Morgunblaðið - 18.02.1996, Page 25

Morgunblaðið - 18.02.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 B 2,5 AUGLYSINGAR A iS&J KOPAVOGSBÆR í eftirfarandi tæki sem eru í Áhaldahúsi Kópa- vogs, Dalvegi 5 og 7. 1. Blow Knox, 1978, malbikunarútlagningar- vél (MMm-0030) með stækkunarlegu- bretti 2-3,2 m. 2. Hamm valtari DV-3, ágerð 1986, (MM-0009) 3,2-3,6 tonn. 3. Lowboy-festivagn, 1992, SX-667, 2450 mm. br., 7100 mm. I. Burðargeta 22680 kg. Nánari upplýsingar gefur Agnar Strandberg, yfirverkstjóri, í síma 554-1570, milli kl. 11 og 12 virka daga. Tilboðum sé skilað 7. mars nk. fyrir kl. 12. Utboð Fyrir hönd Sorpsamlags Mið-Austurlands bs. er óskað eftir tilboðum í rekstur á vegum Sorpsamlagsins, þ.e. sorphreinsun í þéttbýli og dreifbýli, rekstur flokkunarstöðva að hluta eða öllu leyti, rekstur flokkunarmiðstöðvar á Reyðarfirði og urðun úrgangs í landi Beru- ness eða Þernuness við Reyðarfjörð. Að Sorpsamlagi Mið-Austurlands bs. standa Neskaupstaður, Eskifjarðarkaupstaður, Reyðarfjarðarhreppur, Fáskrúðsfjarðar- hreppur, Búðahreppur og Stöðvarhreppur. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu hönn- unar og ráðgjafar hf. á Austurvegi 20, á Reyðarfirði frá og með þriðjudeginum 20. febrúar 1996. Tilboðum skal skila á skrifstofu Reyðarfjarð- arhrepps, Búðareyri 7, fyrir kl. 14.00 föstu- daginn 22. mars 1996 og verða þau þá opn- uð þar og lesin upp í viðurvist þeirra bjóð- enda sem viðstaddir kunna að verða. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. hönnun og ráðgjöf hf Viltu eignast hlut í mark- aðs- og sölufyrirtæki Gott meðalstórt útflutningsfyrirtæki á sjávar- afurðum vill auka fjárhagslegan styrkleika sinn og eigið fé með því að auka hlutaféð. Félagið er hf. og engar hömlur eru á viðskipt- um með eignarhluta í samþykktum. Þetta er hugsað vegna aukinna staðgreiðslu- viðskipta vegna krafna smærri framleiðenda um fullnaðaruppgjör skömmu eftir útskipun á freðfiski og saltfiski. Einnig er aukning á fjármögnun framleiðslu til útflutnings. Áhugasamir hugsanlegir hluthafar láti vita af sér með því að svara þessari auglýsingu til afgreiðslu Mbl. merkt „Export hf.“. Styrkir úr Minningarsjóði Theódórs Johnsons í samræmi við skipulagsskrá Minningarsjóðs Theódórs Johnsons hefur Háskóli íslands ákveðið að úthluta 4 styrkjum, að upphæð kr. 125 þús. hver. í 4. gr. skipulagsskrár sjóðsins segir m.a.: Þeim tekjum, sem skal leggja við höfuðstól, sbr. 3. gr., skal varið til að styrkja efnilega en efnalitla stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla íslands eða framhaldsnáms er- lendis að loknu námi við Háskóla íslands. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sam- skiptasviðs Háskóla íslands. Umsóknarfrestur er til 15. mars 1996. Félagar SVFR Nú er liðinn fresturtil staðfestingar á úthlut- un næsta sumars. Endurúthlutun hefst 24. febrúar og eftir 1. mars fara öll óstaðfest veiðileyfi á almennan markað. Styrktarsjóður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til sí- menntunar og fræðilegra rannsókna á sviði fatlana barna, með það að leiðarljósi að efla fræðilega þekkingu og faglega þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins hefur að jafnaði forgang um styrkveitingar úr sjóðnum. Heimilt er að binda hluta styrktarfjárins við rannsóknir eða menntun vegna sjúkdómsins tuberus sclerosis. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Þar skal koma fram grein- argóð lýsing á námi því eða rannsókn sem sótt er um styrk til, sem og tilgangi og tilhög- un. Umsóknir skulu berast Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, Kópa- vogi, fyrir 1. apríl nk. Stjórn Styrktarsjóðsins. A iS&J KOPAVOGSBÆR Kópavogsdalur, Lækjar- smári 2-12 (reitir 12 og 13) Breytt deiliskipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi á reitum 12 og 13 í Kópavogsdal auglýsist hér með sam- kvæmt gr. 4.4.1 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Skipulagssvæðið afmarkast í vestur af Læjarsmára, hús nr. 1-9 og opnu svæði við hús nr. 54-56, (reitir nr. 10 og 11), Digranesvegi í norður, Dalvegi í austur og Dalsmára í suður. Breytingin felst f eftirfarandi: 1. I stað tveggja 3-8 hæða fjölbýlishúsa- lengja með samtals 199 íbúðum gerir til- lagan ráð fyrir þrem fjölbýlishúsum sem eru 7-11 hæða og einu 3 hæða fjölbýlis- húsi með samtals 134 íbúðum. 2. Fyrirkomulagi lóðamarka, bílastæða, bíla- geymslna, opinna svæða og leiksvæða er jafnframt breytt frá gildandi deiliskipu- lagi. 3. í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að á gatnamótum Dalsmára og Dalvegar ann- ars vegar og Dalvegar og Digranesvegar hinsvegar verði gerð hringtorg. Uppdrættir, ásamt skýringarmyndum, verða til sýnis hjá Bæjarskipulagi Kópavogs, Fann- borg 2, 4. hæð, alla virka daga frá kl. 9 til 15 frá 19. febrúar til 15. mars 1996. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Bæjarskipulags Kópavogs innan auglýsts kynningartíma. Skipulagsstjóri Kópavogs. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Kattaeigendur og umráðamenn sandkassa athugið Að gefnu tilefni vill Heilbrigðiseftirlitið hvetja kattaeigendurtil að spólormahreinsa ketti sína árlega. Áríðandi er að kettlingar séu hreinsað- ir oftar. Umráðamenn sandkassa eru hvattirtil að verja sandkassana fyrir köttum eins og kostur er, t.d. með því að loka þeim þegar þeir eru ekki í notkun. Nauðsynlegt er að skipta a.m.k. ár- lega um sand í kössunum ef ekki er unnt að loka þeim. Landsskrifstofa SÓKRATESAR auglýsir styrki fyrir skóla, tungu- málakennara og háskólanema • SÓKRATES er ný samstarfsáætlun Evr- ópusambandsins í menntamálum. • SÓKRATES nær til samvinnu á öllum kennslustigum, frá leikskóla til doktors- náms, sem og fjarkennslu og endur- menntunar. • Öll ríki ESB eiga aðild að SÓKRATESI. ísland, Noregur og Lichtenstein taka einnig fullan þátt í áætluninni á grund- velli samningsins um Evrópska efnahags- svæðið (EES). • COMENÍUS - skólasamstarf leik-, grunn- og framhaldsskóla. Flokkur 1. Samstarf a.m.k. þriggja skóla frá þremur löndum. Umsóknarfrestur rennur út 1. mars nk. • LINGUA - samstarf á sviði tungumála- náms. Tungumálakennarar á grunn- og framhaldsskólastigi geta sótt um styrki til að sækja tungumálanámskeið eða starfsþjálfunarstyrki í 2-4 vikur. Umsóknarfrestur rennur út 1. mars nk. • ERASMUS styrkir til háskólanema, sem býðst að taka hluta af námi sínu erlendis. Umsóknarfrestur rennur út 15. mars nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Landsskrifstofu SÓKRATESAR/ Al- þjóðaskrifstofu háskólastigsins, Neshaga 16,107 Reykjavík, sími 525 4311, bréfasimi 525 5850. Netfang ask@rhi.hi.is - Heimasíða: http: //www.rhi.hi.is/HI/Stofn/ASK • Meginmarkmið SÓKRATESAR éru að - efla tungumálakunnáttu í Evrópu, - efla samstarf milli menntastofnana í aðildarríkjum ESB, - hvetja til fjölþjóðasamskipta á öllum skólastigum, - auðvelda gagnkvæma viðurkenningu á prófum og róttindum, - efla fjarkennslu, - hvetja til upplýsingaskipta og miðlunar á reynslu í menntamálum. HUSNÆÐIOSKAST Húsnæði óskast í Garðabæ Reyklaus fjölskylda óskar eftir 3-4 herbergja íbúð, litlu einbýlis- eða raðhúsi í Garðabæ. Upplýsingar í síma 565-6577. Sérbýli óskast á leigu Óskum eftir góðu sérbýli á höfuðborgar- svæðinu á leigu fyrir trausta viðskiptavini okkar frá og með maí/júní nk., gjarnan í Hafnarfirði, Garðabæ eða Kópavogi. Frekari upplýsingar veitir Sigrún á skrifstofu Húsakaupa. Húsakaup, Suðurlandsbraut 52.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.