rétt sam- kynhneigðra til.að giftast og ætt- leiða börn og viðurkenna þannig samkynhneigt líferni sem eðlilegt, verður það ekki til heilla fyrir þjóð- ina. Hins vegar er það til blessunar fyrir þjóðfélag okkar að löggjöf sé byggð á kristnu siðferði. Virðingarfyllst, Hafliði Kristinsson, forstöðu- maður Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík, Samúel Ingi- marsson, forstöðumaður Veg- arins, kristins samfélags, Eric Guðmundsson, forstöðumað- ur Aðventista SD, Knut Gamst deildarsljóri, Hjálpræðis- hernum, Friðrik Ó. Schram, formaður samtakanna Ungs fólks með hlutverk, Ásmund- ur Magnússon, forstöðumað- ur Orðs lífsins, Gunnar Þor- steinsson, forstöðumaður Krossins, séra Magnús Björnsson, framkvæmdasljóri Kristilegs félags heilbrigðis- stétta, séra Halldór Gröndal, sóknarprestur." JAMIE P. Shea, talsmaður NATO og aðstoðaryfirmaður fjölmiðla- deildar samtakanna, heldur fimmtudaginn 15. febrúar erindi á sameiginlegum liádegisverðar- fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu (SVS) og Varðbergs í Skála, Hótel Sögu. Fundurinn hefst kl. 12 og lýkur klæ. 13.30. Heiti erindsins er Friðargæsla NATO í Bosníu. Shea verður hér í fylgd með Javier Solana, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins, sem kemur gagngert til íslands til viðræðna við ríkisstjórn íslands. Jamie P. Shea mun fjalla um stöðu NATO í friðargæslustörfum i Bosníu sem eru í sviðsljósi heims- fréttanna um þessar mundir. Shea er nýkominn frá þessum átaka- svæðum og er mjög vel að sér í málefnum þessa heimshluta. Jamie P. Shea, sem er breskur, hefur verið starfsmaður banda- lagsins frá árinu 1980 og gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir NATO m.a. á upplýsinga- og fjölmiðla- sviðinu. Frá árinu 1988 hefur hann unnið náið með framkvæmdastjóra NATO og m.a. verið ræðuritari, talsmaður, blaðafulltrúi og ráðgjafi á sviði pólitískra- og hernaðarlegra málefna svo dæmi séu tekin. Hann hefur á undanförnum árum verið gestafyrirlesari við fjölda háskóla í Evrópu um örygg- is- og varnarmál og önnur mikil- væg málefni NATO. Shea er eftirs- óttur fyrirlesari á alþjóðlegum ráð- stefnum um öryggis- og utanríkis- mál víða um heim. Þá er hann afkastamikill greina- og bókahöf- undur en hann skrifar mest um öryggis- og vamarmál. Shea lauk BA-prófi frá Sussex University árið 1977 og doktorsprófi frá Ox- ford University 1981. Hann talar fimm evrópsk tungumál. Shea er giftur og á tvö börn. Síðustu dagar útsölunnar Allir skór á kr. 1.495 eða minna oppskórinn Veltusundi viö Ingólfstorg sími 552 1212 Útsölumarkaður Austurstræti sími 5522727 #índesít ...vönduð á góðu verði frá Indesit! #índesft iw sóo • Vinduhraði 800 sn/mín. • 14 þvottakerfi • Stiglaus hitastillir • Orkunotkun 2,3 kwst • Hæð: 85 cm • Breidd: 60 cm • Dýpt: 60 cm Umboðsmenn um land allt Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kt. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hetlissandi.Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Vestflrölr: Rafbúö Jónasar Þór, Patreksfiröi. Rafverk,Bolungarvík.Straumur, ísafiröi. Noröurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauðárkróki. KEA -byggingavörur Lónsbakka Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn GuÖmundsson, Egilsstööum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfiröi. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rángæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum.ReykJanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. £ BRÆÐURNIR | =)] ŒtMSSONHF t Lágmúla 8, Sími 553 8820 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.