Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimilisleg þjónusta Sparisjóðs Ónfirðinga FRETTARITARI Morgun- blaðsins á Flateyri átti fyrir skömmu erindi í Sparisjóð Önfirðinga á Flateyri. Vatt sér þá inn úr dyrunum Einar Odd- ur Kristjánsson, alþingismað- ur og Flateyringur, og hugðist ganga frá bankaviðskiptum við næsta gjaldkera. Hann átt- aði sig hins vegar fjótlega á því að hann hafði gleymt gler- augunum heima og var því í mesta basli með að ganga frá sínum málum. Gjaldkerinn dró þá upp úr skúffu sinni forláta kvenmannsgleraugu sem einhver hafði gleymt í bankanum fyrir langalöngu. Einar Oddur skellti þeim á nefið og kláraði sín viðskipti. Margir, sem lent hafa í svip- aðri aðstöðu og Einar Oddur, hafa notað gleraugun. Til gamans má þess geta að við- Morgunblaðið Egill GLERAUGUN góðu. skiptamenn Sparisjóðsins fara úr skóm sínum, háir sem Iág- ir, áður en þeir hitta banka- sljórann á Flateyri. Ekki fara sögur af því hver viðbrögð bankastjórans verða sé þessi regla brotin. Lögreglan fylgist með kerrum LÖGREGLAN á Suðvesturlandi ætl- ar í dag og á morgun að huga að eftirvögnum eða kerrum. Sérstak- lega er ætlunin að kanna ástandið á snjósleðakerrum, svo sem ljósa- og hemlabúnað og skoðun. Eftirvagnar, þar á meðal snjó- sleðakerrur, sem eru yfir 750 kíló af leyfðri heildarþynd eru skráning- arskyidir. í frétt frá samstarfsnefnd lögreglunnar á Suðvesturlandi í umferðarmálum kemur fram að flestar snjósleðakerrur séu yfir 750 kg en undir 1.500 kg að leyfðri heild- arþynd. Því er fullnægjandi að þær séu með ýtihemli og öryggistengingu (keðju eða vír) á milli dráttartækis og beislis eftirvagns. Sami Ijósabúnaður og á bifreið Aftan á snjósleðakerru á að vera sami ljósabúnaður og krafist er aftan á bifreið. Ef breidd kerrunnar er meiri en 1,6 m eiga að vera tvö fram- vísandi stöðuljós á henni. Aftan á kerrunni eiga að vera a.m.k. tvö rauð þríhyrnd glitaugu, á hvorri hlið a.m.k. eitt glitauga og að framan a.m.k. tvö hvít glitaugu. Svo má bæta við framvísandi stefnuljósum og stefnuljósum á hliðum kerrunnar. Einnig afturvísandi bakkljósum, auka hemlaljósum, þokuafturljósum og auka stöðuljósum. Breidd bifreiðar og eftirvagns má ekki vera meiri en 2,55 metrar. Snjósleðakerru skal skoða al- mennri skoðun á þriðja ári eftir að hún var skráð fyrsta sinni og síðan árlega frá og með fimmta ári eftir að hún var skráð fyrsta sinni. Það er von lögreglunnar að eig- endur og umráðamenn eftirvagna gæti þess jafnan að tækin uppfylli skilyrði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja. Ályktun borgarráðs Ráðherra og kennar- ar leysi sín deilumál BORGARRÁÐ hvetur fjármálaráð- herra og fulltrúa samtaka kennara til að leysa deilur sínar sem fyrst svo áfram verði unnt að vinna að yfir- færslu í samræmi við ákvæði grunn- skólalaga í góðu samstarfi allra. Ályktun þessa efnis var samþykkt samhljóða á fundi borgarráðs í gær. Borgarráð lýsir áhvggjum sínum vegna deilu ráðherra og samtaka kennara og leitt hefur til þess að kennarar hafa dregið sig út úr samn- ingaviðræðum um yfirfærslu grunn- skólans frá ríki til sveitarfélaga. Góð samvinna í áliti borgarráðs kemur fram að góð samvinna hafi verið milli ríkis, sveitarfélaga og kennara um undir- búning yfirfærslu grunnskólans og að borgaryfirvöld hafí lagt mikla vinnu í undirbúning málsins. Viðræð- ur ríkis og sveitarfélaga, m.a. um kostnaðarskiptingu, fari fram undir breyttum forsendum, komi samtök kennara ekki að málinu á nýjan leik. Núverandi staða gæti stefnt flutningi grunnskólans og stöðu sveitarfélaga í óvissu, sem brýnt væri að eyða. ----------»■»—♦---- NýtingHafnarhússins Tillögnr í borgarráði TILLÖGUR starfshóps um nýtingu Hafnarhússins voru kynntar á fundi borgarráðs í gær. Að sögn Jóns Kristjánssonar starfsmannastjóra og fundarritara, verða þær afgreiddar síðar. Gert er ráð fyrir að um 3.500 fermetra húsnæði verði keypt í Hafnarhúsinu og fengið Listasafni Reykjavíkur til umráða. Kaupverð er áætlað um 110 milljónir, sem. greiðist samkvæmt samkomulagi hafnar og borgar. Gert er ráð fyrir að þar verði safn Errós. Andri Már Ingólfsson um mexíkóska flugfélagið Taesa Itrekað fengið staðfest- ingu á öryggi fyrirtækisins „GREININ dæmir sig í rauninni sjálf því textinn er ekki í neinu samræmi við listann. í textanum er sérstök áhersla lögð á að hvergi séu gerðar strangari kröfur um öryggi í fiugi en i Bandaríkjunum og tekið er fram að mörg flugfélög í Evrópu standist ekki bandaríska staðla. Samt er Taesa, sem flýgur til 11 áfangastaða í Bandaríkjunum, án nokkurs rökst- uðnings sett á lista yfir flugfélög sem varað er við annars staðar í greininni," segir Andri Már Ingólfs- son, forstjóri Heimsferða, um grein um flugöryggi í þýska tímaritinu Focus. I greininni er m.a. varað við mexíkóska flugfélaginu Taesa. Vitn- að er í greinina í Morgunblaðinu sl. laugardag. Andri Már sagðist aðeins skipta við Taesa af því hann teldi sig hafa fullvissu fyrir því að flugfélagið stæðist ítrustu öryggiskröfur. „Ég myndi ekki skipta við Taesa nema af því að ég hefi ítrekað feng- ið staðfestingu á því að fyrirtækið væri öryggt. Nú síðast veittu íslensk flugmálayfirvöld fyrirtækinu áfram- haldandi réttindi til að fljúga til og frá landinu. Hins vegar legg ég mesta áherslu á réttindi fyrirtækis- ins til að fljúga í Bandaríkjunum enda eru hvergi gerðar strangari kröfur og í greininni kemur m.a. fram að ekkert flugfélag frá Dómin- íkanska lýðveldinu hafi leyfí til að fljúga á flugstjórnarsvæði Banda- ríkjanna. Flugfélagið skiptir við við- haldsstöð Delta flugfélagsins eða eina bestu viðhaldsstöð í heiminu," sagði Andri Már en Taesa flýgur m.a. til Boston, Las Vegas, New York og Seattle í Bandaríkjunum. Af áfangastöðum í Kanada má nefna Calgary, Halifax, Toronto og Mon- treal. Áfangastaðir í Evrópu er m.a. Brússel, Barcelona, Madrid og Vín- arborg. Á traustum grunni Jens Bjarnason, framkvæmda- stjóri Loftferðaeftirlitsins, sagðist ekki hafa nægjanlegar upplýsingar á hveiju listinn væri byggður til að geta tjáð sig um hann sérstaklega. „Ég get hins vegar sagt almennt að hlutverk Loftferðaeftirlitsins felst í því að tryggja öryggi íslenskra farþega í flugi til og frá landinu. Við fylgjum ákveðnum vinnureglum varðandi umsóknir um flug erlendra félaga. Félögin eru könnuð eins og gert var áður en Taesa var veitt leyfi til að fljúga hingað til lands á sínum tíma. í framhaldinu höfum við gjaman skoðað vélar erlendra fyrirtækja og farið yfir að öll gögn, tryggingaskírteini, lofthæfiskírteini og viðhaldsgögn, séu í lagi við kom- una til Keflavíkur. Hingað til hefur ekkert í því eftirliti gefið tilefni til að heimild flugfélagsins til flugs til og frá íslandi verði endurskoðuð," sagði Jens og tók fram að almennt væri litið svo á að mexíkósk flugfé- lög stæðu á traustum grunni og framar flugfélögum annars staðar í Suður- og Mið-Ameríku. Óskað eftir ítarlegri upplýsingum Hins vegar sagði Jens alvarlegt að Taesa hefði fengið annað flugfé- lag til að fljúga hingað fyrir sig án heimildar frá íslenskum flugmálayf- irvöldum. „Eins og fram hefur komið höfum við gert athugasemdir við þennan framgangsmáta. Flugfélagið hefur gefið okkur ákveðnar skýringar og á þeim byggjast tímabundin flug- réttindin. Við höfum hins vegar ósk- að eftir ítarlegri upplýsingum og gögnum og því hefur ekki verið kom- ist að endanlegri niðurstöðu um framhaldsflugréttindi," sagði Jens. LANDIÐ LEIKHÓPURINN „Við“ á Dalvík. * Ahugasamir leikarar Dalvík - Hópur ungra og áhuga- samra leikara hefur að undan- förnu boðið Dalvíkingum upp á dagskrá sem að öllu leyti er þeirra eigin vinna. Hópurinn sem kallar sig „Við“ samanstendur af krökk- um á aldrinum 13-16 ára og hefur samið og æft dagskrá sem heitir „ýmislegt" og inniheldur atriði úr ýmsum áttum eins og nafnið bendir til. Þar má nefna söng- og dansatriði, ævintýri frásagnir og stutta leikþætti. Efnið er alfarið þeirra frum- smíð, sem og öll vinna sem felst í því að setja upp slíka sýningu. Miðaverði er stillt í hóf en allur ágóði af sýningunni rennur til líknarmála. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir UM 40 manns mættu á ráðstefnu um starfsmenntun. Nemendur ME fjalla um starfsmenntun Egilsstöðum - Nemendur Mennta- skólans á Egilsstöðum stóðu fyrir ráðstefnu um starfsmenntun í fram- haldsskólum. Þar var fjallað um starfsménntun í framhaldsskólum á íslandi og þá möguleika sem felast í nýju frumvarpi til laga um fram- haldsskóla. Ræðumenn voru Helgi Ómar Bragason, skólameistari ME, Hjálmar Árnason, alþingismaður og fyrrverandi skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, og Þórður Þorsteinsson, nemandi við ME. Hjálmar Árnason kynnti frumvarp til laga um framhaldsskóla, en það er til umræðu á Alþingi núna. Mik- ið var fjallað um starfsmenntun í framhaldsskólum og samstarf við atvinnulíf þar um. Nemendur ME nýttu sér heimsókn Hjálmars og spurðu fjölmargra spurninga um málefni skólanna . KJARTAN Páll Einarsson og Jón Pétursson starfsmenn Búnað- arbankans í Stykkishólmi afgreiða heimilisfólk á dvalarheimili aldraðra. Aukin bankaþjónusta við aldraða Stykkishólmi - Búnaðarbankinn í Stykkishólmi hefur tekið upp nýja og betri þjónustu fyrir fólkið sem býr á Dvalarheimili aldraðra. Mættu starfsmenn bankans á dvalarheimilið og opnuðu bankaþjónustu fyrir íbú- ana. Ætlunin til að byija með er að koma einu sinni í mánuði, klukku- tíma í senn, og bjóða íbúunum að stunda sín bankaviðskipti á staðn- um. Reynslan mun síðan segja til um það hvort afgreiðslutímum verði fjölgað. Þennan fyrsta opnunardag var nóg að gera hjá bankastarfsmönnum og greinilegt var að fólkið kunni vel að meta heimsókn þeirra. Þennan dag átti starfsmannafélag Búnaðar- bankans afmæli og færði starfsfólk bankans íbúum dvalarheimilisins rjómatertu í tilefni dagsins. r ► I > > í i I t í ! \ ! i I í ; > & i i y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.