Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rættum bílatrygg- ingar SENDINEFND erlends trygg- ingafélags á vegum NHK tryggingamiðlunarinnar kemur til landsins í lok vikunnar til viðræðna við forsvarsmenn Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er líklegt að tryggingafélagið stofni sér- stakt fyrirtæki hérlendis ef samningar nást. NHK bauð lægst í útboði FÍB á ökutækja- tryggingum félagsmanna sinna. Tilboð NHK fyrir hönd umbjóðenda sinna var allt að 30% undir meðaliðgjöldum í ökutækjatryggingum hérlend- is. Erlenda tryggingafélagið mun gera kröfu um ákveðinn Ijölda tryggingataka. í tengsl- um við útboðið gerði FÍB átak í söfnun nýrra félaga sem nú eru um 18 þúsund talsins. Auk NHK gerði Skandia ís- land hf. tilboð í ökutækjatrygg- ingar FÍB. Amfetamín o g hass fund- ust í geymslu Fíkniefnalögreglan fann 51 gramm af amfetamíni og 200 grömm af hassi í geymsluhús- næði í miðbæ Reykjavíkur að- faranótt sl. föstudags. Maður sem hafði húsnæðið til umráða var handtekinn. Á föstudagskvöld úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur manninn í gæsluvarðhald til 27. febrúar. Hann hefur áður kom- ið við sögu fíkniefnamála. Fíkniefnadeild lögreglunnar rannsakar málið. Góður dagur í skákinni ÍSLENSKU skákmönnunum gekk vel á alþjóðlega skákmót- inu í Dunkerque í Frakklandi í gær. Andri Áss Grétarsson, Helgi Áss Grétarsson og Sigurður Daði Sigfússon unnu sínar skákir en þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þór- hallsson gerðu jafntefli. Staðan er sú eftir 5 umferð- ir að Sigurður Daði er með 2'h vinning en hinir fjórir eru með 3 vinninga. Sjötta umferð verð- ur tefld í dag. 95 ára reglan afnumin í frumvarpi um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins Lífeyrir hlutfail af meðal- launum en ekki lokalaunum LÍFEYRISRÉTTUR starfsmanna ríkisins mun reiknast sem hlutfall af meðallaunum í stað hlutfalls af lokalaunum, verði frumvarp fjár- málaráðherra um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins að lögum. Þá er gert ráð fyrir að sjóðsfélagar og launagreiðendur greiði iðgjöld til sjóðsins alla starfsævi sjóðsfélag- anna. Niðurfelling iðgjaldagreiðslu og takmörkun réttindaávinnings eftir 32 ára greiðslutíma, eða þegar 95 ára reglu er náð, verður því afnum- in. Réttur til töku lífeyris verður alfarið miðaður við 65 ára aldur. Fj ármálaráðherra lagði í gær fyrir ríkisstjórn tvö frumvörp sem snerta starfsmenn ríkisins. Annars vegar er það frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins, sem skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu, og hins vegar um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Auk þess, sem lagt er til að líf- eyrisgreiðslur miðist við meðallaun sjóðsfélaga, er gert ráð fyrir að eftir að taka lífeyris hefst breytist hann í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs, í stað breyt- inga á lauhum eftirmanns, eins og nú er. Auknar greiðslur og meiri réttindi Með afnámi 95 ára reglunnar, þ.e. þegar lífaldur og iðgjalda- greiðslutími er samtals 95 ár, auk- ast iðgjaldagreiðslur vegna þeirra, sem náð hafa þessum greiðslutíma til sjóðsins, en á móti kemur að réttindaávinningur verður meiri en áður á þessum árum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að réttur til töku lífeyris verði alfarið miðaður við 65 ára aldur. Nú er það almenna reglan, en að auki heimilar 95 ára reglan mönnum töku lífeyris fyrr, þó ekki fyrr en við 60 ára aldur. Þrátt fyrir að miðað verði við 65 ára aldur hér eftir, er mönnum heimilt að flýta eða seinka töku lífeyris um allt að 5 ár. Fyrir hvert ár, sem sjóðsfélagi seinkar töku lífeyris eftir 65 ára aldur hækkar áunninn ellilífeyris- réttur um 6%, eða um 0,5% fyrir hvern mánuð. Lífeyririnn skerðist að sama skapi um 6% fyrir hvert ár sem töku hans er flýtt. Í athugasemdum með frumvarp- inu kemur fram, að miðað við nú- gildandi lög megi almennt gera ráð fyrir að lífeyrisréttindi þeirra, sem munu kjósa að hætta störfum eftir 65 ára aldur aukist, en skerðist hjá þeim sem að myndu vilja nýta sér heimild til að hætta störfum og hefja töku lífeyris fyrir þann aldur. Iðgjald launa- greiðanda hækkað Þar sem þau réttindi, sem sjóðs- félagar fá samkvæmt ákvæðum frumvarpsins, verða áfram meiri en svo að sjóðurinn standi undir þeim með 10% iðgjaldi, er lagt til að ið- gjöld verði hækkuð. Iðgjald sjóðsfé- laga verði áfram 5%, en iðgjald launagreiðanda verði hækkað úr 6% og við það miðað, að sjóðurinn eigi jafnan fyrir skuldbindingum. Frumvarpið leggur til að trygginga- sérfræðingi verði falið að reikna út þessa iðgjaldaþörf. Gert er ráð fyrir að kennarar eigi áfram aðild að sjóðnum, eftir að starf grunnskólans flyst til sveit- arfélaga og lagt er til að Kennara- sambandið fái einn fulltrúa í stjórn sjóðsins. BSRB fengi þá einn full- trúa í stað tveggja nú. FRÁ slysstað á Hellisheiði í gær. Björgunarmenn vinna við að ná bílsijóranum úr bílnum. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Þrennt slasaðist er flutning'abíll ók á lítinn jeppa Selfossi. Morgfunblaðið. Samkeppnisráð vekur athygli á ákvæðum búvörulaga Gegn samkeppnislögum ÞRENNT slasaðist í hörðum árekstri á Hellisheiði, skammt ofan við Kamba um hálfþrjúleytið í gær. Stór flutningabíll á leið aust- ur ók aftan á lítinn Daihatsu-jeppa og kastaði honum út fyrir veg. Tveir fullorðnir voru í jeppanum, eldri maður og dóttir hans, og þriggja ára stúlka, dóttir konunn- ar. Þau voru öll flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur. Maðurinn sat fastur í bílnum í klukkutíma, en nota þurfti klippur til að ná honum út. Þoka var á Hellisheiði og rigning þegar slysið átti sér stað og skyggni var takmarkað. Að sögn lögreglunnar brást fólk sem kom á slysstað mjög vel við, hlúði að fólkinu og skýldi því fyrir rigning- unni með teppum og öðru lauslegu þar til sjúkrabílar komu á vett- vang. Hópur manna aðstoðaði slökkviliðsmenn og lögreglumenn frá Selfossi við að ná fólkinu úr flaki bílsins. Við áreksturinn kýldist jeppinn saman þannig að aftursæti hans þrýstust á framsætin. Litla stúlkan, sem sat í miðju aftursætinu, lenti á milli framsætanna. Einn þeirra sem kom á vettvang og aðstoðaði við björgun sagði að auðvelt hefði verið að losa um hana og móður hennar í framsætinu. SAMKEPPNISRÁÐ hefur vakið athygli landbúnaðarráðherra á því áliti ráðsins að nokkur ákvæði nú- gildandi búvörulaga stangist á við markmið samkeppnislaga og séu skaðleg samkeppnishindrun á við- komandi markaði. Er vísað til þeirra ákvæða að fimmmanna- nefnd skuli ákveða heildsöluverð búvara og að enginn megi kaupa eða selja búvöru innanlands á öðru verði en ákveðið hafi verið sam- kvæmt lögunum. Samkeppnisráð vekur athygli á þessu í framhaldi af að ráðið mælt- ist til þess við Osta- og smjörsöluna að fyrirtækið veiti magnafslátt af þeim vörum sem ekki séu háðar verðákvörðunum stjómvalda, en Bónus hafði leitað til ráðsins vegna þessa. Mjólkursamsalan hefur veitt magnafslátt af þessum vörum. í áliti Samkeppnisráðs segir að um 70% af vörum sem Bónus kaupi af Mjólkursamsölunni á ári séu háð verðlagsákvæðum, en viðskiptin nemi um 430 milljónum. í tilfelli Osta- og smjörsölunnar eru um 45% af viðskiptunum vegna vara sem háðar eru verðlagsákvæðum og viðskiptin nemi um 400 milljónum. „Almennt er viðurkennt í sam- keppnisfræðum að verð á vöru og þjónustu og frelsi til verðákvörðun- ar sé ein meginforsenda fyrir því að virk samkeppni fái þrifist," seg- ir í áliti Samkeppnisráðs. „Sem dæmi um þetta er litið á verðsam- ráð fyrirtækja á sama sölustigi sem eina alvarlegustu samkeppnis- hindrunina í viðskiptum, sbr. 10. gr. samkeppnislaga. Þegar fyrir- tæki á markaði eru hindruð í að verðleggja eigin söluvörur þykir vera um óhóflega takmörkun á frelsi í atvinnurekstri að ræða og skaðlega samkeppnishindrun sem gengur gegn markmiði samkeppn- islaga, sbr. 1. gr. Iaganna.“ Samkeppnisráð segir að það ákvæði búvörulaga, sem banni kaup og sölu á þeim búvörum sem verðlagðar eru samkvæmt lögunum á öðru verði en ákveðið er af verð- lagsnefndum landbúnaðarins, sé skaðleg samkeppnishindrun á við- komandi markaði. Á sama hátt gangi ákvæði búvörulaga um að verðlagsnefndir landbúnaðarins skuli akveða afurðaverð til búvöru- framleiðenda og heildsöluverð bú- vara, gegn markmiði laganna. Ekki náðist í Guðmund Bjarna- son landbunaðarraðherra vegna þessa máls í gær þar sem hann er staddur erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.