Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Spáð 10-11 vindstigum o g 11-12 m ölduhæð út af suðvestan- og vestanverðu landinu Veðurstofan varar við sjávargangi VEÐURSTOFA íslands varar við hættu vegna sjávargangs frá Reykjanesi allt vestur á Vestfírði framan af degi. Einar Sveinbjörns- son veðurfræðingur segir að gert sé ráð fyrir 4,7 m sjávarhæð eða svipaðri sjávarhæð og 7. febrúar árið 1970. Þá urðu miklar skemmd- ir víða í Reykjavík og nágrenni vegna flóðanna. Veðurfræðingar og sérfræðingar frá Vita- og hafnamálastofnun og Háskóla- íslands komu saman til fundar öðru sinni á Veðurstofu ís- lands vegna yfirvofandi sjávarflóða- hættu í gærmorgun. Eftir fundinn sagði Einar að gert væri ráð fyrir stórstraumsflóði í Reykjavík um áttaleytið í morgun. Sjávarhæð í flóðinu yrði 4,5 m miðað við-flóða- töflu Sjómælinga íslands og vænt- anlega um 20 sm til viðbótar fyrir áhrif frá loftþrýstingi og hvass- viðri. Veðurspár gerir ráð fyrir vestsuðvestanátt, 10-11 vindstig- um, út fyrir Suðvestur- og Vestur- landi um svipað leyti. Ölduspár benda til þess að úti fyrir suðvestan- og vestanverðu landinu geti ölduhæð orðið 11 til 12 metrar í morgun og framan af degi. Öldustefna verður að líkindum milli súðvesturs og vesturs. Jafn- háum öldum úr suðvestri má búast við á u.þ.b. 10 ára fresti en á nokk- urra áratuga fresti ef öldustefna verður vestlæg. Hugað að skipum og bátum Einar sagði að veruleg hætta gæti skapast á öllum stöðum sem opnir væru fyrir vestanöldu. „Ég er hræddur um Sandgerði og utan- vert Álftanesið og Seltjarnamesið þar sem er byggð, einkum að sunn- anverðu en líka að norðanverðu, og svo er ákveðin strönd á Akranesi mjög opin fyrir þessu. Þetta eru þessir staðir sem við emm að tala um ef hann verður svona vestlægur eins og útlit er fyrir,“ sagði Einar og tók fram að huga þyrfti vel að festingum skipa og báta í öllum höfnum frá Vestmannaeyjum vest- ur um. til ísafjarðardjúps. Hann sagði að komið hefði í ljós að sjávarhæðin nú væri svipuð og í öðm flóði 7. febrúar árið 1970. Sjávarhæðin var 4,62 m en er nú eins og fram hefur komið um 4,7 m. Morgunblaðið segir frá því 8. febrúar 1970 að miklar skemmdir hafi orðið víða í Reykjavík og ná- grenni af flóðunum. Sjór hefði flætt inn i kjallara og skilið eftir sigstór- grýti og þara á götum. „Á Álfta- nesi fóru tún víða alveg í kaf og á bænum Gmnd flæddi inn í gripa- hús, kindur drukknuðu og 300-400 hænsn. Vegir, sem liggja meðfram sjó urðu víða alveg ófærir og t.d. voru Eiðisgrandi og Ánanaust eins og stórgrýtisurð yfir að líta í gær- morgun [þann 7. febrúar]. Minnast menn vart slíks sjógangs í Reykja- vík,“ segir í Morgunblaðinu. Fram kemur að Skúlagatan hafi verið eins og tjöm yfir að líta á flóðinu um sjöleytið, „en varð fær fljótlega eftir að sjór lækkaði þótt mikill aur og bleyta væri á götu og gangstéttum. Á strandlengjunni frá Seltjarnamesi út í Örfirisey skolaði miklu af gijóti á land og varð vegurinn alveg ófær á köflum. Sjórinn slettist upp á hús við Ána- naust og bátar sem stóðu uppi í Morgunblaðið/Kristinn VEÐURFRÆÐINGAR og sérfræðingar frá Vita- og hafnamálastofnun og Háskóla Islands báru saman bækur sínar vegna yfirvofandi sjávarflóðahættu í gærmorgun. Morgunblaðið/Kr. Ben. ÞANNIG var umhorfs í Ánanaustum daginn eftir flóðið í byrjun febrúar árið 1970. Stórgrýti þakti götuna allt upp að Vesturgötu. kambinum í Örfirisey, við enda ver- búðanna, köstuðust til og skemmd- ust. Bar sjórinn einn þeirra upp á götuna." Mannskapur og tæki til taks Guðbjartur Sigfússon, yfirverk- fræðingur hjá gatnamálastjóra, sagðist ekki eiga von á því að ástæða væri til óttast óvenju háa sjávarhæð. Samt yrðu 15 til 20 manns til taks ef á þyrfti að halda. „Við verðum svo með 3 til 4 trakt- orsgröfur og eina stóra í bakhönd- inni til að grípa til ef t.d. berst gijót á land og loka þarf götum. Mannskapurinn verður fyrst og fremst í Kvosinni enda er lægsti puntkurinn þar eða í Pósthússtræt- inu einhvers staðar," sagði hann Guðbjartur sagði að dælustöðvar sæju um að halda sjónum frá ræs- unum og ólíklegt væri að sjór flæddi upp á land. „Ef svo fer verður brugðist við því með því að hafa mannskap úti til að opna holræsa- kerfið og hleypa vatninu niður. í versta falli gæti vatn farið inn í einhverja kjallara." Morgnnblaðið/Kári Jónsson Veitt á flugu undan ís Laugarvatni. Morgunblaðið. ÁHUGASAMIR stangveiðimenn hafa undanfarna daga stundað veiði á flugu í Laugarvatni. Það þykir í sjálfu sér ekki tíðindum sæta nema af því að nú í miðjum febrúar er ís á vatninu og því ekki veitt nema í net eða með dorgi. Magnús Þór Sigmundsson fluguveiðimaður, betur þekktur sem tónlistarmaður, hefur nýtt sér hverahitann við vatnsbakk- ann á Laugarvatni þar sem aldr- ei leggur til að kasta flugu fyr- ir silunginn. Hefur hann verið að fá tveggja til þriggja punda fisk undan ísströndinni þrátt fyrir 6-10 stiga frost. Magnús segir greinilegt að nóg sé af vænum físki alveg við land þar sem hann getur ekki verið að háma í sig flugur allan veturinn. „Það er ekki amalegt að standa hér með hitann í fótun- um, svo setur maður bara fing- urna í vatnið til að hita þá,“ sagði félagi Magnúsar. „Eina vandamálið er að línan vill svo- lítið fijósa við stöngina en þá er bara að bræða hana upp aft- ur.“ Akvörðun Samkeppnisráðs um rekstur sjúkrahússapóteka á Larídspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur Fjárhag’slegnr aðskilnað- ur fari fram fyrir 1. júlí SAMKEPPNISRÁÐ hefur mælt svo fyrir að fjárhagslegur aðskilnaður fari fram milli sjúkrahússapóteka Landspítala og Sjúkrahúss Reykja- víkur og annars reksturs spítalanna eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Starfsemi sjúkrahússapótekanna verði þannig í sérstakri einingu innan viðkomandi sjúkrahúss og reiknings- hald apóteks sjálfstætt og reiknings- skil gerð í samræði við meginreglur laga um ársreikninga Þá segir m.a. í ákvörðun Sam- keppnisráðs að þær eignir sem sjúkrahúsin leggi apótekunum til eigi að yfirfæra á markaðsverði sé þess kostur, annars á endurkaupsverði að frádregnum hæfílegum afskriftum. Ef sjúkrahússapótek nýtir sér yfir- stjóm, stoðdeildir, fasteignir, tölvu- vinnslu eða annað sameiginlegt með sjúkrahúsinu skal greiða fyrir það eins og um viðskipti milli óskyldra aðila sé að ræða. Ef markaðsverð liggi ekki fyrir skuli miða við kostn- aðarverð að viðbættri hæfilegri álagningu. Aðdragandi ákvörðunar Sam- keppnisráðs er erindi sem Sam- keppnisstofnun barst 14. júlí síðast- liðinn frá Ti-yggva Gunnarssyni hæstaréttarlögmanni fyrir hönd Apó- tekarafélags Islands um samkeppnis- stöðu sjúkrahússapóteka gagnvart einkareknum apótekum og fjárhags- legan aðskilnað sjúkrahússapóteka frá öðrum rekstri sjúkrahúsa, en í lyfjalögum nr. 93/1994 er kveðið á um að rekstur sjúkrahússapóteks skuli vera aðskilinn frá öðrum rekstri viðkomandi sjúkrahúss. Bein samkeppni við önnur apótek Fram kemur í erindi lögmannsins að Apótekarafélag íslands telji mjög brýnt vegna samkeppnisstöðu apótekara að raunverulegur aðskiln- aður eigi sér stað milli reksturs sjúkrahússapóteka og annars rekst- urs viðkomandi sjúkrahúss, en sala á lyljum til sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsi og til göngudeildar- sjúklinga sé í beinni samkeppni við önnur apótek. Þannig sé hinn fjár- hagslegi aðskilnaður mikilvægur til þess að um eðlilegan samanburð geti orðið að ræða milli kostnaðar við sölu ly^a hjá sjúkrahússapótekum og öðrum apótekum í landinu. I umsögn Samkeppnisráðs segir m.a. að þegar sjúkrahússapótek nýti sér þá heimild lyfjalaga að afgreiða lyf til sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsi og göngudeildarsjúklinga starfi þau í beinni samkeppni við einkarekin apótek, og þá gegni hinn fjárhagslegi aðskilnaður veigamiklu hlutverki til þess að koma í veg fyr- ir að starfsemi apóteksins sé niður- greidd af annarri starfsemi sjúkra- hússins. Þá bendir Samkeppnisráð á að vegna niðurskurðar á opinberum fjár- veitingum til spítalanna hafí sjúkra- hús gert áætlanir um að auka sértekj- ur sínar með aukinni lyfsölu, og for- svarsmenn sjúkrahússapótekanna virðist líta svo á að ákvæði lyfjalaga um afgreiðslu lylja til sjúklinga sem útskrifast og göngudeildarsjúklinga opni frekari leið til almennrar lyfja- dreifíngar og aukinna sértekna. Telur Samkeppnisráð því ástæður til þess að gera ýtrustu kröfur til fjárhagslegs aðskilnaðar milli sjúkrahússapóteka og annars reksturs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.