Morgunblaðið - 18.02.1996, Page 17
í
ATVINNURAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
ATVIN NUAUGÍ ÝSINGA R
Markaðsmál
Aðili í ferða- og flutningsþjónustu óskar að
ráða starfsmann með þekkingu á sölu- og
markaðsmálum. Við leitum að sjálfstæðum
og hugmyndaríkum aðila sem er ófeiminn
við að taka á í spennandi umhverfi.
Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu í erlend-
um samskiptum í töluðu og rituðu máli auk
almennrar skrifstofukunnáttu.
Umsókn sendist afgreiðslu Mbl. merkt:
„SKYIS - 521“ fyrir 26. febrúar.
Framkvæmdastjóri
íþróttabandalags Reykjavíkur
íþróttabandalag Reykjavíkur er heildarsam-
tök íþróttafélaga í Reykjavík, sem kemur
fram fyrir hönd félaganna gagnvart Reykja-
víkurborg og öðrum opinberum aðilum.
Innan ÍBR eru u.þ.b. 45 íþróttafélög með
u.þ.b. 30.000 meðlimi. ÍBR er langstærsti
aðili innan íþróttasambands íslands. Á
skrifstofu starfa 3 starfsmenn og á liðnu
ári var heildarvelta bandalagsins u.þ.b. 280
milljónir króna.
Starfs- og ábyrgðarsvið framkvæmdastjóra
felst m.a. í eftirfarandi:
★ Dagleg stjórnun
★ Fjármál
★ Kynningarmál og tengsl við aðildarfélög
og aðra í umboði stjórnar
★ Yfirumsjón með styrkveitingum
★ Ábyrgð á úthlutun tíma í íþróttahúsum
Reykjavíkurborgar
★ Undirbúningur stjórnarfunda og annarra
funda á vegum bandalagsins
Við leitum að einstaklingi sem hefur góða
þekkingu á íþróttahreyfingunni og getur tjáð
sig bæði í ræðu og riti. Viðkomandi þarf að
geta tjáð sig á a.m.k. ensku og norðurlanda-
máli. Góð bókhalds- og tölvuþekking er nauð-
synleg. Skipulögð vinnubrögð ásamt því að
geta unnið sjálfstætt og hafa frumkvæði til
athafna er einnig skilyrði.
Byrjunartími er samkomulag.
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars nk.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir.
Með allar upplýsingar verður farið sem
trúnaðarmál og þær endursendar.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir
ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hag-
vangs hf. merkt: „Framkvæmdastjóri ÍBR“.
Hagvangurhf
Skeifunni 19
Reykjavík
Sími 581 3666
Róðningarþjónusta
Rekstrarráðgjöf
Skoðanakannanir
Lyfjafræðingur
Lyfjanefnd ríkisins óskar eftir lyfjafræðingi
til starfa.
Um fullt starf er að ræða. Mikilvægt er að
viðkomandi hafi gott vald á ensku og Norður-
landamáli.
Umsóknir ásamt afriti af starfsréttindaskír-
teini, prófskírteini og upplýsingum um fyrri
störf sendist til Lyfjanefndar ríkisins, Eiðis-
torgi 15, pósthólf 180, 172 Seltjarnarnesi,
fyrir 15. mars, 1996.
Upplýsingar gefur Guðlaug Björnsdóttir á
skrifstofu nefndarinnar í síma 5612111.
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Óskum að ráða leikskólakennara eða annað
uppeldismenntað starfsfólk til starfa í neðan-
greinda leikskóla:
Deildarstjóri:
Engjaborg v/Reyrengi,
upplýsingar gefur Auður Jónsdóttir leikskóla-
stjóri í síma 587 9130.
Nýr leikskóli Laufskálar v/Laufrima,
upplýsingar gefur Lilja B. Ólafsdóttir leik-
skólastjóri í síma 567 1485 og 587 1140.
Laufskálar er nýr ieikskóli sem tekur til starfa
í mars.
í starf allan daginn:
Sæborg v/Starhaga,
upplýsingar gefur Þuríður Anna leikskóla-
stjóri í síma 562 3664.
Staðarborg v/Mosgerði,
upplýsingar gefur Sæunn Elfa Karlsdóttir
leikskólastjóri í síma 553 0345.
í starf e.h.
Rofaborg v/Skólabæ,
upplýsingar gefur Þórunn Gyða Björnsdóttir
leikskólastjóri í síma 567 2290.
Eldhús
Óskum að ráða matráð í neðangreinda leik-
skóla:
Sæborg v/Starhaga.
Upplýsingar gefur Þuríður Anna Pálsdóttir
leikskólastjóri í síma 562 3664.
Staðarborg v/Mosgerði.
Upplýsingar gefur Sæunn Elfa Karlsdóttir
leikskólastjóri í síma 553 0345.
Laufskálar v/Laufrima.
Upplýsingar gefur Lilja B. Ólafsdóttir leik-
skólastjóri í síma 567 1485 og 587 1140.
Einnig vantar aðstoðarmann í eldhús í hálft
starf í leikskólann Lindarborg v/Lindargötu.
Upplýsingar gefur Ragnheiður Halldórsdóttir
leikskólastjóri í síma 551 5390.
Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir
vinnustaðir.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277.
TIWC
Tölvuvinnsla og kerfishönnun ehf.
Síðumúla 8 • 108 Reykjavik • Sími 568 7757 • Fax 588 9617
Þjónustufulltrúi
Tölvuvinnsla og kerfishönnun ehf. leitar að
þjónustufulltrúa til starfa í þjónustudeild.
Umsækjandi þarf að hafa þekkingu á bók-
haldi og tölvum, góða skipulagshæfileika og
eiga gott með að umgangast samstarfsmenn
og viðskiptavini. Hann þarf að vera jafnvígur
á hópvinnu og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Um er að ræða fjölbreytt starf á góðum
vinnustað. Helstu notendaumhverfi eru
MS-DOS, Windows, Windows TN, Novell
Netware og önnur netkerfi.
TOK - Tölvuvinnsla og kerfishönnun ehf. hefur starfað frá 1981 við
hugbúnaöargerð og þjónustu fyrir viðskiptavini sina. Starfsmenn eru
nú 14 og viðskiptavinir yfir 1700.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Árnason í
síma 568 7757. Umsóknir sendist afgreiðslu
Mbl. fyrir 23. febrúar merktar: „T - 96“.
STRENGUR hf.
Strengur hf. er framsækið hugbúnaðarfyrirtæki með fjölþætta
starfsemi. Fyrirtækið býr yfir víðtækri reynslu við hönnun hugbún-
aðar fyrir hvers kyns viðskipti og verkfræði.
Strengur hf. er dreifingar- þróunaraðili á viðskiptakerfinu Fjölni sem
nýtur mikilla vinsælda sökum sveigjanleika og rekstraröryggis. Þá
er Strengur jafnframt dreifingaraðili á gagnasafns- og þróunarum-
hverfinu Informix. Strengur hf. er umboðsaðili fjármálafyrirtækisins
Down Jones/Telerate á íslandi og starfrækir upplýsingabankann
HAFSJÓ, sem sniðinn er fyrir alhliða rekstur. Strengur hf. veitir
aðgang að Morgunblaðinu og greinasafni þess á Internetinu.
Starfsemi Strengs hf. er nú á þremur stöðum. Fyrirtækið mun
flytja alla starfsemi sína í Ármúla 7 í byrjun mars.
Stýrikerfi og
nettengingar
Vegna aukinna framtíðarverkefna óskast
kerfisfræðingur til starfa hjá Streng hf.
Starfið
Starfið felst í tæknilegri þjónustu við við-
skiptavini á sviði nettenginga, forritunar o.fl.
Hæfniskröfur
Óskað er eftir aðila með þekkingu á PC tölvu-
netum og UNIX.
Leitað er að einstaklingi með kerfisfræði-
eða sambærilega menntun/reynslu sem hef-
ur metnað til að veita faglega ráðgjöf og
góða þjónustu.
í boði er áhugavert starf og góð laun.
Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið
sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon
hjá Ráðgarði.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs, merktar: „Strengur hf.“, fyrir 27.
febrúar nk.
RÁEXÝARÐURM
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK “S 533 1800
-