Morgunblaðið - 18.02.1996, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ
6 B SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996
Köttur í bóli
bjarnar
Köttur úti í mýri,
setti upp á sig
stýri, úti er ævin-
týri. Ekki lýkur
stríði sjúklinga með
kattarofnæmi þó svo auðveld-
lega. Kom þó í hugann uridir
fyrirlestri ofnæmissjúkdóma-
læknisins Unnar Steinu Bjöms-
dóttur Hjá Bandalagi kvenna.
Því þessi kattarofnæmisvaki
sem allir kettir framleiða, aðal-
lega frá húðkirtlum og munn-
vatnskirtlum, getur víst haldist
á staðnum í mánuði. Þessi
kattarofnæmisvaki er mjög lítill
og festist við allt. Þyrlast t'.d.
þegar hlaupið er um vistarver-
ur, þannig að kattarofnæmi
getur verið verra á mannmörg-
um heimilum. Kannski sperrti
maður enn betur eyrun eftir að
hafa hlustað á hneykslun konu
einnar yfir þeirri vitleysu að
banna ketti í sambýlishúsum.
Hennar köttur hefði hárafar
sem ekki ylli neinu ofnæmi! En
Unnur Steina segir að allir kett-
ir framleiði ofnæmisvaka, , þó
mismikið eftir tegundum og
fresskettir meira en læður.
Ofnæmi og asmi hefur farið
vaxandi í hinum
vestræna heimi
sl.20 ár, t.d. 60%
aukning í Banda-
ríkjunum. Og dán-
artíðni af asma hef-
ur aukist af ýmsum
ástæðum. Tíðni of-
næmis á íslandi er
7% kattarofnæmi,
8,5% grasofnæmi
og 6% rykmauraof-
næmi. Alls eru
15-20% íslendingá
með ofnæmiskvef
og um 5% með asma og er það
algengara hjá ungum einstakl-
ingum en þeim eldri.
Fólk er misnæmt. Tíðni
kattarofnæmis hjá börnum, þar
sem annað foreldrið er með of-
næmi reyndist: 88% fengu
kattarofnæmi og asma ef kött-
ur var á heimilinu á fyrsta ald-
ursári bamsins og 36% fengu
það ef köttur var á heimilinu
eftir fyrsta aldursárið.
Haft var eftir Birni Árdal,
lækni í Mbl. að hafí bam of-
næmi fyrir köttum geti návist
við kött valdið bólgu í lungapíp-
um og gert þær ofvirkar. Kött-
urinn þurfi ekki einu sinni að
vera inni á heimilinu. Hann
geti verið í íbúð í stigagangi
eða í eigu skólafélaga.
Það er því ekkert grín að búa
við ofnæmisvaka í umhverfínu.
Hvað rykmaurasparðið sem
veldur ofnæmi varðar er ekki
gott við að eiga. Þetta er um
allt í íbúðunum, þó við sjáum
maurana ekki, og þeir em út-
búnir klóm svo að ryksugan
nær þeim ekki úr húgögnum
með áklæði eða undir föstum
gólfteppum. Þarf að vera hægt
að þvo. En þótt pelsdýrin, kett-
ir og hundar og enn meira nag-
dýr og hamstrar séu ofnæmis-
valdar sem hægt er að fjar-
lægja frá sjúklingnum, þá virð-
ist það oft þrautin þyngri. Það
var eiginlega sú staðreynd sem
vakti furðu mína í erindi Unnar
Steinu. Samkvæmt könnunum
virðist fólk undarlega oft, jafn-
vel foreldrar, heldur láta sjúkl-
ingi á heimilinu líða illa en fjar-
lægja dýrið frá honum. Þetta
er skiljanlega mikið tilfinninga-
mál ef dýrið hefur lengi verið
á heimilinu, en það skrýtna er
hve stór hluti virðist fá sér nýtt
ókunnugt dýr.
í einni rannsókn ráðlögðu
læknar 700 sjúklingum með
astma og ofnæmi
fyrir köttum að losa
sig við heimiliskött-
inn. Niðurstaðan
var sú að einungis
11% losuðu sig alveg við dýrið,
39% áttu það áfram og 50%
losuðu sig við dýrið en fengu
sér fljótlega aftur gæludýr.
Ætli sé ekki rétt hjá Thomasi
Jefferson, einum aðalhöfundi
sjálfstæðisyfirlýsingar Banda-
ríkjanna „að þegar mannleg
hegðun er annars vegar dugi
ekki annað en að binda allt
rammlega í hlekki stjórnar-
skrár.“ Eða hér: Þegar gælndýr
eru annars vegar verður að
hnýta alit vandlega í lög og
reglugerðir.
Þótt ekki væri það sagt, þá
hefði maður varla reglugerðar-
laust treyst hinum ágæta við-
mælanda til að taka asma- eða
ofnæmisveikt barn í húsinu
fram yfir elsku vininn. Er hún
ekki bara héppin að hafa regl-
urnar til að þusa yfir og þurfa
aldrei að standa andspænis
slíku vali?
En er ekkert annað til ráða?
Sem dýragæla í uppvextinum
kvaðst Unnur Steina aldrei ráð-
leggja fólki að Iosa sig við dýr-
ið fyrr en með prófunum væri
búið að ganga alveg úr skugga
um að þar væri ofnæmisvaldur-
inn.
Rannsókn sem hún og henn-
ar fólk gerði hér miðaði að því
að minnka kattarofnæmisvaka
í híbýlum sjúklinga með katta-
rofnæmi og astma án þess að
sjúklingurinn losaði sig við
dýrið. Hópnum var skipt í
tvennt. Annar hópurinn þreif
hátt og lágt, þvoði utan af rúm-
fötum vikulega við suðu, fékk
nýja sæng, kodda og sérstakt
„ofnæmis-dýnuhulstur". Auk
þess var kötturinn þveginn
vikulega. Hinn hópurinn
breytti engu. Á eins árs tíma-
bili var hægt að minnka katta-
rofnæmisvakann um tæp 90%
hjá fyrri hópnum en hjá þeim
síðari jókst magn ofnæmisvak-
ans. Er það þá ekki í lagi? spyr
maður. Nei, því miður. Olíklegt
er að einkenni sjúklinga með
kattarofnæmi minnki. Til þess
að minnka bólgur í öndurnar-
færum vegna ofnæmisvaka
þarf sennilega að ná þessum
gildum niður í ekki neitt til
árangurs. Einungis þarf mjög
lítið magn af ofnæmisvaka (na-
nogrömm) til að viðhalda of-
næmi, þótt meira þurfi til að
koma því af stað, svaraði
læknirinn.
Nú hefur Gáruhöfundur víst
hætt sér út á hálan vígvöll
þjóðarsálarinnar. Eins gott að
verða horfinn í frí við birtingu.
Enda lýsir Piet Hein „Hinni
traustu vissu“ réttilega svo
með íslenskum orðum Helga
Hálfdánarsonar:
Þeir sem bezt vita flest
um hið bezta
eru pest, sem er verst
allra pesta.
Cárur
eftir Elínu Pálmadóttur
MANNLÍFSSTRAUMAR
LÆKNISFRÆÐI /:/ hægt ab lœkna ellinaf
Töftafyfið mdatónín
Asíðasta ári komu út tvær bæk-
ur um melatónín, The Mela-
tonin Miracle eftir Pierpaoli og
Regelson og Melatonin eftir Reiter
og Robinson. Þessar bækur ýttu
mjög undir það melatónín-æði sem
fyrst gekk yfir
Bandaríkin og er
nú að breiðast út
um heiminn. Nú
hafa öll vísindi og
staðreyndir máls-
ins vikið fyrir
eftir Magnús taumlausri aug-
Jóhannsson lýsingamennsku.
Við höfum svo
sem oft séð þetta áður og eigum
eflaust eftir að sjá það oft aftur,
en nú er komið enn eitt efnið sem
í stuttu máli læknar allt, meira
að segja ellina. Þeir sem selja efn-
ið halda því statt og stöðugt fram
að melatónín lækni eða komi í veg
fyrir krabbamein, hjartasjúkdóma,
alzheimers sjúkdóm, sykursýki,
starblindu, alnæmi, þunglyndi,
svefntruflanir, geðklofasýki,
skyndidauða ungbarna, flogaveiki,
einhverfu, parkinsons sjúkdóm og
inflúensu. Þeir sem taka efnið
reglulega eiga þar að auki að
hætta að eldast, sofa betur, fá
aukna greind, öðlast betra kynlíf,
fá virkara ónæmiskerfi og verja
sig gegn hugsanlegum skaðlegum
áhrifum rafsegulsviðs.
Melatónín er efni sem myndast
í heilakönglinum (pineal gland),
sem er staðsettur nálægt miðju
heilans. Efni þetta hefur verið
þekkt lengi (í meira en 40 ár) en
lítið er vitað með vissu um þýðingu
þess í líkamanum og er það ýmist
kallað hormón eða taugahormón
og nú er farið að nota það sem
lyf. Mun meira af melatóníni losn-
ar út í blóðið að nóttu en degi og
hafa sumir túlkað þetta svo að
efnið stjómi dægursveiflum líkam-
ans en aðrir draga það í efa, enda
hefur slíkt orsakasamband ekki
verið sannað. Það einkennir mjög
rannsóknir á þessu lyfi að mismun-
andi rannsóknarhópar fá iðulega
mismunandi niðurstöður. Þetta
stafar serinilega af því að í flestum
rannsóknum sem gerðar hafa ver-
ið með melatónín, hvort sem notuð
voru tilraunadýr eða menn, voru
svo fáir einstaklingar að tilviljun
gat ráðið hvaða niðurstaða fékkst.
I nokkrum tilvikum hengja menn
sig í niðurstöður einhverrar rann-
sóknar þar sem útkoman var mjög
jákvæð fyrir notagildi melatóníns,
jafnvel þó aðrir hafi ekki fundið
það sama eða fengið þveröfuga
útkomu. Sumt af því sem haldið
er fram um melatónín byggist á
frásögnum eintaklinga af áhrifum
eða bata sem þeir telja sig hafa
fengið, en slíkar frásagnir hafa
því miður ekkert vísindalegt
gildi, heldur þarf skipulagða
rannsókn á stórum hópi fólks.
Hvorki er með þessu verið að
vefengja slíkar frásagnir né
gera lítið úr þeim á nokkurn
hátt, en þær duga ekki til að
dregnar séu víðtækar ályktan-
ir.
Við skulum líta á dæmi um
málflutninginn og röksemda-
færsluna. Oft er talað um að
magn melatóníns í blóði
minnki með aldrinum og með
því að gefa efnið megi hægja
á öldrun. Þessu til stuðnings
er vitnað í dýratilraunir þar sem
meðalaldur dýranna hækkaði um
20-25% ef þeim var gefið melatón-
ín. Á þessu eru nokkrir gallar: Þó
að flestir hafi fundið minrikað
magn melatóníns með hækkandi
aldri er ekki þar með sagt að upp-
bótarmeðferð með melatóníni
dragi úr öldrunareinkennum;
sjaldan er talað um hinar dýratil-
raunirnar þar sem meðalaldur
hækkaði ekki eða lækkaði vegna
aukinnar tíðni krabbameins í
eggjastokkum (í músum). Því er
haldið fram að melatónín örvi kyn-
hvöt og bæti kynlíf fólks, en ekki
er vitað til þess að slíkt hafí verið
rannsakað hjá mönnum og reyndar
hefur sést rýmun kynkirtla hjá til-
raunadýrum sem fengu lyfíð. Á
VÍSINDI Hvab veldur nifteindahúb?
Rannsóknir á dreifingu einda
sem rekist hafa á atómlgarna
gefa upplýsingar um stærð
þeirra og samsetningu.
/
Nýr skilningur
á atómkjömum
í SKÓLA lærum við að atóm sam-
anstanda af rafeindum, róteindum
og nifteindum. Róteindum og nift-
eindunum er samanþjappað í kjarna
atómsins en rafeindirnar hreyfast
eftir reglulegum mynstrum um-
hverfis kjarnann. Frá því um 1950
hafa kjarneðlisfræðingar velt vöng-
um yfír því hversu mikill munur
getur verið á dreifingu róteinda og
nifteinda innan atómkjarnans. Svar
við þessari spurningu mun auka
þekkingu eðlisfræðinga á eiginleik-
um atómkjarna, sérstaklega með
tilliti tilstöðugleika oggeislavirkni
þeirra. í nýlegri grein eftir 21 vís-
indamann frá Japan, Þýskalandi og
Rússlandi er skýrt frá nýjum niður-
stöðum sem Iýsa því hvemig nif-
teindir hafa tilhneigingu til að
mynda húð yfir atómkjarnann.
Atómkjarnar eru vissulega mis-
stórir en algengur radíus er
af stærðargráðunni 4 fermi (fermi
= ÍO15 metrar). Rannsóknir á ýms-
um eiginleikum kjarna eru venju-
lega framkvæmd-
ar með því að
skjóta á þá mis-
munandi tegund-
um einda og mæla
hvernig þær dreif-
ast eftir að þær
hafa víxlverkað
við kjarnann.
Dreifíngin gefur
vísbendingu um ýmsa eiginleika
kjarnans, þar á meðal staðsetningu
róteinda og nifteinda innan hans.
Þangað til nýlega hafa athuganir
af þessu tagi nær eingöngu bent
til þess að innan svæðis af stærð-
argráðunni 0,2 fermi sé dreifíng
róteinda og nifteinda nánast
jöfn.
Á undanförnum árum hefur
kjarneðlisfræðingum tekist að
búa til stóra atómkjarna sem
ekki koma fyrir í náttúrunni.
Helsta einkenni þessara kjarna
er að þeir eru óstöðugir. Þeir
hafa því tilhneigingu til að klofna
í smærri atómkjarna. Framfarir
á sviði tilraunatækni hafa gert
eðlisfræðingum fært að fram-
kvæma rannsóknir á þessum
óstöðugu atómkjörnum. Þetta
hefur leitt til nýs skilnings á
dreifingu kjarnaeindanna innari
kjarnans. Það sem hefur verið
sérstaklega athugavert við þess-
ar rannsóknir er að þær hafa
leitt til uppgötvunar nifteinda-
bauga sem hafa tilhneigingu ti
að liggja eftir yfirborði kjarnans.
Nýlegar rannsóknir tuttugu og
eins manna hópsins sýna að þeg-
ar auka nifteindum er bætt við
atómkjarnann hafa þær tilhneig-
ingu til að mynda nifteindahúð
fyrir kjarnann.
í áratugi hafa eðlisfræðingar
hannað mörg og mismunandi lík-
ön af atómkjarnanum. Hvert
þessara líkana skýrir nokkuð vel
sérstaka eiginleika kjarnans, en
ekkert eitt líkan getur gefið rétta
túlkun á öllu því sem eðlisfræðin
veit um kjarnann. Þetta veldur
nokkrum vandræðum þar sem
túlkunin á niðurstöðum vísinda-
manna er að nokkru leyti háð
því hvaða líkan þeir notast við.
í stöðugum atómkjörnum er
hlutfallið á milli nifteinda og ró-
teinda á bilinu frá 1 fyrir létta
atómkjarna til 1,5 fyrir þá sem
þyngri eru. Eðlisfræðingar höfðu
því ævinlega gert ráð fyrir því
að dreifing kjarnaeindanna um
kjarnann væri jöfn og í samræmi