Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 41
Villtur dans
UM ÞESSAR mundir halda
Brasilíumenn árlega kjöt-
kveðjuhátíð í Ríó de Janeiro. A
meðfylgjandi mynd, sem tekin
var á mánudag, má sjá nemend-
ur í sambadansskóla þar í borg
sýna listir sínar.
Hátíðarhöldin fara fram und-
ir beru lofti á Sambadrome-leik-
vanginum.
FÓLK í FRÉTTUM
Reuter
MICHAEL Jackson flutti lagið
„Earth Song“ fyrir viðstadda.
SUPERGRASS var valin besti breski nýliðinn á árinu.
Brit-verð-
launin afhent
BJÖRK Guðmundsdóttir hlaut,
eins og skýrt var frá í blaðinu í
gær, Brit-verðlaunin sem besta
alþjóðlega söngkonan. Verðlauna-
afliending fór fram í London í
fyrradag, en meðal annarra tíð-
inda af þeim má nefna að Man-
chester-sveitin Oasis hiaut þrenn
verðlaun, sem besta hljómsveitin,
fyrir bestu breiðskífuna og besta
myndbandið.
Oxford-sveitin Supergrass var
verðlaunuð sem besti breski nýlið-
inn 1995 og sérstök heiðursverð-
laun, fyrir ævilangt starf í þágu
tónlistar, hlaut Michael Jackson.
Hann flutti lagið „Earth Song“
við athöfnina og var það í fyrsta
skipti sem hann kom fram síðan
leið yfír hann í New York fyrir
skemmstu. Hljómsveitin Take
That, sem tilkynnti nýlega að hún
væri hætt, hlaut verðlaunin fyrir
bestu smáskífuna.