Morgunblaðið - 18.02.1996, Síða 18
.18 B SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNOAUGÍÝS/NGAR
Skrifstofumaður
Skrifstofumaður óskast í vélsmiðju á suð-
vesturlandi. Þarf að geta unnið sjálfstætt.
Aðstoðum við útvegun húsnæðis.
Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um ald-
ur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu
Mbl. fyrir 26. febrúar „Vélsmiðja - 520“.
Örtölvutækni ehf
a
umboðið á íslandi
auglýsir eftir
tæknimönnum í
þjónustudeild
Sóst er eftir tæknimönnum með menntun
og reynslu á einu eða fleiri af eftirfarandi
sviðum:
• Open VMS
• UNIX
• Windows NT
• Cisco netbúnaði
• Internet prótókólum og þjónustu.
• Novell
í boði eru spennandi störf fyrir metnaðar-
fullt fagfólk. Starfsþjálfun fer fram bæði inn-
anlands og utan.
Skriflegar umsóknir, merktar STARFSUM-
SÓKN, sendist til Örtölvutækni ehf., Skeif-
unni 17, 108 Reykjavík. Farið verður með
allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til 27. febrúar nk.
a
Örtölvutaekni ehf. er framsækið fyrirtæki með trausta eiginfjár-
stöðu. Félagið er m.a. umboðsaðili fyrir Digital Equipment Corp-
oration og Cisco Systems sem eru leiðandi fyrirtæki hvort á
sínu sviði.
FLUGLEIDIR
Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast á næturvaktir á
vistheimilið (grunnröðun Ifl. 213). Einnig eru
lausar kvöld- og helgarvaktir. Möguleiki er
að ráða hjúkrunarfræðinema sem lokið hafa
þriggja ára námi á kvöld- og helgarvaktir og
til sumarafleysinga. Höfum leikskólapláss.
Upplýsingar veita ída Atladóttir, hjúkrunar-
forstjóri og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrun-
arframkvæmdastjóri í síma 553 5262 og
568 9500.
Reiknistofa bankanna
óskar að ráða
kerfisfræðing/
forritara
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi há-
skólapróf í tölvunarfræði, viðskiptafræði,
verkfræði, tæknifræði eða kerfisfræði frá TVÍ
og/eða umtalsverða reynslu við kerfissetn-
ingu og forritun.
Við bjóðum fjölbreytt og umfangsmikið verk-
efni á sviði bankaviðskipta, sveigjanlegan
vinnutíma, góða starfsaðstöðu og veitum
nauðsynlega viðbótarmenntun, sem eykur
þekkingu og hæfni.
Launakjör eru samkvæmt launakjörum sér-
fræðings í kjarasamningi SÍB og bankanna.
Umsóknarfrestur er til 29. febrúar 1996.
Upplýsingar um stöðuna veitir framkvæmda-
stjóri kerfissviðs reiknistofunnar, Ármúla 13,
108 Reykjavík, sími 569 8877.
Umsóknum skal skilað á þartil gerðum eyðu-
blöðum, er fást hjá Reiknistofu bankanna.
Leiðarstjórnun
Á markaðssviði Flugleiða hf. eru nú laus störf
á sviði leiðastjórnunar. Það svið ber ábyrgð
á hagkvæmni flugáætlunar félagsins og verð-
leggur sætaframboð eftir þeirri eftirspurn
sem sölukerfið myndar. Rekstur markaðs-
kerfa s.s. bókunarkerfa heyrir einnig undir
svið leiðarstjórnunar.
í boði eru mjög krefjandi störf hjá einu öflug-
asta fyrirtæki landsins.
Við leitum að starfsmönnum sem uppfylla
eftirfarandi skilyrði:
• Háskólamenntun nauðsynleg, framhalds-
menntun æskileg.
• Góð þekking á markaðsfræðum.
• Mjög góð tölvuþekking.
• Rökrétt hugsun og góð talnameðferð.
• Skilningur á grunnþáttum í tölfræði.
• Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði.
Verið er að leita að metnaðarfullum og dríf-
andi einstaklingum sem eru tilbúnir til þess
að leggja mikið á sig til að ná árangri í starfi.
Umsóknum skal beint til Þóris Þorvarðarson-
ar, Hagvangi, Skeifunni 17, 108 Reykjavík,
merktar: „Flugleiðir" og skal þeim skilað í
síðasta lagi 26. febrúar 1996.
Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar annast
heiibrigðis-, matvæla-, mengunar- og um-
hverfiseftirlit í lögsagnarumdæmi Reykja-
víkur. Heilbrigðiseftirlitið býður upp á krefj-
andi og áhugaverð viðfangsefni. Starfs-
menn eru 17 talsins með fjölbreytta mennt-
un og reynslu að baki.
Heilbrigðisfulltrúi
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óskar eftir að
ráða í starf heilbrigðisfulltrúa.
Starfið felst í almennu heilbrigðiseftirliti á
heilbrigðissviði.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf í heilbrigðiseftirliti, dýralækn-
ingum, líffræði, matvælafræði eða hafa
sambærilega menntun.
• Vera sjálfstæður og skipulagður í starfi,
hafa góða framkomu og eiga auðvelt með
að tjá sig í töluðu og rituðu máli.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður
Bjarnadóttir frá kl. 9-12.
Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs
merktar: „Heilbrigðisfulltrúi" fyrir 1. mars
nk.
RÁÐGARÐURhf
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
FURUGERÐI5 108 REYKJAVÍK 533 1800
Héraðs-
lögreglumenn
Tveir héraðslögreglumenn óskast til starfa
hjá embættinu sem fyrst.
Upplýsingar veitir undirritaður á skrifstofu
embættisins og í síma 456 7222.
Umsóknarfrestur er til 1. mars nk.
Bolungarvík, 16. febrúar 1996.
Sýslumaðurinn í Bolungarvík,
Jónas Guðmundsson.
Vaktstjóri -
verslunarstjóri
Olíufólagið hf. er í stöðugri sókn á markaðnum. Félagið byggir sókn sína
á þjónustu, snyrtimennsku og gæðum. Með nýjungum í tækni og þjón-
ustu hefur félagið skipað sér á fremsta bekk meðal sinna jafningja.
Olíufélagið hf. óskar eftir að ráða vakt-
stjóra/verslunarstjóra á bensínstöðvar sínar.
Vaktstjóri/verslunarstjóri þarf að vera ýms-
um kostum búinn. Hann er yfirmaður sem
þarf að sýna frumkvæði í hugsun og athöfn-
um. Hann þarf að vera þjónustulipur í hví-
vetna og hafa mikla ábyrgðartilfinningu.
Ef þú telur þig hafa ofangreinda kosti og ert
metnaðarfullur einstaklingur sem hefur
áhuga á að starfa hjá framsæknu fyrirtæki
er þetta kannski rétta starfið fyrir þig.
Umsókn, með greinargóðum upplýsingum
um aldur, menntun og fyrri störf, sendist
afgreiðslu Mbl. merkt: „ESSO - 517“ fyrir
23. febrúar nk. Allar umsóknir eru meðhöndl-
aðar sem trúnaðarmál.
W Vinnuimðluii
Reykjavíkurborgar
Túlkaþjónusta hjá
Miðstöð nýbúa
Upplýsinga- og menningarmiðstöð nýbúa,
sem rekin er á vegum íþrótta- og tómstunda-
ráðs, óskar eftir að ráða starfsmann til að
hafa umsjón með túlkaþjónustu á vegum
miðstöðvarinnar. Um er að ræða hlutastarf,
sem er bæði fjölbreytt og krefjandi.
Helstu verkefni eru:
• Sýna frumkvæði í uppbyggingu starfsins.
• Skipuleggja námskeið fyrir túlka (sí- og
endurmenntun).
• Kynna þjónustuna fyrir stofnunum Reykja-
víkurborgar og ríkisins.
Hæfniskröfur:
• Stjórnunarhæfileikar.
• Menntun á sviði félagsvísinda eða önnur
sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
• Kunnátta í einu eða fleirum erlendum
tungumálum.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
• Þekking á notkun ritvinnslu og töflureiknis
(Excel) og grunnþekking á bókhaldi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar og Reykja-
víkurborgar.
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars nk.
Umsóknum skal skila til Vinnumiðlunar
Reykjavíkurborgar, á eyðublöðum sem þar
fást.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Njálsdóttir,
forstöðumaður Miðstöðvar nýbúa, Faxafeni
12, í síma 568 2605 á skrifstofutíma.
Engjateigur 11 • Sími 588 2580 • Fax 588 2587