Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Bragi ,,allur“ BRAGI Ásgeirsson: Að hefja listina til vegs (1973). MVNDLIST Gcrðubcrg/Sjónar- hóll MÁLVERK, GRAFÍK, BLÖNDUÐ TÆKNI Bragi Asgeirsson. Gerðuberg: Opið kl. 12-21 mánud.-fimmtud. til 3. mars. Sjónarhóil: Opið alla daga nema mánud. kl. 14-18 til 3. mars. Aðgang- ur ókeypis. ÞAÐ ber að fagna breyttri stefnu í sýningarhaldi Menningarmiðstöð- varinnar Gerðubergs; hið gamla form var að ganga sér til húðar. Hér er að finna stefnumörkun, þar sem leitast er við að kynna á breið- ari grundvelli lífsverk listafólks, sem hefur haslað sér nokkurn völl í listalífinu. Einnig hefur verið opn- aður nýr sýningarstaður í miðborg- inni í samvinnu við atvinnulífíð. Loks er það vel til fundið að fá Braga Ásgeirsson, listamann, kenn- ara og gagnrýnanda, til að ríða á vaðið á þessum nýja vettvangi. í raun er um tvær sjálfstæðar sýningar að ræða; annars vegar er nokkurt yfirlit yfír farinn veg, en hins vegar ágrip af því sem Bragi hefur verið að fást við síðustu árin. Þessar sýningar mynda þó eina heild, sem vert er að skoða í réttu samhengi. Gerðuberg Breytt hefur verið um sýningar- húsnæði, þannig að alls hafa nær íjörutíu verk Braga verið sett upp á tveimur hæðum hússins. Þessi verk spanna allt frá 1949 til 1989, en flest eru frá sjötta áratugnum, sem var bæði tími náms og kraft- mikilla tilrauna í list hans. Meðal elstu myndanna er bæði að fínna módelmyndir og abstrakt- verk. Hér getur að líta mikinn metn- að listamannsins í vinnu formsins, sem og næmt auga fyrir vægi lit- anna, enda hefur oft verið nefnt að í myndum Braga frá þessum tíma megi fínna visst flæði litbrigða og tóna, sem vísa sterklega til tónlist- ar; verk eins og „Ástarfuni, Róm“ (1954) og „Hausttónar“ (1957) eru talandi dæmi um þetta. Víða í þess- um verkum er einnig sterk tenging við það mikla litaspil, sem hefur ráðið mestu í málverki Braga síð- ustu ár. Kvenímyndin hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í verkum lista- mannsins, og hér má fylgja þróun hennar, allt frá módelteikningum og málverkum (t.d. frá Ósló, 1953) til þeirra fjölbreytilegu sköpunarverka sem tengja hana óbeint poplistinni, eins og t.d. „Fljúga hvítu fíðrildin" (1977). ímynd konunnar er oft afar erótísk, eins og glögglega má sjá í ýmsum myndum hér, en þessi þáttur hefur einnig verið áberandi í verkum Braga allt frá upphafí. Einn er sá þáttur í listsköpun margra sem ekki hefur notið verð- skuldaðrar athygli, en það eru sjálfs- myndir listamanna. Hér má sjá tvö slflc, og er í báðum tilvikum um afar opin verk að ræða, sem hver lista- maður gæti verið stoltur af. Sjónþing sem haldið var með listamanninum fyrir fullu húsi gesta á sunnudag reyndist skemmtileg nýbreytni, þó tímalengd samkom- unnar færi nokkuð úr böndum. Þar má segja að Bragi Ásgeirsson „all- ur“ hafí verið til umfjöllunar; kom ýmislegt fróðlegt fram um listferil hans og viðhorf, þannig að á stund- um vargott trjör í salnum. Slík þing ættu að geta verið fróðlegt innlegg í myndlistarumræðuna, og var þétt- setinn salurinn til vitnis um lifandi áhuga fólks á viðfangsefninu. Verður fróðlegt að sjá þessari samkomu gerð þau skil í lokaút- gáfu, sem um var talað í kynningu. Sjónarhóll Á horni Hverfísgötu og Ingólfs- strætis hefur verið opnaður nýr sýningarstaður, SjónarhólL Húsið er í eigu Sævars Karls Ólasonar klæðskera, sem um langt skeið hef- ur verið dijúgur stuðningsaðili lif- andi listar í landinu; auk hans styðja þijú önnur fyrirtæki við bakið á rekstri þessa staðar, og er þetta starf vonandi upphafíð að enn meiri aðild atvinnulífsins að listalífinu. Frágangur húsnæðisins er afar vel heppnaður fyrir listsýningar; hlutlausir veggir og loft og hvít- kalkað gólfið draga úr öllum ytri áhrifum á það, sem á auðvitað að vera aðalatriðið - listina sem hér er sýnd. Er rétt að óska öllum við- komandi til hamingju með hversu vel hefur tekist til. Hið fyrsta sem tekur á móti gest- um er kraftmikil sjálfsmynd lista- mannsins frá 1949, en önnur verk eru öll frá síðustu árum. Hér eru m.a. nokkrar af þeim steinþrykks- myndum sem Bragi kynnti á ágætri sýningu á Akureyri síðasta sumar, og bera þess glöggt vitni, að á þeim vettvangi er hann meðal okkar fremstu listamanna. En einkum eru það málverkin, sem draga að sér athyglina. Litríkar myndir Braga síðustu ára hafa byggt á mikilli vinnslu lit- anna, sem hafa öðru fremur verið tengdir landinu og hvörfum árstíð- anna. Nýjustu málverkin bera síðan með sér mun meiri birtu en áður, þegar ljósið kraumaði fremur undir yfirborðinu; heitir litir fylla ríkulega fletina og ylja áhorfandanum, líkt og vetrarsólin hefur gert við höfuð- borgarbúa síðustu daga. Þessi nýja birta kemur vel fram í verkum eins og „Birtuhvörf" (1994-95) og „Sól- blettir" (1995-96), og vísar til þess að enn á ný eru að verða umskipti í listsköpun Braga. Þessar tvær sýningar vinna þannig ágætlega saman, og fram- kvæmdin í heild er til fyrirmyndar; verður vonandi gott framhald á slíku á næstu mánuðum. Það er hins vegar allt of mikið sagt sem fram kemur í kynningu þessa framtaks, og virðist jafnvel talað af ókunnugleik þegar sagt er að ófremdarástand ríki í skrásetn- ingu íslenskrar samtímalistar. Listasafn Islands og Listasafn Reykjavíkur hafa um langt árabil haldið vandaðar yfírlitssýningar á verkum valinna listamanna, og sýn- ingarskrár þeirra hafa oftar en ekki verið ríkulegar heimildir. Bæði þessi söfn reka veigamikil bókasöfn, þar sem fram fer reglubundin söfnun á öllu efni sem tengist íslenskri mynd- list. Loks geymir Samband ís- lenskra myndlistarmanna (SÍM) ýmis áhugaverð gögn á þessu sviði, og er nú að vinna að kerfisbundinni skráningu upplýsinga um alla sína félaga. Engu að síður er þetta starf á vegum Gerðubergs góð viðbót á þessum vettvangi, einkum þar sem orð og viðhorf listafólksins sjálfs verða meðal þess sem eftir situr, þegar sýningunum er lokið. Formið býður upp á ýmsa möguleika, sem verður áhugavert að sjá þróast í framtíðinni. Listunnendur eru hvattir til að fylgjast með þessari nýju sýningar- röð frá byijun til að sjá nú yfirlit þess, sem Bragi Ásgeirsson hefur lagt til íslenskrar myndlistar til þessa. Ákveðin glettni hefur ætíð verið áberandi í fari listamannsins, bæði í verkum hans og skrifum, og sú ljósmynd, sem fylgir kynningu sýninganna er ef til vill besta dæm- ið um þetta; listin er átak, en það er mikilvægur þáttur lífsgleðinnar að helja hana til vegs. Eiríkur Þorláksson Ingólfur Guðbrands- son með námskeið um J. S. Bach Hin sanna fyrirmynd Á MÁNUDAGSKVÖLD hófst námskeið í safnaðarsal Hallgríms- kirkju um líf og list Johanns Se- bastians Bach (1685-1750). Nám- skeiðið, sem stendur fram í lok apríl, er haldið á vegum Listvina- félags Hallgrímskirkju og Endur- menntunarstofnunar Háskóla ís- lands. Leiðbeinandi er Ingólfur Guðbrandsson og nefnir hann námskeiðið Hátindar barokktón- listar og meistari meistaranna, Johann Sebastian Bach. Ingójfur er einn af brautryðjendum á ís- landi í kynningu á tónlist Bachs og flutti öll stærstu verk hans með Pólýfónkórnum og Sinfóníu- hijómsveit íslands á sínum tíma. Ingólfur sagði í fyrsta tíma námskeiðsins að jafnhliða því að lýsa ævi Bachs og aðstæðum, sem höfðu afgerandi áhrif á tónsköp- un hans, yrðu tóndæmi flutt úr völdum verkum hans, veraldleg- um og kirkjulegum. Ingólfur benti á að það séu aðeins fáeinir áratugir síðan tón- list Bachs tók að heyrast hér á landi og í raun sé ekki svo langt síðan menn voru enn tiltölulega ókunnugir barokktónlistinni. Á síðustu áratugum hafi hins vegar orðið barokkvakning. „Mörg merk tónskáld koma við sögu þessa tímabils en án tvímælis gnæfir þó einn upp úr sakir full- kominnar kunnáttu sinnar, snilli og andagiftar, Johann Sebastian Bach.“ Ingólfur sagði að í lifanda lífi hafi Bacli verið viðurkenndur sem orgel- og sembalsnillingur. „En ekkert sérstakt orð fór af tónsmíðum hans, nema helst að þær þóttu of djarfar, skreyttar, framúrstefnulegar, ómstríðar og ókirkjulegar. Fæst verka Bachs voru gefin út fyrr en löngu eftir dauða hans. Mest af þeirri tón- Iist, sem átti að leysa list Bachs af hólmi, er nú léttvæg fundin og fallin í gleymskunnar dá með- an list hans dafnar sem aldrei fyrr.“ Ingólfur sagði ennfremur að enginn hefði reynt að feta í fót- spor Bachs, „en hann er hin sanna fyrirmynd sem allir hafa og allir geta lært af“. Þéttsetið var á nám- skeiðinu á mánudagskvöld, taldist svo til að um 85 manns hafi verið mætt. Safnaðarsalurinn tekur hins vegar 100 manns í sæti og því er enn hægt að bæta nokkrum þátttakendum við. Opinber list og umhverfi hennar THORGNY Larsson myndhöggvari heldur fyrirlesturinn „Genius Loci: Public Art and it’s Environment í Myndlista- og handíðaskóla íslands, Skipholti 1, 4. h. (Barmahlíð) á morgun kl. 16.30. Fyrirlesturinn fjallar í máli og myndum um list á opinberum vettvangi og umhverfis- list. Thorgny Larsson hefur unnið að listaverkum fyrir opinberar bygg- ingar og aðila í heimalandi sínu, Svíþjóð. Verk hans eru gjarnan „site specifíc“ éða umhverfísmiðuð og unnin í samvinnu við arkitekta og landslagsarkitekta. Thorgny er gestakennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands þar sem hann kennir námskeið um list á opinber- um vettvangi og umhverfismiðaða list. Hann mun vinna með nemend- um sinum að verkefni um Reykja- víkurhöfn, nánar tiltekið Vestur- höfnina og nærliggjandi svæði. , Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞETTSETIÐ var í fyrsta tíma Bach-námskeiðs Ingólfs Guðbrandssonar, taldist til að um 85 áheyrendur hafi verið mættir. Jmjm ÍÆ ffS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.